Morgunblaðið - 16.04.2000, Page 8
8 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Yfir til Alþingis r
Ósóminn sendur til föðurhúsanna.
Bless bursti
Nú á ég skilið að
uppþvottavél
fá
Vinnur verk sín í hljóði
Þetta er sú heitasta á markaðnum, turbo burrkun með heitum blæstri
og svo hljóðlát að þú hefur ekki hugmynd um að hún er gangi.
Tekur 12 manna stell, býr yfir 6 þvottakerfum, er með 6 falt vatnsöryggi
og svona mætti lengi telja - þetta er alvöruvél.
Við vonumst til að geta óskað þér til hamingju með áfangann en
bendum þér samt á að kveðja gamla uppþvottaburstann og
-vettlingana með hæfilegri virðingu.
AEG 4231-U verð 49.900 stgr
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
___rííL_
RdDIQðÍSUS?
Geislagötu 14 • Sími 462 1300
Fjársöfnun fyrir alnæmissjúk börn
Mikil þörf
fyrir aðstoð
Kristinn Snæland
VERIÐ er að hefja
söfnun á íslandi til
styrktar alnæmis-
sjúkum bömum í Rúmen-
íu. Þessi söfnun á rætur í
starfi Elísabetar Alm sem
er sænskur lektor við
Norræna húsið í Reykja-
vík, en kynni hennar af
rúmensku hjálparstarfi
fyrir alnæmisveik böm
kallaði á sameiginlegt átak
í þessum efnum. Kristinn
Snæland er einn af þeim
sem svaraði neyðarkalli
sem Elísabet sendi út fyr-
ir jólin 1999 til aðstoðar
alnæmisveikum börnum í
Rúmeníu. „Óskin var fyrst
og fremst sú að fólk hér
sendi bömunum jólagjafir
og kæmi á bréfasambandi
við þau, þar sem þau era
flest munaðarlaus,“ sagði Krist-
inn er hann var spurður um að-
draganda þess að hann beitir sér
nú fyrir söfnunarstarfi fyrir um-
rædd börn í Rúmeníu.
„Forsaga þessa máls er sú að
Elísabet Alm kynntist Mörtu
Banulescu, sem er forseti hjálp-
arstofnunar í Búkarest sem heitir
Nicolae Balcescu, og varð þess
áskynja að mikil þörf væri fyrir
aðstoð við alnæmisveik böm í
Rúmeníu og óskað væri eftir
fjárstuðningi þeim til handa.
Börnin hafa að vísu þak yfir höf-
uðið á vegum hjálparstofnunar-
innar en lítið meira. Þau þarfnast
nánast alls annars, svo sem fæðis
og klæða og þess að fá stuðning
til þess að létta sér aðeins upp.
Börnin era flest munaðarlaus svo
enginn fer með þau eitt eða neitt
nema Marta og stofnun hennar.
Sem dæmi má nefna að í haust
fór hún með tvo hópa í fjögurra
daga ferð upp Karpatafjöll og
vom 45 börn í hvoram hóp. Þessi
ferðalög kostuðu samtals 1200
dollara. Óskir stofnunarinnar era
að eignast jafnvel bíl sem hægt
væri að nota í þágu bamanna og
lítið sumarhús uppi í fjöllum
þangað sem þau gætu farið, enda
era börnin gjarnan óvelkomin á
almenna gististaði vegna sjúk-
leika síns.“
- Hvernig á að haga söfnun hér
á landi?
„Mér varð ljóst að ég var ekki
sá eini sem hafði fengið óskir um
fjárstuðning og fékk því lista frá
Mörtu yfir þá íslendinga sem
höfðu svarað hjálparbeiðninni.
Þetta fólk var kallað saman á
fund þar sem ákveðið var að
opna reikning í Landsbankanum
í Höfðabakka sem væri þannig
skilyrtur að inn á hann væri
hægt að leggja fé hér en ekki
hægt að taka fé út af honum
nema til að senda til Rúmeníu.
