Morgunblaðið - 05.05.2000, Page 27
'MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 27
AP
Andrew og Fergie á brúðkaupsdaginn 1986. í nýjasta hefti Tatler úti-
Ioka þau ekki að þau kunni að ganga í hnapphelduna á ný.
Andrés
og Fergie
upp að
altarinu
á ný?
London. AFP.
ANDRÉS Bretaprins og Sarah
Ferguson, fyrrverandi eiginkona
hans, gáfu í skyn í viðtali við tfma-
ritið Tatler á dögunum að svo
kynni að fara að þau giftu sig aftur.
„Ég útiloka ekki að við giftum
okkur aftur,“ sagði Andrés í viðtal-
inu og Sarah, eða Fergie eins og
hún er betur þekkt, sagðist fagna
því ef svo færi.
Andrés og Fergie giftu sig 1986
og skildu, líkt og flest börn Elísa-
betar Bretadrottningar, tæpum tíu
árum síðar. Sögusagnir um að þau
kynnu að gifta sig á ný hafa verið á
sveimi sl. þrjú ár, eða frá því Ferg-
ie og dætur þeirra fluttu á ný til
Andrésar og hafa þau búið undir
sama þaki síðan. „Við gerum þetta
ekki bara barnanna vegna. Þetta er
líka okkur til góða,“ sagði Andrés.
Talsmenn Buckingham-hallar
neita að Ijá sig um málið, en haft
var eftir einum þeirra að þó það
væri ljóst að prinsinn útilokaði ekki
giftingu þá hefði hann heldur ekki
mælt með henni.
Eitt rtúmér fyrir alla
(§ Ábendingar
Þjónuvtuupplýsingar
(§j|) Týndir farsímar
ÍBi Sérjtjónusta
o Allan sólarhringinn
í 8oo 7000. færðu allar upplýsingar um
þá þjónustu sem Siminn veitir.
Þjónustuverið er opið allari sólarhringinn
www.simmn.is