Morgunblaðið - 16.04.2000, Side 10

Morgunblaðið - 16.04.2000, Side 10
10 SUNNUDAGUR16. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR Þórhildur tók við starfi sínu ár- ið 1995 komst hún fljótlega að raun um að á íslandi væri mikið starf óunnið í málefnum barna og ung- menna og einnig ættum við margt ólært í þeim efnum. Síðan hefur margt áunnist í þeim mál- um þótt enn sé víða verk að vinna. Sem umboðsmaður barna hefur Þórhildur lagt ríka áherslu á að ná vel til umbjóðenda sinna sem eru börn og unglingar undir 18 ára aldri eða tæpur þriðjungur íslensku þjóðarinn- ar. Þórhildur segir að barn eða unglingur hafi að jafnaði samband við hana vikulega. Henni ber- ist póstur frá þeim í gegnum tölvu, þau hringi eða komi í heimsókn á skrifstofuna. Eðli máls- ins samkvæmt hafi börnin því algjöran forgang - fram yfir hina fullorðnu er þangað leita. Hún hefur einnig lagt áherslu á að heimsækja börn- in í þeirra umhverfi og í því skyni m.a. heimsótt fjöldann allan af skólum úti á landsbyggðinni. „Ég er jú umboðsmaður allra bama, hvar sem þau eru í sveit sett, þótt ég hafi aðsetur hér í Reykjavík," segir hún. Fyrir tveimur árum var opnuð á Netinu heimasíða umboðsmanns barna (www.barn.is). Segir hún börnin almennt mjög ánægð með þetta framtak og hafi þau í auknum mæli not- fært sér tölvupóstinn til þess að koma til henn- ar ábendingum og fyrirspurnum. „Samkvæmt 12. gr. Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna eiga böm rétt á að segja skoðun sína í öllum málum er þau varða. Þetta ákvæði felur einnig í sér skyldur yfirvalda til að hlusta og sömuleiðis virða skoðanir bama og unglinga með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Þetta er sú grein Barnasáttmálans sem þykir nokkuð byltingarkennd og mörgum fullorðnum er ekk- ert vel við þessa grein,“ útskýrir hún. „Margir halda því fram að böm hafi ekki skoðanir, sem er hin mesta firra. Það þarf auðvitað að ala böm upp við að eiga skoðanaskipti og kenna þeim að tjá sig á skil- merkilegan hátt. Þarna gegna for- eldramir höfuðmáli. Ég tel einnig mikilvægt að efla kennslu innan skólanna í tjáningu talmáls og rit- máls.“ Gagnlegar tillögur frá börnum í eineltismálum Hvað er það sem bömin ræða helst við þig? „Algengt er að böm veki athygli mína á því að þau séu lögð í einelti af öðrum nemendum og jafnvel ein- stökum starfsmönnum skóla. Vegna fjölmargra tilmæla frá um- bjóðendum mínum ákvað ég fyrir tveimur árum að boða til ráðstefnu þar sem áttatíu böm ásamt fimmtíu fullorðnum einstaklingum, sem vom fulltrúar ýmissa stofnana og félaga, settust niður og ræddu þetta alvarlega vandamál í blönd- uðum umræðuhópum kynslóðanna. Markmiðið með ráðstefnunni var fyrst og fremst að fá ábendingar og tillögur um hvaða leiðir væm færar til að vinna gegn einelti og hvað unnt væri að gera þegar kæmist upp um slíkt athæfi. Þar eð börn og unglingar em í daglegri nálægð við vandamálið og þekkja það af eigin raun ákvað umboðsmaður að fela þeim stjóm umræðunnar. Bömin komu vel undirbúin til leiks. Því varð ráðstefnan mjög gagnleg en í lok hennar lágu fyrir margar góðar tillögur og ábendingar sem ég lét vinna úr og birtar vora í skýrslunni „Einelti kemur öllum við“. Það sem er svo skemmtilegt við margar tillögur frá unglingum er að þær em oft svo einfaldar og ódýrar í útfærslu að það væri þess vegna unnt að framkvæma þær strax. Þessi skýrsla hefur fengið gífur- lega mikla útbreiðslu og vonandi hefur hún komið að einhverju gagni í baráttunni við þann vágest sem einelti er. Að fmmkvæði mínu fól