Morgunblaðið - 05.05.2000, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 15
AKUREYRI
Eyþings lýsir ánægju með jarðgangaáætlun Vegagerðar
Göng undir Vaðlaheiði
verði líka skoðuð
STJÓRN Eyþings, Sambands
sveitarfélaga í Eyjafirði og Þing-
eyjarsýslum, lýsti á fundi sínum
nýlega yfir ánægju með jarðganga-
áætlun Vegagerðarinnar og fagnar
því að jarðgöng milli Ólafsfjarðar
og Siglufjarðar skuli vera þar í
flokki fyrstu verkefna.
Þá hvetur stjórnin til þess að
þegar verði ráðist í nauðsynlegar
rannsóknir vegna jarðganga undir
Vaðlaheiði. Margvísleg rök eru fyr-
ir því að mati stjórnarinnar, að taka
þau jarðgöng til alvarlegrar skoð-
unar. Umferðarþungi er mikill, ný
viðhorf eru uppi eftir að áætlunar-
flugi hefur verið hætt til Húsavíkur
og jarðgöng mundu styrkja Eyja-
fjörð og Þingeyjarsýslu sem vaxtar-
svæði og styrkja samstarf þessara
svæða svo sem um orkuvinnslu.
Á fundi stjórnar Eyþings var
jafnframt rætt um fjarvinnsluverk-
efni og að hægt gangi að flytja
verkefni frá ríkisstofnunum út á
landsbyggðina þrátt fyrir að þau
áform komi skýrt fram í stefnu rík-
isstjórnarinnar í byggðamálum fyr-
ir árin 1999-2001.
Flytja þarf verkefni
á landsbyggðina
Stjórnin samþykkti ályktun þar
sem skorað er á ríkisstjórn íslands
að fylgja fast eftir áformum um að
flytja verkefni og einstaka starf-
semi frá ráðuneytum og ríkisstofn-
unum í Reykjavík út á landsbyggð-
ina. Með nútíma tækni séu fjölmörg
verkefni sem með góðu móti sé
hægt að vinna utan höfuðborgar-
svæðisins og í mörgum tilfellum
betur komin utan Reykjavíkur.
I ljósi byggðaþróunar á Islandi,
ætti að mati stjórnar Eyþings, að
vera keppikefli ríkisstjórnar ís-
lands að hafa þetta sem for-
gangsverkefni því í slíkum störfum
felst eitt af stærstu sóknarfærum
fyrir mörg byggðarlög á lands-
byggðinni.
Mogunblaðið/Kristján
Einn á pramma
HANN virkaði frekar einmana-
legur, málarinn sem stóð í ströngu
við að mála loðnuskipið Súluna við
Torfunefsbryggju á Akureyri, en
sjálfsagt hefur hann samt skemmt
sér hið besta við þetta verkefni.
Veðrið lék við hann sem og aðra
bæjarbúa, en með sólskininu var
nokkur sunnangola og tekur snjó-
inn í fjöllunum hratt, og örugglega
upp þegar veðurfar er með þeim
hætti.
Morgunblaðið/Kristján
Gunnlaugur Magnússon var ásamt félaga sínum, Ti-yggva Heimissyni, við æfingar í Glerá í blíðunni.
Kajak-
námskeið
í Glerá
í sumar
I SUMAR verður boðið upp á kaj-
aknámskeið á Akureyri og verða
þau haldin í Gleránni, sem renn-
ur í gegnum bæinn. Það er Kaj-
akskóli Akureyrar sem stendur
að námskeiðunum en skólinn er
rekinn innan Siglingaklúbbsins
Nökkva. Forsvarsmenn skólans
eru þeir Gunnlaugur Magnússon
og Tryggvi Heimisson.
Gunnlaugur sagði að þessa
dagana væri verið að ganga frá
tilskildu leyfi frá bæjaryfírvöld-
um en að stefnt væri að því að
fara af stað með fyrsta námskeið-
ið eftir hálfan mánuð. „Við þurf-
um að henda nokkrum steinum í
ána og gera lygnu til að geta at-
hafnað okkur betur við kennsl-
una. En við bíðum eftir grænu
Ijósi frá bæjaryfirvöldum vegna
þcssara framkvæmda.
Töluverður áhugi er fyrir þess-
um námskeiðum en Gunnlaugur
sagði að markmiðið með þeim
væri að gera fólk sjálfbjarga
bæði í ám og sjó. Hann sagði að
þetta væri íþrótt fyrir alla ald-
urshópa og fyrir bæði byrjendur
og lengra komna. Þegar hafi ver-
ið skráðir þátttakendur á aldr-
inum 17-55 ára á námskeið í sum-
ar en Gunnlaugur sagði að
þátttakendur mættu vera enn
yngri. Gunnlaugur og Tryggvi
hafa farið með kajaka sína víða
um land, og reynt fyrir sér í
mörgum ám bæði á Norðurlandi
og víðar. Þeir hafa m.a. farið
SAMHERJA hefur verið gert að
greiða manni sem var skipverji um
borð í Guðbjörgu ÍS 928 þúsund
krónur vegna vangreiddra launa auk
greiðslu málskostnaðar að upphæð
um 250 þúsund krónur. Dómur þar
um var kveðinn upp í Héraðsdómi
Norðurlands eystra.
