Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Frumvarp um breytingar á lögum um staðfesta samvist
Stjúpættleiðingar verði
leyfðar hjá samkynhneigðum
TÖLUVERÐUR hópur fólks var á
áhorfendapöllum Alþingis þegar
frumvarp um breytingar á lögum
um staðfesta samvist var tekið til
annarrar umræðu seint í gærkvöldi.
Breytingartillögur sem allsherjar-
nefnd gerir við frumvarpið við aðra
umræðu fela í sér að leyfðar verði
stjúpættleiðingar samkynhneigðra
sem búa í staðfestri samvist.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, mælti
fyrir nefndaráliti allsherjarnefndar
en í frumvarpinu er m.a. lögð til
rýmkun skilyrða til að stofna til
staðfestrar samvistar til samræmis
við löggjöf annars staðar á Norður-
löndunum. Nefndin leggur til að
frumvarpið verði samþykkt en hún
leggur ennfrem-
ur til þá viðbót-
arbreytingu að
einstaklingi í
staðfestri sam-
vist verði heimilt
að ættleiða barn
maka síns sem
hann hefur for-
sjá fyrir (stjúp-
ættleiðing) en
skv. gildandi lög-
um eiga ættleiðingarlög ekki við um
einstaklinga í staðfestri samvist.
Guðrún Ögmundsdóttir, þing-
maður Samfylkingar, fagnaði þeim
breytingum sem allsherjarnefnd
leggur til á upprunalegu frumvarpi
en hún sagði þær snúa að rétti
'=.r J :í ■ i i
ALÞINGI
barna sem búa í
samkynhneigð-
um hjónabönd-
um. Sagði hún
brýnt að réttur
þessara barna
væri tryggður
gagnvart lögum.
Þuríður Back-
man, þingmaður
Vinstrihreyfing-
arinnar - græns
framboðs, lýsti einnig ánægju með
frumvarpið eins og það lítur nú út
enda væri hér mikið réttindamál á
ferðinni.
„Það er mín skoðun að þessi nið-
urstaða sem hér er lögð fram sé
röng,“ sagði Arni Johnsen, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, hins veg-
ar. Sagðist Árni telja að ekki ætti
að setja sérstök lög um mjög tak-
markaðan hóp fólks. Benti hann á
að einungis hefðu verið skráðar 57
staðfestar samvistir frá því að lög
um staðfesta samvist tóku gildi og
það gæti því vart passað, sem fram
kom í máli Guðrúnar Ögmundsdótt-
ur, að þessi lagabreyting varðaði
1000 börn. Taldi hann aukinheldur
ekki að hér væri fyrst og fremst
hugað að réttindum barnsins.
Þuríður Backman sagðist ósam-
mála Árna í andsvari við ræðu
hans. Sagði hún að jafnvel þó að hér
væri einungis um eitt barn að ræða
þá væri rétt og skylt að huga að
hagsmunum þess.
Þingsályktunartillaga
um afnám viðskipta-
banns á Irak ekki af-
greidd úr nefnd
Afgreiðsla
nefndar
gagnrýnd
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for-
maður Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs, gerði við upphaf
þingfundar í gær athugasemd við
að utanríkismálanefnd skyldi á
fundi sínum í fyrradag hafa ákveðið
að fella tillögu um að þingsályktun-
artillaga vinstrigrænna um afnám
viðskiptaþanns Sameinuðu þjóð-
anna á Irak yrði afgreidd út úr
nefndinni. Sagðist Steingrímur
ekki geta unað því að hægt væri að
svæfa þetta mál ár eftir ár í nefnd.
Fór hann fram á að þetta vinnulag
yrði rætt í forsætisnefnd þingsins
og sagði forseti þingsins að hann
myndi að sjálfsögðu verða við
beiðninni og taka málið upp á þeim
vettvangi.
Steingrímur hefur nú flutt þings-
ályktunartillögu um afnám við-
skiptabanns SÞ á írak sex sinnum á
Alþingi en málið hefur aldrei feng-
ist afgreitt úr nefnd. Nú síðast var
tillaga þar að lútandi felld af meiri
hluta utanríkismálanefndar á mið-
vikudag.
Steingrímur gagnrýndi í gær
harðlega að það vinnulag væri við-
haft á löggjafarsamkundunni að
menn kæmu ítrekað í veg fyrir að
tiltekin mál væru afgreidd frá þing-
inu og undir þessa gagnrýni tók
Rannveig Guðmundsdóttir, þing-
flokksformaður Samfylkingar.
