Morgunblaðið - 05.05.2000, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 05.05.2000, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LANC Rakanærð, af$löppu&-,Róð. FYRSTAíRAKAKREMlðiÍÍM VINNUR GEGf> STREITfJlNKENNUM, Acticalmfy vinnur gegNstreitv og virk rakagefötyi efni næra húðina. ÁRANGÚR': Þreytueinkenni hverfa. Húðin endurheimtir mýkt og raka, æska hennor er vir þurra húð TRÓÐU Á FEGURÐ NÝJA BÍLAHÖLLIN FPSTUÐAGUR 5. MAÍ 2000 35 LISTIR Kampavínsglös fvrir brúðhjón Brúðargjafalistar Opið mán. til fös. frá kl. 10-18 Opið laugardag frá kl. 10-14 (ántÍl^NÝTJ) Ármúla Sími f Sími 533 1007 Thomas Middelhoff Uppgangur og umsvif þýzka útgáfurisans Bertelsmann Vöruhús á margmiðlunar- útgáfumarkaði nútímans BERTELSMANN-forlagið í Pýzkal- andi er vöruhús á margmiðlunarút- gáfumai-kaði nútímans. Það verzlar með allt, sem hægt er að prenta eða senda út, allt sem skemmtir fólki eða upplýsir það. Það býður upp á eitt- hvað fyrir alla á margmiðlunaröld, og hefur tekizt vel upp við það ætlunar- verk sitt; með bókum, dagblöðum, tímaritum, tónlist, útvarpi og sjón- varpi, sem og með netþjónustu, leitar- vélum og rafrænum viðskiptum náði hið þýzka stórfyrirtæki í fyrra veltu upp á 26 milljarða marka, andvirði yf- ir 960 milljarða króna, en það er um flmm sinnum hærri upphæð en ís- lenzku fjárlögin hljóða upp á. Þar með er Bertelsmann stærsta fjölmiðlunar- og útgáfuíyrirtæki Evrópu og það fjórða stærsta í heiminum. Viss metnaður hefur jafnan verið einkennandi fyiir fyrirtækið, sem var stofnað fyrir 165 árum í Gútersloh í austanverðu Westfalen-héraði. I upp- hafi sérhæfði Bertelsmann sig í að prenta sálmabækur, en færði fljót- lega út kvíamar og á níunda áratug 20. aldar var íyrirtækið í forystu í al- þjóðavæðingu á útgáfumarkaði. Og nú, við upphaf þriðja árþúsundsins, tekur það netbyltinguna með trompi. Bertelsmann hefur jafnan verið rekið á eigin hugmyndagrunni, en homsteina rekstrarheimspeki fyrir- tækisins er að finna í „Bertelsmann- grunnreglunum" (Bertelsmann Ess- entials). Þær kveða meðal annars á um, að samstarf (milli fyrirtækja?) heyii til grundvallar rekstrarheim- speki Bertelsmann og að höfundum útgefms efnis skuli tryggt listrænt frelsi. í rekstrarhagfræðilegu tilliti beygir hið þýzka fyrirtæki sig heldur ekki undir forskiift frá neinum öðr- um; 68,8% hlutafjár er í eigu Bertels- mann-stofnunarinnar, sem bæði þjón- ar sem „hugmyndafræðileg þunga- miðja“ og sem vörn gegn yfirtöku. En hvað veldur því, að þeir forlags- stjómendur, sem hafa útsýni út um skrifstofuglugga sína yfir hið gróna sveitalandslag í Austur-Westfalen, eiga svo mikilli velgengni að fagna í samkeppninni á hinum alþjóðlega íjölmiðlamarkaði? Skýiinguna er fyrst og fremst að finna í þeini ein- stæðu „nýtingarkeðju" sem fyrirtæk- ið hefur komið sér upp. Ekkert annað fyrirtæki hefur möguleikann á því að koma sama innihaldi til neytenda á fjölbreyttari hátt. Bertelsmann ræð- ur nú yfir um 100 dagblöðum og tím- aritum, 25 forlögum, 12 prentsmiðj- um, 22 sjónvarps- og 18 útvai'ps- stöðvum. Fyrirtækið nær til milljóna manna í gegnum bóka- og tónlistar- diskaklúbba og með þátttöku í kvik- myndaframleiðslu. Um 65.000 manns í 54 löndum vinna hjá fyrirtækinu. Yf- ir tveii' þriðju veltunnar koma inn í löndum utan Þýzkalands. Frá sálmabókum til nazistaáróðurs Háleitar hugmyndir vöktu fyrir stofnanda fyrirtækisins, Carl Bertels- mann, þegar hann hóf árið 1835 að prenta trúarlegar söngtextabækur og predikunartexta fyrir eina hreyfmgu kristinna mótmælenda. Fyrirtækið dafnaði, en hægt fyrstu áratugina. 