Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 39 BÆKUR F r æ ð i b ó k SJÚKDÓMAR OG DÁNAR- MEIN ÍSLENZKRA FORNMANNA eftir Sigurð Samúelsson lækni. Háskólaútgáfan 1998 KOMIÐ er nokkuð á annað ár síð- an Sigurður Samúelsson læknir sendi frá sér bók um sjúkdóma og dánarmein íslenzkra fornmanna. Sigurður er fyrrverandi yfirlæknir við Landspítalann og var í mörg ár prófessor við Læknadeild Háskóla Islands. Hann mun fyrst hafa kynnzt fornbókmenntum í Menntaskólanum á Akureyri og áhugi hans kviknaði í tímum hjá Sigurði Guðmundssyni skólameistara. Hins vegar segist hann hafa fyrir tveimur til þremur áratugum farið að lesa íslenzkar fornsögur með tilliti til dauðsfalla og sjúkdóma, einkum til að kanna hvort af þeim lýsingum mætti ráða kyn sjúkdóma og orsök dauða. Einkum þóttu honum Byskupasögur (Bisk- upasögur) áhugaverðar vegna þess að þar var víða að finna lýsingu á sjúkdómseinkennum og sagt frá helgidómum og helgiathöfnum sem um hönd voru hafðar til lækninga. Sigurður flutti tvo fyrirlestra um þetta efni í hátíðasal Háskóla Islands á sjöunda áratugnum og birti hluta af þeim í Lesbók Morgunblaðsins ár- ið 1985 en þegar hann var hættur störfum gat hann gefið sér meiri tíma í verkið. Af lestri bókar Sigurðar má ráða hversu hugfanginn hann er af við- fangsefni sínu og hve ítarlega hann hefur unnið sitt verk. Hann skiptir sjúkdómslýsingum og greiningum í kafla eftir eðli þeirra. Þannig er fyrsti kafli um farsóttir og aðra smitnæma sjúkdóma, síðan koma sjúkdómar í blóðrásarfærum (sem er ítarlegur kafli og Sigurði greinilega hjartfólginn), lungnasjúkdómar, of- næmissjúkdómar, gigtsjúkdómar, geðsjúkdómar, flogaveiki, tauga- sjúkdómar, augnsjúkdómar, slys og áverkar (sem oft komu fyrir á bar- dagaglöðum tímum), ígerðir, kviðar- holssjúkdómar, innkirtlasjúkdómar, kynferðismál og kynferðisafbrigði, fæðingar og skyld efni, illkynja sjúk- dómar, brunasár, kalsár og drukkn- un og síðan nokkrir yfirlitskaflar. Sigurður segir í aðfararorðum að sumt af því sem í fornsögunum sé að finna megi telja elstu heimildir um sjúkdóma eða aðgerðir, svo sem lýs- ingu á ýmsum taugasjúkdómum, en einnig á keisaraskurði írá því á fimmtu öld f. Kr. Einnig megi telja sumar lýsingar á sjúkdómum og dán- arorsökum þeirra þær fyrstu sem skrásettar eru í heimsbókmenntun- um, einkum kransæðasjúkdóm sem veldur hjartabiíun og dauða, krans- æðastíflu, háþrýstingskrísu, heila- blóðfall (slag) og hjartalokugalla. Ég hef sjálf ekki sótt í að lesa fom- sögur, enda sólgin í nútímaskáldsög- ur, en eiginmaður minn hefur sinnt Fornmann- anna mein íslendingasögunum af alúð. Mér fannst bók Sigurðar gefa mér nýja sýn á fomsögurn- ar og verulega skemmtilegt að velta atburðarás og örlög- um söguhetjanna fyrir sér út frá læknisfræði- legum sjónarhóli. Frægum atburðum í sögunni gerir hann góð skil, svo sem því þegar Egill Skalla- Grímsson læknaðist af þunglyndi eftir að son- ur hans Böðvar drukknaði. Þetta er dæmi um hugsýki um miðja tíundu öld og ráð þau sem Þor- gerður