Morgunblaðið - 15.04.2000, Síða 83

Morgunblaðið - 15.04.2000, Síða 83
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 83 FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAR ooooo ★★★★ Sigurður Sverrisson var popp- skríbent Morgunblaðsins á ár- unum 1982-84 og stýrði rokk- þáttum á Rás 2 frá 1986 með hléum til 1990. Hann starfar nú hjá PR al- mannatengslum & útlitshönnun og fjallar hér um nýjustu plötu AC/DC, Stiff Upper Lip. blús sem eiga sér sterka skírskotun í elstu plötunum. Sumt gæti verið af „Back in Black“ (Satellite Blues (You Shook Me All Night Long?)), annað af „Highway to Hell“ (Safe in New York City) eða þaðan af eldra. AC/DC hefur ekki fremur en aðrar þungarokkssveitir verið mik- ið fyrir tilraunir. Þessi tónlist er í eðli sínu afar íhaldssöm, hvort held- ur er í hljómauppbyggingu eða textagerð. Mörg gítarstefm hljóma æði kunnuglega, ekkert þó eins og upphafið að „Can’t Stand Still“, sem er eitt af skemmtilegustu lög- unum á diskinum. Þó örlar hér á nýjungagirni af og til, eins og í lag- Það besta frá AC/ DC í tutt EG MAN enn kvöldið í Glasg- ow Appollo forðum daga er við félagamir störðum opin- mynntir á sviðið þegar upphafstón- ar langþráðra tónleika með AC/DC beinlínis skóku undirstöður þessa gamalfræga húss. Þungur hljómur tveggja tonna eirbjöllu lagðist yfir áhorfendur eins og kæfandi reykur og andartak var sem áhorfendur týndu áttum. Tjaldið féll og ljósin beindust að Brian Johnson, þar sem hann stóð vígreifur með sleggju og barði á klukkunni! Augnabliki síðar upp- hófst “Hells Bells“ af „Back in Black“. Lýðurinn trylltist en við stóðum enn eins og nátttröll. Svona nokkuð höfðu ungir menn frá Isl- andi ekki séð áður! Það eru tæp 20 ár frá þessum tónleikum og senni- lega munu þeir í minningunni flokkast sem þeir eftmminnilegustu sem undiiritaður hefur enn orðið vitni að. Við félagarnir vöknuðum til lífs í þriðja lagi og tókum eftir það fullan þátt í luftgítaræfingum, „heddbangi" og öðru því sem áheyrendur gripu til í hita leiksins. Og við vorum enn með hellu í eyr- unum á brautarstöðinni klukku- stund eftir að tónleikunum lauk. Sjö tíma lestarferð til London um nóttina þótti okkur ekki tiltökumál - ekki íyrr en daginn eftir! Þessir tónleikar komu óneitanlega upp í hugann við að hlusta á nýjasta hljómdisk Angusar Young og félaga í AC/DC. „Stiff Upper Lip“ heitir hann og er sann- ast sagna það lang- besta sem sveitin hefur gert frá því Back in Black kom út 1980. Hvort það er end- urkoma trommar- ans Phil Rudd, sem ger- ir útslag- ið veit ég ekki, en tónlistin á „Stiff Upper Lip“ gæti rétt eins hafa verið tekin upp íyrir 20 ár- um, utan hvað rödd Brians Johnson er ekki eins öflug og þá. Hér ægir saman hljómum, taktbreyt- ingum (þögnum!)