Morgunblaðið - 05.05.2000, Side 17

Morgunblaðið - 05.05.2000, Side 17
LANDBÐ Ný minningar- kort Lions Hveragerði - Minningarkort Lionshreyfingarinnar hafa nú ver- ið endurhönnuð og er útlit þeirra nú í senn hlýlegt og fallegt. Það var Auglýsingastofa Guðjóns Inga sem hannaði kortin í samvinnu við Aðalheiði Kristinsdóttur, öldrunar- og sjónverndarfulltrúa hreyfingar- innar, og Kristin Kristjánsson um- dæmisstjóra Lions. Minningarkortin voru kynnt Lionsmönnum á fjölumdæmisþingi hreyfingarinnar, sem haldið var í Mosfellssveit um síðustu helgi. Sala minningarkorta hreyfingar- innar hefur verið eina fjáröflun ís- lensku Lionshreyfingarinnar sem heildar nema þegar Lionsmenn sameinast um landsátök eins og sölu rauðu fjaðrarinnar, sem gerist á nokkurra ára fresti. Eins og flestum er kunnugt standa síðan einstakir klúbbar fyrir fjáröflunum til styrktar góðum málefnum. Ur þessum sameiginlega sjóði hefur fjölumdæmisstjórn veitt styrki til sérstakra verkefna svo sem til svæða sem hart hafa orðið úti vegna náttúruhamfara og í brýn framfaramál. Hægt verður að nálgast minn- ingarkort Lions í bankastofnunum, pósthúsum og blómabúðum. Einn- ig munu kortin fást hjá formönn- um Lionsklúbbanna vítt og breitt um landið. ■erfisilak Morgunblaðið/Ingiraundur Stefán Kalmansson bæjarstjóri, Stefán Gíslason, ráðunautur um um- hverfismál, og Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður nefndar um um- hverfisstefnu Borgarbyggðar. Umhverfísstefna Borgarbyggðar kynnt Fjölskylduvænt og eftirsótt til búsetu Borgarnesi - Á degi umhverfisins kynnti Stefán Kalmansson, bæjar- stjóri Borgarbyggðar, umhverfis- stefnu bæjaryfirvalda og umhverf- istengd verkefni í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Sýnd voru kort og ýmsar upplýsingar er tengjast um- hverfisstefnu Borgarbyggðar. Þar kemur m.a. fram að stefnt sé að því að Borgarbyggð verði í farar- broddi meðal íslenskra sveitarfélaga í umhverfisstarfi. Unnið verði að því að sveitarfélagið verði eftirsótt til búsetu sem fjölskylduvænt svæði með heilnæmu og aðlaðandi um- hverfi. Sveitarfélagið stuðli að fræðslu um umhverfismál. Leitast verði við að nota endurnýjanlegar auðlindir. Lögð verði áhersla á verndun lífrík- isins og að varðveita líffræðilega fjöl- breytni. Sveitarfélagið sýni gott for- dæmi í umgengni og varðveislu landgæða. Sjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi við gerð skipulagsáætl- ana. Allir hafi greiðan aðgang að hreinu og heilnæmu neysluvatni. Lögð verði áhersla á að draga úr myndun úrgangs. Stefnt verði að endurnýtingu og endurvinnslu þess úrgangs sem til falli. Leitað verði vistvænna leiða til að uppfylla lög og reglur um fráveitumál. í sveitarfé- laginu verði öflugt og fjölbreytt at- .vinnulíf þar sem sjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi. Kappkostað verði að ti-yggja íbú- um umhverfi til búsetu og útivistar, þar sem loft- og hávaðamengun er í lágmarki. Þess gætt að Ijósmengun utan svæðis verði í lágmarki. Lögð verði áhersla á skoðanaskipti um umhverfismál. Gerð verði stafræn skrá yfir auðlindir í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið mun koma sér upp Staðardagskrá 21 í formi aðgerðar- áætlana sem verður endurskoðuð og uppfærð reglulega. Vorar á Kaldá Flateyri - Guðmundur Betúelsson á Kaldá í Onundarfirði varð þekkt andlit fyrir nokkrum árum þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari tók mynd af honum horfandi út um gluggann á bænum sem þá stóð í miðjum snjóskafli. Myndin var prentuð á póstkort og hefur þótt lýsandi fyrir harðbýli íslands. Kaldá lagðist hins vegar í eyði árið 1991 og eru systkinin Guð- mundur og Anna sem bjuggu