dóttir Egils greip til era l£k- ast til fyrsta sálræna lækning í ís- lenzkum fornritum. Á bls. 93 segir frá flogaveiki með geðrænum breyt- ingum. Þar er lýst Þrum-Katli í Fljótsdælasögu, en „hann var manna hægastr hversdagliga, en hann var þögull og fálátr snemma og var kall- aður Þram-Ketill [að þrama mun þýða að sitja kyrr þegjandi]. Gallar váru stórir á hans skapsmunum. Sumir kölluðu það meinsemd. Þat kom at honum í hverjum hálfum mánuði, að skjálfti hljóp á hans hör- und, svá at hver tönn í hans höfði gnötraði, ok hrærði hann upp ór rúminu, ok varð þá at gera fyrir hon- um elda stóra og leita honum allra hægenda, þeira er menn máttu veita. Þessum hroll ok kulda fylgdi bræði mikil, ok eirði hann þá engu, því er fyrir varð, hvárt sem var þil eða stafr eða menn. Svá þó at eldar væra, þá óð hann ok urðu menn þá alla vega at vægjatil við hann, sem máttu. En þá er af honum leið var hann hægr og stjórnsamr. Þetta kom ok til mikils honum ok mörgum öðram þá er leið á ævi hans.“ Á bls 100 segir frá Hrafni Oddssyni, höfðingja þeim mikla er uppi var á 13. öld, hvernig hann kemur sjúkur heim til Noregs úr herför og liggur að mestu rúmf- astur eftir það til dauðadags. Sjúk- dómnum er svo lýst: „Dag einn sátu þeir nær húsinu, ok er minnst varði, kom maðr kallandi: „Herra Hrafn,“ segir hann, „kom til konungs og bitt sár manna.“ Hann stóð upp skjótliga. Þeir sem 1 húsinu vára, heyrðu herramann nefndan, ok sá þann mann er upp stóð, í auðkenndum búnaði. Skutu þeir að honum sem í drífu sæi. Kom ein ör í handlegginn í músina [upphandleggsvöðvi, m.biceps], önnur í bakit, þriðja í fing- urinn minnsta. Grera þau tvau sár skjótt, sem hann fékk fyrri, en blástr hljóp í fingrinn ok batnaði ekki þat sumar“. Síðar segir: „Nær veturnáttum réð Eiríkur konungur at fara pflagrímsferð til ins heilaga Olafs konungs í Niðarósi Hann beiddist þá ok til, at herra Hrafn færi þá ok norðr með þeim. Herra Hrafn kærði krankleik sinn, ok mest um þat litla sár, er hann hafði á fingrinum minnsta, því að þá tók bæði at visna höndin og handleggrinn upp frá Gerðist þat þó af, at Hrafn fór hvergi.“ í þessari frásögn er lýst lömun og vöðvarýrnun á handlegg og hendi sem virðist verða í framhaldi af áverka, því að handleg- gur, bak og fingur urðu fyrir örva- drífu. Sigurður telur þó að lömunin stafi líkast til af taugahrörnunar- sjúkdómi - amyotrofiskri lateral sclerosis, sem er sjaldgæfur sjúk- dómur sem leggst auk þess yfirleitt á allan líkamann en ekki einn útlim, en vöðvarýrnun eftir áverka á vöðva og taugar finnst mér mun líklegri skýr- ing. Kannski sé ég einkennin út frá sjónarhóli heimilislæknisins, en eins og vitur maður sagði einu sinni: Ef heimilislæknir og sérfræðingur heyra hófadyn þá telur heimilislækn- irinn líklegt að þar fari hestur en sérfræðingurinn fremur að zebra- hestur sé á ferðinni................. Lýst er læknisdómum fyrri tíma, svo sem mögnuðum áhrifum Guð- mundar góða Arasonar og Þorláks biskups. Vel gafst t.d. að rjóða mein heilögu smjöri Þorláks biskups og einnig era mörg dæmi um áheit á þá helgu menn. Á bls.105 segir hins veg- ar frá veikindum Guðmundar Ara- sonar, en í sögu hans segir: „Þeir fóra um dag á fund hans at ganga til skriftar ok kalla hann út til kirkju en höfuð hans var vátt ok nýþvegit, en frost mikit, ok lýstr kulda í höfuð honum, ok þaðan af fló á hann mein þat, er hafði móðir hans ok oft kom at henni, áðr en hann söng yfir henni.