Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 13

Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 13 Drög að stj órnmálaályktun Samfylkingarinnar verða lögð fram á stofnfundi flokksins í dag Jöfnum leikinn! DRÖG að stjórnmálaályktun Sam- fylkingarinnar verða lögð fram við upphaf stofnfundar flokksins í dag. Alyktunardrögin voru samin af hópi þingmanna Samfylkingarinn- ar og verða tekin til afgreiðslu á stofnfundinum á morgun. Drögin fara hér á eftir í heild sinni: Ný stjórnmálahreyfing hefur verið stofnuð. Eftir áratuga bar- áttu hefur langþráður árangur náðst og ný stjórnmálahreyfing byggð á traustum grunni lítur nú dagins ljós. Hin pólitíska stefnu- mörkun fær nú farveg í skipulögð- um stjórnmálaflokki sem verður vettvangur frjórrar og opinnar umræðu um pólitísk verkefni líð- andi stundar og stefnumótun til framtíðar. Sú vinna byggir á þeim grundvelli sem lagður var þegar ákvörðun um sameiginlegt fram- boð var tekin. Samfylkingin vill með réttlátum og sanngjörnum hætti jafna leik- inn í samfélaginu, taka forystu- hlutverk í íslenskum stjórnmálum og móta samfélagið í þágu al- mannaheilla. Samfélagslegt réttlæti og mannvirðing Samfylkingin vill að allir íslend- ingar séu fullgildir þátttakendur í menntuðu og upplýstu samfélagi, þar sem skapandi og gagnrýnin hugsun er jarðvegur vaxtar og framþróunar. Hún unir því ekki að auður samfélagsins safnist á hend- ur fámennra þjóðfélagshópa með- an aðrir eru afskiptir. Hún vill að þjóðfélagið skapi einstaklingum og fjölskyldum öryggi til að njóta frelsis og hamingju. Hún vill þjóð- félag þar sem jafnrétti kynjanna ríkir, með virkri þátttöku karla og kvenna í fjölskyldu- og atvinnulífí og við mótun samfélagsins. Allir íbúar landsins eiga að fá að njóta atgervis síns til að skapa sér og sínum farsæld. Þeir eiga að hafa jafna möguleika, jafnan rétt til athafna og jafnan aðgang að vel- ferðarþjónustu og samfélagslegu öryggi, hvar sem þeir búa og hvaða þjóðfélagshópi sem þeir tilheyra. Samfélagslegt réttlæti sem byggir á mannvirðingu á að koma í stað einsýnnar auðhyggju, jöfnuð- ur í stað misréttis, virk samkeppni í stað fákeppni og einokunar. Menntun og menning - uppspretta framfara í menntun og menningu felst uppspretta framfara í efnahags-, atvinnu- og velferðarmálum á nýrri öld. Uppbygging þekkingar- umhverfis er forsenda þess að Is- land skapi ungu fólki vænleg lífs- skilyrði. Samfylkingin vill treysa innviði upplýsingasamfélagsins. Samfylk- ingin vill því stórauka fjárfestingu í menntun til að auka samkeppnis- hæfni þjóðarinnar á alþjóðamarkaði og bæta lífskjör og mannlíf á Is- landi. Hún vill hindra að stétta- skipting verði milli þeirra sem fá tækifæri til að afla sér menntunar og hinna sem ekki fá slíka aðstöðu. Þess vegna leggur Samíylkingin höfuðáherslu á að tryggja aðgang allra að þeirri hraðbraut upplýsinga og þekkingar sem nú byltir fyrri at- vinnuháttum. Það eru sameiginlegir hagsmunir hins opinbera, samtaka launafólks og atvinnufyrirtækja að veita launafólki möguleika á sí- menntun og starfsmenntun. Samfylkingin vill aukið frum- kvæði og sköpunargleði inn í skól- ana í stað miðstýringar, stöðlunar og samkeppnisnáms að hætti sitj- andi stjórnvalda. Flutningsnetin eru mikilvægir innviðir upplýsingasamfélagsins sem tryggja verður að þjóni al- mannahagsmunum; einstaklingum, menntastofnunum og atvinnulífínu til frambúðar. Bráðræðisleg einka- væðing þessa samskiptakerfis er skammsýni í bráð og varhugaverð í lengd. Umhverfí, auðlindir og almannaréttur Farsæl sambúð manns og nátt- úru krefst þess að við temjum okk- ur ný viðhorf í umgengni við nátt- úruna á grundvelli sjálfbærrar þróunar og virðingu fyrir öllu sem lífsanda dregur. Samfylkingin vill að Islendingar veiti öðrum þjóðum gott fordæmi í umgengni við land og auðlindir og að alþjóðlegar skuldbindingar á sviði náttúru- verndar séu ávallt virtar. Hún leggur áherslu á vernd ósnortinna víðerna landsins, minja og lands- lags. Hún vill að þjóðgörðum verði fjölgað og að almannaréttur til að njóta náttúrunnar verði virtur. Umhverfisvernd er nauðsynleg forsenda