Morgunblaðið - 05.05.2000, Page 32
32- FÖSTUDAGUR 5.-MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
________LISTIR_____
Roberts gegn
rafmagnsveitunni
KVIKMYNÐIR
L a u g a r á s b i ó,
Stjörniibfo
ERIN BROCKOVICH
★ ★★
Leikstjóri Steven Soderbergh.
Handritshöfundur Susannah Grant.
Tónskáld Thomas Newman.
Kvikmyndatökustjóri Ed Lachman.
Aðalleikendur Julia Roberts, Al-
bert Finney, David Brisbin, Marge
Helgenberger, Aaron Eckar, Peter
Coyote. 131 mín. Framleiðandi
Columbia/Universal. Argerð 2000.
ÓTRÚLEGT en satt. Þessi reyf-
arakennda, en fagmannlega gerða
kvikmynd er byggð á sönnum at-
burðum (m.a. kemur hin rétta Erin
Brockowich fram í örhlutverki
gengilbeinu, snemma í myndinni).
Brockovich (Julia Roberts), ein-
stæð, þriggja barna móðir, fyrrum
fegurðardrottning sem á ekki bót
fyrir boruna á sér, lendir í árekstri,
þar sem bílgarmurinn hennar
kveður stræti og torg. Fær lög-
fræðinginn Ed Masry (Albert
Finney) sér til halds og trausts, en
tapar málinu. Erin er með munninn
fyrir neðan nef með beini, áður en
Masry veit af er hann búinn að
ráða skjólstæðing sinn í vinnu, hún
segist eiga það inni hjá honum
Erin er betri en engin. Kemst á
snoðir um að í eyðimerkurbæ í ná-
grenni verksmiðju, er þorri
íbúanna helsjúkur af völdum meng-
unar. Þau Masry höfða að lokum
mál á hendur skaðvaldinum, orku-
veiturisanum Pacific Gas & El-
ectric, fyrir hönd íbúanna. Stund-
um nær réttlætið að sigra.
Einhversstaðar kom fram að
kvikmyndin um Erin Brockovich
fylgdi sannleikanum í öllum aðalat-
riðum, svo maður fær nánast aftur
trú á jólasveininum og Öskubusku
sem aðalpersónurnar minna meira
en lítið á. Sagan sem slík hentar því
draumaverksmiðjunni í Hollywood
mæta vel og hún smjattar á þessum
einstæða sigri harðsvíraðrar,
skynsamrar og kjaftforrar konu
sem ekki kallar allt ömmu sína
heldur knésetur eina stærstu orku-
veitu Bandaríkjanna með góðra
manna hjálp. Fyrst og fremst Mas-
rys og ekki síður mótorhjólaknap-
ans Georges (Aaron Eckart), sem
gerist barnapía og hjásvæfa í fá-
tæklegu heimilishaldi Erins.
Kona á móti öllu og öllum og
vinnur sigur, er jafn óvenjuleg í
raunveruleikanum og glansveröld
Hollywood, sem hljóp beint til vin-
sælustu leikkonu sinnar, Roberts.
Hún hefur staðið sig laglega sem
gamanleikkona og var reyndar
ótrúlega brött sem hundelt eigin-
kona sem beitt hefur verið ofbeldi í
Sleeping With the Enemy, fyrir
mörgum árum. Hún er hreint ekki
árennileg sem Erin, gefur henni
ágætan og nauðsynlegan kraft og
kemst vel frá sínu. Finney er engu
síður burðarás þessa spennu-
drama. Hann bregst ekki frekar en
fyrri daginn og gefur myndinni
nauðsynlega virðingu og mannlega
hlýju.
Því fer fjarri að Soderbergh sé
nálægt sínu besta, hann afgreiðir
viðfangsefnið að hætti iðnaðarins,
hratt og yfirborðskennt. Efnið er
vissulega sorglegt en höfundarnir
og leikararnir komast furðuvel frá
því að gera þessu viðkvæma efni
bærileg skil og ágæta en ógnar-
langa afþreyingu í leiðinni, sem
skilur við mann furðu sáttan.
