Morgunblaðið - 16.04.2000, Page 48

Morgunblaðið - 16.04.2000, Page 48
48 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundallf Ferdinand Smáfólk CAREFUL, POé.. IF VOU 6RAB TMI5 BLANKET, l'LL 5EE TO IT THAT YOU RE6RET IT FOR THE RESTOFYOUR LIFE.. Farðu varlega seppi. Ef þú bítur í teppið skal ég sjá til þess að þú sjáir eftir því alla þína aumu lífstíð. IMirrgimMaííÍíí BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hvernig er hægt að sigrast á vímunni? Frá Árna Helgasyni: FÓLK talar í dag um þá ógn sem af allskonar vímuefnum stafar og hvemig megi ná tökum á þessu mikla vandamáli allrar þjóðarinnar, en vill svo sjálft ekki fóma neinu henni til upprætingar. Reynslan sýnir okkur svart á hvítu að það er fullorðna fólk- ið sem heldur þessu ástandi við, sér- staklega með allskonar veisuhöldum og jafnvel heimilisdrykkju sem ekki er betra og finnst það alveg sjálfsagt. Ég hef fylgst með þessum málum alla mína ævi og ég er þess fullviss að ef vilji fullorðna fólksins væri til staðar væri hægt að reka þennan vágest af höndum sér, en á meðan vitibomir áhrifamenn í þjóðfélaginu heimta alltaf meira og meira frjálsræði í notkun áfengis og annarrar vímu, taka unglingarnir þá ekki alvarlega og það þýðir ekkert að ta!a um ungl- ingavandann, meðan fullorðna fólkið hagar sér eins og það gerir. Ég man meira að segja eftir bannlögunum. Þau höfðu sitt að segja og þótt þau væru brotin eins og fullorðna fólkið talaði um, þá voru þau til mikilla bóta. Strax og heimtað var að flytja inn Spánarvínin (talið vegna viðskipta- aukningar) bytjaði ófögnuðurinn að vaxa um allt land. Það var talað um brugg og smygl og allt þar á milli, en það var aldrei minnst á hvort almenn- ingur hefði þörf fyrir þetta eitur. Ég man líka að eftir tilkomu, þessarar undanþágu, óx drykkuskapur um all- an helming og ég þarf ekki að minna á afleiðingamar, hversu margir hreinlega misstu vitið og heilsuna og bruggið var aldrei meira. Þá kom hin ráma rödd aftur og heimtaði bjórinn og slóðina eftir hann er ekki erfitt að rekja. Þá hófst unglingadrykkjan og jafnvel oní skólabörn. Ég get alveg fullvissað þjóðina um það að allar til- slakanir í sölu áfengra drykkja em henni til stórskaða. Við þurfum ekki langt að leita til að sjá það. Gísli Sig- urðbjömsson, sá mikli hugsuður, var ekki í vafa um afleiðingar áfengisins. Hann sagði eitt sinn við mig: Það þýðir ekki að ræða um þessi mál, meðan meðan áfengið og alls konar eiturefni flæða yfir landið og menn drekka frá sér vit, rænu og æm og þeir sem ættu að hafa vit fyrir fólk- inu, finnst þetta allt í lagi og hjálpa til að strá þessu yfir landið. Valdhafam- ir ganga þar á undan með illu for- dæmi. Hann sagði líka að virðingar- leysið fyrir öllu og öllum væri sú meinsemd sem væri í góðu gengi meðal ráðamanna landsins. Það þýðir lítið að hafa lögreglu eða ráðgjafa né veita stórfé í baráttuna við vímuefnin, meðan hræsnin er í öndvegi og ráða- menn sem mest tala um þennan skað- vald halda stórar veislur óg bjóða öll- um öllum í vímuna og hversu margir hafa ekki fallið í þessum veislum? Það er enginn vandi að ráða við vímuna bara ef fullorðna fólkið vill líta í eigin barm, hætta sjálft að nota allskonar vímuefni og vera þar fyrirmyndir barna sinna. En þá er spurningin. Vill fjöldinn vinna það til að hér ríki gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, ganga með einhug að verki, láta hræsnina hverfa og uppskera mesta auðæfi í landinu: HeUbrigða sál í hverjum hraustum líkama. En svona einfalt er þetta. Þá geta menn sungið fullum hálsi: Ég vil elska mitt land. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Hvað er að eldast? Frá Auðuni Braga Sveinssyni: FLESTRA skoðun varðandi það að eldast mun vera sú að bæta við sig árum, sem síðar verða að áratugum. Við verðum fimmtug, sextug, sjötug og áttræð og jafnvel eldri, og höldum stundum upp á þessi timamót. Sumir láta það hins vegar eiga sig. Ef við viljum ekki að afmælis okkar sé getið í DV, hringjum við þangað eða látum vita með öðrum hætti. Hin svonefnda þjóðskrá geymir nöfn okkar og heim- ilisföng í sarpi sínum og aflar DV sér vitneskju um afmæli okkar þar. En þetta kemur víst lítið við spurningunni um það, hvað sé að eld- ast. Jú, í flestum tilvikum styttumst við eitthvað, vegna þess að brjósk- flögurnar milli hryggjarliðanna dragast saman. Maður, sem var t.d. 173 cm við fertugsaldur, er orðinn 170 cm um sjötugt. Þetta er þó vart áberandi. Hárið gránar með aldri, og það er meira áberandi. Þá verða margir þunnhærðir eða jafnvel sköll- óttir á efri árum. Það er ýmsum nokkur raun, og reyna því sumir að ráða bót á því með einhverjum hætti, jafnvel að láta þræða hár í skallann, þótt kosti morð fjár. Húðin á öldruðu fólki gerist oft hrukkótt og það er einnig áberandi. Þetta er stundum reynt að laga með einhverjum hætti, jafnvel með æmum kostnaði. Draumurinn um eilífa æsku blundar býsna lengi í okkur. Þetta var um það sem út snýr, og flestir telja fylgifiska elli eða efri ára. En hér á eftir langar mig til að segja frá því, sem mér finnst, að sé megin- einkenni öldrunar. Það er ekki endi- lega af líkamlegum toga, heldur sál- arlegum. Þegar fólk hefur misst alla framgirni eða frumkvæði er það fyrst tekið að eldast, svo að mark- tækt megi teljast. Þori það til dæmis ekki að nota tölvu eða kynnast int- ernetinu, er það tekið að eldast. Ótti við hið ókunna og nýja er einmitt ein- kenni á þeim, sem eru orðnir aldraðir í sálinni. Það er hin eina alvarlega öldrun. í framhaldi af þessu má ekki gleyma Félagi eldri borgara, en slík eru nú orðin um 50 alls staðar á land- inu, fjölmennust að vonum í Reykja- vík og nágrenni. Félagsmenn í Reykjavíkurfélaginu eru um 7.600, en þyrftu að vera helmingi fleiri. Þessi félög stuðla að því að rjúfa fé- lagslega einangrun eldri borgara og styrkja sjálfstraust þeirra, svo ekki sé minnst á hagsmunamálin, sem sí- fellt brenna á þeim. Að lokum stutt erindi, sem ég bið alla eldri borgara að læra utan að: „Það er bara yndis- legt að eldast, ef við kunnum rétt að mæta því, en öllu verra andlega að geldast." AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, í stjóm FEB í Reykjavík og nágrenni. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.