Morgunblaðið - 05.05.2000, Qupperneq 47
' WrÓRÓtJNBLÁÐfe
MINNINGAR
PÖS'fLtDÁtJUR 5. MÁl 2000 47
VALGERÐUR
GUÐRÚN
HALLDÓRSDÓTTIR
+ Valgerður Guð-
rún Halldórsdótt-
ir fæddist í Garði í
Mývatnssveit 20. ap-
ríl 1929. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
25. apríl siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Halldór Árna-
son, bóndi í Garði (f.
12. júlí. 1898, d. 29.
júlí. 1979), fæddur í
Garði í Mývatnssveit
og Sigríður Jónsdótt-
ir, húsmóðir (f. 1. júní
1906, d. 1. mars
1997), fædd á Vatnsleysu í Skaga-
fírði. Börn Halldórs og Sigríðar
voru sex. Eftirljfandi eru: Anna
Guðný, f. 1930, Árni, f. 1934, Guð-
björg, f. 1940, Hólmfríður, f. 1945,
og Arnþrúður, f. 1947.
Valgerður giftist Kristjáni Stef-
áni Sigurðssyni lækni 20. apríl
1950. Kristján fæddist í Hælavík á
Hornströndum 14. nóvember
1924. Hann lést á Landspitalanum
í Reykjavík 9. nóvember 1997.
Foreldrar Kristjáns voru þau
Sigurður Sigurðsson (f. 28. mars
1892, d. 9. maí 1968), fæddur á
Læk í Aðalvík, síðar bóndi í Hæla-
vík og símstöðvarsljóri á Hest-
eyri, og Stefanía Guðnadóttir (f.
22. júní 1897, d. 17. nóv 1973),
fædd í Hælavík. Þau áttu 13 börn.
Valgerður og Kristján eignuð-
ust fimm börn sem eru: 1) Hildur
Ijósmóðir, f. 1950, gift Ingibimi
Hafsteinssyni kaupmanni. Þau
eiga fjögur börn á lífi og eitt
barnabarn. Tvö barna þeirra em
látin. 2) Halldór verkfræðingur, f.
1952, kvæntur
Jennýju Ágústsdótt-
ur tannlækni. Þau
eiga tvær dætur. 3)
Sigurður barna-
læknir, f. 1955,
kvæntur Guðríði
Önnu Daníelsdóttur
tannlækni, þau eiga
þrjú börn. 4) Hjalti
heimilislæknir, f.
1958, kvæntur Veru
Björk Einarsdóttur
hjúkrunarfræðingi.
Þau eiga þrjú börn á
lífi, en eitt barna
þeirra er látið. 5)
Guðrún Þura sjúkraþjálfari og
nuddari, f. 1966. Guðrún á tvær
dætur.
Valgerður var ætíð vikur þátt-
takandi í félagsmálum og lét sér
annt um hag annarra. Hún var
einn af stofnendum Lionessu-
klúbbs Keflavíkur, starfaði mjög
lengi í kvenfélagahreyfingunni og
var fyrsti formaður Styrktarfé-
lags Sjúkrahúss Keflavíkurhér-
aðs, nú Styrktarfélags Sjúkrahúss
Suðurnesja. Einnig tók hún virk-
an þátt í félagsskap burtfluttra
Patreksfirðinga.
Á unga aldri vann hún ýmis
störf en helgaði mestan hluta ævi
sinnar heimilisstörfum og uppeldi
barna sinna og barnabarna. Hún
starfaði ætið með manni sinum
þegar aðstoðar var þörf og einnig
sem starfsmaður á rannsóknar-
stofu Sjúkrahúss Keflavíkur um
nokkurra ára skeið.
Utför Valgerðar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Valgerður tengdamóðir mín er dá-
in. Ég mun sakna þessarar merku
konu sárt. Við kynntumst á heimili
hennar á Otrateigi fyrir 23 árum.
Þar bjó hún enn er hún lést og allan
þennan tíma hefur heimili hennar
staðið mér opið eins og það væri mitt
eigið. Fyrstu búskaparárin okkar
Hjalta bjuggum við í kjallaranum á
Otrateignum og nutum leiðsagnar
og verndar Valgerðar og Kristjáns.