Sagði hún gagnrýnina nefnilega
ekki aðeins víkja að þessu eina máli
heldur að afgreiðslu þingmanna-
mála almennt á Alþingi.
Pétur H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, tók sömuleiðis
undir gagnrýni stjórnarandstöð-
unnar og lýsti þeirri skoðun sinni að
afgreiða ætti öll mál frá þinginu.
Menn gætu þá einfaldlega fellt þau
mál í atkvæðagreiðslu sem þeir
teldu slæm. Taldi hann að slíkt fyr-
irkomulag yrði til þess að þingmenn
færu sjálfír að semja lög í ríkari
mæli, í stað þess að taka við öllum
lagafrumvörpum frá stjórnvöldum.
Tómas Ingi Olrich, þingmaður
Sjálfstæðisflokks og formaður ut-
anríkismálanefndar Alþingis, sagði
að í þessu tiltekna máli hefði ein-
faldlega ekki verið vilji fyrir því hjá
meirihluta nefndarinnar að af-
greiða málið úr nefnd. Slíkt væri
ekkert nýmæli á Alþingi og fyrir
því væri löng hefð að mál sofnuðu í
nefnd. Lýsti hann sig hins vegar
alls ekki mótfallinn því að rætt yrði
um það hvort rétt væri að gera hér
breytingar á.
Morgunblaðið/Golli
Þrenn frumvörp sem tengjast fasteignamarkaði voru afgreidd sem lög frá Alþingi í gær.
N íu frumvörp ur ðu að
lögum frá Alþingi
NIU FRUMVÖRP voru afgreidd
sem lög frá Alþingi í gær en
þeirra á meðal eru þrenn lög sem
lúta að því að setja á laggirnar
eitt samhæft gagna- og upp-
lýsingakerfi um fasteignir og
réttindi sem þeim tengjast. Auk
þessa voru afgreiddar frá Alþingi
fjárar þingsályktanir en þær lúta
allar að staðfestingu alþjóða-
samninga.
Lagabálkarnir þrír, sem tengj-
ast stofnun svokallaðrar Land-
skrár fasteigna, fela í sér breyt-
ingar á lögum um skráningu og
mat fasteigna, þinglýsingalögum
og lögum um brunatryggingar.
Þingmenn Samfylkingar greiddu
atkvæði gegn síðasttöldu löggjöf-
inni en hún felur í sér að um-
sýslugjald, sem rennur til Fast-
eignamats ríkisins, hækki
tímabundið úr 0,025% af bruna-
bótamati fasteignar í 0,1%, en
gjaldinu er ætlað að standa undir
kostnaði við gerð Landskrár fast-
eigna.
Alþingi samþykkti einnig lög
um lagaskil á sviði samningsrétt-
ar, viðskiptabanka og sparisjóði,
Islenska málnefnd, lausafjárkaup,
þjónustukaup og Húsgöngu- og
fjarsölusamninga. Einnig voru
samþykktar þingsályktanir sem
veita rikisstjórninni heimild til að
staðfesta samninga um fiskveiðar
innan íslenskrar og færeyskrar
Iögsögu á árinu 2000, samninga
um veiðar úr norsk-islenska síld-
arstofninum á árinu 2000, breyt-
ingar á stofnsamningi Evrópu-
stofnunar fjarskipta um gervi-
tungl, EUTELSAT, og fullgild-
ingu samþykktar Alþjóðasam-
vinnustofnunarinnar um jafnrétti.
Ákvæði
umþljóð-
ritun
verði
fellt út
í FRUMVARPI sem Árni
Johnsen, formaður sam-
göngunefndar Alþingis, mælti
fyrir á Alþingi í gærkvöld er
gerð tillaga um að fellt verði
á brott ákvæði í nýjum
fjarskiptalögum um að sá að-
ili að símtali, sem vilji hljóð-
rita símtalið, skuli í upphafí
þess tilkynna viðmælanda um
þá fyrirætlan.
Það er meiri hluti sam-
göngunefndar sem hefur
ákveðið að leggja þessa
breytingu til í kjölfar mikillar
gagnrýni á ákvæðið, en það
var einmitt nefndin sjálf sem
beitti sér fyrir því að það
væri tekið inn í frumvarp til
nýrra fjarskiptalaga þegar
það var til umræðu á Alþingi
fyrir jól.