á bænum frá árinu 1930 bæði dáin. Myndin sem RAX tók hefur þó gert þennan stað ódauðlegan og í augum sumra er bærinn Kaldá hinn eini Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson Eyðibýlið Kaldá í Önundarfirði. raunverulegi mælikvarði á það hve- nær farið sé að vora í Önundarfirði. Morgunblaðið/Kristján Viltu ekki sopa? ÖRN ÞÓR, þriggja ára snáði úr Reykjavík, var held- ur betur heppinn þegar hann var í heimsókn í sveit- inni hjá afa og ömmu í Aðaldalnum um helgina. Þá fæddust þar tveir kálfar og var það heilmikil upp- lifun fyrir strákinn að fylgjast með þeim stíga sín fyrstu skref í tilverunni. Örn Þór er þrátt fyrir ung- an aldur liðtækur við bústörfin og hjálpaði heima- fólki að fæða kálfana. Hér er hann að gefa öðrum þeirra, hryggjóttum myndargrip, að drekka mjólk úr flösku. Svigmót haldið í ná- grenni Kröfluvirkjunar . . .. ,. . , ,, ... Morgunbiaðið/BFH Að morgu er að hyggja á skiðamóti. Mývatnssveit - í vetur hafa verið reglulegar skíðaæfingar fyrir börn- in og er það að forgöngu Þorvaldar Þorsteinssonar sem flutti þessa menningu til okkar frá Siglufirði og vakti þar með alpagreinar til nýs lífs með Mývetningum. Þrátt fyrir fremur lítinn snjó og óstöðuga veðráttu hafa æfingar gengið vel. Fyrir skömmu fóru 15 börn á Andrésar Andar-leikana til Akur- eyrar í fylgd foreldra sem sumir kepptu á leikunum fyrir 20 árum. Laugardaginn 29. apríl var síðan lokaþáttur vetrarstarfsins með skíðamóti sem haldið var fyrir bæði börn og foreldra og fór það fram skammt frá Kröfluvirkjun, veðrið var eins og best gerist á vordegi 12° hiti og sól og varla seinna vænna að ljúka vetrarstarfinu. Urslit urðu sem hér segir: Drengir fæddir 1992 Steingrímur Örn Kristjánsson, Pétur Jónasson og Sigurður Rúnar Magnússon. Stúlkur fæddar 1992-3 Andrea Dögg Kjartansdóttir, Eygló Karlsdóttir og Aðalbjörg Birgisdóttir. Drengir fæddir 1989-90 Andri Karlsson, Anton Freyr Birgisson og Einar Örn Kristjáns- son. Stúlkur fæddar 1989-90 Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir og Þórey Kolbrún Jónsdóttir. Drengir fæddir 1987-88 Pétur Freyr Jónsson, Snorri Björn Gunnarsson og Þorsteinn Þorvaldsson. Stúlkur fæddar 1987-88 Þórhalla B. Jónsdóttir, Drífa H. Daníelsdóttir og Sigurlín Elín Þor- valdsdóttir. Stúlkur fæddar 1985-86 Ásta M. Rögnvaldsdóttir og Hild- ur Harðardóttir. Börn yngri en 6 ára Helga Þorvaldsd., Nanna Krist- jánsd., Ásdís Kjartansd. og Ásgeir Magnússon. Að lokum kepptu foreldrar sín í milli og sáust þar víða ákaflega frumleg tilþrif, jafnvel lærdómsrík. í lok mótsins fór fram verðlaunaaf- hending. Það hefur háð starfseminni að togbrautarbúnaður er ófullkominn og brekka stutt í Reykjahlíð. Nú hefur verið keypt notuð skíðatog- braut frá Reykjavík og er unnið að undirbúningi þess að koma henni fyrir í brekku þeirri sem notuð var nú í vor við Kröfluvirkjun þar fæst 400 metra togbraut og varla mun skorta snjó þar í um 500 metra hæð. Dreginn að landi Flateyri - Jakob Hermannsson á Jóa ÞH 108 varð fyrir því óhappi að missa vélaraflið á heimleið af miðunum um 15 sjómílur norður af Flateyri aðfaranótt 30. apríl. Ekki var vitað um orsök bilunarinnar. Trillan er gerð út frá Flateyri og barst aðstoð þaðan skömmu síð- ar frá Anthony Wales á Kristrúnu ÍS 72 sem dró félaga sinn að landi. Gekk ferðin vel og sagði Jakob siglingarhraðann í raun vera svip- aðan hjá sér og venjulega. Enda er Kristrún ÍS 72 nýsmíði og knúin helmingi stærri vél en Jói ÞH 108 þótt bátarnir séu af svipaðri stærð. Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson Jdi ÞH 108 í togi hjá Kristrúnu ÍS 72 á leið til hafnar undir morgfun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.