1896 unnu 60 manns þar. Fyrsta stór- árangrinum fagnaði Bei-telsmann á þriðja ártugnum, þegar það tók fyrst þýzkra bókaforlaga upp á að bjóða bóksölum að láta útstillingarefni fylgja með bókunum pg tækist bók- salanum ekki að selja allar bækumar mátti hann skila helmingnum af þeim án þess að bera sjálfur af því kostnað. í 165 ára sögu sinni hefur útgáfufyrirtækið Bertelsmann vaxið úr lítilli sálmabóka- prentsmiðju í stærsta fjölmiðlunarrisa Evrópu. Miriam Tang lýsir þróun fyrirtæk- isins, rekstrarheimspeki þess og umsvifum. Á valdaárum nazista í Þýzkalandi kom Bertelsmann sér fyrir sem afkasta- mesta bókaútgáfu- þjónusta hinna nýju herra Þýzkalands. Ekkei't fyrirtæki, að Eher-nazistaforlag- inu meðtöldu, fram- leiddi eins mikið af stríðsbókmenntum og nazistaáróðri. Að þessari niðurstöðu komst óháð nefnd sagnfræðinga, sem Bertelsmann réð til að gera hreint fyrir sínum dyrum hvað varðaði hlutverk forlagsins á nazista- tímanum, en fram á slíkt sagnfræði- legt uppgjör höfðu bandarískir við- skiptavinir Bertelsmann farið. Nefndin andmælti í niðurstöðum sín- um einnig þeirri staðhæfingu sem fyrirtækið hafði fram að því haldið á lofti, að nazistastjómin (nánar tiltekið Reichsschiifttumskammer, sem í raun var undirdeild ái'óðursmála- ráðuneytis Josefs Göbbels), hefði árið 1944 fyrirskipað lokun forlagsins vegna meintra stjórnai'andstöðutil- burða forráðamanna þess. Sagnfræð- ingai-nir sögðu það öllu heldur hafa verið pappfrsskort - sem var orðinn alvarlegm- þegar svo langt var á stríð- ið liðið - sem vai’ð til þess að fyrirtæk- ið neyddist til að hætta útgáfustar- fsemi þar til eftir að stríðinu lauk. Pappírsskortur var enn alvarlegri fyrstu árin eftir stríð, en þá bjó Ber- telsmann svo vel að eiga slatta á lag- er, sem kom fyrirtækinu aftur vel í gang - undir eftirliti brezkra her- námsyfirvalda. Veltan margfaldaðist á sjötta áratugnum. Afskipti af tónl- istarútgáfu hóf Bertelsmann 1958 með stofnun plötuútgáfunnar Ariola. Að útgáfu- og fjölmiðlarisa varð Bertelsmann á áttunda og níunda áratugnum, svo að segja án þess að nokkur tæki eftir því. Á árabilinu 1970 til 1979 óx veltan úr 700 milljón- um marka í 5 milljarða mai'ka. Bertelsmann keypti sig inn í tím- aritaútgáfuna Gruner & Jahr og teygði anga sína til annarra Evrópu- landa og Norður-Ameríku. Árið 1986 beindi Mark Wössner, þáverandi stjórnai-formaður Bertels- mann, athygli hins alþjóðlega fjölmið- lunarheims að fyiii’tækinu með kaup- um á bandaiísku plötuútgáfunni RCÁ sem Bertelsmann átti áður 25% hlut í, og úr varð hið nýja tónlistar- útgáfufyrirtæki Bertelsmann Music Group (BMG). Með þessum hætti breytti Wössner „Joint-Venture“; hlutdeild í hreint dótturfyrirtæki. „í leiðinni" keypti hann bandaríska bókaforlagið „Doubleday", sem átti í erfiðleikum. Með uppbyggingu nýrra útibúshöfuðstöðva í New