Morgunblaðið - 05.05.2000, Page 48

Morgunblaðið - 05.05.2000, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Hulda Ingvars- dóttir fæddist í Birtingarholti í Vest- mannaeyjum 10. maí 1927. Hún le'st á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 28. aprfl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ing- var Þórólfsson, f. 27. marz 1896, d. 13. ap- rfl 1975 og Þórunn Friðriksdóttir, f. 28. aprfl 1901, d. 13. júní 1972. Systkini henn- ar: Þórhildur, f. 1922; Þórunn, f. 1923; Friðrik, f. 1926; Vigfús, f. 1928; Hafsteinn, f. 1932; Hafdís, f. 1935, d. 1997; Ingi, f. 1937; Jóna, f 1939 og Þórólfur, f. 1944. Hulda giftist Ingva Reyni Berndsen, f. 8. aprfl 1924, d. 8. marz 1967, í október 1947. Þau bjuggu lengst af á Bústaðavegi 97 og eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Herdís, f. 22.4. 1947, gift Ingva Hrafni Magnússyni. Þeirra böm: Elsku mamma, þá er þrautum þín- um lokið. Það er eríitt að sætta sig við fíð geta ekki tekið upp símtólið og hringt í þig til að vita hvernig þú hafir það. Það var mikið áfall þegar þú veikt- ist fyrir þremur árum og endaðir í hjólastól. En þú varst ákveðin í því að sigrast á öllu og fara allra þinna ferða og það sést best þegar þú ákvaðst að fara til útlanda og það alla leið til Kanada. Það voru þung spor fyrir okkur bömin þín að íara með þér inn á Bústaðaveg 97, sem hafði verið heimili þitt í rúm 45 ár, til að ganga frá eigum þínum, því væntanlegt - heimili þitt átti að verða á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ og það var ekki mikið sem þú gast tekið með þér, en þú komst þér samt vel fyrir á nýja heimilinu. Það var yndislegt að sjá þig þessi ár á Skógarbæ, þar sem þú fórst í stólnum þínum niður í handavinnu, til að prjóna trefla, sem þú síðan gafst um allan bæ, eða mála bæði slæður og aðra muni. Þú heilsaðir líka upp á alla á heimilinu og vorum við að gantast með það að þú færir á stofugang, en það voru margir sem kunnu að meta það og eiga eftir að sakna þín. Ég minnist líka mánudaganna, þar sem við sátum og spjölluðum um allt mögulegt á meðan ég gekk frá trefl- um, eða þá að við röltum um gangana , og spjölluðum við fólkið. Nú er því ^öllu lokið. Mamma mín, faðmur þinn var stór og alltaf tilbúinn að taka á móti öllum sem til þín leituðu, hvort sem var á Bústaðaveginum eða í Skógarbæ, enda var alltaf gestkvæmt hjá þér. Okkur Ingva þótti líka gaman að fá þig heim í mat og mikið þótti okkur vænt um að þú gast komið til okkar upp í sumarbústað í fyrrasum- ar, og þú varst svo ánægð, en hafðir samt á orði að þér, þætti verst að geta ekki skriðið í moldinni til að taka til í beðunum. Minningin um þig er góð og erum við Ingvi einnig þakklát fyrir að hafa átt ánægjulega stund með þér annan páskadag og þú tókst í hendur okkar og sagðir okkur hvað þér þætti vænt um okkur. Okkur langar að "'koma á framfæri sérstöku þakklæti til alls starfsfólks á Heiðabæ, sem var svo gott við þig og þér þótti svo undur vænt um. Þín verður sárt saknað og langar okkur að kveðja þig með sömu orðum og þú endaðir svo mörg símtöl á, Guð geymi þig. Herdís. Mig langar að minnast ástkærrar móður minnar Huldu Ingvarsdóttur með nokkrum orðum. Hún fæddist í Birtingaholti í Vest- imannaeyjum og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum og níu systkinum. Á heimili hennar var mikill kærleikur og endurspeglaði það allt hennar líf. Það hjálpaði henni að komast yfir erf- iðleika seinna á lífsleiðinni. Hún giftist föður mínum Reyni Bemdsen og eignuðust þau sex böm. Hún varð ekkja mjög ung, aðeins 39 ára gömul. Það var mikið áfall fyrir Hulda, Guðrún og Guðni Magnús. 