Morgunblaðið - 05.05.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.05.2000, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hagnaður Kaupfélags Árnesinga 298 milljónir króna í fyrra Tap af reglulegri starfsemi 49 milljónir króna VELTA Kaupfélags Amesinga var 1.270 milljónir króna á árinu 1999 og lækkar um liðlega 2.500 milijón- ir króna milli ára. Hagnaður af rekstri varð tæplega 298 milljónir króna samanborið við tæplega 22 milljóna króna hagnað á árinu 1998. Starfsemi Kaupfélags Ames- inga tók grundvallarbreytingum á árinu 1999 þegar dagvöruverslanir félagsins vora seldar til Kaupáss hf., sem er að 34% í eigu Kaupfé- lags Árnesinga. Stærsti eigandi Kaupáss hf. er Saxhóll ehf. Kaupás hf. er í dag annar stærsti aðilinn í rekstri matvöraverslana á landinu. Félagið rekur verslanir á suður- og suðvesturhorni landsins undir merkjum KÁ-verslana, 11-11 verslana, Nóatúnsverslana og Kostakaups. Breyting á afkomu milli ára á sér einkum skýringu í söluhagnaði af verslanasviðinu til Kaupáss hf. Tap varð af reglulegri starfsemi á liðnu ári og nam tapið liðlega 49 milljón- um króna samanborið við tæplega 25 milljóna króna hagnað á árinu 1998, en áætlanir ársins 1999 gerðu ráð fyrir 35 milljóna króna tapi. I tilkynningu frá KÁ segir að ástæð- urnar fyrir neikvæðri afkomu af reglulegri starfsemi hafi einkum falist í miklum kostnaði vegna þeirra breytinga sem áttu sér stað á umgjörð félagsins á liðnu ári, s.s. kostnaði vegna sérfræðivinnu, tví- mönnunar í yfirstjóm og í nokkr- um rekstrareiningum félagsins o.fl., en frávik frá áætlaðri afkomu af reglulegri starfsemi á sér eink- um skýringu í verri afkomu af ferðaþjónustusviðinu. Fjármagnsgjöld vora tæplega 25 milljónir króna, lækka um lið- lega 40 milljónir króna milli ára sem skýrist af hækkaðri verð- breytingarfærslu og lækkun vaxta- gjalda, m.a. vegna hagstæðrar þró- unar þeirra erlendu mynta sem mynda stærstan hluta af erlendri lánakröfu félagsins. Veltufé frá rekstri er neikvætt um 80 milljónir króna en var jákvætt árið áður um 78 milljónir króna.Veltufjárhlutfall er 0,75 en var í lok árs 1998 1,04. Eigið fé hefur aukist milli ára um liðlega 311 milljónir króna og er nú tæplega 679 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall er 30,6% en var í lok árs 1998 19,3%. Seldar vora fasteignir og hlutabréf fyrir 715 milljónir króna á liðnu ári en fjár- fest var í hlutabréfum, fasteignum, tækjum og búnaði fyrir liðlega 742 milljónir króna. Helstu fjárfesting- ar vora í hlutabréfum í Kaupási hf. að verðmæti liðlega 660 milljónir króna, í Áburðarsölunni Isafold ehf. fyrir 42 milljónir króna og í fasteignum að fjárhæð liðlega 18 milljónir króna. I byrjun þessa árs stóð félagið fyrir kaupum á Hótel Selfossi og hyggst ásamt öðram fjárfestum stuðla að uppbyggingu á 80 til 100 herbergja hóteli ásamt fullkominni ráðstefnuaðstöðu fyrir allt að 400 manns. Gert er ráð fyrir að kostn- aður vegna þessara framkvæmda verði u.þ.b. 500 milljónir króna og að gerður verði langtímasamning- ur við ferðaþjónustusvið Kaupfé- lags Árnesinga um rekstur hótels- ins. Á aðalfundi Kaupfélags Árnes- inga, sem haldinn verður föstu- daginn 5. maí, verða kynnt drög að nýrri framtíðarsýn, hlutverki og meginmarkmiðum fyrir félagið. BlaðauM í Morgunblaðinu laugardaginn 13. maí Skilaírestur auglýsingapantana ertilkl. 16 föstudaginn 5. maí I Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufuUtrúar á auglýsingadeildí sima 569 1111. ffargunfefaMfr AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Skýrr kaupir 60% í Landsneti SKÝRR hf. hefur keypt 60% eign- arhlut í Landsneti ehf. fyrir um 30 milljónir króna. Landsnet veitir símaþjónustu á milli landa í gegn- um netkerfi og nýta nú 150 fyrir- tæki og 1.000 ein- staklingar sér þjónustu fyrirtæk- isins. Með sam- starfi fyrirtækj- anna er stefnt að því að Landsnet geti jafnframt boð- ið upp á innanlandssímtöl í gegnum netkerfi, en Skýrr rekur í dag þráðlaust netkerfi, LoftNet Skýrr hf., að því er fram kemur í fréttatil- kynningu. Bæði fyrirtæki og einstaklingar munu geta tengst inn á þjónustunet Landsnets, annaðhvort í gegnum LoftNetið eða með beinni tengingu. Símtöl milli tveggja aðila tengdum þjón- ustunetinu fara í gegnum það án viðkomu hjá öðram símafélögum. Ef annar aðilinn er hins vegar fyrir ut- an þjónustunetið er símtalinu beint gegnum tengingu Lands- nets við grunnnet við- komandi símafélags. Fyrirtækin geta þannig boðið viðskiptavinum heildarlausn í fjarskiptum. Þjónust- an verður byggð upp á tæknibúnaði frá Cisco Systems. Verð hlutabréfa í Skýrr hækkaði um 4,3%, úr 23 í 24, á