... og Þegar golfið er best SJÓNVARP A LAUGARDEGI Þeir sem fylgjast af einhverju ráði með sjónvarpi hljóta að taka eftir því hvað dagskráin er misjöfn. Suma daga eða kvöld er hún svo af- spymu léleg, að hún er ekki einu sinni móðgun við almennan áhorf- anda; hún vekur grunsemdir um að golfið á Sýn sé besti sjónvarpsþátt- urinn. Þetta stafar af því að þeir sem véla um dagskrám- ar sitja fastir í ein- hveijum þátta- normum, þar sem einn étur þáttaval eftir öðmm uns alveg er sama hvar drepið er niður, uns eftir situr „hlass á eigin rassi“ svo notuð sé gömul líking. Þó væri engin sanngirni í því að halda því fram að aldrei örlaði á neinu bitastæðu í sjónvarpi. Það er bara svo mikið minna um það en vanaverkin (fjós- verkin), sem ætla allt lifandi að drepa. Og er þá átt við þá þætti, þar sem einhverjir strákar koma sam- an til að vera fyndnir og ætla allt að drepa úr leiðindum eða klámi, sem nú er það „skemmtiefni" sem svona kamraskáld halda að sé svo menn- ingarlegt. Er jafnvel tekið til við að ljúga klámi upp á virðulega og næstum því púritaníska staði, þar sem íbúarnir hafa verið aldir upp við kurteisi og aðrar venjur siðaðra manna. Það er kannski einmitt þess vegna, sem einhveijir perrar úr Reykjavík telja við hæfi að nið- urlægja staðinn. Þeir ættu að byrja á því að gera úttekt á sínum heima- bæ, þar sem „ó, þér unglingafjöld" hangir slefandi við dyr öldurhúsa eða gengur örna sinna í hólfum Hraðbanka um nætur, sé þeim komið fyrir við and- dyri í læstum klefum, sem opnaðir eru með greiðslukorti. Þeir segjast vera fyndnir, en alvaran er stundum perrarmr, alveg ófyndin. Akureyri er fallegur bær með fjallstind yfir sér (Súlur) og sjávar- poll við fætur, svo lýst sé hvernig bærinn liggur í friðsæld í faðmi nátturunnar. Þar hafa aldrei verið framdir neinir stórglæpir og íbúrn- ar bera með sér kyrrlátan blæ stað- arins og eru besta fólk. Það mátti raunar sjá eitt exemplar af Akur- eyringi í þættinum Maður er nefndur í sjónvarpinu fyrra mið- vikudagskvöld, þegar Hannes Hólmsteinn ræddi við Magnús Óskarsson, lögfræðing og rithöf- und, en Magnús fæddist við Ráð- hústorgið á Akureyri þar sem nú stendur Landsbankinn. Óskar fað- ir hans rak um áratugi verslunina Esju. Magnús er nú látinn. Gaman var að hlusta á spjall þeirra og kom þar vel í ljós sú hógværa kímni, sem einkennir margan Akureyr- inginn. Hverjum þeim sem hlustaði á þetta samtal mun ekki hafa komið í hug að á Akureyri byggi einhver ruslaralýður. Sá flokkur kaffihúsadela, sem heldur að hann sé svo fýndinn, að sjónvörpin verði að sjónvarpa kjaftæðinu úr þeim eins og íþrótta- kappleikjum, tók sig til og gerði klámmynd um Akureyri, sem átti að vera fyndin. En fyndni þessara manna er svo vesöl, að það verður að taka fram í kynningu fyrir sýn- ingu, að nú skuli fólk hlæja eins og vitlaust uns það vætir sætin. Hins vegar hló enginn að klámmyndinni um Akureyri, af því þess var hvergi getið að þetta ætti að vera grín og fólk ætti að hlæja. Þessir perrar, höfundar myndarinnar, ættu að hætta að vera fyndnir á meðan þeir gera ekki greinarmun á illum rógi og fyndni. Þeir komu úr Reykjavík, er sagt, til að ljúga upp á Akureyri og væru menn að meiri ef þeir bæðu afsökunar, nema þeir séu svo önnum kafnir við að gera þarfit' sín- ar í Reykjavík út um víðan vang eins og hundar, að þeir komist ekki í síma. Stöð gæti að ósekju bætt fyrir glappaskotið með einhveijum hætti. Indriði G. Þorsteinsson inu Come And Get It (ef flokka má „lán“ frá ZZ Top í upphaftöktum lagsins sem nýjung!) og All Screwed Up. Þar kveður við gítar- yfirbragð sem ég minnist ekki frá Angusi fyrr. Og ólíkt því sem verið hefur á síðustu plötum takast til- raunirnar