Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 18

Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Marel kaupir meirihluta í frönsku fyrirtæki Til skoðunar að flytja hluta starfseminnar utan MAREL hefur til skoðunar að flytja aukinn hluta af starfsemi fyrirtækis- ins utan til að mæta mjög óhag- stæðri gengisþróun og verðlags- breytingum, að sögn Harðar Am- arsonar, forstjóra Marel hf. „Samkeppnisstaða fyrirtækja í út- flutningsgreinum hefur verið að breytast gríðarlega,“ segir Hörður. „Skráning á íslensku krónunni kem- ur mjög illa niður á fyrirtækjum í út- flutningsgreinum. Þó stendur Marel betur að vígi en mörg önnur fyrir- tæki vegna þess hve stór hluti af starfseminni fer fram erlendis nú þegar.“ Marel hf. hefur skrifað undir sam- komulag um kaup á 51% hlut í franska fyrirtækinu Arbor Techno- logies, en höfuðstöðvar þess eru skammt frá Lorient á Bretagne- skaga. Fyrirtækið framleiðir ýmsan tækjabúnað, aðallega fyrir fisk- og kjötiðnaðinn í Frakklandi. Hjá fyrir- tækinu starfa um 35 manns og er áætluð velta þess um 25 milljónir franka, eða sem nemur rúmum 260 milljónum íslenskra króna, á þessu ári. Kaupin eru hluti af markaðssókn Marel inn á Evrópumarkað, en fyrir- tækið rekur fyrir þrjú dótturfyrir- tæki í Evrópu, í Danmörku, á Eng- landi og í Frakklandi. Gert er ráð fyrir að með þessum kaupum muni Marel opnast ýmsir nýir markaðir í frönskumælandi löndum. Þá eru möguleikar á að Marel muni flytja hluta af starfsemi sinni til Arbor og styrkja þannig framleiðslustarfsemina þar. Gengi hlutabréfa í Marel hækkaði um 4%, úr 50 í 52, á Verðbréfaþingi íslands í gær. Sjaldgæft að fyrirtæki nýti sér EDI-viðskipti Hagnaður SH eykst verulega HAGNAÐUR SH fyrstu 3 mánuði ársins nemur 141 milljón króna að teknu tilliti til óreglulegra liða og hlutdeildar í tapi af hlut- deildarfélög- um, samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri. Hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra nam 27 milljónum króna, að því er fram kemur í tilkynningu frá fé- laginu. Velta samstæðunnai' á fyrsta fjórðungi ársins 2000 nam um 10,2 milljörðum króna á móti 9,2 milljörð- um sama tímabil árið á undan og er veltuaukningin um 11%. „Hafa verð- ur í huga að ekki er um sambærileg- ar tölur að ræða þar sem félagið hætti nær með öllu umsýsluviðskipt- um í ársbyrjun árið 2000 og tók upp bein innkaup afurða,“ segir í tilkynn- ingunni. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nam 310 milljónum króna, en var 128 milljónir árið á undan og hagnaður af reglulegri starfsemi eftir skatta nam 153 milljónum króna samanborið við 27 milljónir árið á undan. Veltufé frá rekstri nam 239 milljónum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en var 95 milljónir sama tímabil í fyrra. „Þessi rekstrarniðurstaða er betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir og er hún sterk vísbending um að sú viðamikla endurskipulagning sem ráðist var í á síðasta ári sé að skila tilætluðum árangri. Bein og milli- liðalaus viðskipti framleiðenda og dótturfélaga SH hafa farið vel af stað. Dótturfélögum hafa verið sett skýr arðsemismarkmið, ábyrgð framkvæmdastjóranna á rekstrinum aukin og jafnframt tryggt að þeir hafi tilsvarandi vald til að framfylgja settum markmiðum," segir í tilkynn- ingunni. Þar kemur einnig fram að horfur eru á að afkoma félagsins það sem eftir lifir árs verði áfram viðunandi þótt ekki megi á þessari stundu ætla að síðari