þess að lífvænlegt verði á jörðinni um alla framtíð. Óflugt og árangursríkt alþjóðlegt samstarf á vettvangi umhverfismála og nátt- úruverndar stuðlar að því. Sam- fylkingin vill að íslensk stjórnvöld staðfesti Kyoto-bókunina um losun gróðurhúsalofttegunda, Einnig að sett verði heildarlöggjöf um vernd- un og nýtingu auðlinda á grund- velli Ríó-samningsins frá 1992. Langtímaáætlanir og umhverfis- mat við nýtingu náttúruauðlinda eiga að vera grundvöllur allra stærri ákvarðana um virkjun vatnsafls og jarðvarma eða aðra nýtingu náttúruauðæfa landsins. Samfylkingin gerir kröfu um að vinnu við rammaáætlun um nýt- ingu vatnsorku og jarðvarma verði flýtt svo að hún liggi fyrir áður en næsta virkjun verður ákveðin. Samfylkingin vill að eignarhald þjóðarinnar á sameiginlegum auð- lindum lands og sjávar verði tryggt í stjórnarskrá og að tekið verði gjald fyrir nýtingu þeirra til þess að dreifa arðinum réttlátlega. Harðvítug átök hafa staðið um eignarhald þjóðarinnar á helstu auðlind hennar, fiskistofnunum í hafinu. Stofnfundur Samfylkingar- innar fagnar frumvarpi þingflokks Samfylkingarinnar um stjórn fisk- veiða og staðfestir stefnumörkun þess um nýtingu þjóðarauðlindar- innar með atvinnufrelsi og jafn- ræði að leiðarljósi. Samfylkingin krefst þess að sömu markmið verði lögð til grundvallar við endurskoð- un fiskveiðistefnunnar. Velferð í samfélagi fyrir alla Samfylkingin leggur sérstaka áherslu á að bæta stöðu barnafólks með hækkun ótekjutengdra barna- bóta og fæðingar- og foreldraor- lofi. Tryggja þarf réttindi barna samkvæmt alþjóðasáttmálum s.s. til umgengni við báða foreldra sína. Samfylkingin vill að samtök aldraðra og öryrkja taki þátt í samningum um hagsmunamál sín og leggur áherslu á þau mannrétt- indi að lífeyrisgreiðslur verði ekki tengdar við tekjur maka. Samfylkingin vill gagngera end- urskoðun á velferðarkerfinu og þeim frumskógi reglna og skerð- ingarákvæða í skatta- og bótakerfi sem notendur kerfisins nú glíma við. Velferðarkerfið á að vera gegn- sætt, traust og í þágu þeirra sem þurfa; dregið verði úr jaðaráhrif- um í skattakerfinu, húsaleigubæt- ur verði skattfrjálsar og félagsleg- ir kostir í húsnæðiskerfinu efldir. Samfylkingin varar við frekari kostnaðarþátttöku sjúklinga í heil- brigðiskerfinu. Gjaldtaka má aldrei hamla nauðsynlegri þjón- ustu og meðferð sjúklings. Sam- fylkingin vill styrkja grunnþjón- ustu heilsugæslunnar, forvarnir og ráðgjöf við fjölskylduna. Málsvarar mannréttinda og friðar íslendingar standa frammi fyrir því mikilvæga verkefni að skil- greina stöðu sína í samfélagi þjóð- anna upp á nýtt. Endalok kalda stríðsins, aukin efnahagsleg og pólitísk samvinna þjóða og bylting- arkenndar breytingar á sviði fjarskipta, viðskipta og sam- gangna, hafa fært okkur ný tæki- færi. Stærð ríkis ræður ekki úr- slitum um framlag þess á alþjóðlegum vettvangi heldur vel ígrundaðar hugmyndir og mark- viss stefnumótun. Islendingar eiga að vera málsvarar mannréttinda og friðar í samvinnu þjóða. Jafn- framt því að gæta hagsmuna lands og þjóðar í alþjóðasamvinnu er það siðferðileg skylda okkar að axla þyngri byrðar en hingað til. Fyrsta skrefið í þá átt er að ísland uppfylli skuldbindingar sínar um árlegt framlag til þróunarsam- vinnu. Marka þarf skýra stefnu um samvinnu okkar við fátækustu ríki jarðar þar sem aðstoð við konur og börn hefur forgang. ísland verði í framvarðasveit þeirra sem vilja losa snauðustu ríki heims úr fá- tæktargildrunni. Samfylkingin vill tryggja frjálsa verslun á alþjóðavettvangi en í nafni hennar má þó aldrei vega að mannréttindum ellegar slaka á kröfum um náttúruvernd. EES-samningurinn hefur rutt brautina fyrir bætta neytenda- vernd, félagslegar umbætur og viðskiptalegt frjálsræði. Staða samningsins hefur hins vegar veikst og til lengdar verður hann ekki fullnægjandi fyrir samskipti íslands og Evrópu. í ljósi þess er Islendingum nauðsynlegt að taka til umræðu og ákvörðunar hvernig hagsmunir þein-a verða tryggðir í samvinnu Evrópuþjóðanna. Samfylkingin mun hafa forystu um gagnrýna og opinskáa úttekt á þeim leiðum sem tryggja best