Morgunblaðið - 16.04.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.04.2000, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FORNARGJOF TIL AÞENU ÍSLAND er furðu- legt land. Einn daginn búum við í holum í jörð- inni og hinn daginn er- um við öll orðin verð- bréfamiðlarar sem lifa í Netinu. Sumir koma fram og telja að við ætt- um að skikka alla þjóð- ina í tölvunám og selja heiminum óáþreifanleg ■I'afmerki í ljósleiðara á meðan aðrir draga fram spakmæli á borð við að hugvitið verði ekki í askana látið og lofa því áþreifanleg gildi fisks, áls og orku af eljusemi sem hefði sæmt sér vel á sovésku áróðursplakati um næstu 5 ára áætlun. Einhversstaðar þama á milh er hellingur af fólki sem ekki áttar sig fyllilega á atburðarásinni og veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Einsog þetta er lagt fyrir það, þá lít- ur það út fyrir að síðan Netið breidd- ist út um heiminn einsog eldur í sinu þá hafi öllum gildum verið snúið á hvolf og samfélagið sé að leysast upp í eitthvert þekkingarsamfélag sem ómögulegt sé að henda reiður á og sé jafnvel varasamt. Það sem hefur kannski gleymst að benda á er að það er talsvert síðan við höfum lifað í þekkingarsamfélagi en við hér á Islandi höfum bara verið dá- lítið blind á það. Þekkingin er nefni- lega lík Aþenu, grískri gyðju þekk- ingar og listar: hún felur sig í hvunndagslegustu hlutum í kringum okkur en ef menn læra að þekkja hennar handbragð, þá fara menn að Kjartan Pierre Emilsson sja nærveru öllu. Til að færa rök fyrir þessu máli mínu, ákvað ég að velja af handahófi einhvem hversdagsleg- an hlut sem var innan seilingar þegar ég var að skrifa þessa grein. Fyrir valinu varð kexpakki sem var á borðinu hjá mér. Þetta er ósköp venjuleg kex- tegund sem heitir „Le Petit Écolier" frá fyrir- tæki sem heitir LU og tilheyrir stóra fjöl- þjóðafyrirtæki í mat- vælagerð sem kallast Danone Group. Ágætis súkkulaðikex sem mig minnir að ég hafi borgað í kringum 200 krónur fyrir og þótti mér það alls ekki óeðlilegt verð. Lítum hinsvegar nánar á hver er kjarni þessarar vöra: þarna er verið að blanda saman hveiti, eggjum, smjöri og súkkulaði og búa til úr þessu litla kexbita. Hver ætli hráefn- iskostnaður hafi verið fyrir þessi 150 grömm sem í pakkanum era? Sam- kvæmt heimildum frá bandan'ska landbúnaðarráðuneytinu, Agricult- ure Fact Book 1998, U.S. Depar- tment of Agriculture (http:// www.usda.gov/news/pubs/fbook98/ contenthtm) þá er hlutfall hráefnis- kostnaðar sem hlutfall af útsöluverði fyrir kexvörar um 7% og fer lækk- andi á hverju ári. Hér er ástæða til að staldra aðeins við. Séu þessar tölur réttar þá er ég sem neytandi að borga 194 krónur af 200 fyrir eitt- henn£U' ' Pað er einsog menn treysti sér ekki til að fjárfesta að ráði í neinu nema það sé áþreifan- legt, segir Kjartan Pierre Emilsson, og geti þannig skilið eftir sig minnisvarða, einsog eyðilögðu síldarþorpin forðum. hvað annað en það sem endar í askin- um mínum, og það sem meira er: mér finnst það fyllilega eðlilegt. En hvað er það sem gerist frá sveitabýlinu þar sem hráefnið er framleitt og þar til ég kaupi kexpakkann sem orsakar þessa 30-földun í verðmæti? Það er nákvæmlega hér sem andi Aþenu svífur yfir vötnum, því að það er að miklum hluta þekking sem vinnur sína vinnu þarna á milli og margfald- arverðmætið. Ekki sannfærð? Lítum aðeins á ýmsa hluti sem hafa gerst á leiðinni frá hráefninu til mín: Þessi ákveðna tegund af kexi er líklega afrakstur langrar vöraþróun- ar innan fyrirtækisins sem framleiðir það. Við þá vöraþróun hafa líklega unnið matvælafræðingar