Morgunblaðið - 15.04.2000, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 79
FRETTIR
iij'' 11
Hans Peter-
sen opnar
nýja verslun
í Grafarvogi
HANS Petersen opnaði nýverið
verslun með ljósmyndavörur og
framköllun í Spönginni í Grafar-
vogi.
Allar innréttingar í verslunina
eru sérhannaðar fyrir ljósmynda-
vörur og fullkomin framköllunar-
vél er í versluninni, þar sem boðið
er upp á klukkustundar framköll-
un, APS framköllun sem eru filmur
í hinu nýja Ijósmyndakerfi og
stækkanir á myndum. Einnig er
boðið upp á stækkanir beint eftir
Ijósmyndum og er þá engin filma
nauðsynleg.
Opið er frá kl. 11-18.30 virka
daga og frá kl. 11-16 á laugardög-
um. Verslunarstjóri í hinni nýju
verslun er Signý Lind Heimisdóttir.
Frá hinni nýju verslun Hans Petersen í Grafarvogi.
Krefst félagslegs réttlætis
AÐALFUNDUR Félags frjáls-
lyndra jafnaðarmanna (FFJ) var
haldinn fimmtudagskvöldið 13. aprfl
í Litlu-Brekku, við Lækjarbrekku í
Reykjavík.
I stjórn voru kjörin: Aðalstjóm:
Eiríkur Bergmann Einarsson, for-
maður, Hreinn Hreinsson, Hólmfríð-
ur Sveinsdóttir, Rristín Marinós-
dóttir og Vilhjálmur Þorsteinsson.
Varastjórn: Margrét S. Bjöms-
dóttir, Þórður H. Olafsson, Hörður
Filipusson og Kristinn Asgeirsson.
Eftn-farandi stjórnmálayfirlýsing
Félags frjálslyndra jafnaðarmanna
var samþykkt:
„Félag frjálslyndra jafnaðar-
manna telur að einstaklingar eigi að
njóta frelsis til sjálfstæðs lífs og at-
*
Ahersla á
mikilvægi
móður-
málsins
EFTIRFARANDI ályktun móður-
málskennara á deildar- og fag-
stjórafundi og aðalfundi Samtaka
móðurmálskennara var samþykkt 7.
apríl sl.:
„A fundi fag- og deildarstjóra í ís-
lensku, 7. apríl 2000, og aðalfundi
Samtaka móðurmálskennara sama
dag, var lögð áhersla á mikilvægi
móðurmálsins í upplýsingasamfé-
lagi 21. aldarinnar. Ný aðalnámskrá
fyrir grunn- og framhaldsskóla var
gefin út vorið 1999. í kjölfar hennar
stendur yfir vinna við skólanám-
skrár.
Stefna menntamálaráðuneytisins
við gerð nýrrar aðalnámskrár var
að móðurmálið væri undirstöðu-
grein í skólakerfinu. Það hefur vilj-
að brenna við að móðurmálinu væri
hampað í stefnumarkandi ritum en
þeirri stefnu ekki fylgt eftir. Nú hef-
ur menntamálaráðherra beitt sér
fyrir þýðingu á Windows hugbúnað-
inum og er það vonandi vísbending
um að breyttir tímar séu framund-
an. Móðurmálskennarar fagna hinni
íslensku útgáfu á þessum útbreidda
tölvuhugbúnaði og leggja áherslu á
að haldið verði áfram á sömu braut.
Mikilvægt er að standa vörð um
móðurmálskennslu við ritun skóla-
námskrár og sjá til þess að hlutur
móðurmálsins verði efldur.“
hafna. Ríkisvaldið á ekki að stunda
fyrirtækjarekstur sem vel er hægt
að koma fyrir hjá einkaaðilum á sam-
keppnismarkaði. Hlutverk ríkis-
valdsins er að búa svo í haginn að at-
hafnagleði þegnanna fái notið sín á
þeirra eigin forsendum.
Félag frjálslyndra jafnaðarmanna
lítur á lýðræði sem hornstein nútíma
samfélags og vill að stjórnun þess
byggi á lýðræði og dreifræði á öllum
sviðum. Umburðarlyndi og frjáls-
lyndi eru óaðskiljanlegir hlutar lýð-
ræðis og dreifræðis. Lýðræðið felur í
sér réttinn til að lifa á skjön við við-
teknar venjur, svo framarlega sem
það skaðar ekki aðra í samfélaginu.
Félag frjálslyndra jafnaðarmanna
krefst félagslegs réttlætis. Það er
óviðunandi að í velferðarsamfélagi
eins og því íslenska séu stórir hópar
sem búa við fátæktarmörk. Ríkis-
valdið á að tryggja þegnum sínum
mannsæmandi lífsaðstæður, auk
þess að sjá þeim fyrir menntun og
heilbrigðisþjónustu án tillits til efna-
hags, eða annarra aðstæðna.
Félag frjálslyndra jafnaðarmanna
kallar eftir alþjóðlegri samvinnu. ís-
land er óaðskiljanlegur hluti alþjóða-
samfélagsins og á að taka þátt í at-
höfnum þess á jafnréttisgrundvelli.
íslendingar eru Evrópuþjóð og eiga
heima í samfélagi lýðræðisþjóða
Evrópu. Þannig ber stjórnvöldum að
sækja um fulla aðild að Evrópusam-
bandinu, stærsta og öflugasta lýð-
ræðisbandalagi heims.“
Námskeið um iktsýki
HJA Gigtarfélagi Íslands er að
hefjast nýtt námskeið um iktsýki.