2) Þórunn, f. 9.1. 1949, gift Ólafi Jóni Áma- syni. Þeirra barn er ívar Þór. 3) Þór, f. 24.6. 1950, kvæntur Maríu Balcik. Þeirra börn eru Ester Lind og Hlynur Steinn. 4) Hulda Fríða, f. 15.12. 1951, gift Vilhjálmi SveinssynL Barn þeirra er ísak. Börn Huldu Fríðu frá fyrra hjónabandi: Ingvi Reynir, Míkael og Lilja. 5) Herborg, f. 29.6. 1960, gift Aðalsteini Ásgrúnssyni. Þeirra böm: Anna Diljá, Andri Daði, An- íta Dögg og Fannar. 6J Ingvar, f. 23.1. 1963, kvæntur Olínu Hans- dóttur. Þeirra börn eru Aron, Ingvi Reynir og Sandra. Hulda átti einnig níu langömmuböm. Útför Huldu fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. hana að standa ein uppi með sex böm á unga aldri. Þurfti hún að fara í íyrsta skipti út á vinnumarkaðinn að færa björg í bú. Reyndist það henni mjög erfitt því hún þurfti að skilja tvö yngstu bömin eftir ein heima. Þegar móðir hennar lést tók hún föður sinn inn á heimilið og annaðist hann allt til dauðadags. Ég minnist þess hve móðir mín annaðist okkur systkinin af mikilli al- úð. Hún saumaði og prjónaði allt á okkur og var allt heimilið alltaf strok- iðogfínt. Mamma var mjög listræn, sást það best í hannyrðum og fallegu hehnili. Var hún mjög gestrisin og var ávallt mikill gestagangur á Bústaðavegin- um. Hún sýndi fólki mikinn áhuga og átti mjög auðvelt með að sýna fólki samkennd. Oft þurftum við systkinin að ganga úr rúmi því alltaf var hægt að taka á móti næturgestum. Var heimili foreldra minna rómað fyrir hlýleik og ástúð. Fyrir þremur árum veiktist móðir mín og þurfti í meðferð en hún steig aldrei í fætuma eftir það, lamaðist hún hægra megin og var það mikil sorg. Hún gafst ekki upp, hélt lífsbar- áttunni áfram og eignaðist hún nýtt heimili í Skógarbæ. Þar byrjaði nýr kafli í lífi hennar. Þar var allt gert til að létta undir með henni. Mamma lagði hart að sér og stundaði reglu- lega sjúkraþjálfun. Vinnusemin lét ekki á sér standa og hóf hún að pijóna trefla af miklum krafti og fékk hún um leið útrás fyrir gjafmildi sína. All- ir sem hún var í sambandi við fengu gefins trefil. Við systkinin vildum allt íyrir hana gera, lærðum við það af henni. Sögð- um við stundum að hún væri búin að vinna fyrir því að við hugsuðum vel um hana. Margt sem hún hafði ekki gert áð- ur en hún veiktist, áorkaði hún síð- ustu árin. Mamma eignaðist marga góða vini í Skógarbæ, bæði heimilis- menn og starfsfólk. Mömmu leið mjög vel í Skógarbæ og var hugsað um hana af mikilli ástúð og glensi. Sjálf var hún mikill gleðigjafi og hafði góð áhrif á fólk í kringum sig. Átti hún hugmyndina að því að nokkrir heimilismanna í Skógarbæ tækju sig saman, pöntuðu kjúkbng og var það kallað kjúklingapartí. Eins gerði hún sér reglulega ferð um húsið og heim- sótti heimilismennina og kallaði hún það stofugang. Varð ég stundum þess heiðurs aðnjótandi að fá að fara með henni. Hún átti líka sínar erfiðu stundir og þegar þannig lá á henni lét hún þessi orð falla: „Ég vildi að guð tæki mig til sín.“ Nú er lífskraftur þessarar kjamakonu á enda. Mun ég minnast hennar móður minnar með djúpri virðingu og þakklæti fyrir allt sem hún gaf mér. Þín ástkæra dóttir, Þórunn. Elsku mamma mín, mikið er gott að þessari þrautagöngu þinni er lokið. Það er svo ótrúlegt hvað þú ert búin að vera jákvæð þessi þrjú ár sem þú ert búin að vera lömuð, ég veit að vist- mennirnir á Skógarbæ hafa bæði fengið að njóta umhyggu þinnar og jákvæðni, ég tala nú ekki um stuðið sem alltaf var í kringum þig. Það var alltaf ánægjulegt að koma til þín, eins