Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGAKDAGUR 15. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Frá umferðarátakinu fyrir utan Sólvelli á Seyðisfirði. Seyðisfirði - Starfsfók í heilsu- gæslu, lögreglan, grunnskólinn og leikskólinn á Seyðisfirði stilltu saman strengi sína vikuna 6.-12. apríl og voru með aðgerðir til þess að auka öryggi vegfarenda. Á fimmtudaginn var lögðu menn áherslu á öryggi barna í bílum og skoðuðu öryggisbúnað allra sem komu að leikskólanum Sólvöllum þá um morguninn. Þeir sem ekki voru með öryggisbelti Atak í um- ferðaröryggi barna á Seyð- isfirði né tilætlaðan búnað fyrir börn sín fengu vinsamlegar ábendingar um það sem betur mátti fara. Að sjálfsögðu fengu hinir tilhlýðilegt hól. Umferðarkönnun sem fram- kvæmd var sl. vetur leiddi í ljós að Seyðfirðingar voru þeir fjórðu slökustu á landinu öllu með tilliti til öryggis barna þeirra í bif- reiðum. Átakið nú er liður í því að vekja bæjarbúa til umhugsun- ar og fá þá til þess að huga betur að öryggi barna sinna í umferð- inni. Samningur undirritaður um sorpförgun í Skaftárhreppi Áætlun öðrum til fyrir- myndar að mati ráðherra Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir Siv Friðleifsdóttir ráðherra og Ólafía Jakobsdóttir, sveitarstjóri Skaft- árhrepps. Kirkjubæjarklaustri - Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra sam- þykkti 11. apríl sl. áætlun um sorpförgun í Skaftárhreppi í V- Skaftafellssýslu. Að öðru jöfnu hefði kannski ekki þótt ástæða til þess að ráðherra undirriti slíka samþykkt á viðkomandi svæði en eins og kom fram í ávarpi ráð- herra þá þykir henni samþykktin vera öðrum til fyrirmyndar og má segja einsdæmi hjá sveitarfélagi á íslandi. í þessari samþykkt er tekið á öllum þáttum sorpförgunar, „heildstæð lausn“, eins og ráð- herra komst að orði, og gert ráð fyrir að í öllu sveitarfélaginu fari fram flokkun á sorpi í þrjá flokka: brennanleg efni og óbrennanleg og loks lífrænn úrgangur. Síðan er líf- rænn úrgangur unninn þannig að hann nýtist til áburðar og brenn- anleg efni eru notuð til orkufram- leiðslu í sorporkustöð. Áður hafa nokkur sveitarfélög tekið upp flokkun úrgangs, þá hluti byggða og fyrst og fremst til reynslu en að taka yfir heilt sveit- arfélag, sem að mati Sivjar telst meðalstórt, er nýlunda. Að loknum ávörpum og undir- skrift var farið í vettvangsferð og skoðuð sorporkustöðin og tromla sem jarðgerir lífrænan úrgang en ferðinni lauk á Kirkjubæjarstofu þar sem stjórn hennar tók á móti ráðherra og gestum. Leikskólanum Kríubóli gefin mynd- bandstökuvél Hellissandi - Ánægjan og afrakstur- inn af hátíðarhöldum jólanna endist oft langt fram eftir vetri. Um síð- ustu jól, nánar tiltekið á Þorláks- messu, stóð Lionsklúbbur Nesþinga á Hellissandi fyrir skemmtun í félgs- heimililinu Röst með mjög veglegu leikfangahappdrætti. Slík skemmt- un fyrir bömin er reyndar árvisst atriði í starfsemi klúbbsins. Þegar þessar skemmtanir hafa skilað ág- óða hefur sá ágóði jafnan verið lát- inn renna til leikskólans Kríubóls til leikfangakaupa. Ágóðinn af happdrættinu á síð- ustu Þorláksmessu var nokkuð gild- ari en oftast áður. Því ákváðu Lions- menn að nú skyldu þeir færa leikskólanum góða gjöf. Fyrir valinu varð myndbandstökuvél sem myndi verða bæði starfsfólki og bömunum til gagns og ánægju. Smári Lúðvíks- son, formaður fjáröflunarnefndar Lions-klúbbsins, heimsótti Kríuból 10. apríl sl. og afhenti Sigríði H. Sig- urðardóttur, leikstjórastjóra, myndbandstökuvélina. