Morgunblaðið - 05.05.2000, Page 22

Morgunblaðið - 05.05.2000, Page 22
22 ’ FÖSTUllAGUR 5.' MAÍ 20001 MORGUNBDAÐIÐ URVERINU TEMAfísh-verkefni í verkmenntun og námsefnisgerð fyrir vélstjóra lokið Eftirliti sinnt Fjarlesturskerfi TEMAfish i gegnum gervihnött TEMAfísh er verkefni sem snýr að nýjungum í verkmenntun og námsefnisgerð fyrir vélstjóra. Vélstjórafélag íslands tók þátt í verkefninu, sem nú er nýlokið, ásamt fleiri íslenskum aðilum, en það var unnið með styrk frá Leonardo Da Vinci-áætlun ESB. Helgi Mar Árnason skoðaði afrakstur verkefnisins. Mælingar Kaplar frá nemum í vél Net- sam- skipta- skipta- eining eining Gagnasöfnunartölva á mætistað Net- ------------- Gervi- sam- Móttaka gagna Módem temafish@vsfi.is Tölvuskráning Gervitungl hnatta- \/ samskipta- ____ tæki Loftnet ií^> Internet Morgunblaðið/Jim Smart Sigurður Sigurjónsson tækjafræðingur og Björgvin Þór Jóhannsson, skólameistari Vélskóla íslands, ásamt nokkrum nemendum skólans við vélbúnaðinn sem Vélskólinn fékk í tengslum við TEMAfish-verkefnið. Jarðstöð VÉLSTJÓRAFÉLAG íslands hef- ur í samvinnu við Vélskóla íslands, Verkfræðistofuna VISTA, GL-út- gáfuna og Hitaveitu Suðurnesja unnið að verkefni í Leonardo Da Vinci-áætlun Evrópusambandsins síðan í desember 1997. Unnið var með aðilum í Belgíu og Ítalíu að framkvæmd verkefnisins. Heildar- velta verkefnisins var um 22 millj. kr. Verkefnið er nefnt TEMAfish en það hófst 8. des. 1997 og lauk 7. maí sl. Verkefnið hefur skilað af sér þrem megin vörum eða: 1. námsefni í viðhaldsfræði, 2. kennslutækni- búnaði sem er uppsettur í Vélskóla íslands og 3. námsefni sem lýsir til- raunakennslubúnaðinum og er m.a. ætlað til notkunar á námskeiðum Eftirmenntunar vélstjóra og í al- mennu námi í skólanum eftir því sem við á. Verkefnið er bæði tæknilegs og bóklegs eðlis. í tæknilega hluta verkefnisins er ljóst að aukin þjálf- un vélstjóra og nemenda Vélskólans er hagnýt, sérstaklega varðandi uppbyggingu mælibúnaðarins og tölvuskráningarkerfisins. í bóklega hluta verkefnisins er ljóst að árang- ur í skipulegu viðhaldi getur áorkað mikilli arðsemi. Að sögn Björns H. Herbertssonar hjá Eftirmenntun vélstjóra og verk- efnisstjóra Temafish var forsenda verkefnisins að bæta og þróa nám- sefni á sviði viðhalds. „Erlendir samstarfsaðilar okkar höfðu áhuga á því að koma upp búnaði í skipum sem gerir kleift að stunda eins kon- ar fjareftirlit með viðhald í huga og koma upp tilraunabúnaði sem kem- ur þessu í framkvæmd en hann gagnast einnig við kennslu. Sam- starfið fólst í að unnið var að því sem óskir einstakra stóðu til og allir til- einkuðu sér að auki heildina." Minni viðhaldskostnaður Björn segir notagildi fjarviðhalds líklega mest þar sem um er að ræða tiltölulega litla vélaþekkingu og menntun. „í því tilfelli má hugsa sér að búnaður sé settur upp sem tekur saman helstu mælanleg gildi þar sem skipverjar hafa lítil eða engin afskipti af búnaðinum. Síðan eru þessar upplýsingar sendar í land með gervihnattabúnaði þegar það á við eða í gegnum farsímakerfið þeg- ar vegalengdir eru innan marka þess kerfis. Því næst skoðar aðili með þverfaglega reynslu á vélasviði þessar upplýsingar og greinir til- hneigingu og metur hvort það þurfi að grípa til einhverra aðgerða.“ Skipulegar viðhaldsaðgerðir skila að sögn Björns árangri í minni við- haldskostnaði, auknu rekstrarör- yggi vélbúnaðarins, auknu öryggi á vinnustað og stuðla þar með að auk- inni arðsemi rekstrareiningarinnar. „Til að ná árangri í þessu þarf að byggja upp þekkingu þeirra sem vinna við og hafa umsjón með vél- búnaðinum á skipulegu viðhaldi og aðferðafræði í öllu ferlinu, frá ein- földustu aðgerðum og upp í að geta skipulagt viðhald í stærra sam- hengi,“ segir Björn. Gögn send í gegnum gervihnött Fjarviðhaldskerfið sem þróað hefur verið er þannig uppbyggt að safnað er saman mikilvægum mæl- igildum í vélbúnaði sem síðan eru send með ákveðinni tíðni milli staða, t.d. skips og lands, í gegnum gervi- hnött. Þessi mæligildi eru síðan greind og gripið til ráðstafana í ljósi þess hve mikilvæg þau eru. Einnig og ekki síst gefst kostur á að greina tilhneigingu í mæligildunum sem erfitt getur verið að sjá þróast á löngum tíma. Settir