Um er að ræða þriggja kvölda
námskeið dagana 26. aprfl, 2. og 4.
maí og byijar það alla dagana kl.
20.
A námskeiðinu verður farið í
þijá þætti sem tengjast því að lifa
með iktsýki. Áhersla verður lögð á
að fræða um sjúkdóminn, einkenni
hans og áhrif á daglegt líf. Einnig
verður fjallað um þjálfun, meðferð,
slökun og hjálpartæki. Meðferð
iktsýki beinist fyrst og fremst að
því að draga úr einkennum henn-
ar. Auk lyfjameðferðar skipa
sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun mikil-
vægan sess í allri meðferð við ikt-
sýki. Með sjúkraþjálfun má m.a.
bæta vöðvastyrk og draga úr
verkjum. Iðjuþjálfar gegna lykil-
hlutverki við kennslu liðverndar og
útvegun margskonar hjálpar-
tækja.
Iktsýki er langvinnur sjúkdóm-
ur sem oft hefur í för með sér lík-
amlega, tilfinningalega og félags-
lega erfiðleika. Sjúkdómurinn
getur því haft mikil áhrif á daglegt
líf og möguleika einstaklingsins til
bæði leiks og starfs.
Leiðbeinendur á námskeiðinu
verða Jónína Björg Guðmunds-
dóttir og Svala Björgvinsdóttir fé-
lagsráðgjafar, Amór Víkingsson
gigtarsérfræðingur, Anna Ólöf
Sveinbjömsdóttir iðjuþjálfi og
Unnur Pétursdóttir sjúkraþjálfari.
A skrifstofu félagsins er hægt að
skrá sig og fá upplýsingar um verð.
Ný barnarás
á Fjölvarpinu
ÚTSENDINGAR á barnarás sem
nefnist „Fox Kids“ í Fjölvarpinu em
hafnar.
Sent er út í 12 klst. á sólarhring
frá kl. 5 til 17 alla daga vikunnar.
í fréttatilkynningu segir m.a.:
„Fox Kids er án efa ein vinsælasta
barnarás heims og á dagskrá hennar
era margverðlaunaðir þættir á borð
við Nature Knows Best, Denna
dæmaiausa, Litlu hafmeyjuna og
Pétur Pan. Lögð er áhersla á að forð-
ast allt ofbeldi í þáttum sem sýndir
eru en stuðla þess í stað að fræðslu
fyrir unga áhorfendur. Dagskráin er
fyrst og fremst miðuð við aldurshóp-
inn 2-14ára.“
------M-t--------
Blúslög í Kaffi-
leikhúsinu
KK, Magnús Eiríksson og Þórir
Baldursson flytja gömul blúslög í
Kaffileikhúsinu í kvöld, laugardags-
kvöld, kl. 22.
Kvöldið hefst með borðhaldi kl. 20.
Lengsta
beina flug
með íslenska
farþega frá
upphafí
FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hf.
mun sunnudaginn 16. apríl
fljúga lengsta beina flug sem
farið hefur verið með íslenska
farþega frá Islandi frá upphafi
flugsögunnar. Það er nýjasta
vél félagsins, TF-ATH, Boeing
747-300, sem mun flytja 387
farþega á vegum Heimsklúbbs
Ingólfs til Höfðaborgar í Suð-
ur-Afríku. Flugið mun taka um
13 klukkustundir án millilend-
ingar. Lengsta flug til þessa
var farið í nóvember 1980 þeg-
ar Arnarflug flaug frá Keflavík
til Mexíkóborgar á Boeing 707,
eftir því sem best er vitað.
Vélinni sem fer til Höfða-
borgar er skipt niður í þrjú
farrými; fyrsta farrými, við-
skiptafarrými og almennt
farrými. Stoppað verður í
Höfðaborg í 7 daga. Flugstjór-
ar í þessu flugi verða Arngrím-
ur Jóhannsson og Gunnar
Karlsson.
Nú er tækifærið...
til að eignast ekta pels
Oðruvísi Ijós og klukkur Síðir leðurfrakkar
Handunnir dúkar og rúmteppi
Sófasett og þrjú borð á
aðeins kr. 157.000
Sigurstjama
Viðskiptanetið Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545
ANTIK
Eitthverfc athyglisverðasta úrvai landsins
Fornhúsgögn eru fjárfesting til framtíðar
Hólshrauni 5, 220 Hafnarfirði, sími 565 5856
Fyriraftan Fjarðarkaup - Opið alla helgina - WWW.ÍSÍantÍk.COm
Mikið úrval af kvenfatnaði
Mikið af góðum tilboðum
Hiá Svönu
Opið í dag frá kl. 10-18
Kvenfataverslun, Garðatorgi 7, Garðabæ, sími 565 9996.
Lagersala
Brautarholti 4 (við hliðina á Japis)
í dag, laugardaginn 15. apríl, frá kl. 10 til 17,
sunnudaginn 16. aprfl frá kl. 12 til 16.
Síðasta söluhelgi.
Nýjar vörur og enn meiri verðlækkun.
Hjólbörur á ótrúlegu verði. Baðherbergisvörur á stórkostlegum
aukaafslætti.
Ýmsar plastvörur, leikfangabox, taukörfur, úrval búsáhalda, hitakönn-
ur og brúsar, vírgrindur og hillur, hjólagrindur, vínrekkar, hraðsuðu-
könnur, brauðristar, straujárn, ýmis verkfæri, verkfærakassar o.fl. o.fl.
Mikið úrval á góðu verði.
ídagkl. 11-16
F j O R Ð II R
tniðbœ HafnarJjarðar