ársfjórðungar endurspegli þann fyrsta. Gengi hlutabréfa í SH hækkaði um 6,5%, úr 4,60 í 4,90, á Verðbréfa- þingi íslands í gær. Tetra-kerfi Línu.Nets nær fullbúið um miðjan maí AÐEINS um þriðjungur fyrirtækja er í EDI-viðskiptum, rafrænum við- skiptum, við birgja en umfang þeirra viðskipta reyndist vera 35%, sam- kvæmt könnun um útbreiðslu raf- rænna viðskipta og EDI-samskipta á íslandi. Stefán Jón Friðriksson, framkvæmdastjóri ICEPRO, skýrði frá niðurstöðum nýrrar könnunai’ á morgunverðarfundi Samtaka versl- unar og þjónustu í gær en könnunin var gerð á vegum EAN á íslandi, Icepro og Ríkiskaupa. Nokkra at- hygli vekur útbreiðsla annarra raf- rænna viðskipta en EDI og kann helsta ástæðan að vera sú að tölvu- póstur hafi leyst fax og símtöl af hólmi í samskiptum milli fyrirtækja. Hærra hlutfall meðalstórra fyrir- tækja (21-100 starfsmenn) reyndist stunda EDI-viðskipti en fyrirtækja sem hafa yfir 100 starfsmenn og er það öfugt við það sem gerist erlendis. Liðlega fímmtungur fyrirtækjanna sem svöruðu voru með netverslun eða eru í þann mund að koma sér upp slíkri þjónustu. Þá var spurt um ástæður lítillar útbreiðslu EDI-við- skipta og nefndu menn einkum atriði á borð við mikinn kostnað, hátt flækjustig, ónóga kynningu og slæ- lega frammistöðu hugbúnaðarfyrir- tækja. Þá deildu menn á bankastofn- anir og önnur fyrirtæki sem hafa haft uppi stór orð um rafræn við- skipti en minna orðið af framkvæmd- um. Töldu allmargir að þaðan þyrfti að koma aukið frumkvæði til þess að auka veg þessa viðskiptaháttar. Lítil þátttaka og vart marktæk níðurstaöa Spurningalisti var sendur 160 aðil- um sem áttu skráða EAN-kennitölu og reyndist svörun heldur dræmari en menn áttu von á eða 38%. Þess skal getið að þetta er í fyrsta sinn sem könnuð hefur verið útbreiðsla rafrænna viðskipta á íslandi og gera má ráð fyrir að EDI-notendur séu nokkru fleiri en könnunin tók til auk þess sem gera má ráð fyrir að eitt- hvað sé um óstöðluð rafræn viðskipta á milli fyrirtækja. Af þessum sökum er varhugavert að draga ályktanir um útbreiðslu rafrænna viðskipta á Islandi almennt. Það vakti nokkra athygli hversu mörg þeirra fyrir- tækja, sem svöruðu í könnuninni og hafa EAN-kennitölur, stunda alls ekki rafræn viðskipti. EAN-kenni- tala er númer sem auðkennir þá sem geta sent og móttekið rafrænar við- skiptaupplýsingar á hefðbundnu EDI-formi. Eins og gera mátti ráð fyrir reyndust fyrirtækin nota EDI- viðskipti mismunandi mikið, eða allt frá því að stunda nær engin EDI- viðskipti og yfir í það að stunda nán- ast öll viðskipti á stöðluðu rafrænu EDI-formi. Nokkur munur var á svörum eftir því hvort um viðskipti við viðskiptavini eða birga/þjónustu- aðila fyrirtækjanna var að ræða. Um helmingur svarendanna sagðist stunda EDI-viðskipti við viðskipta- vini og er að meðaltali fjórðungur viðskipta þeirra á EDI-formi. FJÖGURRA vikna seinkun hefur orðið á afhendingu búnaðar frá Mot- orola til uppsetningar á Tetra- íjarskiptakerfi Línu.Nets. Uppsetn- ingin stendur nú yfir og verður kerf- ið tilbúið til lokaprófana um 16. maí, að sögn Eiríks Bragasonar, fram- kvæmdastjóra Línu.Nets. Um mán- uði síðar er áætlað að notkun kerfis- ins hefjist að fullu, eins og kveðið er á um í samningi við Ríkiskaup. Þrír verktakar vinna samtímis að uppsetningunni vegna seinkunar á afhendingu frá Motorola, að sögn Eiríks. Um þessar mundir er verið að setja upp Tetra-kerfi frá Motor- ola í Bretlandi og er það m.a. ástæða