og efna- fræðingar. Þeir hafa lagt afurðirnar í markvissar prófanir, þar sem bæði er prófað hvort mönnum líki bragðið og útlitið, hvaða aldursflokka þetta höfði Sala á nýju hlutafé í Össuri hf. Útgefandi: Össur hf Óskað er eftir áskrift í nýtt hlutfé í Össuri hf. að nafnviröi 60.000.000 króna eöa 22,1% af heildarhlutafé að teknu tilliti til hlutafjáraukningar. Verðbréfaþing íslands hf. hefur samþykkt að taka á skrá hið nýja hlutafé að loknu útboði enda séu öll skilyrði skráningar uppfyllt. Forkaupsréttur: Núverandi hiuthafar í Össuri hf. hafa ekki afsalað sér lögmætum forkaupsrétti sínum við ofangreinda hlutafjárhækkun og munu eiga forkaupsrétt að hinu nýja hlutafé í samræmi við hlutafjáreign sína eins og hún lá fyrir hjá hluthafaskrá félagsins 8. apríl síðastliðinn. Gengi til forkaupsréttarhafa er 64. Ef einhver hluthafa nýtir sér ekki rétt sinn skulu aðrir hluthafar eiga aukinn rétt til áskriftar. Frestur forgangsréttarhafa til að nýta rétt sinn ertil 2. maí n.k. Útboðstímabil til forkaupsréttarhafa: Útboðstímabil til forkaupsréttarhafa er frá 17. apríl til 2. maí 2000. Útboð til annarra en forkaupsréttarhafa: Seljist ekki allt hlutaféð til forkaupsréttarhafa kemur til almenns útboðs og mun það standa frá 3. maí til 5. maí. Útboðsgengi í almenna útboöinu verður 69 og gefst almenningi kostur á að skrá sig fyrir allt að 15.000 krónum aö nafnviröi eða 1.035.000 krónum að markaðsvirði. Umsjón með útboði: Kaupþing hf. hefur umsjón með útboði og tekur við áskriftum á útboðstímabili. Útboðslýsingu er hægt að nálgast hjá Kaupþingi hf., Ármúla 13a, eða á heimasíðu Kaupþings, www.kaupthing.is Niðurstöður útboðs: Niöurstöður útboös verða birtar í viðskiptakerfi Veröbréfaþings íslands 3. maí 2000. OSSUR mest til, passi að menn fái ekki ein- hver útbrot af þessu o.s.frv. Síðan hafa markaðsft’æðingar og markaðs- sálfræðingar gert rannsóknir á hin- um ýmsu mörkuðum þar sem til hef- ur staðið að dreifa þessari vöru og byggt upp markaðsáætlun hvemig sé best að markaðssetja hana. Þessi áætlun hefur verið lögð upp í hend- urnar á auglýsingastofu þar sem hönnuðir og hugmyndasmiðir hafa lagt heilann í bleyti til að finna nafn á vörana sem hentar hverjum markaði fyrir sig. Væntanlega hefur ljós- myndari verið fenginn til að mynda kexið í bak og fyrir, og síðan hafa um- búðir og margvíslegt prentefni verið búið til af grafískum hönnuðum og af- urðir þeirra lagðar upp í hendurnar á tölvustýrðri prentsmiðju. Þýðendur hafa verið fengnir til að þýða þetta efni á hin ýmsu tungumál þeirra markaðssvæða þar sem vörunni verður dreift. Á sérhverju markaðs- svæði hafa menn væntanlega einnig búið til markaðsherferð, kannski fengið handritshöfunda og leikstjóra til að búa til sjónvarpsauglýsingar, þar sem leikai'ar, myndatökumenn og hljóðmenn hafa komið við sögu. Eitthvert tónskáld hefur samið lag um þetta kex, sem hver skólakrakki á að geta lært eftir eina hlustun. Á sama tíma hafa umbúðirnar sjálfar eflaust verið búnar til úr matvæla- vænu plasti sem einhver efna- eða eðlisfræðingurinn hefur einkaleyfi á, og umbúðafyrirtækið sjálft öragg- lega risastórt og væntanlega með her manna í að finna skemmtilegri leiðir til að opna umbúðir og finna ný og betri efni til að pakka matvælum. Síðan er vöranni sjálfri dreift um all- an heim í gegnum flókið dreifikerfi sem þó er væntanlega allt miðstýrt í gegnum tölvukei-fi fyrirtækisins, sem einhver slatti af forrituram og tæknifólki vinnur við. Hér sjáum við að á leiðinni frá hveitiökranum hafa jafn ólíkar stétt- ir og