Morgunblaðið - 16.04.2000, Page 20
20 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Listasafn Reykjavfkur opnað í Hafnarhúsi
Vaxtarbroddur í menn-
ingarlífi borgarinnar
FYRSTI áfangi húsakynna Lista-
safns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu
verður tekinn í notkun næstkom-
andi miðvikudag, en þá verður húsið
vígt og borgarstjóri Reykjavíkur,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, tekur
formlega við húsinu í tilefni opnun-
ar á tveimur sýningum, þeim fyrstu
í nýjum salarkynnum.
I gönguferð um húsið með Guð-
rúnu Jónsdóttur, formanni menn-
ingarmálanefndar Reykjavíkur-
borgar, kom í Ijós að húsið er allt
hið glæsilegasta og kemur til með
að verða mikilsverð viðbót við starf-
semi Listasafns Reykjavíkur í
framtíðinni. Auk þess að vera í for-
svari fyrir menningarmálanefnd er
Guðrún formaður byggingamefnd-
ar Hafnarhússins og nýs safnahúss í
Tryggvagötu sem nýverið var gefið
nafnið Grófarhús. Auk Guðrúnar
hafa starfað í nefndinni Árni Þór
Sigurðsson, formaður Hafnar-
stjórnar, Ingimundur Sveinsson
arkitekt, Jón Björnsson, yfirmaður
þróunarsviðs Reykjavíkurborgar,
og fjórir forstöðumenn þeirra safna
sem flytja húsin. Frá byggingar-
deild borgarverkfræðings komu
Rúnar Gunnarsson og Þorkell Jóns-
son að þessu starfí.
Áhersla var lögð á að halda
í sérkenni hússins
„Upprunalega var Hafnarhúsið
teiknað af Sigurði Guðmundssyni
arkitekt, en það var tekið í notkun á
fjórða áratugnum," segir Guðrún.
„Þegar farið var að huga að endur-
byggingu hússins var mikil áhersla
lögð á að halda í sérkenni hússins
og reyna að gera ekkert sem drægi
úr meginhugmynd Sigurðar, er
hverfist um húsagarðinn í miðjunni.
Efnt var til boðskeppni um breyt-
ingamar á húsinu og vom fjórir að-
ilar valdir til að setja fram tillögur.
Studio Granda varð síðan hlutskar-
past en að þeirri tillögu standa arki-
tektarnir Margrét Harðardóttir og
Steve Christer. Þau hafa byggt
fleiri hús í miðbænum, m.a. hús
Hæstaréttar og Ráðhúsið. Að mati
dómnefndar fóru þau mildustum
höndum um húsið og komu til móts
við það á aðlaðandi hátt,“ segir Guð-
rún ennfremur.
,Á miðvikudag verða opnaðar
tvær hæðir í húsinu en þar era sex
sýningarsalir auk sjöunda salarins
sem er fjölnotasalur. Önnur sýning-
in sem opnar á miðvikudaginn er
hugsuð sem stefnumót listaverka-
eignar borgarinnar og Hafnarhúss.
Menn era að byrja að fíkra sig
áfram með það hvernig eigi að taka
á sýningarmálunum. Þetta era
myndir úr eigu Listasafns Reykja-
víkur, en um 14.000 listaverk eru í
eigu borgarinnar. Listaverkaeignin
skiptist að nokkra leyti upp í einka-
söfn; í Kjarvalssafni era um 5.000
verk, þar af era um 250 málverk
auk skissna og annarra hluta frá
Kjarval. Errógjöfín er um 3.000
verk núna þótt hún hafi ekki verið
svo stór í byrjun. Hún hefur sífellt
verið að vaxa, en hluti af þessum
verkum Erró eru t.d. skólaverk,
sem segja til um þróun hans sem
listmanns. Þessi gjöf var færð
Reykjavíkurborg árið 1989, svo það
era liðin 11 ár síðan Erró gaf þetta
og kominn tími til að geta sinnt
þessu eitthvað. Nú, svo heyrir Ás-
mundarsafn líka undir Listasafn
Reykjavíkur, en þar era um 2.300
verk, þar af tæplega 400 höggmynd-
ir. Verk eftir aðra en þessa þrjá era
í dag um 3.200,“ segir Guðrún.
Kjarval, Ásmundur og
Erró eiga allir sinn stað
Hvaða breytingar hefur tilkoma
þessa nýja húss í för með sér fyrir
starfsemi listasafnsins á Kjarvais-
stöðum?