hafa verið nem- ar á vélbúnað sem staðsettur er í vélasal Vélskóla Islands. Þessir nemar skynja ýmsa eðlisfræðilega þætti sem hafa gildi varðandi við- hald. Sérstakur búnaður er tengdur við nemana og kemur hann mælig- ildunum yfir á stafrænt form og sendir þau áleiðis til PC-tölvu sem staðsett er í rafmagnsdeildinni. Sendingar milli staða eru sam- kvæmt algengum tölvusamskipta- staðli. í tölvunni er hugbúnaður ætlaður til gagnasöfnunar en ítalir bjuggu þennan þátt kerfisins til. Forritið, sem byggt er á LabView-hugbúnað- inum, geymir mæligögnin og gerir notandanum kleift að fylgjast með þróun mála eins og gerist með sírit- un. Einnig eru nokki'ir þættir skil- greindir í forritinu eins og mælisvið, gerð nema, kvörðun o.s.frv. Forritið tekur reglulega afrit af mæligögn- um, notandinn velur hversu oft og þau eru sett á ákveðið snið til að minnka umfang þeirra. Síðan eru þau gerð hæf til sendingar en skeyt- ið er á hefðbundnu tölvupóstformi. Sníðingarhlutinn í forritinu var útfærður hérlendis. Sniðin mælig- ögnin berast frá tölvunni til sér- staks gervihnattasamskiptavélbún- aðar í gegnum hugbúnað sem skrifaður var á Islandi af VISTA og var hluti af þætti íslendinga í verk- efninu. Hugbúnaðurinn stjórnar gagn- astreymi því sem sent er áfram í gegnum gervihnöttinn. Samskipta- vélbúnaðurinn er tengdur við loftnet en búið er að koma á gervi- hnattasambandi í gegn um þennan búnað og eru tilraunir í gangi þar sem verið er að prófa þennan þátt. Um er að ræða hnetti sem fara til- tölulega lágt yfir en þeir hafa þá kosti, vegna þess að sendingarfjar- lægðin er tiltölulega stutt, að unnt er að notast við lítið loftnet sem ekki þarf að vera stefnuvirkt og er sam- skiptabúnaðurinn þess vegna til- tölulega ódýr. Gei-vihnötturinn skil- ar tölvuskeytinu til jarðstöðvar sem sendir póstinn þangað sem óskað er eftir. Þessu næst þarf að taka reglu- lega á móti póstinum og byggja upp mæligildaskrá sem safnar mæligild- unum saman til geymslu yfir lengri tíma. Forrit sem tekur á móti póst- inum var ritað á íslandi en það les póstinn, afsníður hann og kemur honum á það form sem hentar. Síðasti þátturinn er greining og mat á upplýsingunum. Sérstakt for- rit sem fengið er að láni hjá VISTA safnar mæligildunum saman sem síðan er notað til að lesa upplýsing- arnar. Hér þarf aðili með þverfag- lega þekkingu á vélbúnaði og rekstri hans að meta gögnin og taka ákvörðun um hvernig og hvort bregðast skuli við á einhvern hátt. Búnaðurinn er enn ekki markaðshæfur Björn segir að unnin hafi verið kennsluefni um viðhaldskerfið sem verður kennt í ákveðnum áföngum í Vélskóla íslands, en það verði einn- ig nýtt í starfsemi Eftirmenntunar vélstjóra. „Búnaðurinn er tilrauna- búnaður sem er ætlaður til kennslu en ekki til beinnar notkunar þar sem þróa þarf marga þætti enn frekar til að gera hann markaðshæf- an. Meðfram tæknihluta verkefnis- ins er unnið að því að taka saman námsefni um aðferðir við skipulegt viðhald sem ætlað er til kennslu og þjálfunar í aðferðafræðinni. Efnið verður og er nýtt í starfsemi Eftir; menntunar vélstjóra á vegum VSFÍ og mun einnig nýtast til kennslu í Vélskóla íslands eftir því sem við á.“ Mjög gagnlegt fyrir Vélskóla íslands Björgvin Þór Jóhannsson, skóla- meistari Vélskóla íslands, segir þátttökuna í verkefninu hafa verið mjög gagnlega fyi'ir skólann. „Verk- efni af þessu tagi virka eins og víta- mínsprauta fyrir skólann, enda fær skólinn bæði hátæknibúnað og mikla þekkingu í gegnum verkefnið. Við munum nýta tækin í kennslunni en það hefur oft verið erfitt að fá fjármagn til kennslutækjakaupa og því er þetta mjög kærkomið. Vinna að verkefninu hefur auk þess vakið mikinn áhuga nemendanna. Einnig hafa kennarar Vélskólans komið að verkefninu og við fáum kennslugögn í tengslum við það. Verkefni af þessu tagi efla tengsl skólans við at- vinnulífið og það er ætíð mjög já- kvætt.“ Björgin segir Vélskólann hafa átt ánægjuleg samskipti við erlenda þátttakendur verkefnisins og það sé skólanum mikils virði. Hægt er að sjá ýmislegt varðandi TEMAfish-verkefnið í verkefnis- handbók tengda heimasíðu félagsins á slóðinni http://vsfi.is/temafish

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.