Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 92
-> Hefur þitt fyrirtæki efni á að eyða tíma starfsfólksins í bið? Það er dýrt að láxa starfsfóikiö biða' Tölvukerfi sem virkar EJ plnfgtwtWuMli Netþjónar tölvur COMPAQ. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMIX91100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. ■ 140 mill]ónir/28 ------------------- Laxeldi í kvíum við Viðey hafnað UMHVERFIS- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum bókun þess efnis að hug- myndir um laxeldi í kvíum við Viðey séu fráleitar og komi ekki til greina. Fiskeldisfélagið íslandslax hafði sótt um til Reykjavíkurhafnar að fá að reka laxeldi í kvíum á svæði hafn- arinnar norður af Viðey, milli eyjar- innar og Geldinganess. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd var sent málið til umsagnar og hún afgreiddi það með því að samþykkja einróma bókun, sem Ólafur F. Magnússon og Guðlaugur Þ. Þórðar- son, borgarfulltrúar sjálfstæðis- manna, lögðu fram. „I Ijósi reynslunnar og baráttunn- ar fyrir lífríki Elliðaánna teljum við hugmyndir um laxeldi í kvíum við Viðey fráleitar og ekki koma til greina,“ segir þar. Hrannar B. Arnarson, formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að talið væri að laxagöngur færu um svæðið þar sem áformað var að koma upp kvíunum. Hann sagði að þótt nefndin hefði á þessu stigi aðeins verið umsagnaraðili teldi hann ljóst að farið yrði eftir þessari niðurstöðu hennar við afstöðu borgarinnar til málsins. Hann sagði að afstaða nefndarinnar grundvallaðist á um- hyggju fyrir villta laxastofninum í Elliðaánum og vexti og viðgangi líf- ríkis ánna á svæðinu. „Við höfum slæma reynslu af eldi á þessum slóð- um og í sjálfu sér er ekkert sem bendir til annars en að sú reynsla sé eitthvað sem menn eigi að læra af og taka mark á,“ sagði Hrannar. Sekt fyrir áfengis- „auglýsingu HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt forráðamann heildverslun- ar í Vestmannaeyjum, sem er um- boðsaðili fyrir áfengistegundina Campari, í 200 þúsund króna sekt til ríkissjóðs fyrir brot gegn áfengislög- um með því að hafa sett Campari- auglýsingu á bifreið fyrirtækis síns. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum gaf út ákæru á hendur manninum og krafðist refsingar yfir honum fyrir að hafa birt eða látið birta auglýsing: una óslitið frá því í mars 1999. í ákærunni sagði að á hlið bifreiðar- innar farþegamegin væri letrað í lit- um orðið „CAMPARI" margsinnis aftan við hurð og einnig á frambretti. ^ Dómurinn komst m.a. að því í nið- urstöðu sinni að skreytingarnar á bifreiðinni væru hafðar í því skyni að hvetja til neyslu á umræddum drykk en ekki eingöngu til að merkja bif- reiðina. Brotið væri framið í atvinnu- rekstri ákærða og hefði aukningu tekna að markmiði. Var ákærði því sakfelldur eins og krafist var í ákæru og dæmdur til greiðslu alls sakar- kostnaðar. ------------- Árni Frið- riksson afhentur " í Chile ÁRNI Friðriksson RE, nýtt haf- rannsóknaskip Hafrannsókna- stofnunar, verður afhent stofnun- inni í Chile um helgina og heldur væntanlega af stað áleiðis til ís- lands í næstu viku. Skipasmíða- stöðin hefur fallist á að gi-eiða Hafrannsóknastofnuninni allt að 140 milljónir króna í bætur vegna tafa á smíði skipins og verður hún því ekki fyrir neinu fjárhagslegu tjóni af völdum tafa eða annarra vanefnda vegna smíðinnar. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við smíðina verði á bilinu 1,6—1,7 millj- arðar króna. Von er á skipinu til '~nieimahafnar í Reykjavík um miðj- an næsta mánuð. Að sunginni Sálumessu RICO Saccani hljómsveitarsljóri beygir sig og bugtar fyrir ein- söngvurum, Kór íslensku óperunn- ar og Sinfóníuhljómsveit íslands að loknum flutningi á Sálumessu Gius- eppes Verdi í Háskólabíói í gær- kvöldi. Ekki er annað að sjá en söngvararnir, Edward Crafts, Gi- anni Mongiardino, sem hljóp í skarðið fyrir Kristján Jóhannsson, Udiko Komlosi og Georgina Luk- ács, séu líka ánægðir með frammi- stöðu Saccanis, sem stjórnaði sem fyrr blaðlaust. I umsögn í blaðinu í dag segir að flutningurinn hafi verið mikil upp- lifun. Tónleikamir verða endur- teknir í dag kl. 16. ■ Á efsta degi/36 Stjórnarflokkarnir tapa fylgi samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar Samfylkingin á ný orðin næststærsta stíómmálaaflið Flugvirkjar semja ''"’^SAMNINGAR tókust í gærkvöldi milli Flugvirkjafélags Islands og Samtaka atvinnulífsins. Verkfalli flugvirkja hjá Flugfélagi íslands hefur verið frestað til 8. maí. FYLGI stjórnarflokkanna, Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks, minnkar á meðan Samfylkingin vinnur verulega á aftur, ef marka má nýja þjóðmálakönnun sem Fé- lagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið í byrjun apríl. Vinstri hreyfingin - grænt framboð heldur sínu fylgi frá síðustu skoðanakönn- un í nóvember, en Frjálslyndi flokk- urinn heldur áfram að tapa fylgi. Þá hefur stuðningsmönnum ríkisstjórn- arinnar fækkað nokkuð á meðan andstæðingum hennar fjölgar. Sjálfstæðisflokkurinn tapar um 4,3% fylgi frá síðustu könnun, en er hins vegar með 1,3% meira fylgi en í síðustu alþingiskosningum í maí 1999. Fylgi Framsóknarflokksins hefur aftur á móti fallið úr 18,4% í kosningunum í fyrra niður í 11,5% samvæmt könnuninni, en í nóvem- ber mældist fylgið 15,4%. Stjórnar- flokkarnir hafa þvi tapað samtals rúmlega 9% fylgi frá síðustu skoð- anakönnun. Samfylkingin hlaut fylgi upp á 26,8% i síðustu kosningum og var þá næststærsti flokkurinn á eftir Sjálf- stæðisflokknum. I könnuninni í nóv- ember hafði fylgið hins vegar fallið niður í 16,6% en Vinstri hreyfingin - grænt framboð var orðin næst- stærsta stjórnmálaaflið með tæp- lega 19% fylgi, eftir að hafa verið með rúmlega 9% fylgi í kosningun- um. Nú hefur fylgi Samfylkingarinnar vaxið á nýjan leik og mælist 25,1% samkvæmt nýju könnuninni og nálgast því útkomu alþingiskosning- anna. Miðað við niðurstöður síðustu könnunar eykur Samfylkingin fylgi sitt fyrst og fremst á kostnað Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en Vinstri grænir standa í stað. Frjálslyndi flokkurinn fær núna 1,1% fylgi, en var með 4,2% fylgi í síðustu kosningum og 1,9% fylgi í síðustu skoðanakönnun. Félagsvísindastofnun gerði könn- unina dagana 30. mars til 12. apríl, og náði hún til einstaklinga á aldr- inum 18 til 75 ára af öllu landinu. Svör fengust frá 1.020 af þeim 1.500 sem komu í úrtakið. Fyrst var fólk spurt: Ef alþingskosningar yrðu haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa? Þeir sem ekki gátu svarað voru þá spurðir hvaða flokk þeir myndu lík- legast kjósa og fengist ekki svar við því var spurt hvort líklegra væri að viðkomandi kysi Sjálfstæðisflokkinn eða einhvem annan flokk eða lista. 14,9% svarenda tóku ekki afstöðu eftir tvær fyrstu spurningarnar, en þegar svörum við þeirri þriðju er bætt við fer hlutfall óráðinna niður í 5,5%. Alls sögðust 10,9% skila auðu eða kjósa ekki og 10,3% neituðu að svara spurningunum. Andstæðingum ríkisstjórnar- innar fjölgar Sjálfstæðisflokkurinn sækir mest af fylgi sínu til Suðvesturhornsins, þar sem um helmingur kjósenda styður flokkinn. Framsóknai’flokk- urinn sækir hins vegar fylgi sitt mest út á landsbyggðina, en þrátt fyrir það hefur fylgi flokksins þar fallið úr tæpum 26% í tæp 19%. Lít- ill munur er á fylgi Samfylkingar- innar eftir landshlutum, en Vinstri grænir njóta minnst fylgis á Reykjanesi. Stuðningsmönnum ríkisstjórnar- innar hefur fækkað frá síðustu könnun og jafnframt hefur and- stæðingum hennar fjölgað um tæp 8%. Þá kemur í ljós að meðal þeirra sem styðja stjómarandstöðuflokk- ana nýtur ríkisstjórnin mests stuðn- ings hjá kjósendum Vinstri grænna. ■ Meirihluti/6 MITSUBISHI x MITSUBISHI m HEKLA -íforystu á nýrri öld I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.