Þau bjuggu þá og störfuðu í Keflavík
en komu inn á Otrateig í fríum og
eins oft og þau gátu. Valgerður hélt
sem sagt tvö heimili í rúm 20 ár og
fór létt með það. Hún var myndar-
húsmóðir og hafði einstaklega góða
skipulagshæfileika. Við tókum
nokkrum sinnum saman slátur og
var það ekki lengi gert að taka tíu
slátur enda var Valgerður vön slát-
urgerð frá uppvaxtarárum sínum í
Mývatnssveit og þar þóttu tíu slátur
nú ekki mikið. Það var gaman að
vinna með henni.
Valgerður var skarpgreind og
nýttust kraftar hennar vel í ýmsum
félags- og líknarstörfum. Hún var
einn af stofnendum styrktarfélags
Sjúkrahúss Keflavíkur og Lionessu-
hreyfingarinnar á Suðurnesjum.
Hún var í stjórn og formennsku
þessara félaga um árabil. Ásamt
húsmóðurstörfum starfaði hún á
læknastofunni hjá Kristjáni manni
sínum um árabil. Eitt sumar vann
hún á Tryggingastofnun ríkisins við
skrifstofustörf og síðustu árin í
Keflavík á rannsóknarstofu sjúkra-
hússins. Hún var félagslynd og hafði
gaman af að umgangast fólk og naut
sín í gestgjafahlutverkinu. Hún var
myndarleg í höndum, kunni vel að
saum enda hafði hún unnið á saum-
stofu hjá Önnu Jónsdóttur frænku
sinni þegar hún var ung. Síðustu árin
saumaði hún mikið út fallega dúka
og púða og gaf öllum í fjölskyldunni
sem þiggja vildu. Það er dýrmætt nú
að eiga jóla- og páskalöbera eftir
hana.
Tvö sumur bjó ég á heimili þeirra
Kristjáns í Keflavík og kynntist því
vel hversu dugleg Valgerður var.
Maturinn vai’ alltaf tilbúinn klukkan
tólf og kvöldmatur borðaður á slag-
inu sex. Þetta þótti mér skrýtið fyrst
en þessu höfðu þau vanist er þau
bjuggu í Svíþjóð og var þetta góður
siður sem hélst allan þeirra búskap.
Kvöldin urðu lengri og tíminn nýttist
betur.
Þegar við Hjalti vorum í námi
fannst okkur hvergi betra að lesa en
í Keflavík og ófáar helgar dvöldum
við þar í góðu yfirlæti. Oft var slegið í
spil og mikið spjallað og spekúlerað.
Valgerður hafði sérstaka kímnigáfu
og var yfirleitt létt i skapi og kát og
hafði gaman af að gera að gamni
sínu. Þegar hún hló þá hló hún „öll“
og maður varð að hlæja með henni.
Valgerður var sérlega stolt af
börnunum sínum enda hafði hún svo
sannarlega ástæðu til. Alltaf fylgdist
hún vel með hvað þau voru að gera
og sagði okkur hinum stolt frá. Eftir
að barnabörnin fóru að bætast í hóp-
inn var hún ekki síður stolt. Alltaf
voru þau velkomin til hennar og eng-
inn mátti fara öðruvísi en vera búinn
að borða eitthvað eða þiggja eitthvað
að gjöf. Valgerður var sérlega gjaf-
mild og átti stórt hjarta. Það sást
best þegar börn komu til hennar, þá
Ijómaði hún af gleði.
Við Hjalti nutum hjálpar hennar
og elsku í gegnum árin. Hún bauðst
til að passa börnin ef á þurfti að
halda, leyfði okkur öllum að búa hjá
sér þegar við komum til landsins er
við bjuggum í Svíþjóð og einnig er
við komum upp á land frá Eyjum.
Ekkert var sjálfsagðara en að taka á
móti fimm manna fjölskyldu. Alltaf
var búið að búa upp rúm, baka og
elda góðan mat, allir hjartanlega vel-
komnir og ekki ætlast til neins í stað-
inn. Ef erfiðleikar voru hjá okkur
reyndi hún að hjálpa eins og hún gat.
Aldrei gleymi ég er hún og Kristján
komu til Svíþjóðar til okkar ’86. Þá
var ég veik og Tryggvi nýfæddur og
við nýflutt út. Mér fannst ég fá engla
senda af himnum er Valgerður og
Kristján komu út. Á örskömmum
tíma var eins og hvítur stormsveipur
hefði farið um íbúðina og matur
kominn í pottana. Mér fannst ég allt-
af örugg þegar tengdamamma var
nálægt.
