Morgunblaðið - 16.04.2000, Side 35

Morgunblaðið - 16.04.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 35 ningur Bandaríkjanna til þríflokkanna og samtaka tengdum þeim, samkvæmt Marshall-hjálpinni, fjárlögum Bandaríkjanna og úr sjóð- um NATO, næmi hundruðum mil- ljóna, ef ekki milljörðum. Það er ekki furða þótt Davíð sé andvígur allri lagasetningu um fjárreiður stjórn- málaflokka eða rannsókn á þeim. Margur heldur mig sig í greinarkomi Guðjóns E. Jóns- sonar, „Rússagull og fleira gull“, í Morgunblaðinu 26. nóv. sl. er komið inn á þessi mál. Grein Guðjóns er bráðsnjöll og reyndar væri hún nægilegt svar við hinni nýju hrinu um Rússagull, sem nú hefur riðið húsum. En með leyfi Guðjóns tek ég hér upp kafla úr greininni. Guðjón segir: Umræðan um hugsanlegt Rússa- gull er ... komin á kreik á ný og ekki dregið af sér. Menn heimta tafarlaus- ar játningar og „undanbragðalaust uppgjör við fortíðina". Skringilegast af þessu öllu er þó það, þegar verið er að reyna að kreista þessar játningar út úr fólki, sem varla eða ekki var fætt þegar viðkomandi „glæpur“ var framinn en hinir „seku“ löngu komn- ir undir græna torfu. Mér finnst þetta svona álíka gæfu- legt og farið væri að kalla þá til ábyrgðar Davið og Geir fyrir það að Sjálfstæðisflokkurinn tók gömlu nas- istunum opnum örmum og leiddi þá til metorða á íslandi. Hvorugur var þá fæddur og þar af leiðandi saklaus! Aðeins meira um peningamálin. Er það virkilega svo að fjöldi fólks hér á landi haldi að stjórnmálaflokk- arnir og málsgögn þeirra hafi forðast að nýta sér erlent fé í reksturinn hjá sér? [...] Hvað halda menn svo að orðið hafi af öllum fúlgunum, sem dælt hefur verið inní íslenska pólitík undir yfirskyni „baráttunnar gegn heimskommúnismanum"? Ekki komu þeir peningar frá Sovét. Eg er ekki í vafa um að sá snjalli rannsóknafréttamaður Árni Snæv- arr færi létt með að grafa það upp, ef hann og húsbændur hans kærðu sig um. [...] Hver eru svo þau sannleiks- vitni sem menn styðjast helst við? Jú, jú, þarna er einkum stuðst við af- dankaða fýlukomma og uppgjafa KGB spíóna. Til skamms tíma þótti nú ekki mik- ið gefandi fyrir orð þessara manna, en þeirra tími er greinilega kominn á íslandi. Ég ætla nú að leyfa mér að full- yrða að það er mun feitara á stykkinu annars staðar og ættu menn að kynna sér það nánar. Þegar við svo höfum svo öll gögnin uppi á borðinu þá skulum við ræða hverjir eigi að biðjast afsökunar á framferði sínu. [...] Nú ímyndar heimsíhaldið sér að það hafi endanlega gengið milli bols og höfuðs á heimskommúnismanum, eins og það kallar alla sósíalíska hug- myndafræði. Sjálft hefur það svo að eigin áliti öðlast eUíft líf og réttlæt- ingu. Næsta stig skal svo vera það að hinn sjálfskipaði sigurvegari taki sér sjálfdæmi um hvaðeina, sem á miUi ber. Nú skal sko verða snúið upp á handleggi og knúðar fram játningar! Þessi söguskoðun byggist á þeirri fávísu hugmynd að raunveruleg póUtísk þróun eigi sér upphaf í náinni fortíð og í dag hafi menn uppgötvað þann stórasannleik sem ekki þurfi endurskoðunar við. Það þarf blindan mann til að sjá ekki veikleikana í frjálshyggjufárinu, mannfyrirUtningunni og peninga- hyggjunni sem tröllríður samfélag- inu í dag. Það er áberandi og athyglisvert, að þessari grein Guðjóns hefir mér vitanlega hvergi verið svarað, svo skorinorð sem hún er. Ekkert hefir heyrst frá „húsmóður í vesturbæn- um“ í Morgunblaðinu, menntamála- ráðherra, foringja kaldastríðsmanna né öðrum hugmyndafræðingum íhaldsins. Sama er að segja um frá- bæra grein Bjarndísar Arnardóttur í Morgunblaðinu 29. október 1998, „Endalok sögunnar eða hvað?