Hugsunin á bak við þetta var að
minnka kostnað við fjársending-
ar til Rúmeníu, því það kostar
ámóta að senda litlar upphæðir
og stórar. Hugmyndin er sú að
þessi reikningur verði opinn fyr-
ir fjárframlög til framtíðar og í
hvert skipti sem kom-
ið sé inn á reikninginn
fé sem nægi til að
senda til Nicolae
Balcescu stofnunar-
innar í Rúmeníu þús-
und dollara, þá verði
það gert.“
- Hvað er hópurinn stór sem að
söfnuninni stendur?
„Við fengum um fimmtíu heim-
ilisföng á listanum frá Rúmeniu
en á bak við hvert heimilisfang
era gjarnan nokkrir aðilar. Við
höfum stofnað til nefndar sem á
að halda utan um þessi heimilis-
föng og reikninginn og köllum
► Kristinn Snæland fæddist 24.
10.1935 í Reykjavík. Hann lauk
rafvirkjaprófi frá Iðnskólanum í
Reykjavík árið 1955 og varð
rafvirkjameistari 1958. Hann
starfaði sem rafvirki og raf-
virkjameistari í tuttugu ár. Síðan
varð hann erindreki Framsókn-
arflokksins, næst sveitarstjóri á
Flateyri, þá starfsmaður hjá
Tímanum. Frá 1978 til 1985 var
hann við sjómennsku og rútu-
bílaakstur, eftir það skrifaði
hann bókina Bílar á íslandi í máli
og myndum, 1904 til 1922, jafn-
framt því sem hann ók leigubfl
en við það starfar hann í dag.
Kristinn er kvæntur Jónu Jóns-
dóttur Snæland starfskonu hjá
Melaskóla og eiga þau þrjú böm.
nefndina; Vinanefnd Balcescu.
Vinanefndin mun síðan fylgjast
með hvernig reikningnum líður
og senda aðilum hópsins yfirlits-
bréf öðra hveiju um hvemig mál-
in standa. Við teljum að þetta fyr-
irkomulag henti betur en að
stofna formlegt félag um þetta
hjálparstarf, en ekki síður viljum
viðreyna að stuðla að persónuleg-
um samskiptum í formi smásend-
inga við einstök alnæmissjúk
böm í Rúmeníu. Þessi börn eiga
engan að og það væri því mikil
gleði því samfara hjá þeim að
eiga vin á Islandi.“
- Hvað er þetta stór hópur sem
Balcescu-stofnunin er að aðstoða?
„Stofnunin er með um tvö
hundrað böm sem hún aðstoðar
beint en tekur auk þess á móti
hópum alnæmissjúkra bama sem
koma í heimsókn annars staðar
að af landinu. Um hundrað þess-
ara bama era í Búkarest en hin
era í nágrenni borgarinnar."
-Hvert er reikningsnúmerið í
Landsbankanum sem hægt er að
leggja inn á framlög til þessa að-
stoðarstarfs?
„Reikningurinn er sparisjóðs-
bók; Vinir Balcescu heitir hún og
kennitalan er 080881-3559 en
reikningsnúmerið er 62550, banki
116, höfuðbók 05. Berta Björg
Sæmundsdóttir er
ábyrgðarmaður reikn-
ingsins. Fyrirmæli
varðandi reikninginn
era skráð þessi: Að
ekki megi taka út af
reikningnum utan þá
upphæð sem bankan-
um verði gert að senda til Nicolae
Balcescu stofnunarinnar í Búkar-
est í Rúmeníu. Það er von okkar í
Vinanefnd Balcescu að sem flestir
sjái sér fært að leggja hinum
munaðarlausu alnæmissjúku
bömum í Rúmeníu lið með þess-
um hætti. Söfnunin er þegar haf-
in.
Börnin
sem við söfn-
um fyrir
eiga flest
engan að