menntamálaráðherra Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála að gera rannsókn á umfangi og eðli eineltis á landsvísu. Er það fyrsta rannsókn sinnar teg- undar hér á landi. Mér er kunnugt um að fleira er í farvatninu hjá ráðuneytinu í eineltismálum og mun ég fylgjast vel með því sem þar gerist." Böm eiga líka rótt á friðhelgi einkalífsins Þau mál sem böm ræða einnig mikið við um- boðsmann sinn em erfiðleikar sem þau upplifa í tengslum við skilnað eða sambúðarslit foreldra. Segir Þórhildur að þetta sé sá flokkur erinda sem í gegnum árin hafi verið hvað umfangs- mestur ásamt skólamálunum. Arið 1997 bámst 207 erindi þessa efnis til embættisins og ári síð- ar vom þau 280. „Með hliðsjón af þessu ákvað ég að leggja til við dómsmálaráðherra á árinu 1998 að sett yrði á fót þverfagleg sérfræðir- áðgjöf sem hefði það hlutverk að aðstoða og Verðum að sýna í verki hvers virði börnin eru Umboðsmaður barna, Þórhildur Líndal, hefur gegnt starfí sínu í fímm ár og hefur hún komið mörgum þörf- um málum áleiðis. Hildur Einarsdóttir ræddi við Þór- hildi, sem vill að leitað verði leiða til að börn og ungl- ingar geti komið skoðunum sínum á framfæri á skipulagðan hátt við sveitarstjórn þegar verið er að fjalla um málefni er þau varða. leiðbeina börnum og foreldmm við lausn vandamála sem óneitanlega koma upp þegar til skilnaðar foreldra kemur. Á Norðurlöndum þekkist þetta fyrirkomulag og hefur það reynst mjög vel samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef undir höndum. Ég taldi einnig nauðsynlegt að upplýsingar til almennings yrðu bættar á þessu sviði og hef því hvatt dómsmálaráðuneytið til að gefa út bæklinga á auðskiljanlegu máli, svo sem um sameiginlega forsjá og um umgengnisrétt. Á vegum dómsmálaráðuneytisins er nú verið að gera tilraun með sérfræðingaráðgjöf við sýslu- mannsembættið í Reykjavík. Bæklingamir sem ég nefndi hér áðan hafa ekki enn litið dagsins ljós en em vonandi vænt- anlegir. Ég hef lagt það til við sifjalaganefnd sem hef- ur það hlutverk að endurskoða bamalögin að inn í þau lög verði tekið sérstakt ákvæði um op- inbera þverfaglega fjölskylduráðgjöf. Ég er þeirrar skoðunar að skylda eigi foreldra til að sækja fundi slíkrar ráðgjafar áður en skilnaður er veittur." Virðingarleysi af hálfu fullorðinna er málefni sem börn tala gjarnan um að sögn Þórhildar. „Þau nefna ókurteisi ýmissa sem starfa við þjónustu, svo sem afgreiðslufólks í verslunum," segir hún. „Oft vill líka gleymast að börn eiga rétt á friðhelgi einkalífsins eins og hinir full- orðnu.“ Þórhildur segir frá skólaferðalagi þar sem farið var í farangur krakkanna til að leita að sælgæti sem var bannað að hafa með í för. „Það er sjálfsagt að skoða farangur ef talið er að þar sé eitthvað ólöglegt, en það má ekki gleymast að böm eiga sitt einkalíf eins og full- orðnir, og það ber að virða.“ Nauðsyn á samræmdri slysaskrá Það em eklri aðeins böm sem hafa samband við umboðsmann bama heldur einnig fullorðnir sem koma til umboðsmanns með munnleg eða skrifleg erindi. Umboðsmaður bama ákveður sjálfur hvaða mál era tekin til meðferðar sam- kvæmt rökstuddum ábendingum eða að eigin fmmkvæði. Umboðsmaður fær líka beiðnir um að gefa umsagnir um laga- fmmvörp og reglugerðir frá Alþingi og stjórn- völdum, auk þess sem hann kemur með tillögur um breytingar á lögum, stjórnvaldsaðgerðum eða stjómsýsluháttum, að eigin irumkvæði. „Eitt af mínum hjartans málum er öryggi bama almennt," segir Þórhildur. „Strax á árinu 1995 spurðist ég fyrir um heildartölur slysa á börnum og unglingum en komst þá að raun um að þær vom ekki til. Ég