Síðustu árin var heilsan farin að
bila. Valgerður var einstaklega
hraust að upplagi og sterkbyggð
enda hafa fáir lifað að fá fjórar teg-
undir af krabbameini. Valgerður hélt
reisn og sjálfstæði fram á síðustu
stund. Hún vildi ekki vera öðrum
byrði og fannst við vesenast alltof
mikið fyrir sig.
Ég geymi minningu um merka
konu í hjarta mínu og þakka Guði
fyrir að hafa fengið að kynnast Val-
gerði.
Drottinn blessi sálu hennar og
styrki fjölskylduna í sorginni.
Vera Björk Einarsdóttir.
Amma Valgerður hún var góð.
Hún gaf mér kodda og nammi.
Ragnheiður Perla Hjaltadóttir.
Mig langar að minnast Valgerðar,
tengdamóður dóttur minnar, nokkr-
um orðum, en hún er látin eftir erfið
veikindi og verður jarðsett í dag.
Ég kynntist Valgerði fyrir rúmum
20 árum. Hún var mikil sómakona,
hrein og bein, og var alls staðar eftir
henni tekið hvar sem hún kom. Hún
var fríð kona, alltaf fallega klædd og
vel snyrt. Hún var mikil handavinnu-
kona og var heimili hennar og manns
hennar, Kristjáns Sigurðssonar
læknis, mikið myndarheimili.
Ég sat hjá Valgerði á heimili
hennar fyrir tveim vikum og datt
mér þá ekki í hug að svo stutt væri
eftir af hennar ævi. Hún talaði um
liðna tíð og að nú þyrfti hún að fara
að skipta um íbúð. Húsið væri alltof
stórt fyrir hana. Ekki eitt kvörtunar-
orð. En dauðinn er kóróna lífsins,
segir einhvers staðar. Það hefði ver-
ið gaman, ef Valgerður hefði getað
verið viðstödd, er sonardóttir hennar
og nafna, Valgerður Rós Sigurðar-
dóttir, útskrifast sem stúdent frá
Verzlunarskóla Islands nú í lok maí.
En ég veit, að hún verður samt með
og fagnar þessum áfanga sonardótt-
ur sinnar og nöfnu.
Börnum hennar og mökum þeirra
svo og barnabörnum sendum við
Daníel okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Gerður Guðmundsdóttir.
Kveðja frá Lionessuklúbbi
Keflavíkur
allt milli himins og jarðar. Fyrir það
vil ég þakka. Hún miðlaði öðrum af
sjálfsöryggi og jákvæðri lífssýn.
Fjölskyldunni allri færi ég innileg-
ar samúðarkveðjur frá félagskonum
í Lionessuklúbbi Keflavíkur sem og
fjölskyldu minni.
F.h. Lionessuklúbbs Keflavíkur,
Guðný Gunnarsdóttir.
Kveðja frá Styrktarfélagi
Sjúkrahúss Suðurnesja
Fallin er í valinn merk kona sem
skilaði farsælu starfi sem húsmóðir
og forystumaður margra verðugra
framfaramála.
Vorið 1971 tók Kristján Sigurðs-
son læknir við stöðu yfirlæknis á
Sjúkrahúsinu í Keflavík. Óhætt er að
segja að nýtt Iíf hafi færst í starfsemi
sjúkrahússins við komu Kristjáns.
Þjónusta við sjúkrahúsið vai' aukin
með ráðningu sérfræðinga og heilsu-
gæslu komið á fót. Gerð var áætlun
um frekari uppbyggingu sjúkrahúss-
ins sem byggðist á hugmyndum um
100 rúma sjúkrahús með öllu tilheyi’-
andi.
Áhugafólk um heibrigðismál á
Suðumesjum stofnaði Styrktarfélag
Sjúkrahúss Suðurnesja. Markmiðið
með stofnun félagsins var að sýna
samstöðu Suðurnesjabúa og þrýsta á
um stækkun gamla Sjúki'ahússins.
Mikill áhugi var um eflingu heil-
brigðisþjónustunnar á Suðurnesjum,
enda voru stofnendur félagsins um
eittþúsund.
Á stofnfundinum 16. apnl 1975 var
eiginkona Kiistjáns, Valgerður Hall-
dórsdóttir, valin til forystu í Styrkt-
arfélagi Sjúkrahúss Suðurnesja.
Hún stýrði svo félaginu þar til þau
hjónin fluttu til Reykjavíkur árið
1992.