“ Annars staðar segir: „Tveir kumpán- ar hans, er sátu samhéraðs, kómu til járningar ok kölluðu hann með votu höfði eftir nýtekna hárlaug í grimmu frosti, sem er í því landi svá norðar- liga um hávetrarskeið. Ok eftir litla útivist hrapaði á hann svo strangur höfuðverkur með voða, at hann varð ómáli, ok lá svo um eina eykt. Var þá batinn fljótr, at hann söng messu samdægris." Sigurður leggur út frá þessu og telur að þai-na hafi verið um mígreni-kast að ræða sem tekið hafi að réna eftir um það bfl 3 klukku- stundir, móðir hans hafi haft sama Sigurður Samúelsson sjúkdóm og það sýni bezt hörku og dugnað Guðmundar að hann skyldi geta messað um kvöldið. Að mati Sigurðar er þetta að líkindum fyrsta lýsing á mígreni í heimsbókmennt- unum. Á dögum Guðmundar góða gerist eftirfarandi atvik: „Menn fara í björg til fyglingar. Einn manna mætir svo bráðum lífsháska, at hann stökkr í berginu. Kemur höfuðit á grjót, sem von var, ok lemr hausinn, en líf hans hélst með þeini Guðs skipan, at himnan var heil fyrir innan. Hann er fluttur heim á byggð einnar húsfrúr, er guðhræðslu hafði með góðri kunn- áttu til at hjálpa þurfendum. Hún sker umbergis hausbrotit ok tekr skeljamar, er muldar vóra í smátt; fægir síðan sárit ok hreinsar, sem hún þorði framast, allt niðr í himn- una. Er þat verk þann tíma hægjast eftir samlíkri heims ok manns nátt- úra, sem flóð er sjóvar, því at þá gengr heilinn með himnunni allt upp undir heilabustina [hvirfil] en at fjöra er langt í milli. Var nú opit svo mikit í höfðinu, sem þriggja fingra hvern veg. En hvat er hér at tala um áburð eða smyrsl til læknidóma, nema húsfrúin tekr ok fyllir sárit með vatnmosa ór branni herra Guð- mundar, bindur síðan um ok leysir ekki til fyrr en liðnar era þrjár næt- ur, ok er hér at greina svo dýrligan hlut, at aldri kom óðaverkr í, en mos- inn var gróinn niðr í hausinn, svo sem múteraðr í beins náttúra, ok er frá leið, tók jafnvel hörundslit, en var á þeim stað nokkurri linara átak en á öðram stað. Var hann innan fárra daga alheill maður.“ Sigurður Sam- úelsson ræðir um þessa merku að- hlynningu og veltir fyrir sér um hvemig mosa hafi verið að ræða. Hann rifjar upp að prófessor Guð- mundur Hannesson hafi sagt sér og öðram læknastúdentum frá því 1932 eða 1933 að hann hafi notað mosa of- an úr Vaðlaheiði sem umbúðir á hné manns nokkurs sem gerð var á að- gerð vegna berklaskemmdar. Skeggleysi Njáls er gert að um- talsefni og hvernig Hallgerður hafi ráðlagt honum að bera skarn á kjálka sér til skeggvaxtar, en „hinni slægvitru konu verður virt til vork- unnar þótt henni hafi ekki verið ljós áhrif karlhormóns á skeggvöxt síðast á tíundu öld.