Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 86
86 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
*. >
Anna Lilja, Ungfrú Reykjavík, eftir að úrslitin voru kunn. Fyrir aftan
hana eru (f.v.) Guðrún Erla (2.sætið og netstúlka Heimsmyndar), Þor-
björg (3.sæti), Helga Sjöfn (ljósmyndafyrirsæta keppnarinnar) og
Berglind, sem var valin vinsælasta stúlkan.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Björn Gíslason og Sigríður H. Sigfúsdóttir voru stolt af Önnu dóttur sinni. Börkur Bjarnason, kærasti Önnu,
hefur líklegast ekki verið of undrandi yfír árangri hennar.
Ungfrú Reykja-
vík úr Kópavogi
Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ var ungfrú
Reykjavík ársins 2000 krýnd á Broadway
og fíæddi allt í freyðivíni og Fógrum fljóð-
um.
Fegurðardrottning Reykjavíkur heitir
Anna Lilja Björnsdóttir og er átján ára
Kópavogsbúi. Keppendur mega koma frá
öllu höfuðborgarsvæðinu en titillinn
„Ungfrú höfuðborgarsvæði“ yrði líklegast
ekki jafn eftirsóknarverður. Stúlkan er
reyndar uppalin á Patreksfirði en fluttist
suður til þess að stunda nám við Verslun-
arskóla íslands.
Anna fór svo aldeilis ekki tómhent heim
þetta kvöld. Hún fékk m.a. flugferð fyrir
tvo til London frá Samvinnuferðum-
Landsýn, sfma frá Landsímanum með
10.000 króna inneign á símkortinu, 30.000
króna fataúttekt í Blues, árskort í líkams-
rækt auk gjafapakka fullum af fatnaði og
snyrtivörum. Hvernig ætli hugarfar feg-
urðardrottningarinnar hafí verið á sigur-
stundinni? „Ég held að mér hafi aldrei
liðið eins vel, þetta var alveg frábær
stund. Ég áttaði mig reyndar ekki alveg
strax á því hvað var að gerast. Það tók
mig nokkrar sekúndur að átta mig á þvf
hvort þetta væri ég eða ekki,“ sagði Anna
Lilja Björnsdóttir, Ungfrú Reykjavík, í
gær.
f öðru sæti lenti Guðrún Erla Jónsdóttir
og Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir var í því
þriðja. Helga Sjöfn Kjartansdóttir var val-
in Ijósmyndafyrirsæta Reykjavíkur ásamt
því að deila með Guðrúnu Erlu titlinum
„Netstúlka Heimsmyndar". Berglind Ellen
Pétursdóttir var valin vinsælasta stúlkan.
Allar þessar stúlkur munu svo taka þátt
í Fegurðarsamkeppni Islands sem haldin
verður í maí.
m-
frd fimmtudegi til sunnudctgs
Með
páskaungötnit
eru fcomntf
í glug9ann
Vna
ol^ur
Poskaegg / kaupl%
Bömin fd
blöðmr
NOI SIRIUi
MYNPBONP
Ráðskona
milli steins
og sleggju
RÁÐSKONA ÓSKAST
(Woman Wanted)
DRAM A
★★
Leikstjóri: Kiefer Sutherland.
Handrit: Joanne McClelland Glass;
eftir eigin skáldverki. Aðal-
hlutverk: Holly Hunter, Michael
Moriarty, Kiefer Sutherland. (106
mfn.) Bandarfkin 1999. Háskólabfó.
Öllum leyfð.
í SÍNU öðru leikstjómarverki
ræðst Kiefer Sutherland, gamla ung-
lingastjaman, ekki á garðinn þar sem
hann er lægstur
heldur glímir við
hádramatískt
skáldverk sem tek-
ur á afar tilfínn-
ingalegu efni. Holly
Hunter leikur unga
fráskilda konu er
ræður sig sem ráðs-
konu hjá feðgum,
eklinum Michael
Moriarty og syni hans Kiefer Sut-
herland, óömggu ljóðskáldi sem á í
mikilli sálarkreppu. Þeir feðgar heill-
ast þegar af þessari röggsömu ráðs-
konu og taka að bítast um hylli henn-
ar en hún kemst hinsvegar að því að
þeir eiga margt óuppgert sín á milli,
nokkuð sem tengist minningu fyrri
konunnar í lífi þeirra, eiginkonunni og
móðurinni.
Eins og fyrr segir setur Sutherland
markið ansi hátt en virðist ekki alveg
valda þessari átakasögu. Hún er afar
langdregin og þung í vöfum en það
sem verður henni til bjargar er fín til-
þrif aðalleikaranna þriggja, þá einna
helst hinnar frábæm Holiy Hunter.
Skarphéðinn Guðmundsson