Helsta baráttumál félagsins var
að þrýsta á um stækkun sjúkrahúss-
ins og má segja að til þess hafi verið
notuð öll ráð.Valgerður var þar alltaf
fremst í flokki. Oteljandi voru fund-
irnir sem efnt var til með ráðherrum
og þingmönnum. Sannfæra þurfti þá
sem með fjárveitingarvaldið fóru um
að það væri nauðsynlegt og hag-
kvæmt að búa betur að öldruðum og
sjúkum á Suðurnesjum.
Stundum var gripið til óhefðbund-
inna aðferða eins og þegar stjórn
Styrktarfélagsins, með Valgerði í
broddi fylkingar, brá á það ráð að
efna til þaulsetu í biðstofu ráðuneyt-
is fjármála til þess að ná eyrum ráð-
herra.
Þaulsetan skilaði árangri og mál-
inu var þokað áfram um eitt mikil-
vægt skref. Sannfæra þurfti marga á
Suðumesjum um nauðsyn stækkun-
arinnar og var það gert með kynn-
ingu á málefninu á fundum og í
blaðagreinum.
Nú 25 árum síðar virðist sem mál-
ið sé komið í höfn. Risið er sjúkrahús
með tilheyrandi aðstöðu fyi-ir um 100
sjúklinga. Fullyrða má að óeigingj-
arnt starf félaga styrktarfélagsins
hafi haft úrslitaáhrif á framgang
byggingar sjúkrahússins.
Þó að stækkun sjúkrahússins hafi
verið aðalbaráttumál og ástæða
stofnunar styi’ktarfélagsins, hefur
félagið einnig stutt sjúkrahúsið
dyggilega í gegnum tíðina. Sjúkra-
húsinu hafa verið gefin tæki og áhöld
til lækninga en tekna hefur verð afl-
að með útgáfu minningarkorta.
Raunvirði tækja sem félagið hefur
gefið Sjúkrahúsi og Heilsugæslustöð
Suðumesja skiptir milljónatugum.
Valgerður vai’ alltaf potturinn og
pannan þegar unnið var að fram-
gangi heilbrigðismála á Suðurnesj-
um. Þrautseigja hennar og staðfesta
og vissa um að um réttan og góðan
málstað væri að ræða var upppörv-
andi fyrir okkur sem störfuðum með
henni.
Það var mikið happ fyrir okkur
Suðurnesjamenn að Kristján og Val-
gerður festu rætur á Suðurnesjum.
Þau hjónin gátu sér góðan orðstír,
hann sem virtur og dáður læknir og
hún sem mikilhæf kona og forystu-
maðm' um framfarir í heilbrigðis-
málum.
Fyrir þetta viljum við félagar
hennar sem störfuðum með henni í
Styrktarfélagi Sjukrahúss Suður-
nesja þakka fyrir hönd Suðurnesja-
mannaallra. j _
Ég og fjölskylda mín sendum
samúðarkveðjur til fjölskyldu Val-
gerðar með þökk fyrir allar
samverustundirnar á liðnum árum.
Þorbjörg Pálsdóttir, for-
maður Styrktarfélags
Sjúkrahúss Suðurnesja.
Valgerður Halldórsdóttir var í
hópi 36 kvenna sem stofnuðu Lion-
essuklúbb Keflavíkur fyrir 18 árum
og sennilega sú okkar sem hafði
mesta reynslu af félagsmálum. Það
kom í hlut undirritaðrar að verða
fyrsti formaður klúbbsins og sótti ég
oft ráðgjöf og styrk í smiðju Val-
gerðar. Hún var gjaldkeri klúbbsins
1989-90 og starfaði ötullega með
okkur allt þar til þau hjónin fluttu til
Reykjavíkur við starfslok Kristjáns,
sem var yfirlæknir við Sjúkrahúsið
hér í Keflavík. Valgerður hélt áfram
að sýna starfi okkar áhuga og kom
oft á fundi til okkar, sérstaklega á
meðan Kristjáns naut við, því þau
hjónin voru samtaka um að rækta
vel þau vináttutengsl sem myndast
höfðu á árunum sem þau bjuggu hér.
Hún var aufúsugestur í okkar hópi
og henni ávallt vel fagnað.
Valgerður var fróð og vel gefin
kona sem kunni að greina aðalatriði
frá aukaatriðum í hinu daglega lífi.