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Smári Lúðvíksson afhenti Sig- ríði H. Sigurðardóttur vélina. Starfsfólk og böm í leikskólanum hafa trúlega flest verið á skemmtun- inni hjá Lionsmönnum um síðustu jól og öll skemmt sér þar vel og jafh- vel fengið góða vinninga í happ- drættinu. Að afraksturinn og ánægj- an af skemmtuninni myndi skila sér sem myndabandstökuvél í leikskól- ann þeirra á útliðnum vetri, hefur varla komið þeim til hugar þá. Morgunblaðið/Egill Egilsson Signrður Hafberg, eigandi Grænhöfða ehf., sem á og rekur orlofs- íbúðina. Aukið gistirými á Flateyri Flateyri-Innan skamms mun bætist við nýr valkostur í gistirými á Flat- eyri, þegar fullbúin orlofsíbúð verður tekin í notkun. Á Flateyri eru fyrir 3 gistiheimili og að sögn Sigurðar Haf- berg, eiganda Grænhöfða ehf sem á og rekur orlofsíbúðina, fannst honum sem farið væri að rýmkast á leigu- markaðnum og þörf væri fyrir aukn- ingu á þeim markaði. Gott samstarf væri milli aðila á þessum heima- markaði og með tilkomu orlofsíbúð- arinnar minnkaði álagið hvað varðaði skort á gistirými á háannatímum. Töluverð aukning ferðamanna síð- astliðin ár hefur fært mönnum heim sannindin um þörf á aukinni upp- byggingu í kringum meiri viðveru ferðamanna á Flateyri. Samhliða or- lofsíbúðinni verður einnig rekin ný- stofnuð sjókajakaleiga, einnig undir merkjum Grænhöfða ehf. í boði verða 7 bátar og verður aðalbækistöð leigunnnar við smábátahöfnina á Flateyri. Hægt verður að leigja kaj- akana bæði með og án leiðsagnar, en umsjónarmenn eru allir þaulvanir kajakræðarar. Boðið verður upp lengri og styttri ferðir og fer þetta allt eftir óskum og getu viðkomandi. Með tilkomu orlofsíbúðarinnar skapast sá möguleiki að bjóða upp á pakkagistingu, þ.e. í tengslum við kajakaleiguna. Állt að 6 manns geta gist í íbúðinni og er hún fullbúin með húsgögnum. Sigurður segist horfa til framtaks Súðvíkinga sem hafa hrundið af stað sumarhúsabyggð í gömlu byggðinni með 10 íbúðum og gangi mjög vel að leigja það út. Slíkt mundi Sigurður vilja sjá gerast einn- ig á Flateyri, þar sem gisting og af- þreying af einhverju tagi væri í boði fyrir ferðamenn. Vega- samband komið í Arnes- hrepp Ströndum - Vegurinn norður í Árneshrepp var opnaður 13. apríl eftir óvenju stuttan mokstur, eða 4 daga, byrjað var að moka sunnan frá, það er frá Bjarnarfirði og norður úr. Þetta er um þremur vikum fyrr en í fyrra en þá var gíf- urlegur mokstur. Vegurinn er aðeins jeppafær þar til þorn- ar um. Tívolíhúsið í Hveragerði rifíð Hveragerði - Framkvæmd- ir eru nú í fullum gangi við niðurrif tívolíhússins í Hveragerði og ef allt geng- ur samkvæmt áætlun verð- ur húsið horfið innan fárra daga. Það er Djúpárhrepp- ur sem er kaupandi hússins. Að sögn Heimis Hafsteins- sonar, oddvita Djúpár- hrepps, er ætlunin að nýta gríðarstóra límtrésbitana annars vegar í fjölnota hús með íþróttagólfi i Þykkva- bænum og hins vegar til byggingar reiðhallar á Gaddstaðaflötum við Hellu. Húsið sem upphaflega var 6.000 m2 var á sínum tíma byggt yfir tívolíið sem rekið var í Hveragerði. Þeg- ar sú starfsemi lagðist af var húsið tímabundið nýtt sem markaðstorg en síðasta starfsemi sem var í húsinu var rekstur Jólalandsins. Síðastliðin ár hefur húsið staðið autt og ónotað. Helm- ingur hússins var rifinn og seldur fyrir allnokkrum ár- um en sá hluti sem nú hverf- ur er um 3.000 m2 að flatar- máli og er það ein stærsta bygging Hveragerðisbæjar. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Framkvæmdir við niðurrif Tívolíhússins ganga vel. MB1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.