Morgunblaðið - 16.04.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 55
FÓLK í FRÉTTUM
ERLENDAH
Valdís G. Gregory,
fjórtán ára, fjallar um geisla-
disk hljómsveitarinnar Venga-
boys, „The Platinum Album".
Partídiskur
af bestu gerð
VENGABOYS er hljómsveit
með fjórum meðlimum,
tveimur strákum og tveimur
stelpum. Hún heitir Vengaboys af því
að upprunalega samanstóð
hún af tveimur plötusnúðum
sem heita Danski og D J Del-
mundo, þeir hafa verið að síð-
an árið 1992 þegar þeir héldu
diskótek um allan Spán. Þeir
hittu hina meðlimina fjóra í
strandpartíi.
Plötusnúðamir sem nú
semja allt fyrir Vengaboys
eru frá Hollandi en hinir
meðlimirnir eru frá hinum
ýmsu löndum; Kim er frá Brasilíu,
Roy er frá Spáni, Denise er frá Ung-
verjalandi en Yoriek frá Hollandi.
Yorick tók við af vini sínum sem fékk
nóg af því að vera frægur eftir að
fyrsta plata Vengaboys kom út sem
heitir The Party Album. Kim og Den-
ise unnu báðar sem söngkonur og
dansarar, Roy var dansari en Yorick
var höfrungaþjálfari. Það sést líka í
myndböndunum þeirra og á sviði að
þau eru öll mjög góðir dansarar og
svo eru þau náttúrulega líka góðir
söngvarar. Mér hefur verið sagt að
það sé frábært að sjá þau á tónleikum.
Allir í hljómsveitinni hafa sinn stfl;
Kim er hermaðurinn, Denise er
diskó-gellan, Roy er kúrekinn og Yor-
ick er sjóarinn.
The Party Album innihélt marga
góða smelli s.s. Boom Boom Boom
Boom!!! sem komst á toppinn í Eng-
landi og Hollandi, We like to party og
We’re going to Ibiza.
The Platinum Album inniheldur tíu
lög sem öll eru í svipuðum takti. Svo
er þetta líka CD-rom diskur, en þá
getur þú séð myndbandið við lagið
Kiss (When the sun don’t shine), sem
er fyrsta smáskífa Vengaboys af
þessari plötu og einnig getur þú séð
gerð myndbandsins við sama lag. Þú
getur einnig náð í „screensaver“ og
þú getur einnig fengið vefföng að
leynisíðum á netinu. Það eru búnar að
koma tvær smáskífur af þessum diski
en þær eru Kiss (When the sun don’t
shine) sem fór á toppinn í mörgum
löndum, og Shalala Lala sem fór beint
í þriðja sætið á breska smáskífulist-
anum.
Bestu lögin á þessum diski eru
Shalala Lala (og eflaust eru margii-
sammála mér um það að myndbandið
við það lag er mjög skemmtilegt),
Cheekah Bow Bow (that computer-
song) er mjög skemmtilegt lag en það
er mjög frábrugðið hinum lögunum,
þetta lag kom mér mjög á óvart þar
sem ég bjóst ekki alveg við svona, því
það er ekki sungið heldur er
búin til rödd í tölvu. Skinny-
dippin’ er einnig mjög
skemmtilegt með mjög
skemmtilegum texta og ég
myndi vilja sjá myndband við
það lag.
Annars er mjög erfitt að
gera upp á milli laganna, mér
finnst eiginlega engin lög leið-
inleg. Nema þá helst Your
place or mine?, sem er í ró-
legra kantinum en það er samt ekkert
voða rólegt og svo er lagið Opus 3 in
D# ekkert sérstakt heldur af því að
mér ftnnst lög sem er ekkert sungið í
ekkert sérstök.
Það er sungið í öllum lögunum
nema Opus 3 in D# og 48 hours.
í heildina er þetta mjög góður disk-
ur til að dansa við því að flest lögin
eru mjög fjörug og með góðum danst-
akti nema lagið Forever as one, sem
er mjög rólegt en það er mjög
skemmtileg laglína í því. Mjög auð-
velt er að læra lögin, eða allavega við-
lögin sem eru mjög grípandi eins og
flestir kannast við úr lögunum þeirra,
textamir eru líka mjög skemmtilegir
ogvelsamdir.
Vengaboys er greinilega hijóm-
sveit næstu aldar og þetta verður
ábyggilega með bestu geisladiskum
ársins 2000.
Ég mæli eindregið með The Platin-
um Album. Hún er góð fyrir partí eða
þegar maður er að laga til. Ef þið eruð
að leita ykkur að eigulegum diski,
ekki hika við að fara út í búð og kaupa
ykkur The Platinum Album.
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
Fjölmargar konur tóku þátt í hár- og tískusýningu kvöldsins.
HÆTTU BARA!
PAÐ ER ENGiNN VANDI
90^
Valgeír Skagfjörð
Pét ur Einarsson
HRINGDU NÚNA!
m/íA/av
Allen Carr's EASYWAY á íslandi.
Símar:
899 4094
898 6034
663 9690
GEFÐU GJOF
Fallegt úr hentar við öll tækifæri
PIERPOÍIT
SWISS
Swissnesk gæði hjá
næsta úrsmíð
/ír eru totlfrfdls^
fqd úrstniðnum
ts
Úrsmiðafélag Islands
Gott úr er gjöf sem endist
Glæsilegt konukvöld á Club67
HÚSFYLLIR var á konukvöldi sem
haldið var á Club67 í Hveragerði nú
nýverið. Að loknum glæsilegum
kvöldverði sem Tryggvi Sigurðsson
átti heiðurinn af söng Halldóra
Steindórsdóttir nokkur lög fyrir
gestina. Stór hópur kvenna á öllum
aldri tók sfðan þátt í viðamikilli hár
og tískusýningu sem Hársnyrtistof-
an Ópus og Heilsuhæðin sáu um.
Endahnótinn á skemmtunina hnýtti
síðan karlkyns dansari. Kynnir
kvöldsins var Arngrímur Baldurs-
son. Club67 er nýopnaður skemmti-
staður í Hveragerði sem rekinn er í
tengslum við Pizza67 þar í bæ. Með
tilkomu þessa nýja salar gefst eig-
endum kærkomið tækifæri til að
auka þjónustu staðarins og bjóða
uppá enn fjölbreyttari skemmtanir
en áður var mögulegt.
Fjölmargar konur á öllum aldri
tóku þátt í hár- og tískusýningu
kvöldsins.
Ertu acffara aðgifta þig?
AlLt d einum ótað
Hár — neglur — förcfun, Perdónuleg [fóniuta.
Ailar upplýdingar í étnui 588 5566.
primadonna
Hórgreiðslustofa
Förðunar- og naglastudio
Grensósvegi 50, sími 588 5566.
Laugavegi 54 - Sími 5525201
--------------------------------------------i
Jakkar
nú 4.990
áður 7.990
Gallabuxur nú 3.990
með kanti áður 6.990
Flíspeysur
Bolir
2.490
990
...og mörg önnur tilboð
20% afsláttur
af öðrum vörum