Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 30
áö' MáróiÍAGtjíí ^/ivÍAÍ'áodó'
ub^mímm
LISTIR
Tracy Moffat: Eitthvað meira, litljdsmynd, 1989. Lothar Albrecht, Frankfurt.
Paul Gauguin: Fiskikonur í Tahití, 1891, olía á léreft. Þjóðlistasafnið í Berlín,
Skoðanaskipti
sem geymast
Samræðan í tilefni stóraldahvarfanna er enn í fullum
gangi, og 19. mars lauk enn einni stórframkvæmdinni,
nú í Museum Ludwig í Köln; Hnattrænar samræður í
listheiminum, frá Gauguin til nútímans. Hún var um
leið athyglisverðust þeirra sem Bragi Asgeirsson hefur
sótt heim til þessa, jafnframt telur hann íslenzkan
myndlistarvettvang geta lært mikið af þeirri skilvirkni
er við blasti úr hverju horni.
ALLTAF finnur rýnirinn til tilhlökkunar er
hann nálgast Köln, hina fornu virkisborg og
víghreiður Rómverja, og vel við hæfi að hún
skuli eitt öflugasta vígi listmenningar í
Þýskalandi. Borgin hefur þá sérstöðu, að
ferðalangurinn er í senn staddur í hjarta og
lunga hennar þá hann stígur úr lestinni á
aðaljárnbrautarstöðinni. Ut komið blasir hin
mikla dómkirkja
við, höfuðverk há-
gotneska stflsins,
sem menn hófu að
reisa 1248, en luku
loks við 1880, eðli-
lega truflaðir af
mörgum og löngum
hléum. Mynd-
skreyttir gluggar
hennar í senn sögu-
frægir sem fagrir,
einkum er lifun að
sjá þá í kórnum
innst, ef maður er
þá svo lánsamur að
hann sé opinn er
mann ber að. Hin-
um megin við
kirkjuna rís hinn
mikli listdómur,
Wallraf Richartz,
með sína sérstæðu
turnaröð, safnið
einnig kennt við
súkkulaðikónginn
og stórsafnarann
Emil Ludwig. Á leið
í þann helgidóm
listarinnar ganga
menn ekki aðeins á leifar rómverska virkis-
múrsins heldur einnig framhjá Rómversk-
germaníska safninu, að tylla þar tá mikils
háttar lifun. Hótelin smá og stór allt um
kring og hótelmiðlun til hægri handar við
útganginn á brautarstöðinni, þannig að mað-
ur er kominn í sitt gistiathvarf fyrr en varir,
kannski litla 50-100 metra frá dómkirkjunni!
Þótt viðbrigðin séu mikil að koma inn í
glæsibyggingu WR/Museum Ludwig, saknar
maður óneitanlega gamla safnsins, einkum
vegna þess að þar fór mun betur um verk
Ernst Ludwig Kirchner: Höfuð af Ernu,
tréskurður, 1915. Safn Robert Gore
Rifkind, Beverly Hills, Kaliforníu.
eldri meistara og bauð auk þess upp á
óvæntari lifanir. Hið nýja og opna rými er
mun meira sniðin fyrir safn Ludwigs á núl-
istum 20. aldar og gömlu verkin hafa ekki þá
nálgun sem þau þurfa til að njóta sín til
fulls. Stingur mig alltaf að sjá hið einstæða
málverk Rubens; Juno og páfuglinn, í stór-
um sal millihæðar, innan um mörg önnur og
mikil um sig frá sama
tíma. Fyrnist seint
fyrir þann yfir-
þyrmandi áhrifakraft
sem málverkið hafði í
sérherbergi í gamla
safninu, sem síst
minnkaði þá skoð-
andinn gerði sér grein
fyrir að Juno var hlið-
stæða Heru í grískri
goðafræði, gyðja him-
inljósa, eiginkona Júp-
iters, að auk verndar-
gyðja hjúskapar og
móðernis. Verkið er
einfaldlega svo vel
málað, þrungið háleitri
og um leið jarðneskri
stemmningu. Þetta
með stemmninguna
kringum myndverk er
svo mikið atriði en
týnist alltof oft á
teikniborðinu, er þó
jafn mikilvægt hljóm-
burðinum í tónleika-
höllum, felst bæði í
birtumögnun og and-
rúminu kringum lista-
verkin. Og þótt nýju verkin njóti sín yflrleitt
vel er ekki laust við að þau gjaldi þessa
einnig. Loks skal svo ekki sjást yfir, að í
stað litlu og notalegu kaffiteríunnar er kom-
inn veglegur veitingasalur sem sér fyrir að-
skiljanlegustu þörfum gesta, smáum og stór-
um, allann daginn...
- Fáar framkvæmdir á myndlistarvett-
vangi sem skara stóraldarhvörfin, og haft
hafa með yfirlit, uppstokkun og samanburð
að gera, vakti viðlíka athygli og sýningin
Kunstwelten im Dialog Von Gauguin zur
Henry Matisse: Skúlptúr og vasi, 1916, olía á léreft. Tikan-
oja-safnið, Vaasa, Finnlandi.