seinkunarinnar. Um er að ræða fjarskiptakerfi fyr- ir lögreglu, slökkvilið og neyðarbíla. Einnig mun kerfið ná til allmargra stofnana Reykjavíkurborgar. Aætl- að er að almenn notkun hefjist síðar. Símstöð Tetra-kerfisins verður staðsett í Slökkvistöðinni í Reykja- vík og sendistöðvar verða á 12 stöð- um á höfuðborgarsvæðinu. Kerfið nær fyrst um sinn til suðvesturhluta landsins en að sögn Eiríks verður það sett upp á landsbyggðinni í áföngum í kjölfarið. ----------------- Teymi kaupir 20% í Rhea ehf. TEYMI hf. hefur keypt 20% hlut í fyrirtækinu Rhea ehf. Tilgangur Rhea er að framleiða og selja sér- hannaðan hugbúnað fyrir trygginga- miðlanir, sem selja sparnaðarsamn- inga og skaðatryggingar fyrir trygg- ingafélög, og þjónustu við hann. Aðrir hluthafar í Rhea ehf. eru Gúst- af Gústafsson, framkvæmdastjóri, og Snorri Þórisson, tæknistjóri. ------H-*-------- Sterk eignastaða Lifeyrissjóðs Norðurlands í árslok 1999 Lífeyrisréttindi hækka um 14,3% VEGNA góðrar afkomu og sterkrar eignastöðu Lífeyrissjóðs Norður- lands í árslok 1999 samþykkti árs- fundur sjóðsins á dögunum að hækka varanlega útreikningsstuðla elli- og örorkulífeyris um 14,3%, sem þýðir samsvarandi hækkun lífeyrisrétt- inda. Þó munu þeir lífeyrisþegar sem áður hafa fengið hækkun samkvæmt svokallaðri uppbót hækka nokkru minna, eða um tæplega 7%. I fréttatilkynningu frá Lífeyris- sjóði Norðurlands kemur fram að eignir sjóðsins hafi vaxið mikið og nemi nú samkvæmt mati trygginga- fræðings um 3,3 milljörðum króna umfram núverandi skuldbindingar sjóðsins við sjóðfélaga. Þeirri um- BÍLAFRAMLEIÐENDURNIR Ford og General Motors hafa deilt á hvom annan að undanfomu en bæði félögin telja sig best til þess fallin að kaupa Daewoo Motors og aðlaga framleiðslu Daewoo að sinni. Daewoo Motors er næststærsti bíla- framleiðandinn í Suður-Kóreu en lánadrottnar stefna að því að selja fyrirtækið hæstbjóðanda innan tíð- ar. Sérfræðingar á bílamarkaðinum telja fullvíst að fleiri bílaframleið- endur verði um hituna en bara Ford og General Motors og því allsendis óvíst hver hreppi hnossið. Fomáða- menn bæði Ford og General Motors frameign samþykkti ársfundurinn að ráðstafa til sjóðfélaga í formi hækk- aðra réttinda. Besta afkoma frá upphafi í árslok 1999 nam hrein eign Líf- eyrissjóðs Norðurlands til greiðslu lífeyris rúmum 18,7 milljörðum króna og hafði aukist milli ára um tæpa fjóra milljarða, eða sem svarar 26,6% frá fyrra ári. Þær eignir sjóðs- ins sem flokkast undir fjárfestingar námu 18,5 milljörðum króna og aðrar eignir 246 milljónum króna. Tryggingadeild sjóðsins veitir tryggingar í samræmi við lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og er aðildin að deildinni starfsbundin. hafa þó verið ósparir á að lýsa þeim kostum sem fylgja myndu samein- ingu Daewoo við sitt fyrirtæki og hafa lofað að þeir muni ekki segja upp starfsfólki ef af kaupum yrði. Stjórnendur uppboðsins segja að þeir sem hyggist bjóða í Daewoo verði að leggja fram tilboð fyrir lok þessa mánaðar en þau tilboð verða þó ekki bindandi. Fastlega má búast við að lengri tími muni líða uns nið- urstaða liggur fyrir þar sem allmar- gir erlendir bílaframleiðendur eiga eftir að blaða í þykkum skjalabunk- um sem gefa eiga mynd af fjárhags- stöðu Daewoo. Einn af fram- Ávöxtun tryggingadeOdarinnar var 22,8%, sem er sú besta frá upphafi. Auk þessa rekur sjóðurinn séreign- ardeild fyrir viðbótarspamað, sem tók til starfa í ársbyrjun 1999. í