“ Ekki hef ég heyrt neinn heimta játningar af Birni Bjarnasyni, sem hæst hefir galað um að leiðtogar á vinstri væng geri upp við fortíðina og játi á sig allar misgerðir austan- tjaldsmanna og hefir hann þó mér vitanlega ekki mótmælt misgerðum vestrænna ríkja, heldur af alefli stutt þessi ríki og varið. Björn ber ekki ábyrgð á forsetanum sem sagði: Mal- bikum Viet-Nam, né heldur þeim sem sagði: Ég kann vel við hugsana- gang Ku-Klux-Klan manna, né held- ur á innbrotsþjófnum á forsetastóli, né morðum tveggja milljóna óbreyttra borgara, kvenna og barna, í Viet-Nam, eða notkun efnavopna til eyðingar öllu lífi þar. Það er löngu kominn tími til að lyfta umræðum um þessi mál á hærra plan og hætta getgátum og ósannindum, sem hægri öflin hér vissulega hrundu af stað. Vonandi verður samkomulag um skipun nefndar, sem taki öll þessi mál til rannsóknar, bæði njósnamálin og meintan fjárstuðning erlendra ríkja og samtaka við íslenska stjórnmála- flokka og samtaka, beint eða gegnum einstaklinga. Að vísu er hætta á, að nefndinni takist ekki að komast til botns í málinu. Stjómvöld beggja ríkjanna, þar sem skjöl eru til um þessi mál, eru vægast sagt mjög hægrisinnuð og vís hætta á, að fjár- austurinn til hægri aflanna verði hér eftir sem hingað til falinn. Á það verður samt að hætta. Höfundur erfv. forstjóri. INNRÖMMUNC/5 KAFENI 11 • S: 553 1788 s SIEMENS Tæki sem eiga heima hjá þér! Berðu saman verð, gæði og þjónustu! ajirTíiiiíii | - Jfejl Kæli- og frystiskápur KG 36V20 235 I kælir, 105 I frystir, h x b x d = 186 x 60 x 64 sm r"'. „.. II Uppþvottavél SE 34200 Einstaklega hljóðlát og sparneytin, fjögur þvottakerfi, tvö hitastig Þvottavél WM 20850BY Tekur 4,5 kg, 800 sn./mín., hefur öll nauðsynleg kerfi ■ Kæli- og frystiskápur KG 26V20 198 I kælir, 65 I frystir, h x b x d = 150 x 60 x 64 sm Eldavél HL54023 Keramíkhelluborð, fjórar hellur, fjölvirkur bakstursofn, létthreinsun Þurrkari WT 21000EU Tekur 5 kg, einfaldur í notkun, barki fylgir með, snýst í báðar áttir Umboðsmenn um iand allt! Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Snæfellsbær: Blómstunællir • Grundarfjörður: Guðni Hallgrfmsson • Stykkishólmur: Skipavík • Búöardalur: Asubúð • Isafjöröur: Póllinn Hvammstangi: Skjanni • Sauöárkrókur: Rafsjá • Siglufjöröur. Rafbær • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavfk: öryggi • Vopnafjörður. Rafmagnsv. Árna M. • NeskaupstaÖur: Rafalda • Reyöarfjöröur: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaöir: Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvfk: Stefán M. Stefánsson • Höfn I Hornafiröi: Króm og hvltt • Vík í Mýrdal: Klakkur • Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR • Hella: Gilsá • Selfoss: Árvirkinn • Grindavík: Rafborg • Garöur: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Kefiavfk: Ijösboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði SMITH& NORLAND . ;. Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • Fax 520 3011 • www.sminor.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.