og þegar mikið stóð til þegar þú og viskí-gengið (eins og ég kallaði ykkur) komuð saman og pönt- uðu ykkur mat og hélduð „partý“. Það var orðin hálfgerð regla að hafa þessa uppákomu einu sinni í mánuði. Við systkinin höfum notið mikillar umhyggju frá þér, þú varst ekki göm- ul þegar pabbi okkar dó, aðeins 39 ára. Þú sýndir mikinn styrk þá þótt það hafi verið erfitt bæði fyrir þig og okkur. Þú varst eins öm með þína stóru amarvængi, sem litlu fiður- lausu ungamir þínir flúðu til, og þú reyndir eftir bestu getu að hafa okkur undir vængjum þínum. Það hefur oft verið minnst á það að þú hafir mest þurft að hafa fyrir mér enda er talað um að ég sé lík þér bæði í útliti og mörgu öðm. Ef vandamál koma upp hef ég reynt að hoppa í „trúðinn" sem hefur verið mér mjög eiginlegt. Ég er þér mjög þakklát fyrir allt sem þú hefur gefið mér, eins ogþegar við voram að vinna saman hjá ISI þá var oft glatt á hjalla hjá okkur. Það sem gaf mér mest var að þá gátum við gert upp marga hluti sem bæði létti á mér og þér. Á þessum tíma mynduð- ust mjög náin tengsl milli okkar, þau vora bæði hrein og bein, og kann ég vel að meta það, mamma mín (eða höfðinginn eins og ég kallaði þig). Þú gafst mér líka mikið sem barni, þú sagðir oft að þú hefðir mest þurft að hafa fyrir mér, þú sagðir oft að þú vildir eiga tíu af hinum bömunum, en eitt eintak dygði af mér. Aldrei tók ég þessu sem galla heldur var ég upp með mér. Ég elska þig, mamma mín, verst finnst mér að eiga ekki foreldra og geta ekki fundið mömmu-lyktina sem mér þótti svo vænt um, en svona er það, lífið hefur afmarkaða stund. Þú eignaðist mjög góða vinkonu á Skóg- arbæ, hana Ingibjörgu, það ríkti mik- ill kærleikur milli ykkar. Það er mikill missir íyrir hana, hún saknar þín mikið. Mér þótti mjög vænt um að sjá hana sitja í sætinu þín daginn eftir að þú varst farin, og var ég ekld lengi að krýna hana sem höfðingja. Ég spurði hana líka hvort hún væri til í að taka að sér munaðarleysingja, hún hélt það nú. Ég veit að þú hefðir viljað að við hugsuðum um hana og ég skal gera það. Ég kveð þig að sinni, elsku mamma mín, sé þig síðar, Guð geymi þig. Þín dóttir Hulda Fríða. Nú er rannin upp sú stund sem ég óttaðist alltaf mest þegar ég var lítið barn. Ég var alltaf svo hrædd um hana eftir að hann pabbi dó, ég óttað- ist hvað mest að verða foreldralaus. Svona hugsaði ég sem lítil stelpa. Mér fannst hræðilegt ef ég ætti enga mömmu og pabba svo ég passaði mömmu vel, enda ekki erfitt, mamma var svo yndisleg kona og ég er svo þakklát fyrir að ég skuli hafa fengið að ganga með henni í tæp 40 ár, ég var algjör mömmustelpa. Og elsku mamma mín var alltaf tilbúin að fóma sér fyrir allt og alla, það sá maður best þegar hún flutti á nýja heimilið sitt, Skógarbæ, þar fór hún á stofu- gang til að gá hvemig öllum heilsaðist svo sat hún í símanum og hringdi í vini og ættingja til að vita hvernig þeim liði, en sjálf var hún að basla við mikil veikindi og sína fötlun síðastlið- in þijú ár. Já, það var erfið stund að upplifa þessa glæsilegu konu verða svona hjálparvana sem hún varð. Og fyrstu mánuðina hringdi hún oft grát- andi í mig og sagði: Elsku Herborg mín, nú get ég þetta ekki lengur, ég hljóp út í bil og keyrði rakleiðist til að hugga hana, en þurfti svo oftast að brynna músum sjálf einhvers staðar í laumi, en svo sættist þessi elska við sitt hlutskipti og stundimar með henni eru mér yndislega dýrmætar. Mamma kenndi mér svo margt, t.d. þegar ég var að aðstoða hana sagði hún alltaf: Herborg mín, þú ert svo dugleg að leggja inn, en ég er alltaf að taka