Frida Kahio: Sél og líf, 1947. Einkasafti Galeria Avril Mexfkó.
globalen Gegenwart, í Museum Ludwig í
Köln. Opnaði dyr sínar 5. nóvember, lauk 19.
mars, og þótt rýnirinn vissi vel af henni var
hann illu heilli full seinn á vettvang. Hins
vegar vill hann síður að hún gangi fullkom-
lega hjá garði, upplýsingarnar um hin skii-
virku og vönduðu vinnubrögð tímalausar
fyrir vægi sitt, og þetta tvímælalaust einn
þeirra stórviðburða sem marka veginn og
týnast ekki. Hér var verið að gera úttekt og
samanburð á því hvernig skyld viðhorf hafa
þróast í ólíkum heimshlutum og gert á afar
hlutlægan hátt, ólíkt því sem var um fram-
kvæmdina miklu í Berlín, og sem hún var
helst gagnrýnd fyrir. Og þótt sýningin í
Köln væri risastór var hún mun auðveldari í
skoðun, ekki fyrir það einvörðungu að vera
öll á einum stað, heldur vegna hnitmiðaðrar
uppsetningar og hversu opin hún var og um
leið upplýsandi. Hér gat gesturinn hægast
og upp á eigin spýtur, augliti til auglitis,
fylgt þróun frá Gauguin til nútímans, síður
verið að troða einhverjum sérskoðunum að
honum. Einmitt þetta gerði að verkum að
við gestunum blasti ekki einungis sannverð-
ugt yfirlit heldur nálgaðist hann núlistir
dagsins á mun fordómalausri hátt en oft
gerist. Eitt nútíma myndband var til að
mynda svo vinsælt að stöðugur straumur
var inn í myrkvað rýmið sem var þó nokkuð
um sig, það var einfaldlega svo fallegt og
sagði svo mikla sögu að menn voru sem
bergnumdir. Hér þurfti enga sjálfhverfa sér-
visku, hrottafengna gjörninga né siðleysi til,
einungis almennan fyrirburð úr hvunndegin-
um í austurlenzku umhverfi.
Skipuleggjendur sýningar-
innar í takt við nýja tíma, þá
hver sem vill hefur aðgang
að hlutlægu milliliðalausu
upplýsingastreymi frá Net-
inu sem án vafa mun hafa
miklar viðhorfsbreytingar í
för með sér á næstu árum og
nú þegar verður meira en
vart við.
Meginþema sýningarinnar
var að miðla upplýsingum
um hvað hefði og væri að
gerast í hinum ólíku heims-
hlutum frá tíma Gauguins,
módernismans og síð-
módernismans og telst byggt
á skyldum grunni. Módernis-
minn í Evrópu og Suður-
Ameríku, áhrif hins frum-
stæða á núlistir nítjándu og
tuttugustu aldar, sem bauð
upp á meiri nálgun við nátt-
úrusköpin og hið upp-
runalega en blóðlítill gervi-
heimur hinnar svokölluðu
siðmenningar. Sem sagt
hrein milliliðalaus og eðlis-
borin sköpunarþörf sem
sprettur jafn eðlilega upp og
gróður jarðar. Loks fram-
sækin róttæk list dagsins,
sem notast meira við tækn-
iundrin, en getur þó engu
síður verið jarðbundin í
sjálfu sér, enda eru sumar
dýrategundir, skorkvikindi
og örverur, flókið tækniund-
ur náttúrunnar sem eiga sér
enn ekki hliðstæðu í mann-
heimi. Skarar öðru fremur
inntak ummæla Ernst
Gombrich, þegar hann
sagði; langi þig til að mála
blóm, málaðu blóm, var þá
að vísa til hinnar hreinu náttúrulegu og
milliliðalausu sköpunarþarfar.
Vitaskuld getur framkvæmd sem þessi
aldrei verið tæmandi og auðvitað saknaði
margur einhverra, sem áttu jafn mikið og
kannski meira erindi á sýninguna. Seint
verður öllum gert til geðs en líta verður á
samantektina sem afar mikilvæga stikkprufu
á mörgu því helsta sem gert var á tímabil-
inu. Meinbugurinn var þó, að ekki skyldi um
farandsýningu að ræða, því boðskapur henn-
ar hefði átt erindi til margra átta, jafnt New
York sem Tókýó, en ekki ber að hafa hér til-
takanlegar áhyggjur því hliðstæðum hennar
mun trúlega fjölga í framtíðinni.
Af þessari miklu framkvæmd gat margur
lært, ekki síst þeir vísu sýningarstjórar
norðursins sem uppteknir eru af að boða
einhver tillærð og tilbúin sannindi, en tæma
um leið sýningarsali og listhallir af öllu
kviku á svipaðan hátt og gerðist í lok átt-
unda áratugarins. Vitna fræðum sínum til
stuðnings til heimspekinga fornaldar, eins
og Aristotelesar og Platons, þótt stundum
finnist manni óneitanlega Andrés önd og
Georg gíralausi mun nærtækari og eðlilegri
samanburður.
Þessari risaframkvæmd fylgdi 576 síðna
yfirmáta vel hönnuð og vönduð sýningarskrá
í stóru broti, með fjölda mynda í svart/hvítu
og lit. Vel þann kostinn að láta nokkrar
myndir úr henni tala fyrir sig, þótt ekki geti
þær nema að litlu leyti gefið hugmynd um
umfangið, en mögulegt væri að skrifa firna-
langt mál um sýninguna, jafnvel nokkrar
greinar án þess að komast til botns í henni.