Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 MORGUN BLAÐIÐ FRETTIR Deilt um undirbúning atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar Ekki skilyrði fyrir samvinnu við ráðu- neyti að svo stöddu SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hef- ur beint þeim tilmælum til borgar- ráðs að það endurskoði erindisbréf sérfræðihóps til undirbúnings al- mennrar atkvæðagreiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar ella sé forsenda fyrir þátttöku þess í hópnum brostin. Tilmælin koma til umfjöllunar borgarráðs nk. þriðjudag en urðu borgarfulltrúum umræðuefni á fundi borgarstjórnar í gærkvöld. í erindisbréfi sérfræðihópsins sem samþykkt var á fundi borgar- ráðs 18. apríl sl. við hjásetu sjálf- stæðismanna í ráðinu er gert ráð fyrir að hópurinn sé skipaður ílmm fulltrúum; fulltrúi tilnefndur af Há- skóla Islands veiti honum forstöðu, einn sé tilnefndur af Reykjavíkur- borg, einn af samgönguráðuneyti, einn af Samtökum um betri byggð og einn tilnefndur af Háskólanum á Akureyri. Hópnum er m.a. fengið það hlut- verk að bera saman og vinna mat á hagkvæmni mismunandi kosta varðandi framtíðarnýtingu Vatns- mýrar og skoða í því sambandi eft- irfarandi kosti með tilliti til stað- setningar Reykjavíkurflugvallar: Að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni, flugvöllurinn verði fluttur til Keflavíkur eða flug- vellinum verði fundinn nýr staður á höfuðborgarsvæðinu leiði vinna við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis- ins eða Aðalskipulag Reykjavíkur í ljós kosti í því efni. Pá á hópurinn að gera tillögu um hvað kosið verði um í atkvæðagreiðslunni. Kosið verði um raunhæfa kosti Samgönguráðuneytið gerir at- hugasemdir við þetta í bréfi sínu til borgarráðs. Þar segir að ráðuneyt- ið telji sig hafa komið þeim skila- boðum skýrt á framfæri í samtölum við borgarstjóra og á öðrum vett- vangi að forsenda fyrir þátttöku ráðuneytisins sé að kosið verði á milli kosta sem talist geta raunhæf- ir. Þeir kostir eru að mati ráðu- neytisins aðeins tveir; að Reykja- víkurflugvöllur verði áfram á sama stað eða að öll sú starfsemi sem fram fer á flugvellinum verði flutt á Keflavíkurflugvöll. Ráðuneytið telur ljóst að þriðji valkostur um staðsetningu flugvall- arins sé ekki fyrir hendi og verði ekki innan þess tíma sem sérfræði- hópurinn hafi til ráðstöfunar, en hópurinn á að skila niðurstöðum sínum fyrir 30. september nk. Ráðuneytið telur vandséð að sá tími sem til reiðu er dugi til þess að eitthvert lag verði á niðurstöðun- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði á fundinum í gærkvöldi afstöðu ráðuneytisins ekki koma sér á óvart. Hún benti á að bréf þess hefði enn ekki verið lagt fyrir borgarráð en þegar það yrði gert kæmi væntanlega í ljós hvort, borgarráðsmenn væru þeirr- ar skoðunar að ástæða sé til að tak- marka valkosti sérfræðihópsins við þá tvo kosti sem ráðuneytið telur raunhæfa. Hún er sjálf þeirrar skoðunar að ekki eigi að takmarka möguleikana með þessum hætti en leggur áherslu á að í erindisbréfi sérfræði- hópsins er honum einungis falið að skoða kostina tvo, en aðra kosti að- eins ef vinna við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins eða Aðal- skipulag leiði í ljós að þeir séu raunhæfir. „Mér hefur ekki heyrst það á sjálfstæðismönnum að þeir vilji takmarka sig við þessa tvo kosti,“ sagði borgarstjóri. Vinnubrögð R-lista gagnrýnd Sjálfstæðismenn gagnrýndu vinnubrögð R-listans í málefnum Reykjavíkurflugvallar harkalega á borgarstjórnarfundinum; sögðu þau til þess fallin að slá ryki í augu kjósenda. Þeir sögðu að svo virtist sem fyrirhugað væri að fram- kvæma skoðanakönnun meðal kjós- enda án þess að vitað væri um hvað ætti að spyrja. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagðist telja að með atkvæða- greiðslu um framkvæmd flugvallar- ins nú, þegar búið er að samþykkja skipulag fyrir borgina til ársins 2016 sem geri ráð fyrir óbreyttri skipan mála, væri einfaldlega verið að ýta málinu til hliðar. Nær hefði verið að efna til atkvæðagreiðslu áður en skipulagið var afgreitt, ef alvara byggi að baki henni, svo unnt hefði verið að taka tillit til nið- urstöðu hennar. Þessari gagnrýni vísuðu borgar- fulltrúar R-lista á bug. Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, lét svo um mælt að það væri ekki mál- efnaleg ástæða fyrir andstöðu við góða hugmynd að hún skyldi ekki hafa komið fram fyrr. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Birkir Kristinson landsliðsmarkvörður lét sitt ekki eftir liggja. Hreinsunardagur 1 Eyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. ÁRLEGUR hreinsunardagur knattspyrnudeildar IBV var ný- lega f Eyjum, en þá komu allir yngri flokkar deildarinnar auk meistaraflokka karla og kvenna og stuðningsmenn og hreinsuðu öll svæði í kringum knattspyrnu- velli bæjarins. Auk þess var dytt- að að ýmsum hlutum, grindverk máluð og meistaraflokkur karla kom fyrir auglýsingaspjöldum á aðalleikvanginum við Hástein svo og vallarklukkunni. I lok vinnudagsins var síðan grill sem stuðningsmannafélagið sá um og 5. fl. karla skoraði á meistaraflokkinn í léttan knatt- spyrnuleik þar sem ungu dreng- irnir fóru með glæsilegan og sanngjarnan sigur af hólmi. £ „Astarvírusinn“ svo kallaði dreifðist víða en olli litlum raunverulegum skaða Utbreiddasti tölvuvandi sem upp hefur komið ÁSTARVÍRUSINN svo kallaði dreifði sér víða um fyrirtæki og stofnanir hér á landi sem viðhengi í tölvupósti í fyrrinótt. Friðrik Skúla- son tölvufræðingur segir að vírusinn virðist miðað við bráðabirgðaniður- stöður vera útbreiddasti tölvuvandi sem komið hefur upp á íslandi, ef miðað er við fjölda véla sem hann hafði áhrif á. Hann segir að vírusinn hafi farið í tugi þúsunda véla hér- lendis en ekki valdið miklum raun- verulegum skaða. Hann segir að hætta sé á að aðrir tölvuþrjótar, jafnvel krakkar, breyti vírusnum þannig að hann geti valdið mun meiri skaða. „Vírusinn hefur valdið skaða og truflunum á þrennan hátt,“ segir Friðrik. „Hann hefur valdið álagi á tölvupóst- og netkerfi, hann hefur stolið lykilorðum og sent þau til Fil- ippseyja, og hann hefur eytt JPG- myndskrám og MP3-hljóðskrám.“ Friðrik segir að auðveldlega hefði verið hægt að gera vírusinn þannig úr garði að hann hefði eytt miklum upplýsingum í hundruðum þúsunda tölva. „Það er líka hætta á því að ein- hver taki vírusinn og breyti honum. Til þess þarf ekki mikla tækniþekk- ingu, krakki á fermingaraldri gæti ráðið við það.“ Fyrstu upplýsingar um vírusinn bárust um klukkan níu í gærmorgun og voru notendur Lykla-Péturs hvattir til að sækja nýjustu gagna- skrár Friðriks Skúlasonar ehf. til eyða honum. Friðrik fullyrðir að skrárnar hafi fundið vírusinn eða sjálfan „orminn" en ekki nema 75% af forritinu sem stelur lykilorðum, en hins vegar viti hann ekld til þess að þau forrit hafi borist til íslands. Póstkerfíð tekið niður í flestum bönkum Hjá flestum bönkum var gripið til þess ráðs að taka niður tölvupóst- kerfið í heild eða að hluta til í gær- morgun vegna innrásar vírussins. 5 til 10 einkatölvur hjá Reikni- stofu bankanna sýktust en tölvuum- sjónarmönnum tókst að lagfæra þær samdægurs. Þökkuðu menn því að viðvörun um vírusinn barst nægilega snemma til að unnt væri að grípa í taumana áður en áhrif vírussins yrðu alvarleg. Vírusinn hafði engin áhrif á stórtölvur stofnunarinnar Hjá Búnaðarbankanum var ekki að sjá að vírusinn hefði skemmt nein gögn, að sögn Inga Arnar Geirsson- ar, forstöðumanns tölvudeildar. Kristján Hermannsson, rekstrar- stjóri upplýsingavinnslu Lands- bankans, sagði að tölvukerfi bank- ans hefði alveg sloppið við skemmdir af völdum ormsins vegna þess að tölvukerfið byggðist ekki á Visual Basic Script en ormurinn skaðlegi var skrifaður á Visual Basic Script- forritunarmálinu. Hann sagði að það starfsfólk sem hefði reynt að opna viðhengið í gær- morgun hefði ekki getað það. Eigi að síður var tölvupóstkerfið tekið niður í skamma stund í morgun meðan verið var að fara yfir stöðuna. Ormurinn barst starfsmönnum Búnaðarbankans í pósti en þar sem hann var glænýr slapp hann fram hjá öllum vírusvarnarforritum. Tölvupóstkerfið var tekið niður um stund meðan farið var yfir stöðuna. Vírusinn hafði engin áhrif á net- bankaviðskipti. Sparisjóðimir sluppu við tjón af völdum vírussins og var hann hreinsaður út úr tölvukerfinu, að sögn Sæmundar Sæmundssonar, framkvæmdastjóra Tölvumiðstöðv- ar Sparisjóðanna. Hann segir að loka hafi þurft tölvupóstkerfi að hluta en þó ekki tölvupóstsamskipt- um út á við. Vírusinn olli engum vandræðum hjá Flugleiðum þótt bólað hefði á honum seinni part dags að sögn Hjartar Þorgilssonar forstöðu- manns upplýsingatækni Flugleiða og svipaða sögu var að segja hjá Flugmálastjóm þar sem menn urðu lítið varir við vírusinn. f>T> BB ■« / / BIOBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖGUM Grindvíkingar kjöldrógu Keflvík- inga í deildabikarkeppninni/C2 Bergsveinn Bergsveinsson og Guðmundur Karlsson í FH/C3 Morgunblaðinu í dagfylgir sérblað um Reykjavík menningarborg Evrópu 2000 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.