vel. í raun er það svo að ekki eru nema tveir veikir blettir á „Stiff Upper Lip“. Sjálft titillagið og svo Damned. Það síðara hefði betur verið látið kyrrt liggja. Á heildina litið er „Stiff Upper Lip“ kjarnagripur. Hann greip mig engum heljartök- um við fyrstu yfirreið en vinnur stöðugt á. Kannski er maður bara orð- inn svona gamall? En á tím- um sífelldra tækninýjunga er það hreint og beint notalegt að fá í hend- urnar eitthvað, sem ekki krefst þess að maður setji sig í sér- stakar stellingar til þess að geta meðtekið það. „Stiff Upper Lip“ er uppfull af gamalkunn- t um töktum sem þjóna ekki neinum öðrum tilgangi en þeim að gleðja eyru rokkunnenda. Þótt yfirbragðið sé þungt er hætt við því að unnendum Machine Head eða Pantera þætti tónlist AC/DC í dag léttmeti. Þyngslin eru þó ekki meiri en svo, að ég yrði illa svik- inn ef a.m.k. tvö laganna á „Stiff Upper Lip“ næðu að komast inn á vinsældalista, áðumefnt „Can’t Stand Still“ og „Hold Me Back“. Ekki verður svo skilið við þessa umfjöllun, að ekki sé minnst á skelfilega rýrar upplýsingar í inn- legginu sem fylgir diskinum. Eng- ir textar (þeir eru sumir skondn- ir, þótt þeir fái seint viðurkenningu fyrir bragfræði- tilþrif, sbr. “I’ve got a stiff upp- er lip and I shoot from the hip“) fylgja með og engar frekari upplýsingar er að finna. Þetta breytir því þó ekki að „Stiff Upper Lip“ er fínn gripur, sá besti frá AC/ DC í 20 ár! MYNPBONP Vekur lítinn hroll THE HAUNTING_____ HROLLVKKJA ★% Leikstjóri: Jan De Bont. Handrit: Shirley Jackson, David Self. Aðal- hlutverk: Lily Taylor, Liam Nee- son, Catherine Zeta-Jones. (112 mín.) Bandaríkin 1999. Sam- myndbönd. Bönnuð innan 16 ára. MIKIÐ langaði mig að hafa gaman af henni þessari. Það eru ár og aldir síðan gerð var almennileg draugamynd; svona með alvöru draugahúsi og tilheyrandi reim- leika, braki og brestum og hvísl- andi röddum. Efniviðurinn, skáldsaga Jack- son, býður líka upp á þessháttar veislu. En eitthvað virðast menn hér hafa misskilið eðli slíkrar myndar. Hér gildir nefni- lega ekki reglan um að meira sé s betra. Hrollvekja vekur ekkert meiri hroll þótt draugahúsið sé það stærsta og draugalegasta sem sést hefur, með fleiri draugalegum göngum en nokkuð annað og leyni- hólfum við hvert fótmál. Skelfingin verður ekkert meiri við það að draugurinn vondi sé í hverjum myndramma að hrella fórnarlömb- in með tilþrifameiri brellum en áð- ur hafa sést. En Jan De Bont virð- ist hafa bitið í sig eftir velgengni „Speed“ (sem reyndar er hans eina góða mynd) að því meiri læti því betri mynd og sú ranghugsun feyk- ir „The Haunting" beint á rassinn. Skarphéðinn Guðmundsson HOTELS & RESORTS MIMISBAR lifandi tónlist um helgina O|)i0 föstudags- laui»ardaj»skv<>ld E' IH fr * EROTÍSKL JR SKEMMTISTAÐUR Grensasvegi 7 , cc BOH ★ár r Glœsileg „Betri stofa' Opið frá kL20 alla daga og til kl. 6 um helgar Lokað á mánudögum Nœturqadnn í kvöld leikur hin eldhressa hljómsveit Hafrót Ókeypis aðgangur til kl. 24. Sími 587 6080. ^ W ASGARÐUR — GLÆSIBÆ FÉLAG ELDEI BORGARA Caprí tríó leikur öll sunnudags- kvöld frá kl. 20.00. Ath. í kvöld frá kl. 21.00 vegna óviðráðanlegra að- stæðna. ár
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.