Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 33 ERLENT Handtökur í Malasíu VEL vopnaðir lögreglumenn gættu í gær járnbrautarstöðva og annarra umferðarmið- stöðva í höfuðborginni, Kuala Lumpur, til að koma í veg fyr- ir, að fólk kæmist á útifund til stuðnings Anwar Ibrahim, fyrrverandi forsætisráðheira. Situr hann nú í fangelsi fyrir sakir, sem hann segir tilbún- ingur og runnar undan rifjum Mahathirs Mohamads, forseta landsins. Hefur lögreglan handteki þrjá frammámenn í stjórnmálaflokki, sem eigin- kona Anwars stofnaði, en á útifundinum, sem á að vera í dag, á að minnast þess, að ár er liðið frá því Anwar var dæmdur í sex ára fangelsi. Atvinnulaus- ir skyldaðir til vinnu AUSTURRÍSKA ríkisstjórnin hefur samþykkt áætlun sem skyldar þá sem verið hafa at- vinnulausir lengi til að skrá sig í atvinnubótavinnu hjá hinu opinbera og þiggja fyrir svokölluð „borgaralaun". Eru þau um 47.000 ísl. kr. á mán- uði. Þeir sem neita verða sviptir atvinnuleysisbótum. Er þessi áætlun mjög umdeild og segja sumir að hún minni um margt á aðfarir nasista á sín- um tíma. Einn þingmaður græningja sagði að áætlunin væri runnin undan rifjum Jörg Haiders, leiðtoga Frels- isflokksins. Sagði hann að Haider hefði orðið að segja af sér sem ríkisstjóri í Kárnten er hann lofaði atvinnustefnu Hitlers, en nú væri hún orðin að stefnu austurrísku ríkis- stjómarinnar. Mengaðar baðstrendur SJORINN við margar strend- ur í Finnlandi og Danmörku er óhæfur til böðunar vegna mengunar. Kemur það fram í orðsendingu frá framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins þar sem yfirvöld í n'kjunum eru hvött til áð bæta úr. At- huganir sem gerðar vom í Finnlandi 1998 sýndu þetta og á því hafði engin breyting orð- ið ári síðar. Svipað ástand er í Danmörku. Margot Wall- ström, sem fer með umhverf- ismál i framkvæmdastjórn- inni, sagði að gengið yrði hart eftir úrbótum. í fangelsi í 1.400 ár JUAN Manuel Soares, fyrr- verandi félagi í ETA, aðskiln- aðarhreyfingu Baska, var dæmdur í gær á Spáni fyrir aðild að drápi 12 manna árið 1986. Hljóðaði dómurinn upp á fangelsi í 1.401 ár. Soares sagði í réttarhöldunum að hann og annar ETA-maður hefðu sett 35 kg af sprengiefni í fimm hraðsuðupotta og kom- ið þeim síðan fyrir í sendibif- reið. Var sprengiefnið síðan spi'engt með fjarstýringu er bifreið á vegum spænska þjóð- varðliðsins ók hjá. Létust 12 menn í sprengingunni og 77 manns, aðallega aðrir vegfar- endur, slösuðust. Soares var árum saman á flótta en gaf sig sjálfviljugur fram í Dómíníska lýðveldinu 1995. Þingnefnd hreinsar Beyers í Rover-málinu London. Morgnnblaðið. BREZK þingnefnd hefur hreinsað Stephen Beyers, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, af ásökunum um að hafa far- ið með rangt mál um vitneskju sína um sölu BMW á Rover-verksmiðjunum. Hins vegar gagnrýnir nefndin ríkis- stjómina og ráðuneytisstarfsmenn íyrir framtaksleysi við að afla upplýs- inga um fyrirætlanir BMW. Stephen Beyers var borinn þeim sökum, að hann hefði litið fram hjá þeim ábendingum, sem yfirmenn BMW hefðu gefið um slakt gengi Rov- er-verksmiðjanna og því hvorki greint rikisstjói'ninni né starfsmönnum Longbridge-smiðjanna rétt frá um gang mála. Það væri sök ráðherrans, að tilkynning BMW 16. marz sl. um söluna á Rover hefði komið öllum og þá einkum brezku ríkisstjóminni í opna skjöldu. Yftrmenn BMW sögðust ítrekað hafa gefið í skyn hluti, sem brezki ráð- herrann hefði ekki getað skilið öðru vísi en svo að sala væri á döfinni, en hins vegai' hefði af viðskiptalegum ástæðum ekki verið hægt að tala hreint út um hlutina opinberlega. Beyers hefui' hins vegar neitað þessu alla tíð og vitnað til minnisblaða sinna um samtöl við yfirmenn BMW, en hann var ásakaður um að hafa breytt efiii þeirra sér í hag. Þingnefndin komst að þeirri niður- stöðu, að ráðherrann hefði ekki breytt minnisblöðunum og þarafleiðandi hefði hann ekki haft undir höndum upplýsingar til þess að sjá atburðarás- ina fyrir. Kngnefndin gagmýndi BMW harðlega fyrir leynimakk og fyrir að umgangast ekki samnings- aðila sína og starfsmenn Rover-verk- smiðjanna með viðeigandi hætti. Sakleysi einfeldningsins? Þingnefndin, sem fjallaði um málið, er skipuð þingmönnum allra flokka og voru fulltrúar Ihaldsflokksins sam- mála niðurstöðunni. Talsmaður skuggaráðuneytis íhaldsmanna hefur hins vegar sagt, að of snemmt sé að hvítþvo Beyers, þar sem fara þurfi betur ofan í saumana á þeim upplýs- ingum, sem hann veitti nefndinni. Mál þetta hefur orðið Stephen Beyers mikill álitshnekkir, þar sem sýnt þykir að hann hafi ekki haft nægi- lega vakandi auga með málefnum Rov- er. Því sé sakleysi hans í þessu máli í bezta falli saldeysi einfeldningsins, sem eigi annars staðar heima en á ráð- herrastóli. KIA Shuma er einstaklega lipurog rúmgúður fjölskyldubíll á verði sem erfitt er að jafna. Sportlegt útlit og kraftmikil 1800cc vélin gerir KIA Shuma að vænlegum kosti fyrirþá sem gera kröfur. Fæst einnig sjálfskiptur. Verð nú aðeins 1.335.000 Sjálfskiptur 1.390.000 KIASHUMA KIACLARUS KIA Cfarus er eðalvagn KIA flotans. Hlaðinn öllum nútfma <m og krafturinn fenginn úr2ja Iftra 133 hestafla vél og rafeindastýrðrí fjölinnsprautun. KIA Clarus fæst einnig með 4 þrepa sjálfskiptingu. Verð nú aðeins Verð nú aðeins 1.750.000 Sjálfskiptur 1.875.000 1590.000 Sjálfskiptur 1.690.000 KZA SPORTAGE KIA Sportage er alvöru jeppi með háu og iágu drifi og LSD læsingu á afturdrífi. KIA Sportage erbyggðurá öflugrí grínd og 2OOOcc 4 cyl. vélin tryggir 128 hestöfl. Nú fæsthann á verði sem fáirleika eftir meö jeppa íþessum gæðaflokki. Fæst einnig f Wagon útfærslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.