„Samþykkt um byggingu Kjar-
valsstaða var gerð árið 1965 á 80
Guðrún Jónsdottir, arkitekt og formaður
menningarmálanefndar Reykj avíkurborg-
ar, ræddi við Fríðu Björk Ingvarsddttur
um Hafnarhúsið og hlutverk þess, en það
verður vígt miðvikudaginn 19. apríl.
Morgunblaðið/Golli
Unnið við að setja upp úrval verka úr eigu Listasafns Reykjavíkur
ára afmæli Kjarvals. Þegar húsið
var vígt árið 1973 átti það annars
vegar að hýsa verk hans í svonefnd-
um Kjarvalssal, en hins vegar átti
þar að vera sýningarsalur fyrir al-
mennar listkynningar, sem tók þá í
rauninni við af gamla Listamanna-
skálanum. En síðan hefur þróunin
orðið sú að við höfum ekki alltaf
getað haft Kjarval á veggjum, hann
hefur stundum þurft að víkja fyrir
stærri sýningum sem verið hafa í
öllu húsinu. Á þessu verður breyt-
ing núna, þegar Kjarval fer í sinn
Kjarvalssal og verður þar. Hinn sal-
urinn verður áfram notaður sem
sýningarsalur, svo húsið er núna að
færast yfir í sitt uppranalega hlut-
verk. Á sama máta verður Erró allt-
af uppi í Hafnarhúsinu, honum er
ætlaður varanlegur staður í norður-
álmu þess húss, en þar era tveir sal-
ir sem ganga undir starfsheitinu
Úrval verka sett í nýtt sam-
hengi ásamt Fabrice Hybert
EIRIKUR Þorláksson for-
stöðumaður Listasafns Reykjavík-
ur sagði í samtali við blaðamann
að aðstaðan í Hafnarhúsinu
væri mikið framfaraskref,
en á miðvikudaginn kl. 14
opna 2 sýningar í þremur söl-
um í hinu nýja Hafnarhúsi,
sem báðar eru liður í dag-
skrá menningarárs. Önnur
sýningin er einskonar úrval úr
listaverkaeign safnsins og hef-
ur einfaldlega verið gefíð nafnið
„Myndir á sýningu" og mun
standa út árið 2000. Sú sýning er
að sögn Eiríks ekki endilega sett
upp með beinu tilliti til hefðarinn-
ar, - hún er ekki í timaröð eða
sögulegs eðlis, heldur er hún er
sett upp með þetta nýja húsnæði í
huga þar sem gömul list er sett
upp í nýju og spennandi sam-
hengi.
Á miðvikudaginn verður einnig
opnuð sýning á innsetningu eftir
franska listamanninn Fabrice
Hybert, en hann hlaut gullljónið,
æðstu verðlaun Feneyja-tvíær-
ingsins árið 1997. Innsetn-
ingunni í sal Hafnarhússins
hefur Hybert valið yfír-
skriftina „Á eigin
ábyrgð“, en sýningin
stendur til 14. maf.
Við opnunina verður svo
frumsýnd ný heimildarmynd um
listamanninn Erró, en leiksijóri
hennar er Ari Alexander Ergis
Magnússon.
Að sögn Eirfks veitir þetta nýja
hús svigrúm til að vera með fastar
sýningar, en slíkt tækifæri hefur
ekki gefíst áður. Nú verður hægt
að vera með fastar sýningar á
verkum Jóhannesar Kjarval á
Kjarvalsstöðum, Ásmundar
Sveinssonar í Ásmundarsal í Sig-
túni og á verkum Erró í tveimur
Morgunblaðið/Golli
Guðrún Jónsdóttir í húsagarði Hafnarhússins sem nú hefur fengið nýtt
hlutverk
„Errósafn“.“
Nú er þetta mikil aukning á sal-
arkynnum fyrir Listasafn Reykja-
víkur. Verður þetta til þess að hægt
verður að þróa starfsemina þar í
samræmi við þarfír framtíðarinnar?
„Já,“ segir Guðrún, „nú eigum við
að geta sett upp sýningar í hinum
sölunum með verkum í eigu safns-
ins, svo við eignumst í fyrsta skipti,
að segja má, listasafn yfir fleiri en
einn listamann, - þar sem sýnd
verða þau verk sem við eigum og
hægt er að ganga að því vísu, hvort
heldur sem er fyrir erlenda gesti,
okkur borgarbúa eða aðra lands-
menn, að alltaf sé uppi sýning sem
sýnir ákveðna þróun í íslenskri
myndlist, eða kafla úr henni.