hvatti því slysavarnar- áð til að beita sér fyrir gerð samræmdrar skráningar yfir barna- og unglingaslys sem næði til landsins alls. Ef við höfum ekki þessa vitneskju haldbæra getum við tæplega byggt upp markvissar forvarnir í þágu barna en slysatíðni hér á landi er því miður allt of há. Þar eð mér fannst helst til mikill hægagangur í þessum málum og svör bámst treglega, gerði ég í samstarfi við Félag íslenskra barnalækna og bamaslysavamarfulltrúa Slysavarnarfélags Islands tillögu um að hrandið yrði af stað af hálfu heilbrigðisráðuneytisins tilraunaverkefn- inu „Eflum forvarnir - fækkum slysum á börn- um.“ Nú hefur það ánægjulega gerst að sett hefur verið af stað þriggja ára tilraunaverkefni sem byggir í gmndvallaratriðum á framan- greindum tillögum." Heggur sá er hlífa skyldi Frá upphafi starfs síns hefur Þórhildur beitt sér gegn hvers kyns ofbeldi gagnvart börnum og unglingum. Á árinu 1997 var mikil umræða í þjóðfélaginu um kynferðislegt ofbeldi á börn- um, sem mátti meðal annars rekja til alþjóð- legrar ráðstefnu Sámeinuðu þjóðanna um kyn- ferðislega misnotkun barna, sem haldin var í Stokkhólmi og vakti heimsathygli. Segir Þór- hildur að meðal þess sem kom fram í umræðunni hér á landi hafi verið hvort staða bama sem fómarlamba í kynferðisbrota- málum væri nægilega tryggð í réttarkerfinu. í því sambandi var meðal annars bent á að ekki væra til samræmdar reglur á landsvísu um starfsaðferðir lög- reglu við rannsókn þessara mála. „Eg ákvað þá sem umboðsmaður barna að taka til sérstakrar með- ferðar, að eigin fmmkvæði, kyn- ferðisbrot gegn bömum og ung- mennum frá lögfræðilegu sjónarmiði. Gaf embættið út skýrslu um þetta mál sem ég kallaði „Heggur sá er hlífa skyldi". I kjölfar þessarar skýrslu lagði ég tO ýmsar lagabreytingar til að bæta réttarstöðu barna sem fórnarlamba kynferðisbrota. Flestar þessara tillagna era þeg- ar orðnar að lögum. Má þar nefna að nú eiga fórnarlömb kyn- ferðisafbrota rétt á aðstoð rétt- argæslumanns þeim að kostnað- arlausu strax á rannsóknarstigi. Þá lagði ég tU að dómari sem dæmir í málinu yfirheyrði bam strax á rannsóknarstigi í stað lögreglu. Þannig ætti að vera unnt að forðast að barn þurfi að gefa skýrslu oftar en einu sinni í máhnu. Ég lagði hka tU að þessi alvar- legu brot fymtust aldrei, en Al- þingi gekk ekki svo langt heldur var samþykkt að fyrning þessara brota hæfist við fjórtán ára aldur brotaþola. Ofbeldisefni í sjónvarpi á þeim tíma sem börn sitja við skjáinn Fljótlega eftir að ég hóf störf var athygli mín vakin á auglýs- ingum kvikmyndahúsa og myndbandaleiga í sjónvarpi, á kvikmyndum og myndböndum bönnuðum bömum. Ábendingamar miðuðust einkum við þær auglýsingar sem birtust rétt fyrir aðalfréttatíma sjónvarpsstöðvanna á kvöldin, þegar böm allt niður í leikskólaaldur era enn við sjónvarpsskjáinn. Ég beindi á sín- um tíma þeim tUmælum til Samkeppnisstofn- unar að sett yrði bann á þessar auglýsingar. Ég réði jafnframt sérfræðing tU að athuga í hve miklum mæli þessar auglýsingar væm og kom í ljós að á hálfsmánaðar tímabUi birtust 96 auglýsingar sem höfðu að geyma ofbeldisefni og sýndar vom fyrir klukkan tíu á sjónvarps- stöðvunum. Skömmu seinna samþykkti útvarpsráð að auglýsingar sem þessar skyldu ekki sýndar í Ríkissjónvarpinu fyrir klukkan níu á kvöldin. Eitthvað virðist þó hafa slaknað á þessum kröf- um upp á síðkastið. Fyrir Alþingi liggur nú fmmvarp til nýrra útvarpslaga og í umsögn minni til Álþingis hef ég bent á að taka þurfi upp ákvæði sem byggir i i I f I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.