Hún hafði einnig lifandi áhuga á því
sem var að gerast í kringum hana
hvort sem um þjóðfélagsmál eða vel-
ferð bæjarbúa var að ræða. Sem for-
maður Styrktarfélags Sjúkrahússins
okkar vann hún einstakt starf og
hreif aðra með sér með áhuga sínum
og harðfylgi. Valgerður hafði mikla
kímnigáfu og gat á einstæðan hátt
séð broslegu hliðarnar á ýmsum mál-
um. Smitandi hláturinn og léttleik-
inn voru áberandi þættir i fari henn-
ar.
Um leið og ég flyt Valgerði þakkir
félagskvenna í Lionessuklúbbi
Keflavíkur langar mig að þakka
henni persónulega fyrir trausta vin-
áttu í 30 ár. Við hjónin fluttum til
Keflavíkur árið 1970, á sama tíma og
Valgerður og Kristján og lágu leiðir
okkar frá upphafi saman vegna
starfa eiginmanna okkar. Hún bjó
yfir dýrmætri reynslu sem eiginkona
læknis og sem móðir fimm mann-
vænlegra barna. Ég var ung og ór-
eynd og fann fljótt hve gott var að
leita til hennar með ráðleggingar um
+ Grímur Eysturoy
Guttormsson
fæddist í Þórshöfn í
Færeyjum 28. júlí
1919. Hann lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 17. apríl síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Foss-
vogskapellu 25.
apríl.
Sumrin 1966-1967
og 1968 voru einstak-
lega fögur hér sunnan-
lands. Mig minnir að
flesta sumardaga hafi
verið sólskin og blíða, að minnsta
kosti hjá okkur niðri í Sundahöfn-
inni, sem þá var verið að byggja.
Hafnargerðin var afar fróðlegur
vinnustaður, margir menn að vinna
að einu markmiði. Gröfur, spreng-
ingar, dæluskip, mælingavinna,
steypuvinna, járnabindingar. Stór-
virkar vinnuvélar koma og fara og
mikið um að vera. Eitt sinn var ég
sendur um borð í lítinn bát er lá við
bryggjuna og þar voru fyrir feðgarn-
ir Grímur heitinn og Regin sonur
hans að gera klárt fyrir köfun þess
fyrrnefnda. Ég hafði aldrei séð
svona „alvöru" kafarabúning fyrr og
fannst þetta afar merkilegt fyrir-
bæri, níðþungir skór og heilmikil
kúla yfir höfuðið og band um miðj-
una og svo það mikilvægasta, súrefn-
isslangan, sem lá upp að dælu um
borð í bátnum. Grímur fór rólega í
kaf í höfninni og hafði meðferðis einn
heljarmikinn jámkarl, svona eins og
göngustaf undirdjúpanna. Smám
saman seig Grímur í djúpið og Regin
lét mig aðstoða lítillega við snúrurn-
ar og loftslönguna.
Regin var þá 19 ára
og skynjaði ég þarna þá
miklu ábyrgð sem hon-
um var falin, að verA
bókstaflega með „líflín-
ur“ föður síns í hend-
inni.
Mér eru ávallt minn-
isstæðar þær þrjái'
ferðir sem ég fékk að
vera með og sú einbeit-
ing sem því fylgdi. Ég
spurði Grím einu sinni
hvort ekki væri fallegt
þarna niðri, en hann
kímdi við og sagði að
þarna niðri væri þykk-
ur leir sem þyrlaðist fljótt upp. Ég
rétti einu sinni út höndina að Grími
þegar hann var að koma upp úr til
þess að taka „göngustaf* hans um
borð í bátinn og lá við að ég hyrfi f
djúpið ásamt stafnum (járnkarlinum
mikla), svo þungur vai' hann, en lauf-
léttur í hendi heljarmennisins
Gríms.
Það er fróðlegt þegai- ferðast er
um Færeyjar að hitta alla þá sem
einhvern tíma lífs síns hafa unnið eða
numið á íslandi og líta á ísland sem
sitt annað föðurland. Við eigum
Færeyingum margt gott að þakka í
gegnum aldirnai' og ég veit að sam-
starfið við þá mun enn aukast á
næstu árum með tilheyrandi mann-
legum samskiptum. Það koma ef-
laust margir Færeyingar til Islands
til starfa á næstu árum og eru þeir
allir velkomnir. Lífsstarf Gríms
Eysturoy á íslandi er svo sannarlega
einn af hornsteinum þess að Færey-
ingar eru alltaf aufúsugestir hér á
landi.
Blessuð sé minning hans.
Friðrik Á. Brekkan. -
GRÍMUR EYSTUROY
GUTTORMSSON