efnahagsleg, menningarleg og fé- lagsleg samskipti við ríki Evrópu. Virkt lýðræði og þátttaka Jafnrétti kynjanna hefur ekki enn náðst hér á landi. Það er ekki einungis siðræn óhæfa að konur standi höllum fæti, sem glöggt má sjá í viðvarandi launamun á milli kynjanna, heldur þarf nútímasam- félag á öllum kröftum kvenna að halda. Sameiginleg ábyrgð karla og kvenna á barnauppeldi og heimilishaldi er sem fyrr nauðsyn- leg forsenda jafnréttis kynjanna. Því ber að gjalda varhug við for- dómum og vanaheimsku um hlut- verk kynjanna. Samfylkingin vill kveða niður gamaldags karlveldi hvar sem það finnst - líka innan stjórnkerfisins og í stjórnmála- flokkunum sjálfum - og skapa nýj- um kynslóðum vegvísa og fyrir- myndir í jafnréttisbaráttunni. í síbreytilegu samfélagi er nauð- synlegt að stjórnkerfið sé opið og gagnsætt. Samfylkingin vill að samráð sé haft við samtök almenn- ings við ákvarðanatöku í mikilvæg- um málum og að tryggður sé rétt- ur kjósenda til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslur. Ennfrem- ur að lög verði sett um starfsemi og fjármál stjórnmálaflokka. Breyting á kjördæmaskipan landsins er einungis áfangi til jöfn- unar kosningaréttar. Stefna Sam- fylkingarinnar er að atkvæðavægi verði jafnt með því að landið verði gert að einu kjördæmi. Jafnframt þurfa sveitarfélögin í landinu að eflast og stækka. Samfylkingin vill treysta byggð í landinu með átaki í samgöngumál- um sem styðji við stækkun sveitar- félaga svo þau verði öll þess megn- ug að taka við fjölþættum verk- efnum sem auki fjölbreytileik í þjónustu, atvinnu og menningar- starfsemi um allt land. Möguleikar upplýsingatækninnar eru mikil- vægustu samgöngumál nútímans sem geta rofið einangrun og upp- hafið fjarlægðir. Eitt brýnasta við- fangsefnið nú er að gera íbúum í dreifbýli kleift að njóta þjónustu orku- og upplýsingaveitna til jafns við íbúa í þéttbýli. Samfylkingin áréttar mikilvægi fjölbreytts mannlífs til sjávar og sveita, sem fái stuðning við að þróast á eigin forsendum og skapi íbúum sínum efnahagslegt og fé- lagslegt öryggi og velsæld. Styrka efnahagsstjórn og sanngjörn kjör fyrir heimilin í landinu Samfylkingin vill að stjórn efna- hagsmála miði að því að bæta og tryggja lífskjör þjóðarinnar, að treysta stöðugleika og stuðla að jöfnuði í samfélaginu. Samfylkingin vill virkt markaðs- kerfi sem byggir á samkeppni, neytendavernd og árangursríku aðhaldi. Samkeppnislög þarf að styrkja gegn fákeppni og einokun. Lítt þroskaður verðbréfamarkaður þarf virkt aðhald og eftirlit. Samfylkingin vill skapa fólki jöfn tækifæri í samfélagi sem gerir ráð fyrir þátttöku allra. Allir eiga að njóta jafnréttis til menntunar og heilbrigðisþjónustu. Samfylk- ingin varar við einkavæðingu vel- ferðar- og menntakerfisins og því að þau séu lögð að jöfnu við al- menna þjónustu eða rekstur á samkeppnismarkaði. Nú hefur stærsti hluti félaga á almenna vinnumarkaðnum gert kjarasamninga til næstu ára. Enn axla félagar verkalýðshreyfingar- innar þá ábyrgð að viðhalda stöð- ugleikanum. Samfylkingin krefst þess að stjórnvöld standi við sinn hluta samningsins og takist af ein- urð á við efnahagsstjórnina sem hefur einkennst af lausatökum; há- um vöxtum, hættulega miklum við- skiptahalla, vaxandi verðbólgu og þrýstingi á gengið. Skuldir heimil- anna hafa aukist gífurlega að und- anförnu. Gengi krónunnar hefur verið keyrt upp með vaxtahækkun- um Seðlabankans og fjármála- stofnanir hafa brugðist við með því að stórhækka vexti og þjónustu- gjöld á almenning. Á sama tíma njóta stórir lántakendur vaxta sem taka mið af samkeppni við er- lendar fjármálastofnanir. Þessi stefna er aðför að því fólki sem hefur með hóflegum kjarasamn- ingum borið uppi stöðugleika efna- hagslífsins. Jafnaðarstefnan á brýnt erindi í markaðs- og upplýsingasamfélagi nýrrar aldar. Samfylkingin mun krefjast forystu fyrir ríkisvaldinu til að gæta almannahagsmuna gegn sérhagsmunum og valdahóp- um. 'CCfeSSO^ LOKADAGAR Sprenghlægilegt verð! Enn meiri verðlækkun Öll föt á kr. 1.000. Opið alla daga frá kl. 12-18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.