“ Þarna held ég að Sig- urður vanmeti Hallgerði. Helzt finnst mér ónóg áherzla á skortsjúkdóma (til dæmis bein- kröm), sem hljóta að hafa verið al- gengir hér á landi. Auðvitað minnist höfundur á beinkröm, skyrbjúg og fleira en talsvert af sjúkdómslýsing- um sem skýrðar era í kaflanum um gigtsjúkdóma gætu allt eins stafað af beinkröm. Bók Sigurðar Samúelssonar um mannanna mein í fomsögum er framleg og skemmtileg, jafnvel fyrir þau okkar sem ekki sækja í fornsög- urnar. Tilvalið væri að þýða hana á erlend tungumál til að gefa fleirum innsýn í þessa hlið bókmenntaarfs íslendinga. Katrln Fjeldsted Að norðan BÆKUR L j« ð MYNDIR DÆGRANNA eftir Þórarin Guðmundsson, Akureyri, 2000, 84 bls. SAGAN endurtekur sig ekki, hvorki í bókmenntum né öðru, og hugmyndin um að hún geri það gengur ekki vel upp frá raunhyggju- legu sjónarmiði. Hins vegar kemur fyrir að eitt fyrirbæri minnir á ann- að úr sögunni og eins verða straum- ar og stefnur ekki hólfuð svo auð- veldlega niður í söguleg tímabil heldur dofna, rísa í breyttu formi og bergmála svo áratugum og öldum skiptir. Þannig var rómantíska stefnan í íslenskri ljóðagerð langlíf- ari en víðast hvar í Evrópu og alls óvíst annað en að hún lifi enn, jafn- vel í sinni hreinustu mynd. Ýmislegt kemur til: rómantíska stefnan fann upp þjóðernisstefnuna og hugmynd- ina um tengsl þjóðar og tungu. ís- lendingum varð ekki úr sjálfstæðis- baráttunni fyrr en um síðir. Þórarinn Guðmundsson er róm- antískt skáld um margt, þótt ljóðin séu ekki ort undir hefðbundnum háttum. Þórarinn er ekki nýgræð- ingur í ljóðagerð; Myndir dægranna er sjöunda Ijóðabók hans. Orðfæri ljóða hans er hátíðlegt og innilegt, leitað er eftir ljóðrænni nálægð og upphafningu. Islensk náttúra er helsta yrkisefnið og kannski er það ímyndun ein en stundum virðist mér Davíð Stefánsson frá Fagraskógi vera ekki langt undan í andblæ og náttúramyndum, Davíð á sínum síð- ur kaldhæðnari tímabilum. í það minnsta eru náttúramyndirnar að norðan sumar hverjar, svo sem í Ijóðinu „Ut með Eyjafirði": Grænbláfegurð febrúarbirtunnar um ströndina seytlaríhugmér með söknuðinum kunningjamir of margir hættir að deila með mér sjónglitinu. Þóhafavitrirmenn sagt aðdauðinnséaðeins dyr til enn meiri undra þávoruþeirallir lifandi. Síðan þeirfóru hafa þeir verið furðu hljóðir. Vel að merkja er ljóðið heldur ekki laust við kaldhæðni, vitru mennirnir sögðu fátt um dauðann eftir andlát sitt (!). En oftar er ort um mannlega hlýju andspænis til- finningakulda: „Ýmsar eru hug- myndir/um ísaldirnar/um sókn jökla og hop//listræn- ar era myndirnar/mótaðar í bergið/mörg Grettistök- in.//En hver hefur á hrað- bergi/kenningar um ísöld hugans//þegar barnið er borið/út úr hjartanu/og heljökull ristir/miljón hörkurákir/á samveraflöt okkar [...]“ („ísaldir“, 12). Leitað er eftir ákveðinni mannlegri kviku, ort um nærveru og samveru, ort til æskunnar: „Sagna- kvöld/bera sjóði sína/til barna Akureyrar.