Verðbréfa- þingi Islands eftir að tilkynnt var um kaupin. Hart deilt á Warren Buffet í fjölmiðlum Netvæðingin skapar aukin verðmæti WARREN Buffett, hinn þekkti fjárfestir og stjórnarformaður Berkshire Hathaway fjárfestingar- félagsins, flutti ræðu á aðalfundi fé- lagsins nýverið og gagnrýndi þar harðlega spákaupmennsku með verðbréf í tæknifyrirtækjum. Buf- fett sagði að reynslan sýndi að þeir sem fjárfestu snemma í slíkum fyr- irtækjum hefðu oft miklar fúlgur upp úr krafsinu en það væri á kostn- að þeh-i-a sem freistuðust til þess að kaupa bréf í tæknifyrirtækjunum síðar og þá við of háu verði. „Geta spákaupmanna til þess að hagnast á fáfræði almennra fjárfesta hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári en þegar til lengri tíma er litið er það raunverulegt verðmæti fyrirtækis sem skiptir höfuðmáli." Þá gagn- rýndi Buffett einnig oftrú manna á netfyrirtækjum. Starfsemi þeirra væri raunar mjög af hinu góða fyrir almenna neytendur en að heildar- áhrif þeirra á atvinnufyrirtæki og fjárfestingarmarkaðinn væru hins vegar væntanlega neikvæð. Ekki væri um neina raunveralega verð- mætasköpun að ræða heldur miklu frekar um flutning á fjármagni úr einum stað í annan. Þá gerðu net- fyrirtækin allan verðsamanburð auðveldari og það þrýsti verði fyrir vöru og þjónustu niður og minnkaði þar með bæði hagnað og verðmæti atvinnufyrirtækjanna. Aukin framleiðni líkt og með iðnbyltingunni Greinarhöfundurinn Tim Jackson er einn af þeim sem hafa orðið til þess að gagnrýna málflutning Buff- etts. Hann og aðrir halda því fram að með netvæðingunni séu að koma fram tvenns konar áhrif. í fyrsta lagi geri tilkoma netviðskipta fyrir- tækjum kleift að draga úr rekstrar- kostnaði skipta út vinnuafli fyrir fjármagn. Það sé einfaldlega fram- vinda þeirrar þróunar sem hafi haf- ist með iðnbyltingunni þegar vélar tóku að leysa mannshöndina af hólmi. Til skamms tíma litið hafi þetta röskun í för með sér, einkum vegna tilflutnings á vinnuafli milli greina. Til lengri tíma litið sé það hins vegar af hinu góða vegna auk- innar framleiðni og lækkandi verðs. Neytendur geti þá keypt meira af vöranni fyrir sömu tekjur eða þá meira af öðrum vörum sem aftur skapi ný störf. Af þessum sökum sé það almennt af hinu góða þegar fyr- irtæki getur skipt út vinnuafli fyrir fjármagn þó annað kunni að virðast við fyrstu sýn, ekki síst í augum eig- enda þeirra fyrirtækja sem missa fótanna vegna breytinganna. Það I séu einmitt þess konar fyrirtæki sem Buffet hafi fjárfest mikið í og það skýri neikvæð viðhorf hans til Netsins; það sé líkt ástatt um hann og Pelle sigurvegara hans Nexö sem fór að læra til skóara á Borgundar- hólmi rétt í þann mund sem vélar gerðu handverkið nær alveg úrelt. Færri og alþjóðlegri fyrirtæki Staðhæfingar Buffetts um að net- væðingin auki verðsamkeppni og dragi þar með úr hagnaði fyrirtækj- I anna er líklega mun betur ígrundað- ar. Fyrirtæki sem ekki bregðast við breyttum aðstæðum tapa markaðs- hlutdeild en þau sem standa sig neyðast líklega til þess að sætta sig við minni hagnað vegna harðnandi samkeppni í greininni og arður hlutahafa minnkar hvort sem þeim líkar betur eða verr. í hagfræði hafa menn lengi talað um markaði þar sem skortur eða hindranir í að afla upplýsinga eru ekki fyrir hendi og þess háttar markaðir, sem áður var nær eingöngu að finna á síðum fræðibókanna, era nú að verða að veraleika. Öfugt við Buffett telja margir að þetta þurfi ekki að vera slæmt fyrir fjárfesta. Líklegt sé að með auknu flæði upplýsinga muni fyrirtækjum fækka en jafnframt muni þau verða alþjóðlegri og hluta- bréf í þeim verði jafngóð og í hinum hefðbundnari fyrirtækjum sem Buffett hefur mesta trú á. Menn hafa til að mynda bent á að framlegð hjá Amazon.com hafi aðeins verið 18% árið 1999 og alls ekki dugað til þess að standa undir sölu- og mark- aðskostnaði. Rýni menn hins vegar betur í fjárhagstölur Amazon kem- ur á daginn að árssalan væri nálægt tveimur milljörðum dala miðað við síðasta ársfjórðunginn. Því er lík- legt að þegar fyrirtækið hefur náð veltumarkmiðum sínum og geti far- ið að draga rækilega úr markaðs- kostnaði geti ávöxtun eigin fjár þess orðið mjög góð. Það erfitt að finna réttu fyrirtækin til þess fjárfesta í, segir Jackson, en telji menn, líkt og Buffet, að Netið verði aðeins til þess að flytja til fé en ekki skapa það þá era mun minni líkur á að menn veðji á rétt fyrirtækjasafn. Það er kannski af þessum sökum sem af- koma fjárfestingafélags Buffets hefur aldrei verið verri en í fyrra, að því er fram kemur í Financial Times.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.