Morgunblaðið - 16.04.2000, Page 38
38 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
(Ljósm. Lopturcopy 2196).
ájjliyyillk pp i
hÆ::
yj '\>M : RÉill
Á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911 var mikið um dýrðir í Reykjavik og margt um manninn á götum bæjarins. Þar á meðal nokkrar blómum
skreyttar lystikerrur sem Hringskonur gerðu út til sölu á vorblómum, barmmerkjum á 10 aura stykkið. Hér má sjá einn söluvagninn í Kirkjustræti við
Bæjarfógetagarðinn (fjærst til vinstri í baksýn er Fjalakötturinn, Aðalstræti 8). Er einhver sem þekkir telpurnar eða konuna sem stendur við hestinn?
Hringur-
inní
Reykjavík
1904-1999
Hringurinn, félag reykvískra kvenna, hefur
nánast fylgt öldinni - í fyrstu 1904-1906
- sem skemmtiklúbbur, þá berklavarnafélag
til 1942 og síðan stuðlað að því að barnaspít-
ali risi. Frásögn af þessu starfí félagsins er
væntanleg á bók en Björg Einarsdóttir
vinnur nú að ritun sögunnar.
(Ljósmynd, ímynd málverk Ásgeirs Bjamþórss. eftir (jósmynd af Kristínu).
Kristín Vídalín Jacobson (1864-1943) stofnandi Hringsins 1904 og for-
maður til dánardags. Hún var fyrsta íslenska konan er stundaði mynd-
listarnám í listaakademíu. Hrafnhildur Schram Iistfræðingur er að skrá
málverk og teikningar íslenskra kvenna er fyrstar lögðu út á listabraut-
ina; ef einhver kynni að hafa undir höndum verk eftir Kristínu er vitn-
eskja þar um vel þegin, sími 552-3797 eða 896-0823.
TILEFNI stofnunar
Hringsins er heit sem
Kristín Vídalín Jacobson
strengdi er hún lá fárveik
á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn vet-
urinn 1894-1895.
Kristín var fædd 1864 í Víðidals-
i. tungu í Vestur-Húnavatnssýslu og
átti til efnaðra að telja; hún var
góðum gáfum gædd og listfeng. A
yngri árum dvaldist hún um skeið í
Englandi og af og til í Kaupmanna-
höfn uns hún frá vori 1891 bjó þar í
nokkur ár. Nam hún myndlist með-
al annars í Listaakademíu kvenna
sem var undir verndarvæng Lovísu
drottningar Kristjáns IX. Mun
Kristín vera fyrsta íslenska konan
er stundar listnám við æðri skóla.
I spítalalegunni mátti hún horfa
upp á veikt fólk hrekjast af sjúkra-
húsinu svipt hjúkrun, læknishjálp
I og lyfjum. Sjálfri voru henni veik-
indin þungbær þótt hún þyrfti ekki
samfara þeim að hafa fjárhagsá-
hyggjur. Hét hún sjálfri sér því ef
henni auðnaðist líf og heilsa að
verða þeim að liði sem stríddu við
veikindi og fátækt í ofanálag. Með
frumkvæði sínu að stofnun Hrings-
ins 26. janúar 1904 efnir hún það
íýeit.
Skemmtiferð vistmanna á Hressingarhæli Hringsins í Kópavogi til Þingvalla í ágúst 1939. Myndin er tekin í
Bolabás og gjöf til Hringsins frá Rannveigu Löve. Þekkja má: aftast standa Benóný Benediktsson (12 ára) og
Einar Magnússon. í næstu röð Iengst til vinstri (með dökk gleraugu) Valgerður M. Óskarsdóttir og 5. næst
drengnum) Níels Breiðljörð. Fremst Iengst til hægri (með dökk gleraugu) Aðalsteinn Hansson, næst honum Ma-
ría Jónsson hjúkrunarkona og lengst til vinstri í sömu röð Ólöf Ólafsdóttir. Ef einhver getur nafngreint fleiri
væri vel þegið að fá vitneskju þar um.
Stofnfundurinn var í sal Hús-
stjórnarskólans uppi í Iðnó og voru
46 konur mættar til leiks. Kristín,
sem þá var gift Jóni Jacobson
landsbókaverði og hafði eignast
fjögur börn, tók við forystu í félag-
inu og var formaður þess til dánar-
dægurs vorið 1943. Félagsheitið
mun taka mið af danska félaginu
Cirklen er þá var starfandi í Dan-
mörku, klúbbur kvenna með menn-
ingarlegu sniði. í Hringnum í
Reykjavík hafa alls starfað um 800
konur.