I öðram sölum í Hafnarhúsinu
verða svo breytilegar sýningar,
bæði íslenskar og erlendar, svo og í
vestursal Kjarvalsstaða. Þetta nýja
hús eykur því mjög möguleikana á
því að hafa eitthvað fast, en við-
halda engu síður fjölbreytileikanum
í sýningarhaldinu."
Margar leiðir að opnast inn í
alþjóðlegan listaheim
Á Listasafn Reykjavíkur ein-
göngu íslensk verk eða eru verk eft-
ir erlenda listamenn þar á meðal?
„Þetta eru ekki alveg eingöngu
íslensk verk, en ársframlag til lista-
verkakaupa hefur undanfarin ár
verið 12 milljónir króna sem er ekki
há fjárhæð. Við höfum samt verið
svo heppin að það hafa margir gefíð
okkur góð verk og svo höfum við
getað keypt einstaka erlent verk.
Það er þó alveg Ijóst að við þurfum
að reyna að sinna þessum þætti
líka. En miðað við þetta fjárframlag
höfum við lagt megináherslu á ís-
lenska samtímalist, auk þess að
kaupa góð verk eftir Kjarval og
fleiri til að fylla inn í safn okkar af
verkum eftir eldri málara," segir
Guðrún.
Verða þessar fjárveitingar aukn-
ar með tilkomu Hafnarhúss?
„Það á auðvitað eftir að ræða það,
því það er stór biti fyrir okkur að
opna þetta safn, koma því í notkun
og nýta það vel. Við þurfum aðeins
að auka starfsmannahald, svo við
verðum að sjá hvemig það kemur til
með að þróast. En vonandi verður
hægt að auka framlög til listaverka-
kaupa, því þetta er orðið safn sem
menn taka mark á í heiminum og
með því að efla það sköpum við
óskaplega mörg tækifæri, bæði fyr-
ir okkar listamenn og líka á sviði at-
vinnustarfsemi. Þessari starfsemi
fylgja mörg störf og ef við komumst
inn í þetta alþjóðlega umhverfí er
þetta auðvitað atvinnuskapandi,
ekki síður en ýmislegt annað. Fjár-
magnið kemur þannig að einhverju
leyti til baka.
Erró hefur t.d. orðið okkur til
mikils framdráttar, því í eigu safns-
ins eru mörg hans bestu verka sem
hafa opnað okkur leið inn í alþjóð-
legt listaumhverfi. Hann hefur sýnt
úti um allan heim, verkin okkar era
tekin á þessar sýningar og þá er
Listasafnsins og Reykjavíkurborg-
ar getið. Út á þetta höfum við jafn-
framt getað fengið sýningar til okk-
ar frá söfnum erlendis, svo þetta
hefur auðveldað okkur þau sam-
skipti mjög.“
Þarna er þá vaxtarbroddur í
menningarlegum samskiptum?
„Já, mjög mikill. Sem verður von-
andi einnig til þess að við eignumst
Morgunblaðið/Golli
Eitt þeirra verka sem komið er á stefnumót við nýtt hús.
sölum í Hafnarhúsinu. Þar með
hafa öll þessi föstu nöfn Listasafns
Reykjavíkur loksins fengið varan-
legt heimili. Fastar sýningar á
verkum Erró verða þó ekki settar
upp í Hafnarhúsinu fyrr en árið
2001, þar sem menningarárið býð-
ur upp á margvísleg tækifæri
varðandi sýningarhald sem vert
er að nýta á meðan það varir, en
siðan er hægt að snúa sér að fastri
starfsemi. Þar að auki vill svo til
að mörg verka Erró eru á flakki
um heiminn þetta árið, og verða
m.a. sýnd í Frakklandi, Noregi og
Hong Kong. Hinn 30. aprfl verður
svo opnuð sýning í tveimur sölum
til viðbótar í Hafnarhúsinu, auk
þess sem útirými verður tekið í
notkun. Um er að ræða sýningu á
vegum minjasafns Reykjavíkur og
Árbæjarsafns í samstarfi við er-
lenda aðila, en Listasafn Reykja-
víkur leggur til húsnæði.