efnafræðingar, rithöfundar, tónskáld, markaðsfræðingar og tölv- unarfræðingar á einhvem hátt komið við sögu og átt sinn þátt í því að verð- mæti hráefnisins 30-faldaðist. Var þá ekki heilt þekkingarsamfélag falið í þessum vesæla kexpakka? Menn geta vissulega deilt um siðfræðilegt gildi þessa kapítalíska hugsunarhátt- ar, en persónulega ftnnst mér kexið gott. Ef við snúum okkur nú aftur að- eins að Islandi og stöðu þekkingar hér á landi, þá er Ijóst að lengi virtist ekki ríkja mikill skilningur fyrir hlut hennar í hinu hversdagslega. Vissu- lega tala stjórnmálamenn í dag fjálg- lega um gildi menntunar og þörf fyrir nýsköpun í iðnaði, en því miður vii'ð- ast gjörðir þeirra á einhvern hátt oft- ast missa marks. Það er einsog menn treysti sér ekki til að fjárfesta að ráði í neinu nema það sé áþreifanlegt og geti þannig skilið eftir sig minnis- varða, einsog eyðilögðu síldarþorpin forðum. I dag er verið að hugsa um að búa til stóra virkjun og tilheyrandi álver fyrir einhverja tugi milljarða króna. Vissulega er mikil þekking fólgin í því að byggja þetta upp, en er það þekking sem er að lokum virkjuð og seld á margföldu verði? Ég held ekki. Eftir að þau era komin í gang þá geta álver og virkjanir mallað áfram um ókomnar aldir, án þess að virkja snefil af þekkingu, nema þá kannski á mjög sérhæfðu sviði. Jafn- framt era slíkar fjárfestingar erfið- lega umbreytanlegai', sem þýðir það að ef markaðsverð á áli hrynur á næsta áratug, þá er lítið annað hægt að gera en annaðhvort tapa pening- um á öllu saman eða loka búllunni. Hvað væri hægt að gera með segj- um 100 milljarða króna til að virkja þekkingu, og jafnframt ávaxta þessa peninga á ca. 5 áram? Það tekur u.þ.b. 3-5 ár eftir stúdentspróf að mennta einstaklinga að því stigi að þekking þeirra fer að öðlast veralegt verðmæti. Tökum því 30 milljarða og dælum því inn í háskólakerfið með því móti að við hreinlega borgum nemendum laun fyiir að mennta sig í ákveðnar brautir. Þannig væri hægt að fá ca. 8-10.000 vel lærða einstakl- inga á næstu 3-5 áram. Notum síðan restina, þ.e.a.s. 70 milljarða, í fram- fjárfestingar í þekkingarfyrirtækj- um. TO dæmis má nefna að í banda- rískum hátæknifyrirtækjum er ekki óeðlilegt að fyrstu fjárfestingar séu í kringum 2-3 milljónir dollara, sem er svona nóg til að borga um 10 manns sæmileg laun í 1-2 ár, á meðan verið er að þróa hugmyndir. Þannig mætti koma af stað um 30 fyrirtækjum, sem væntanlega hefðu nægilegt úrval af starfsfólki, þökk sé ofangreindu átaki okkar í menntamálum. Þessi fyrir- tæki munu nú fara af stað með alls- kyns vöraþróun og væntanlega stefna á alþjóðlegan markað, og þá Höfundasjóður Félags kvikmyndagerðarmanna Félag kvikmyndagerðarmanna óskar eftir umsóknum vegna úthlutana úr höfundasjóði félagsins fyrir verk sem sýnd voru í sjónvarpi árið 1999. Samkvæmt gerðardómi IHM eiga rétt til úthlutunar kvikmyndastjórar (ekki leikið efni), kvikmynda- tökumenn, klipparar, hljóðhöfundar og ljósahönnuðir. Með umsókn skal fylgja skrá yfír birt verk og þar skal koma fram titill myndar, vinnuframlag, lengd myndar, hvar og hvenær hún var sýnd. (Dags./tími). Þessi úthlutun tekur til verka sem sýnd voru árið 1999. Félagsmenn FK sem og aðrir höfundar geta lagt inn umsóknir. Höfundum leikmynda er bent á Myndstef, höfundum handrita á Rithöfundasambandið og leikstjórum leikinna mynda á Samtök kvikmyndaleikstjóra vegna höfundagreiðslna. Umsóknir skulu berast: Félagi kvikmyndagerðarmanna, Pósthólf 5162,125 Reykjavík fyrir 15. maí 2000 Stjóm Félags kvikmyndagerðarmanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.