Sæbjörn Valdimarsson
Geislaplata
með leik Guð-
nýjar Guð-
mundsdóttur
VÆNTANLEG
er á markað
geislaplata með
leik Guðnýjar
Guðmundsdóttur
konsertmeistara.
Guðný leikur ein-
leiksverk fyrir
Fiðlu eftir Þór-
arin Jónsson,
Guðný Johann Sebastian
Guðmundsdóttir Bach, Hallgrím
Hejgason og Hafiiða Hallgrímsson.
í fylgibæklingi fjallar Guðný sjálf
um verkin og segir meðal annars:
„Eg sagði í upphafi að einskær
löngun til að leika viss verk réði
miklu um verkefnaval mitt. Fleira
kemur þó til og má þar nefna mikil-
vægi heimilda og hvað skiptir okkur
Islendinga máli í sögulegum skiln-
ingi, þegar við veljum íslensk verk
til útgáfu. Oll íslensk verk eru hluti
af arfleifð okkar. Verk Þórarins
Jónssonar sýnir okkur til dæmis f
hnotskurn þá óvenjulegu þróun sem
íslensk tónlist gengur í gegnum á
fyrri hluta aldarinnar. Við stökkv-
um beint úr einföldum sönglögum
yfir í flókin einleiksverk án þess að
nokkuð brúi bilið þama á milli. Það
er merkilegt að á þriðja áratugnum
skuli hafa verið íslendingur á meg-
inlandi Evrópu að senya þetta verk.
Hálfri öld síðar lítur sónata Hall-
gríms dagsins ljós og byggir á gam-
alli hefð þegar nánast öll tónskáld
keppast við að leita að nýjungum.
Ég spái því þó að þetta verk Hall-
gríms muni standast tímans tönn
betur en mörg önnur. Enn líða tut-
tugu ár og Hafliði kemur með sitt
verk, frumlegt, leitandi og skemmti-
legt. Öll íslensku tónskáldin, svo
ólík sem þau eru, hafa þó orðið fyrir
áhrifum frá meistara Johann Seb-
astian Bach eins og við öll, sem höf-
um kynnst honum.“
Plötuna tileinkar Guðný Birni ÓI-
afssyni konsertmeistara.
Upptaka fór fram í Seltjamar-
neskirkju í september á siðasta ári,
tónmeistari var Bjarni Rúnar
Bjamason. Guðný leikur á „del
Gesu“-fiðlu í eigu Ríkisútvarpsins
en fiðlan var smíðuð af Guiseppe
Guamerius árið 1728. Nánar er sagt
frá fiðlunni í fylgibæklingi.
Sjóvá-Almennar og Islandsbanki
veittu styrk til útgáfunnar.
Útgefandi er Polarfonia Classics
ehf. í samvinnu við Ríkisútvarpið.
ODYRI
TONLISTAR
OG MYNDBANDA
MARKAÐURINN
Allar tegundir tónlistar,
myndbönd og tölvuleikir ó
hreint ótrulegu verði!
15* APRIL~7 • MAI
Opið alla
DAGA VIKUNNAR
Þusundir klassískra titla a frabæru verði!
4 myndbönd \ pakka, aðeins kr. 1.999,-
------
Tökum daglega
UPP MIKIÐ URVAL
GEISLADISKA
HUNDRUÐIR NYRRA
MYNDBANDATITLA
/
FRA KL. 10-19
VlÐSKipTATAEKIFÍERI
JjMÆj
Kynning a
---s SkyBiz 2000
Aukid URVAL
TÖLVULEIKJ A
Hofum nu baett VIO
MIKLU URVALI DVD
MYNDDISKA
J
Kynning a
Pallada
PALLADA
Caruso
The Greatest Tenor
899,-
Great Divas
799,-
Ymsir
Ástarperlur 2
999,-
Elvis Presley
Classic Elvis
499,-
Ymsir
Sensational óo’s
*999,-
Björk
Gling -Gló
1499,-
Ymsir
Landslagið '92
99,"
Ymsir
Songs of Ireland
299,-
Ymsir
Klassískar perlur
»499,-
Tony Braxton
The Heat
»499,-