Maðurinn var netamaður um borð
í Guðbjörgu ÍS sem Samherji gerði
út, en hann veiktist um borð í skipinu
í upphafi síðasta árs og var hann með
öllu óvinnufær vegna þess. Tilkynnti
hann skipstjórum um veikindi sín og
var hann því ekki skráður í áhöfn
skipsins er það hélt út til veiða í byrj-
un febrúar.
Maðurinn krafðist staðgengils-
kaups vegna veiðiferðar sem stóð yf-
ir frá 4. febrúar til 10. mars, en á því
hafi hann átt rétt samkvæmt ákvæð-
um kjarasamnings Sjómannasam-
fram af Goðafossi í Skálfanda-
fljóti. „Þetta er alveg ótrúlega
skemmtilegt."
bands íslands og Alþýðusambands
Vestfjarða.
Samherji krafðist sýknu í málinu
og byggði m.a. á því að maðurinn
hafði fundið til einkenna í um eitt ár
áður en hann leitaði sér lækninga. Þá
er bent á að maðurinn hafi ekki orðið
veikur í fyrstu veiðiferð skipsins á
síðasta ári og styðji ekkert slíka frá-
sögn hans, hann hafi aldrei verið frá
vinnu vegna veikinda í ferðinni og
enga meðferð fengið. Maðurinn hafi
hins vegar tilkynnt skipstjóra að
hann myndi taka sér frí næstu veiði-
ferð.
I áliti dómsins kemur fram að
vottorði um óvinnufærni skipverjans
hafi ekki verið hnekkt og verði því að
miða við að hann væri ekki á sjó eins
og sjúkdómi hans var háttað. Honum
beri því staðgengilskaup þann tíma
sem krafið var um.
Samið um
leikskóla
AKUREYRARBÆR heíur
gengið frá samningi við verk-
takafyrirtækið P. Alfreðsson
ehf. um byggingu nýs leikskóla,
Iðavöll við Gránufélagsgötu.
Heildarkostnaður samkvæmt
tilboði verktakans hljóðar upp á
um 112,6 milljónir króna. Ráð-
gert er að hefja byggingarfram-
kvæmdir um miðjan þennan
mánuð og að þeim verði lokið
25. mars á næsta ári.
Áður þarf að rífa gamla leik-
skólann og verður hafist handa
við það verk í lok næstu viku.
Frá þeim tíma flytur leikskól-
inn í bráðabirgðahúsnæði í
Glerárkirkju. Nýi leikskólinn er
um 650 fermetrar að stærð,
fjögurra deilda og með rúmlega
80 rýmum. Núverandi húsnæði
er um 200 fermetrar að stærð
og þar eru tæplega 50 börn í 26
rýmum. Leikskólarýmum mun
því fjölga umtalsvert með til-
komu nýja hússins.
í upphafi var ráðgert að nýr
leikskóli yrði tilbúinn um næstu
áramót. Ásgeir Magnússon, for-
maður framkvæmdanefndar,
sagði að menn hafi hins vegar
tekið ákvörðun um velja þá
húsagerð sem P. Alfreðsson
bauð uppá en verktakinn treysti
sér ekki til að ljúka verkinu fyrr
en í mars á næsta ári. Alls bár-
ust fjögur tilboð í verkið í alút-
boði og voru bæði húsagerð og
verðtilboð nokkuð mismunandi.
Rússarnir
komnir
FJÓRIR rússneskir keppendur í
snjókrossi ásamt aðstoðarmönn-
um sínum og nokkrum blaða-
mönnum frá Rússlandi voru á
meðal þeirra sem voru í rúss-
neskri herflutningavél sem lenti á
Akureyrarflugvelli síðdegis i gær.
Keppendurnir taka þátt í al-
þjóðlegri vélsleðakeppni sem
Vélsleðaklúbbur Ólafsfjarðar og
Kappakstursklúbbur Akureyr-
ar halda í miðbæ Ólafsfjarðai- á
morgun, laugardag. Vélsleða-
mótið í Ölafsfirði hefst kl. 13, en
auk þess sem keppendur koma
frá Rússlandi og Islandi verða
þar einnig á meðal þátttakenda
keppendur frá Noregi, Svíþjóð
og Finnlandi.
Snjó verður ekið af Lágheiði
niður í miðbæ Ólafsfjarðar þar
sem verða útbúnar brautir fyrir
keppnina. Að lokinni keppni
verður grillveisla í miðbæ Ólafs-
fjarðar fyrir keppendur og gesti.
Ferðaskrifstofan Sportferðir
annaðist skipulagningu rúss-
neska hópsins, m.a. í samstarfi
við rússneska sendiráðið á ís-
landi.
Með vfsan til greinar 6.2.3 í skipulagsreglugerð auglýsir Akureyrar-
bær tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi.
Uppdráttur er sýnir tillöguna ásamt skýringarmynd og greinargerð
liggur frammi almenningi til sýnis í upplýsingaanddyri Akureyrar-
bæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar
auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 16. júní 2000, þannig að þeir sem
þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Tillagan er einnig á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akur-
eyri.is/. Athugasemdafrestur er til kl. 16.00 föstudaginn 16. júní
2000. Athugasemdum skal skila til Skipulagsdeildar Akureyrarbæj-
ar. Þeim sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna samþykkt-
ar eða framkvæmdar deiliskipulagsins er bent á að gera athuga-
semdir innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir tillögunni.
Skipulagsstjóri Akureyrar
Héraðsdómur Norðurlands eystra
Samherji greiði sjó-
manni staðgengils-
kaup vegna veikinda