sér- eignardeildinni eru rekin tvö verð- bréfasöfn, Safn I sem var með ávöxt- un upp á 21,6% og Safn II sem náði 34% ávöxtun. Tryggingafræðileg afkoma Lífeyr- issjóðs Norðurlands árið 1999 var 1.444 milljónir króna og er þetta besta afkoma sjóðsins frá upphafi. Fjárfestingarstefna endurskoðuð Á síðasta ári hófst vinna við endur- skoðun á fjárfestingarstefnu Lífeyr- kvæmdastjórum Ford hefur til að mynda látið hafa eftir sér að Ford muni ekki leggja fram tilboð fyrr en í næsta mánuði. Fregnir herma að vel kunni svo að fara að DaimlerChrysl- er AG og Hyundai Motor, sem er stærsti bílaframleiðandinn í Suður- Kóreu, myndi með sér bandalag og leggi fram sameiginlegt tilboð í Daewoo. „Svo gæti farið að hvorki GM eða Ford eigi möguleika ef þau bjóða hvort fyrir sig en það væri allt annað uppi á teningnum ef fyrirtæk- in legðu fram sameiginlegt tilboð," segir sérfræðingur hjá Credit Suisse First Boston. issjóðs Norðurlands og er verkefnið unnið í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. í fréttatilkynningu Líf- eyrissjóðs Norðurlands kemur fram að endurskoðuninni eigi að verða lok- ið um mitt yfirstandandi ár og ætti sjóðurinn þá að verða í stakk búinn til að beita nýjustu tækni við eignastýr- ingu og áhættumat. Eigi að síður sé Ijóst að fram til þessa hafi vel tekist til hjá sjóðnum í ávöxtun fjármuna. Liður í því að mæta aukinni vinnu og umsvifum við ávöxtun á eignum sjóðsins var stofnun verðbréfamiðl- unar í samstarfi við Lífeyrissjóðinn Framsýn. Þessir sjóðir urðu því fyrstir lífeyrissjóða til að fá aðgang að Verðbréfaþingi íslands. Déttir Murdochs hættir hjá Sky BBC. London. ELISABETH, dóttir Rupert Murd- ochs eiganda BSkyB-gervihnatta- sjónvarpsstöðvarinnar, mun hætta hjá fyrirtækinu í lok júní. Hún ætlar að stofna sitt eigið fyrirtæki á sviði sjónvarps, kvikmynda og nýrra miðla. í tilkynningu sem Elisabeth sendi frá sér segir hún að það hafi verið erfitt að taka þá ákvörðun að hætta sem framkvæmdastjóri Sky Net- works, en nú sé hins vegar rétti tím- inn til að hrinda því í framkvæmd sem hún hafi hugsað um í nokkum tíma. Athugasemd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Krist- jáni Sverrissyni fh. Hamra ehf.: „Ólafur Magnússon framkvæmda- stjóri Fosshótela ehf. fór með rangt mál í Morgunblaðinu þann 3. maí er hann fullyrðir að forsvarsmenn Hamra ehf. hafi fullyrt að fjármögn- un væri tryggð þegar leigusamning- ur var undirritaður um Suðurlands- braut 12. Þvert á móti þá lá það ljóst fyrir að fiármögnun var ekki að fullu tryggð. Olafur var ekki viðstaddur undfrrit- un leigusamningsins. Það er rétt að Hamra ehf. tókst ekki að klára fjármögnun til hótel- byggingar, og því var sú ákvörðun tekin að selja framkvæmdirnar, ásamt þeim skuldbindingum sem þeim fylgdu. Fór sú sala fram þann 28. janúar síðastliðinn, til Ómars Benediktssonar, fyrir um það bil 14 vikum. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu þá tókst Ómari held- ur ekki að fá fjármagn til hótelbygg- ingar. í dag er það alfarið á ábyrgð Ómars fh. Eignarhaldsfélagið Dalir ehf. að ekki skuli verða hótel á Suð- urlandsbraut 12. Eftir situr þá stór- glæsileg skrifstofubygging að Suð- urlandsbraut 12. Við hjá Hamra ehf. erum ánægðir með að hafa stuðlað að endurbótum og fegrun þessarar fasteignar sem hefur verið mikið lýti á Suðurlands- brautinni undanfarin 30 ár.“ Bitist um kaup á Daewoo Motors Reuters
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.