Morgunblaðið - 05.05.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.05.2000, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Sinfóníuhljóm- sveit Norður- lands í Reykjavík TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Iþróttaskemmunni á Akureyri 9. apríl s.l. vöktu mikla at- hygli og hlaut frammistaða einleik- arans og hljómsveitarinnar einróma lof gagnrýnenda. Nú hefur verið ákveðið að endurtaka tónleikana í Reykjavík og hafa þeir verið valdir inn á dagskrá Reykjavíkur menn- ingarborgar Evrópu árið 2000. Efnisskráin verður sú sama og á Akureyri. Fyrra verkið á tónleikun- um er svítan E1 Amor brujo, eða Astargaldur, úr samnefndum ballet eftir Manuel de Falla. Pekktasti þáttur verksins er hinn frægi Eldd- ans sem án efa er þekktasta verk Falla. Seinna verkið á tónleikunum er píanókonsert nr. 2 í B-dúr, op. 83 eftir Johannes Brahms, eitt af veigameiri verkum hans. Konsert þessi hefur nokkra sérstöðu meðal rómantískra píanókonserta. Um hann hefur verið sagt að hann væri sinfónía með píanóeinleik enda er hlutverk hljómsveitarinnar veiga- meira en oftast er í slíkum verkum. Um leið er hlutverk píanósins mikið að vöxtum og þannig úr garði gert að margir telja það eitt erfiðasta einleikshlutverk í tónbókmenntum Listasafnið á Akureyri Síðasta sýn- ingarhelgi NU eru síðustu forvöð að skoða sýn- ingamar „Sjónauki II: Bamæska í ís- lenskri myndlist" og „Barnið: Ég“ í Listasafninu á Akureyri en þeim lýk- ur núna um helgina. Þrír starfsmenn kennaradeildar Háskólans á Akur- eyri, Chia-jung Tsai listfræðingur, Guðmundur Heiðar Frímannsson, heimspekingur og deildarforseti, og Kristján Kristjánsson, prófessor í heimspeki, tóku að sér hlutverk sjónaukanna, en þau könnuðu hvort sömu tilhneiginga gætti við lýsingar á börnum í íslenskri myndlist og alþjóð- legri og er niðurstaða þeirra að svo sé. í vestursal listasafnsins getur að líta afrakstur af listrænni vinnu bama sem fengu það verkefni, undir hand- leiðslu Rósu K. Júlíusdóttur, að lýsa sjálfum sér í starfí og leik. Auk bam- anna eiga þrjátíu listamenn verk á sýningunni. Listasafnið á Akureyri er opið þriðjudaga til fímmtudaga kl. 14-18, föstudaga og laugardaga kl. 14-22 og sunnudaga kl. 14-18. Sparisjóður Norðlendinga styrkir Listasafnið á Akureyri. ----. ♦ ♦ ♦----- Karlakórinn Þrestir í Gler- árkirkju KARLAKÓRINN Þrestir heldur tónleika í Glerárkirkju laugardag- inn 6. maí kl. 17. Þrestir em elsti karlakór landsins, stofnaður 1912, og er því að ljúka 88. starfsárinu. A söngskrá kórsins kennir margra grasa; bæði hefðbundin íslensk karlakórslög og lög eftir erlenda höfunda, s.s. alþýðulög frá Kanada, bandariskir negrasálmar og vinsæl- ir söngvar frá fyrri hluta nýliðinnar aldar með tilbrigði tenóra, bassa og barítona og em höfundar t.d. Jó- hann Ó. Haraldsson, Friðrik Bjarnason, stofnandi Þrasta, Jón Ásgeirsson og Allister MaeGill- ivray. Karlakórinn hefur haldið tón- leika í Hafnarfirði að undanförnu við góðar undirtektir. Stjómandi Karlakórsins Þrasta er Jón Krist- inn Cortez og undirleikari Sigrún Grendal. Einsöng með Þröstum syngur Þorgeir J. Andrésson tenór. rómantískra píanókonserta. Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari er einleikari á þessum tónleikum. Hún stundaði fyrst tón- listarnám í Vestmannaeyjum og síð- an við Tónlistarskólann i Reykjavík hjá Jónasi Ingimundarsyni. Éftir að hún útskrifaðist þaðan 1987 var hún við framhaldsnám í Vínarborg og Helsinki. Hún hefur síðan starfað við Tónlistarskólann á Akureyri. Helga Bryndís hefur haldið fjölda tónleika bæði hér heima og erlendis og er félagi í Caput. í desember s.l. lék hún einleik með Sinfóníuhljóm- sveit Islands í konsert fyrir tvö píanó og hljómsveit eftir F. Poulene. Stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson. Hann hefur verið aðal- stjórnandi hljómsveitarinnar frá upphafi auk þess sem hann hefur stjórnað Kammersveit Reykjavíkur, íslensku hljómsveitinni og Sinfón- íuhljómsveit íslands bæði á tónleik- um og við upptökur. Hann er einnig fastur stjórnandi Caput. Forsala aðgöngumiða fer fram hjá Pennanum-Eymundsson Aust- urstræti 18, en þar er opið alla daga til kl. 22.00. Héraðsdómur Norðurlands eystra Sekt fyrir að kaupa og selja fíkniefni TVÍTUGUR piltur hefur verið dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs vegna fíkniefnabrots. Dómurinn var kveð- inn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra, en þrjú önnur ungmenni voru einnig dæmd til að greiða sekt í ríkis- sjóð vegna málsins, 31 til 40 þúsund krónur Maðurinn sem greiða þarf mest keypti hass og amfetamín í Reykja- vík og flutti með sér norður til Akur- eyrar þar sem hann seldi hluta af því hinum sem við sögu komu, tveim pilt- um um tvítugt og rúmlega tvítugri stúlku. Lögregla handtók manninn við verslunarmiðstöðina í Sunnuhlíð í janúar síðastliðnum og var hann þá með í fórum sínum nær 14 grömm af hassi og 2,25 grömm af amfetamíni. Ungmennin fjögur játuðu sakar- giftir skýlaust fyrir dómi. Sá er keypti fíkniefnin og seldi þau unga fólkinu hefur ekki hlotið refsidóma áður, en hinir hafa áður hlotið dóma, m.a. fyrir umferðarlagabrot, lík- amsárás og þjófnaðarbrot. -----H-*------- Sumarfagn- aður Hlífar SUMARFAGNAÐUR Kvenfélags- ins Hlífar verður haldinn á sunnu- dag, 7. maí, kl. 15 í safnaðarsal Gler- árkirkju. í anddyri verður sýning á hand- verki úr beinum og hornum unnið af Guðrúnu Steingrímsdóttur frá Stekkjaflötum í Eyjafjarðarsveit, þá verður boðið upp á veislukaffi, happ- drætti og tónlistaratriði. Að vanda rennur allur ágóði í að styrkja tækja- kaup fyrir bamadeild Fjórðungs sjúkrahússins á Akureyri. Bæjarbúar og Norðlendingar eru velkomnir, verðið er 800 krónur fyrir fullorðna og 400 krónur fyrir börn. --------------------- Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju á sunnudagskvöld, 7. maí, kl. 21. Ný gistiað- staða opnuð hjá Frosti og funa í Hveragerði Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gistihús Frosts og funa blasir vel við þegar horft er yfir Varmá. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gestgjafarnir í Frosti og funa, Knútur Bruun og Anna Sigríður Jó- hannsdóttir. Selfossi - Gistiheimilið Frost og funi í Hveragerði opnaði 1. maí glæsilega aðstöðu í nýuppgerðu tveggja hæða húsi með 6 herbergj- um setustofu og fundarastöðu. Framundan er bygging 80 fermetra baðhúss í hallanum niðuraf húsinu. Hin nýja gistiaðstaða er í nýupp- gerðu húsi sem stendur á fallegum stað austan Varmár skammt frá sundlauginni í Laugarskarði. Mjög gott útsýni er frá húsinu yfir Hveragerði og nágrenni, úr her- bergjunum og frá borðsalnum. Oll sex herbergin eru lúxusherbergi, mjög rúmgóð ogmeð góðu baði og öll aðstaða og umgjörð er fyrsta flokks. Áhersla á heilbrigði, land og menningu Hin nýja aðstaða kemur til við- bótar við starfsemi Frosts og funa að Hraunhamri í Hveragerði og starfsemin í nýja húsinu verður rekin undir sömu formerkjum og gert hefur verið frá 1997 en það er að leggja áherslu á heilbrigði, land- ið og menninguna. „Húsið hjá okk- ur í Hraunhamri er fullt af myndlist og svo mun einnig verða smám saman hér í nýja húsinu. Svo leggj- um við áherslu á lífrænan morgun- verð og við erum hér á mjög lff- rænu og líflegu landi,“ sagði Knútur Bruun sem er eigandi Frosts og funa ásamt konu sinni Önnu Sigríði Jóhannsdóttur. Gestirnir í öndvegi „Hjá okkur eru gestirnir í önd- vegi; við hugsum eins vel um þá og við getum og það er nú einu sinni svo að fólk vill láta svolítinn lúxus eftir sér og vill láta sér líða vel þeg- ar það er i fríi til þess að slaka á,“ sagði Knútur. Anna Sigríður sagði að margir gesta þeirra væru ungt fólk sem kæmi til þess að láta sér líða vel. Knútur sagði aðsókn hafa verið vaxandi frá því þau byijuðu í Hraunhamri 1997 og góðar bókanir fyrir komandi sumar. Hann sagði að þau auglýstu ekki mikið en legðu áherslu á að staðurinn auglýsti sig sjálfur, þau væru með staðinn á Netinu og þar í gegn kæmi vaxandi umferð og þessi stefna þeirra gengi eftir. Morgunblaóið/Benjamín Baldursson Árni Magnússon, fjárbóndi á Ak- ureyri, átti besta veturgamla hrútinn á svæðinu og er þetta í þriðja sinn sem Árni vinnur til verðlauna af þessu tagi. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Bræðurnir Auðbjörn, Andrés og Kjartan og Kristinn faðir þeirra, hlutu verðlaun Búnaðarsambands Eyjaíjarðar fyrir öflugt og afurðasamt starf í áratugi en þeir reka svínabúið Hlíð sf. í Hraukbæ. Lengst til vinstri á myndinni er Sigurgeir B. Hreinsson, formaður BSE. Búnaðarsamband Eyjafjarðar Afurðasamt svínabú verðlaunað Eyjafirði - Búnaðarsamband Eyja- fjarðar hélt aðalfund sinn á Akureyri í vikunni en þar héldu ráðunautamir Guðmundur Steindórsson, Ólafur G. Vagnsson, Guðmundur H. Gunnars- son og Ævarr Hjartarson starfs- skýrslur sínar og Ævarr sem er framkvæmdastjóri BSE fór yfir og skýrði reikninga sambandsins. Um 30 bændur mættu til fundarins. Sigurgeir B. Hreinsson formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar af- henti þeim svínabændum á svína- búinu Hlíð sf. Hraukbæ í Glæsibæj- arhreppi, bræðrunum Auðbirni, Andrési og Kjartani ásamt föður þeirra Kristni Björnssyni verðlaun fyrir öflugt og afurðasamt bú á um- liðnum árum. Kristinn stofnaði búið fyrir 50 árum. Ólafur Vagnsson afhenti Ái-na Magnússyni fjárbónda á Akureyri farandgrip fyrir besta veturgamla hrútinn á svæðinu sem fram kom á hrútasýningu síðastliðið haust. Árni hefur lagt sig mjög fram í sauðfjár- kynbótum og er þetta í þriðja sinn sem hann vinnur til verðlauna fyrir best dæmda kynbótahrútinn á svæði BSE.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.