“ (Akur- eyri, 44). En náttúran er stærsta yrkisefnið og hún er gjarnan ávörpuð með róman- tískri lotningu. Getur það annars verið að íslensk menning sé sundurleitari eftir landsvæðum en menn vilja gjarnan vera láta? Að fyrir norðan hafi róm- antíkin skotið dýpri rótum en fyrir sunnan? Hermann Stefánsson Þórarinn Guðmundsson Ræningj- ar oss vilja ráðast á KVIKMYNDIR K r i n g 1 u b í 6 REINDEER GAMESA+'A Leikstjóri: John Frankenheimer. Handrit: Ehren Kruger. Aðalhlutverk: Ben Affleck, Charlize Theron, Gary Sinise, Dennis Farina. 1999. ALLIR eru að reyna að vera frumlegir og handritshöfundurinn Ehren Kruger líka. Hann gerh- handrit spennumyndarinnar „Reindeer Games“ sem snýst um rán í spilavíti en sögufléttan er áhugaverðari en í mörgum öðram myndum svipaðrar gerðar og tekst að draga hana aðeins upp fyrir með- almennskuna. Að auki hefur hún sér til ágætis skemmtilegan leikarahóp þar sem Gary Sinise er mest áber- andi í hlutverki óþokkans og leik- stjórinn, John Frankenheimer, gam- all refur í faginu, vinnur ágætlega úr handritinu. Ben Affleck leikur fanga sem losnar úr fangelsi og kemst strax í kynni við pennavin klefafélaga síns, glæsilega unga konu og eintaklega tilkippilega lfldega vegna þess að hún heldur að hann sé sá sem fékk bréfin hennar, sem hann er ekki. Hún á bróður sem er lífsleiður vöra- bflstjóri og gersamlega snarvitlaust kvikindi er ætlar að ræna spilavíti í gi-enndinni. I ljós kemur að klefafé- laginn vann þar áður og þau ætla að notfæra sér þekkingu hans á innvið- um spilavítisins og þau einfaldlega trúa Affleck ekki þegar hann segist ekki vera sá sem þau halda að hann sé. Það era reyndar fáir í þessari mynd sem era þeir sem þeir segjast vera. Sagan er af þeim sökum sífellt að taka á sig nýjar myndir fram til endalokanna og það er kannski einn af helstu kostum hennar. Ben Affl- eck er ágætur sem hinn granlausi fyrrverandi fangi (sérstaklega þegar búið er að klæða hann í kúrekabún- ing), maður trúir sjaldnast á Char- lize Theron sem „femme fatale,, myndarinnar en Gary Sinise gengur lengst allra og sleppir gersamlega af sér beislinu í klisjuhlutverki óþokk- ans. Honum tekst að vera í senn bæði ógnandi og fyndinn. Dennis Farina er hins vegar senuþjófurinn sem framkvæmdastjóri spilavítisins. Frankenheimer sníður þessari kuldalegu mynd, hún gerist öll um hávetur, dimman og drangalegan ramma sem passar vel við þann al- gjöra skort á siðferðiskennd sem plagar persónurnar og býr til ágætis hasaratriði þegar þau eiga við. Þetta er B-mynd og lýtur öllum lögmálum slíkra mynda; hún ætlar sér ekki annað en að vera stundarafþreying og tekst það. Arnaldur Indriðason Tölvutón- leikar TÓNVER Tónlistarskóla Kópavogs heldur sína árlegu vortónleika á morgun, laugar- dag, kl. 17 í Salnum, Tónlistar- húsi Kópavogs. Á dagskránni era ný fram- samin verk eftir nemendur tón- versins sem ekki hafa heyrst áður. Sérstakir gestir verða nem- endur úr tónfræðadeild Tón- listarskólans í Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.