York komu „Bertelsmennirnir“ sér vel fyrir vest- anhafs. Það var þó aðeins byijunin. Gríðar- lega athygli vakti þegar fyrirtækið yf- irtók árið 1998 stærsta og þekktasta bandaríska forlagið, Random House. Það var bókmenntaelítu Bandaríkjanna áfall að sjá flaggskip amerískrai' bókaútgáfu lenda í þýzk- um höndum. I einu vet- fangi var Bertelsmann orðinn heimsins stærsti framleiðandi bóka á enskri tungu. Með þessu útspili skauzt Thomas Middelhoff til æðstu metorða innan fyrirtækisins, en það var hann sem kom Random House-samningnum í kring. Frá því árið 1998 gegnir hann starfi stjórnarfor- manns. Hann er þó fjarri því seztur í helgan stein. Það líðm- varla sú vika, sem ekki fréttist af kaupum Bertelsmann á hlut í öðru fyrh'tæki. Yfirtaka sjónvarpsstöðva á Italíu og Spáni á t.d. að styrkja stöðu Ber- telsmann sem umsvifamesta aðilans á evrópskum sjónvarpsmarkaði. Hugur foiTáðamanna Bertelsmann stendur um þessar mundfr til frekari innkaupa á sviði kvikmynda-, sjón- varps- og útvarpsframleiðslu, sem og á sviði tónlistarútgáfu. í næstu fram- tíð stendur til að leggja mesta áherzlu á að styrkja markaðsstöðuna í Kína og í Austur-Evrópu. Slíka kaupgleði er ekki hægt að seðja nema með fylltri buddu. Bertelsmann setti í vor netleitar- vélina Lycos á hlutabréfamarkað. Um miðjan marz sl. boðaði Middelhoff þar að auki breytingar á samstarfinu við America Online. Bertelsmann seldi hlut sinn í hinu sameiginlega dóttur- fyrirtæki AOL Europe og myndar nú með samstarfi við America Online stærsta netþjónustunetið sem völ er á. Framleiðsla Bertelsmann er seld í gegnum netverzlunina og launar það með því að ýta undfr fjölgun AOL- notenda. Bertelsmann hefur með þessu aðgang að samtals um 135 milljónum notenda netþjónustu AOL. Margmiðlunardeild Bertelsmann er enn rekin með tapi. En strax árið 2002 stefnir Middelhoff að því að velt- an á margmiðlunarsviðinu nemi fimm milljörðum marka. Hvort sem um er að ræða fréttir, bækur, kvikmyndfr, tónlist - Middelhoff gerir sér vonir um „óendanlega sölumöguleika". Þessi framtíðarsýn virðist nú þegar innan seilingar. Netverzlun er aðeins einn nýr kafli í sögu fyrirtækisins - fyrfrtækis, sem hefur eitt meginmai'- lonið: Að koma sífellt nýjum vöimm mai'gmiðlunai’vöruhússins með hug- myndaauðgi til sífellt flefri neytenda. LANCOME fagnar vorinu með því að bjóða upp á hinar árvissu og vinsælu TILBOÐSPAKKNINGAR í eftirtöldum kremum: Hydra zen krem 50 ml, Hydra Zen Fluide 50 ml, Primordiale Intense 50 ml, Rénergie krem 50 ml og Re-Surface 30 ml. Dæmi um innihald pakkninganna; Rénergie krem 50 ml, taska, 100 ml Galatéis hreinsimiólk, 5 ml Rénergie augnkrem og 5 ml Re-Surface krem. Verðmæti gjafar um 2.800 kr. LANCÖME UM LAND ALLT 18 i km, hvítur/orár, 5 o„ 35" dekk ojg.ll. Verö 310 þús. km, Brænn/grár, 5 o, álfelour oi Verö 2.298 þús.. áhv. lan. Subaru Impreza lurbo, árg. 99, ek. 10 þ. km. 5 o, sillurl. állelgur. sóllúga. saml. Verð 218 Is. áhv. lán. DofJge Caravan 2.41 árg. 97, ek. 51 þ. km. d- grænn, ssk.. 15" álfelour. saml. n.ll. Verfl 118 þús. loyota Corolla sedan Luna 1,6 X!i, árg. 98, ek 18 þ. km. 5 g., álfelgur o.fl. Verfi 1.30 þús.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.