út, já, við áttum bók í huga okkar þ.e.a.s.ef ég gerði eitthvað gott fyrir hana lagði ég í þessa bók, en mamma var búin að leggja svo mikið inn í gegnum ævina að hún átti svo sannar- lega skilið að taka út alla þá aðstoð og hjálp sem hún þarfnaðist. Mamma var alltaf að takast á við lífið, hún var jafn gömul mér þegar hún varð ekkja með sex böm og það var ekki alltaf auðvelt en hún gafst ekki upp og henni tókst að verða skemmtileg kona og alltaf með húm- orinn á réttu augnablikunum. Ég man þegar við Hulda systir fóram með hana fyrir ekki svo löngu í Kringluna. Við áttum að hitta hana í hjólastólabílnum klukkan tvö en þeg- ar við komum á staðinn var alls eng- inn mamma. Við gerðum, eins og okk- ur einum er lagið, allt vitlaust, hringdum á Skógarbæ og mamma varlöngu farin, við voram svo hrædd- ar en viti menn, eftir dágóða stund kemur hún rúllandi á stólnum sínum og spyr: Erað þið að leita að mér? Já, mamma, við voram skíthræddar en það stóð ekki á svari: Hvað er að ykk- ur, ég þurfti bara í apótekið, næst fer ég ein, ég nenni ekki með ykkur aftur. Elsku mamma mín, ég er svo fegin að þú fékkst hvíldina áður en ég flyt til Kaupmannahafnar, en ég fékk sko oft að heyra að það væri ekki fallegt af mér að yfirgefa þig, en ég vissi nú kannski líka hvert heilsa þín stefndi svo mér fannst ég ekki vera að yfir- gefa þig en þú sást nú húmor í þessu líka og þú vildir flytja með mér til að kenna Dönum að drekka meiri Carls- berg, þú ætlaðir að bjarga Carlsberg- verksmiðjunni og taka Clinton með. Núna segi ég eins og ég sagði þegar ég var lítil, ég átti bestu mömmu í öll- um heiminum og ég á eftir að sakna orðanna, ég vildi að ég ætti tíu Her- borgur. Æi, hvað það var sárt að kveðja gamla heimilið okkar á Bú- staðaveginum, og núna get ég ekki heimsótt þig og hringt í þig á Skógar- bæ til að spjalla og fá góð ráð. En ég á góða, dýrmæta trú sem hefur kennt mér að allir þeir sem í gröfunum era munu ganga fram, og þá dýrmætu von hef ég að geta tekið á móti þér og pabba til að lifa með ykk- ur í Paradís. Ég sakna þín. Þín dóttir, Herborg. Elsku besta amma mín, nú ertu sofnuð og þarft ekki að kveljast leng- ur, þó ég eigi eftir að sakna þín mikið og samverastunda okkar. Þú varst svo yndisleg og góð. Ég man hvað mér fannst gaman að koma og gista hjá þér á Bústaðaveginum, þú dekr- aðir svoleiðis við mann, þú komst með morgunmat í rúmið og mér fannst ég „prinsessan á bauninni" þegar ég var hjá þér. En síðustu þijú ár hafa bæði verið erfið og skemmtileg. Þú breyttist mikið eftir að þú veiktist, en þú gast fundið húmor á bak við alla hluti. Það var líka alveg stórkostlegt að sjá þig rápandi um í hjólastólnum Skógarbæ og vildir helst stjóma öllu, þú varst oft eins og við kölluðum þig „Höfðing- inn“. Núna síðustu daga varstu búin að vera mjög veik og þegar ég kom til þín um daginn sagðirðu við mig: „o, hvað ég vildi að ég væri orðin svona ung eins og þú aftur“ og horfðir á mig með þessum stóra fallegu augum. Og eins þegar ég kom til þín aðfaranótt föstudags, þú hafðir sofnað hinum langa svefni, þú varst svo falleg, húð- in þín var svo slétt og stóra augun þín vora lokuð. Nú vona ég að þér líði betur og við eigum eftir að hittast aftur þegar þessu heimskerfi lýkur. Þú verður alltaf ofarlega í huga mér. Þitt barnabam, Aníta Dögg. Með örfáum orðum vil ég kveðja elskulega ömmu mína! en í huga minn koma fram ótal minningar, minningar um stórkostlega konu sem aldrei kvartaði þótt líf hennar væri oft erfitt. Hún mátti aldrei neitt aumt sjá og var ætíð reiðubúin að hjálpa öðram. Gott dæmi um