Morgunblaðið - 15.04.2000, Síða 86

Morgunblaðið - 15.04.2000, Síða 86
86 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM *. > Anna Lilja, Ungfrú Reykjavík, eftir að úrslitin voru kunn. Fyrir aftan hana eru (f.v.) Guðrún Erla (2.sætið og netstúlka Heimsmyndar), Þor- björg (3.sæti), Helga Sjöfn (ljósmyndafyrirsæta keppnarinnar) og Berglind, sem var valin vinsælasta stúlkan. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Björn Gíslason og Sigríður H. Sigfúsdóttir voru stolt af Önnu dóttur sinni. Börkur Bjarnason, kærasti Önnu, hefur líklegast ekki verið of undrandi yfír árangri hennar. Ungfrú Reykja- vík úr Kópavogi Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ var ungfrú Reykjavík ársins 2000 krýnd á Broadway og fíæddi allt í freyðivíni og Fógrum fljóð- um. Fegurðardrottning Reykjavíkur heitir Anna Lilja Björnsdóttir og er átján ára Kópavogsbúi. Keppendur mega koma frá öllu höfuðborgarsvæðinu en titillinn „Ungfrú höfuðborgarsvæði“ yrði líklegast ekki jafn eftirsóknarverður. Stúlkan er reyndar uppalin á Patreksfirði en fluttist suður til þess að stunda nám við Verslun- arskóla íslands. Anna fór svo aldeilis ekki tómhent heim þetta kvöld. Hún fékk m.a. flugferð fyrir tvo til London frá Samvinnuferðum- Landsýn, sfma frá Landsímanum með 10.000 króna inneign á símkortinu, 30.000 króna fataúttekt í Blues, árskort í líkams- rækt auk gjafapakka fullum af fatnaði og snyrtivörum. Hvernig ætli hugarfar feg- urðardrottningarinnar hafí verið á sigur- stundinni? „Ég held að mér hafi aldrei liðið eins vel, þetta var alveg frábær stund. Ég áttaði mig reyndar ekki alveg strax á því hvað var að gerast. Það tók mig nokkrar sekúndur að átta mig á þvf hvort þetta væri ég eða ekki,“ sagði Anna Lilja Björnsdóttir, Ungfrú Reykjavík, í gær. f öðru sæti lenti Guðrún Erla Jónsdóttir og Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir var í því þriðja. Helga Sjöfn Kjartansdóttir var val- in Ijósmyndafyrirsæta Reykjavíkur ásamt því að deila með Guðrúnu Erlu titlinum „Netstúlka Heimsmyndar". Berglind Ellen Pétursdóttir var valin vinsælasta stúlkan. Allar þessar stúlkur munu svo taka þátt í Fegurðarsamkeppni Islands sem haldin verður í maí. m- frd fimmtudegi til sunnudctgs Með páskaungötnit eru fcomntf í glug9ann Vna ol^ur Poskaegg / kaupl% Bömin fd blöðmr NOI SIRIUi MYNPBONP Ráðskona milli steins og sleggju RÁÐSKONA ÓSKAST (Woman Wanted) DRAM A ★★ Leikstjóri: Kiefer Sutherland. Handrit: Joanne McClelland Glass; eftir eigin skáldverki. Aðal- hlutverk: Holly Hunter, Michael Moriarty, Kiefer Sutherland. (106 mfn.) Bandarfkin 1999. Háskólabfó. Öllum leyfð. í SÍNU öðru leikstjómarverki ræðst Kiefer Sutherland, gamla ung- lingastjaman, ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur glímir við hádramatískt skáldverk sem tek- ur á afar tilfínn- ingalegu efni. Holly Hunter leikur unga fráskilda konu er ræður sig sem ráðs- konu hjá feðgum, eklinum Michael Moriarty og syni hans Kiefer Sut- herland, óömggu ljóðskáldi sem á í mikilli sálarkreppu. Þeir feðgar heill- ast þegar af þessari röggsömu ráðs- konu og taka að bítast um hylli henn- ar en hún kemst hinsvegar að því að þeir eiga margt óuppgert sín á milli, nokkuð sem tengist minningu fyrri konunnar í lífi þeirra, eiginkonunni og móðurinni. Eins og fyrr segir setur Sutherland markið ansi hátt en virðist ekki alveg valda þessari átakasögu. Hún er afar langdregin og þung í vöfum en það sem verður henni til bjargar er fín til- þrif aðalleikaranna þriggja, þá einna helst hinnar frábæm Holiy Hunter. Skarphéðinn Guðmundsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.