Afbrigði þurfti til að koma
frumvarpinu á dagskrá, enda
var það lagt fram á Alþingi
eftir að útrunninn var tilskil-
inn frestur til að leggja fram
ný þingmál.
Tillit tekið til
gagnrýni
I greinargerð frumvarpsins
kemur fram að samgöngu-
nefnd hafí ákveðið að taka
þetta mál til skoðunar eftir að
bera fór á gagnrýni fljótlega
eftir að fjarskiptalögin voru
samþykkt. Fékk hún rn.a.
fulltrúa Blaðamannafélags ís-
lands á sinn fund, en þeir
höfðu gert athugasemd við að
hafa ekki verið kallaðir á
fund nefndarinnar þegar
fjarskiptalagafrumvarpið
sjálft var til umfjöllunar,
enda ljóst að þetta tiltekna
ákvæði hefði mikil áhrif á
störf blaðamanna. Var einnig
kallað á fulltrúa Póst- og
fjarskiptastofnunar, tölvu-
nefndar og Siðfræðistofnunar
Háskóla Islands, auk Sigurð-
ar Líndal lagaprófessors.
Nefndin skoðaði málið
einkum með hliðsjón af til-
skipun Evrópusambandsins
um vernd persónuupplýsinga
í fjarskiptum og er það nú
niðurstaða hennar að í tilskip-
uninni sé einungis átt við
hljóðritun þriðja aðila, þ.e.
aðila sem ekki er sjálfur þátt-
takandi í símtalinu. Af þess-
um sökum telji meirihluti
samgöngunefndar eðlilegt að
fella umrætt ákvæði brott.
Fela ákvæði annarra laga um
vernd persónubundinna rétt-
inda, að mati meirihlutans, í
sér nægilega vernd þeirra.
42,9% vilja að Rfkisút-
varpið fari á föst fjárlög
RÚMLEGA 40% landsmanna eru
fylgjandi því að Ríkisútvarpið verði
tekið á fóst fjárlög ef marka má
skoðanakönnun sem Gallup gerði
fyrir menntamálaráðuneytið í janúar
síðastliðnum. Þetta kom fram í máli
Björns Bjamasonar menntamála-
ráðherra við aðra umræðu um
frumvarp til útvarpslaga sem fram
fór á Alþingi í gær. Frumvarpinu er
ætlað að mynda almennan ramma
um alla útvarpsstarfsemi í landinu,
bæði sjónvarp og hljóðvarp, en sér-
lög munu hins vegar gilda um Ríkis-
útvarpið.
Björn sagði að þátttakendur í
könnuninni hefðu verið spurðir
hvernig þeir vildu að rekstur Ríkis-
útvarpsins yrði fjármagnaður og
voru gefnir þrír kostir: afnotagjald
eins og nú er, nefskattur eða almenn
skattheimta sem myndi þýða að
RÚV yrði sett á fjárlög. Var niður-
staðan sú að 42,9% þeirra sem tóku
afstöðu vildu að Ríkisútvarpið væri á
fjárlögum, 33,7% vildu áfram afnota-
gjöld og 17,6% voru hlynnt nefskatti.
Sagði Björn þetta athyglisverða nið-
urstöðu og gerði hann ráð fyrir að
hún yrði rædd í tengslum við endur-
skoðun laga um Ríkisútvarpið sem
er í bígerð.
Sigríður Anna Þórðardóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, hafði mælt
fyrir nefndaráliti menntamálanefnd-
ar vegna frumvarpsins um útvarps-
lög en nefndin mælir með þvi að
frumvarpið verði samþykkt með
nokkrum breytingum. Sigríður Jó-
hannesdóttir, Samfylkingu, og Kol-
brún Halldórsdóttur, Vinstrihreyf-
ingunni - grænu framboði, skrifa
undir nefndarálitið með fyrirvara en
þær lýstu þó báðar þeirri skoðun
sinni í gær að frumvarpið væri í
grundvallaratriðum ágætt. Lögðu
þær hins vegar báðar mikla áherslu
á að farið yrði í það hið fyrsta að end-
urskoða lögin um Ríkisútvarpið.
Sagðist Kolbrún vonast eftir frum-
varpi að nýjum lögum þegar á næsta
þingi.