það var þegar ég lenti í bíl- slysi og hún var þá sjálf veik, samt var hún íyrsta manneskjan til að hringja í mig og vita hvemig mér liði og til að segja mér að hún ætlaði að láta biðja fyrir mér, en við amma töluðum oft HULDA BERNDSEN um trúna og bænina. Hún spurði mig oft hvort ég færi ekki alltaf með bæn- irnar mínar á kvöldin. Hún var ekki bara svona við mig, hún var svona við alla. Síðustu æviárin sín var hún bundin við hjólastól og bjó á Skógar- bæ en ég veit að þar eiga margir eftir að sakna hennar, því hún fór svo oft í heimsókn til fólks á öðram deildum til að vita hvernig það hefði það, en sjálf kallaði hún þetta stofugang. Já, minn- ingarnar era margar, en þó er ein sem er mér ofarlega í huga en það er frá sumrinu sem ég var 17 ára þá unn- um við, ég og amma, saman. Það var svo skemmtilegt enda töluðu stelp- umar um það sem unnu með okkur hvað ég ætti hressa og skemmtilega ömmu og ég varð svo montin af því að eiga svona stórkostlega ömmu. Þú kallaðir mig alltaf nöfnu og ég skrif- aði í gestabókina þína að ég væri reglulega stolt af að heita sama nafni og þú og það gladdi þig að heyra það. Já, elsku amma, ég vil kveðja þig með þessum ljóðlínum. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, núsællersigurunnin og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin hvað getur grætt oss þá? oss þykir þungt að ski(ja, enþaðerGuðsaðvilja, og gott er allt, sem Guði er frá Nú héðan lík skal hefja eihérmálengurtefja ídauðans dimmumval. Ur inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Hulda Ingvadóttir. Þær era ofarlega í huga mínum þær góðu stundir sem ég átti með ömmu. Mig langar með fáeinum orð- um að segja frá þeim. Allt frá unga aldri man ég eftir öirimu þar sem hún átti heima á Bústaðaveginum. Oft fór ég með foreldram mínum þangað í heimsókn. Amma var þannig mann- eskja að hún var ávallt hress og kát. Ekki vantaði gestrisnina. Á mínum yngri áram fékk ég stundum að gista hjá ömmu. Þá leið manni ávallt einsog maður væri kóngur í ríki sínu. Þar sem amma var, var ávallt glens og gaman. Hún átti auðvelt með að smita annað fólk með hlátri og góðum húm- or. Ég gæti skrifað heilu bækurnai’ um það sem amma gerði fyrir mig. Það var mikið áfall fyrii- mig þegar ég frétti að amma væri orðin veik. Hún þurfti að flytja frá Bústaðaveg- inum. Skógarbær var sá staður sem varð heimili hennar síðustu árin. Amma var bundin við hjólastól síð- ustu þrjú árin en það hindraði hana ekkert. Ég dáðist að henni og geri en meir í dag, hversu dugleg hún var að bjarga sér. Þegar ég skrapp til henn- ar á Skógarbæ þá heyrði maður oft hlátur koma úr herbergi hennar eða úr setustofu heimilismanna. Þar sat amma oft.í essinu sínu, sagði brand- ara við starfsfólk og heimilisfólk. Marga fallega muni á ég sem hún gaf mér, sem hún gerði sjálf. Treflar, kertastjakar og margt fleira. Ég hef aldrei séð ömmu eins montna og þeg- ar ég sagði henni að unnusta mín gengi ávallt með trefil sem amma gerði og gaf henni. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast og eiga ómetanlegar stundir með ömmu minni. Henni Huldu Ingvarsdóttur. Hún kenndi mér að meta lífið. Guð blessi hana. Þittbamabam ívan Þór Ólafsson. Elsku besta amma í heimi, ég á eft- ir að sakna þín mjög mikið, sérstak- lega að fá að heimsækja þig þegar þú varst hress eins og þú varst oftast. Enda varst þú aðalmanneskjan á Skógarbæ. Takk fyrir allt sem þú gafst mér, ég fór sjaldan út án þess að hafa fengið einhvað hjá þér, amma mín. Þinn, ísak (bamabani).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.