Hringurinn er fyrstu skipulögðu
samtök hér á landi um varnir gegn
berklaveiki og öflun fjár varð fljótt
meginverkefni félagskvenna; voru
til þess farnar tiltækar leiðir.
Nefna má árlega leikstarfsemi
1905-1928 og fjölmennar útihátíðir
í Hljómskálagarðinum á fimmta
tug aldarinnar; basara, happ-
drætti, útgáfu jólakorta og ýmiss
konar skemmtanir.
Frá upphafi var fastmótuð stefna
varðandi fjármál hjá Hringnum.
Inntökugjöld og árgjöld mynduðu
sjóð til að standa straum af dagleg-
um rekstri félagsins. Aflafé skyldi
öllu skipt til helminga, annars veg-
ar í fastasjóð til síðari tíma verk-
efna og hins vegar líknarsjóð til út-
hlutunar jafnóðum eftir þörfum.
Ur líknarsjóðnum var þegar á
fyrsta ári tekið að veita styrki til
berklasjúklinga heima eða á spítala
og eftir að heilsuhælið á Víillsstöð-
um tók til starfa 1910 var greitt
með sjúklingum þar. Þessi sjóður
var virkur með ýmsum hætti allt til
ársins 1942 er hann verður Barna-
spítalasjóður Hringsins.
Varðandi fastasjóðinn láta
Hringskonur þess fyrst getið opin-
berlega 1910 að framtíðarverkefni
félagsins sé að koma upp hressing-
arhæli fyrir þá sem útskrifist af
berklahæli en eru ekki færir um
þegar í stað að hverfa að almenn-
um störfum. Með tilkomu nýrra
laga 1921 er legukostnaður berkla-
sjúklinga tryggður að hluta úr op-
inberum sjóðum. Meginverkefni fé-
lagskvenna verður þá að koma upp
hressingarhælinu; þær fá heimild
Alþingis fyrir afgjaldslausri ábúð á
þjóðjörðinni Kópavogi í Seltjarnar-
neshreppi og reisa þar hús í því
skyni. Fastasjóðurinn var þá 40
þúsund krónur en uppkomið kost-
aði hælið 75 þúsund.
í nóvember 1926 er Hressingar-
hæli Hringsins í Kópavogi vígt og
það starfrækt af félaginu til 1. jan-
úar 1940 er það var afhent ríkinu
endurgjaldslaust. Til jafnaðar
dvöldust þar 25 vistmenn en í allt
um 400 manns og heildardagafjöldi
þeirra um 121.500. Læknisþjónustu
á hæli Hringskvenna var sinnt frá
Vífilsstaðahæli og lengst af Helga
Ingvarssyni. Árin 1931-1948 starf-
rækja Hringskonur búskap á
Kópavogsjörðinni og annast bú-
stjóri um daglegan rekstur en for-
maður félagsins er framkvæmda-
stjóri hælis og bús. Hringurinn
selur ríkinu búið og segir lausri
ábúð jarðarinnar sem þá hefur að
stórum hluta verið tekin undir
þéttbýli og nýtt hreppsfélag, Kópa-
vogshreppur, tekið við.
Frá 1942 hefur allt starf Hring-
skvenna hnigið að eflingu Barna-
spítalasjóðsins og varð það þeim,
líkt og fleirum er veltu lausafjár-
munum á eftirstríðsárunum, þol-
raun að sjá fjármagn, er mikið erf-
iði hafði kostað að afla, rýrna í
verðbólgunni sem þá geisaði.
Markmið Hringsins viðvíkjandi
barnaspítala er að í tengslum við
Landspítala rísi bygging sérhönn-
uð sem sjúkrastofnun fyrir barna-
lækningar með fullkomna inni- og
útiaðstöðu. Nokkrir áfangar hafa
verið á þeirri leið sem Hringurinn
hefur átt hlut að: Barnadeild í ris-
hæð Landspítalans 1957; Barna-
spítali Hringsins á tveimur hæðum
í nýrri álmu 1965; Geðdeild Barna-
spítala Hringsins við Dalbraut
1970; Vökudeild við Kvennadeild
Landspítalans 1976 fyrir nýbura er
þurfa sérstaka meðferð og eftirlit.
I áranna rás hafa Hringskonur eflt
tækjakost barnaspítalans, styrkt
fagfólk til sérnáms og börn til
lækninga erlendis þegar þörf
krafði.
Nýr barnaspítali er kominn á
verkefnaskrá heilbrigðisyfirvalda
og vinna hafin við húsgrunn á
Landspítalalóð.