Morgunblaðið - 05.05.2000, Side 8

Morgunblaðið - 05.05.2000, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐT.Ð FRÉTTIR í 70 ár hafa Lazyboy verið vinsælustu heilsu- og hvíldarstólarnir í Ameríku og undrar engan því þeir gefa frábæran stuðning við bak og hnakka. Innbyggt skammel lyftir fótum sem léttir á blóðrás og hjarta. Lazyboy er í senn hægindastóll, hvlldarstóll og heilsustóll. LA-Z-BOY Pú upplifiir hvíld á nýjan hátt Fimmtánda landsþing ITC Fjárfesting í eig’in tíma Fanney Proppé FIMMTÁNDA þing ITC á íslandi verð- ur haldið í Hlégarði í Mosfellsbæ í kvöld og hefst þingið klukkan 19.00. Gunnjóna.Una Guðmunds- dóttir for.seti_ Landssam- taka ITC á íslandi setur þingið. Sérstakur gestur við þingsetningu verður Salóme Þorkelsdóttir, fyrr- verandi þingmaður. Heið- ursgestur þingsins er kjör- forseti alheimssamtaka ITC, frú Brenda Ecksdein frá Suður-Afríku. Heiðurs- gestir laugardagskvöldið eru Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri Mosfellsbayar, og kona hans, Asta Hilmarsdóttir. Fanney Proppé er umsjónarmaður landsþings ITC á Islandi í ár. Hvert skyldi verða helsta um- fjöllunarefni þingins? ,Á þinginu verður auk venju- bundinna þingstarfa mjög spenn- andi kennsla um hvemig og hvað gerir fólk að betri leiðtogum sem frú Brenda Ecksdein mun annast, einnig verður fyrirlestur um konur í hefðbundnum karlastörfum sem Guðný Halldórsdóttir kvikmynda- leikstjóri sér um. Þá verður fræðsla Höskuldar Frímannssonar sem heitir ,Að láta draumana ræt- ast“. Svo og verður ræðukeppni haldin í kvöld. Þingið stendur í tvo daga og það er nýjung að láta það hefjast á fostudagskvöldi og vera fram á laugardagskvöld. Áður stóð það ávallt tvo helgardaga, meira að segja áður fyrr frá fostudagshá- degi og fram á sunnudagskvöld." - Hvenær tók ITC á Islandi til starfa? „ITC-alheimssamtökin áttu 60 ára afmæli 1998 og starfið á íslandi er orðið 26 ára gamalt. Fyrsta ís- lenskumælandi deildin hóf starf- semi 1975 og hétu samtökin þá Málfreyjur á Islandi, en með jafn- réttislögunum 1985 var nafninu síðan breytt í Landssamtök ITC á fslandi." - Hvað er ITC í raun? „Nafn samtakkanna er Inter- national Training In Communicat- ion. Þetta eru samtök sem leggja áherslu á forystu og tjáskiptahæfi- leika. Starfið miðar að því að fólk fjárfesti í eigin tíma og vinnu til að ná persónulegum árangri. Innaii samtakanna lærir fólk að þróa sjálfsöryggi, með því t.d. að læra að stjóma umræðum og fundum, að leiða og hafa áhrif og tjá sig af öryggi, skilja fundarsköp og skipu- leggja dagskrár og fundi.“ - Er mikill misbrestur á að fóik kunni þetta yíirleitt? „Já, þetta er ekki kennt í skólum ermþá, því miður. Þetta ætti að kenna öllum. ITC er ódýr skóli því í raun er fólk þama að fjárfesta fyrst og fremst í eigin tíma.“ - Hvar voru þessi samtök stofn- uð? „Þau vom stofnuð í Anaheim í Kalifomíu 1938 og nú um þessar mundir em þrettán landsþing haldin víðs vegar um heiminn. Heimsþing verður haldið í Toronto í Kanada í júlí í sumar.“ -Hvað ert þú sjálf búin að vera lengi í þessum samtökum ? „Eg er búin að vera í þessu í fimmtán ár og hef lært mest af því að vera virkur meðlimur og taka þátt í stjómar- og nefndarstörfum, bæði hérlendis og erlendis, því þar er þjálfunin mest. Um leið er það skemmtilegasta við ITC að vera virkur félagi." - Eru mai-gir í þessum samtök- umhérálandi? ► Fanney Proppé fæddist í Reykjavík 1946. Hún tók gagn- fræðapróf úr Gagnfræðaskóla verknáms árið 1963. Hún hefur starfað sem sölumaður á ferða- skrifstofu undanfarin 14 ár, nú síðast hjá Samvinnuferðum- Landsýn. Einnig hefur Fanney tekið mikinn þátt í félagsmálum, hún hefur m.a. verið formaður Foreldra- og vinafélags Sól- heima og setið í framkvæmda- stjórn og fulltrúaráði Sólheima, svo og hefur hún haft með hönd- um fjölda embætta og starfa inn- an ITC á fslandi. Fanney er gift Erling Proppé sölustjóra og eiga þau tvö böm og eitt bamabam. „í samtökunum á íslandi eru á milli 250 og 300 manns um þessar mundir. Þessi samtök hafa átt í vissum erfiðleikum eins og önnur undanfarin ár með að halda uppi félagatölu, en í dag ríkir mikil bjartsýni og æ fleiri ganga í sam- tökin.“ -Hvemig er kynjaskiptingin í samtökunum? „ITC voru upphaflega bara kvennasamtök en í dag hafa bæst við karlar. Á íslandi er komin vísir að karladeild sem í eru átta karlar. Karlar þurfa á þessari þjálfun að halda ekki síður en konur.“ - Eru þetta íjáröflunarsamtök? „Nei alls ekki. Hjá okkur fer ekki fram neinskonar sala eða bakstursstarf í fjáröflunarskyni. Kostnaðurinn við starfið er eins og tveir bíómiðar í mánuði - það er það sem kostar á hvem einstakling að reka þessi samtök. Starfið skiptist upp í einingar og hefst í deildum sem geta verið með tíu og upp í þrjátíu aðila. Þar fer grunn- þjálfun fram og þar leggur hver og einn af mörkum eins og hann vill, en eigi að síður er mætingar- skylda. Síðan eru haldnir ráðs- fundir, sem eru sameiginlegir fundir deilda og loks sameinast allt starfið við landsþing, sem er beinn tengiliður við alheimsstjóm." - Er gestur ykkar nú mikilvæg- ur hlekkur í alheimsstarfínu ? „Hún er það vissu- lega. Hún er verðandi alheimsforseti og mun taka við því starfi í ágúst n.k. Það er mikill fengur að fá hana hing- að í heimsókn núna. Hún hefur starfað í þessum sam- tökum í tuttugu ár og gegnt marg- víslegum og mikilvægum lykil- embættum. Hún hefur BA-gráðu í hagfræði og sálfræði og starfar sem ráðgjafi hjá fjármálafyrirtæki í Suður-Afríku og ekki er verra að hún hefur í hyggju að kenna þing- gestum afríska dansa.“ Innan samtak- anna lærir fólk að þróa sjálfsöryggi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.