Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 51

Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 51
MINNINGAR MORGUÉBLADID FÖSTUt)AGUR 5. MAÍ ^O'OO ‘ 51 hefði eflaust getað náð langt ef hann hefði haldið áfram að æfa lengur en hann gerði. Hann var ágætur í körfubolta, enda mjög áhugasamur um þá íþrótt einnig. Ef mann lang- aði að vita úrslit leikja eða fá aðrar upplýsingar um stöðuna í körfubolt- anum var alltaf hægt að reiða sig á Arnar. Ofáar voru keppnisferðirnar og æfingabúðirnar í sundinu sem við fórum í. Keppnisferð til Spánar var ógleymanleg, en þar áttum við Arn- ar mjög góðar stundir saman. Þar vorum við fjórir félagarnir sem gát- um ekki komið okkur saman um hvernig skipta ætti okkur upp í her- bergi og úr varð að við tróðumst all- ir saman í eitt tveggja manna her- bergi! Því miður gekk það nú ekki upp til lengdar og eftir stutta sam- búð var okkur skipt upp og deildi ég herbergi með Daníel, bróður Arn- ars, eftir það. Upp frá því tókust góð kynni með okkur Daníel og fljótlega var ég orðinn eins og partur af afar góðri og skemmtilegri fjölskyldu. Eftir að við Arnar hættum að æfa sund skildi leiðir smátt og smátt eins og gengur, en vináttan hélst þótt fundum okkar bæri ekki eins oft saman og áður. Við hittumst þó stundum til að spila á spil, einkum Rússa, og sömuleiðis tókum við ann- að slagið í körfubolta eins og forðum daga. Margar eru minningarnar sem koma manni í hug nú á þessum erf- iðu tímum. Að kveðja góðan vin, sund- og bekkjarfélaga eins og Aj-n- ar er ekki eina áfallið. Fyrir hálfum mánuði kvöddu Akurnesingar ann- an efnilegan pilt, sund- og bekkjar- félaga okkar Arnars, sem einnig var hrifsaður burt frá okkur í hörmu- legu slysi. Hvers eiga þeir sjálfir, þeirra nánustu og við hin, vinir og vandamenn, að gjalda? „Óréttlæti heimsins er botnlaust" voru orð sem Arnar notaði stundum sjálfur þegar á móti blés og eiga þau kannski bet- ur við nú en nokkurn tíma. Hvað sem því líður þá geymist minningin um góða drengi ávallt í hjarta þeirra sem urðu þess aðnjót- andi að verða þeim samferða og kynnast þeim. Ég votta fjölskyldu Arnars mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þau í sorginni. Gauti. Við félagar og vinir Arnars úr sundinu viljum votta fjölskyldu hans okkar einlægu samúð. Arnar, það var yndislegt að fá að kynnast þér. Þú hefur átt og munt eiga sérstakan stað í hjarta okkar. Þú komst alltaf á óvart með skemmtilegum upp- átækjum og einstökum viðhorfum til lífsins og tilverunnar. Okkur þykir vænt um þig. Htæðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ognæturyfirþér. (S. Kr. Pétursson.) Hvíldu í friði og ró elsku vinur. Garðar Örn Þorvarðarson, Haliur Þór Sigurðarson, Óskar Örn Guðbrandsson. Með þessum sálmi viljum við kveðja þig elsku vinur: Pinn andi, Guð, til Jesú Krists mig kalli og komi mér á hina réttu leið, svo ætíð ég að brjósti hans mér halli í hverri freisting, efa, sorg og neyð. Þinn andi, Guð minn, upp mig sífellt lýsi með orði þínu ljósi sannleikans í Iífi’ og dauða það mér veginn vísi til vors hins þráða, fyrir heitna lands. (V. Briem.) Elsku Barbro, Siggi, Daníel, Ber- grós, Sara, Marianne og aðrir ást- vinir, guð vaki yfir ykkur og gefi ykkur styrk í þungri sorg. Elsku Arnar, megi Guð gæta þín og blessa minningu þína. Hvíl í friði, elsku vinur. Ólöf og Erla. • F/eiri minningargreinar um Arn- ar Sigurðsson bíða birtingar og munu birUist íblaðinu næstu daga. + Gróa Grímsdótt- ir fæddist í Heimabæ í Súðavík- urhreppi í ísafjarð- arsýslu 28. júlí árið 1925. Hún lést 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmunda Sig- urðardóttir, d. 1940, og Katarínus Grímur Jónsson, d. 1967. Börn þeirra hjóna voru alls níu, tvö þeirra dóu ung, eftir lifa tvær dætur, Þu- ríður og Kristín. Eft- ir nokkurra ára búskap í Heima- bæ fluttust þau að Bakka í sama hreppi og bjuggu þar til 1940, þar til Guðmunda móðir þeirra lést. Þá fluttist faðir þeirra til Reykja- víkur með yngstu börnin, það yngsta á sjöunda ári. Eiginmaður Gróu hét Kristinn Jónsson, d. 1991. títför Gróu fór fram frá Dalvík- urkirkju 15. aprfl. Góð mágkona mín er fallin frá. Dagur kominn að kvöldi. Lífdagar hvers og eins eru ákveðnir. Dag- arnir eru taldir, kvölda tekur, aug- un lokast. Önnur heimkynni taka við. Heimkynni eilífðarinnar. Gróa Grímsdóttir, sem kvödd er nú með söknuði, var mörgum kostum búin. Hún stóð af sér áföll í lífinu með áræði, dugnaði og ósérhlífni, gekk í hvaða verk sem í boði var, og hlífði sér ekki. Gróa fór því snemma að vinna fyrir sér eins og títt var í þá daga, við ýmis sveitastörf, fiskvinnu og annað sem bauðst, þótt hún gengi ekki heil til skógar, því hún fékk snert af berklum á unglingsár- um, en komst yfir sjúkdóminn að mestu leyti eftir meðferð á sjúkra- húsi. Var því aldrei vel hraust eftir það. Eiginmaður Gróu, Kristinn Jóns- son, sem ættaður var úr Svarfaðar- dal, lést 1991. Hann varð fyrir al- varlegu slysi á Dalvík, og var svo að segja óvinnufær eftir það síðustu 15 árin. Það kom því í hlut Gróu að vinna fyrir heimilinu. Með harðfylgi og sterkum vilja tókst henni það. Síðustu árin á Dalvík vann hún á elliheimilinu og þar þótti öllum vænt um hana enda alltaf boðin og búin að hjálpa þeim sem minni máttar voru. Gróa eignaðist ekki börn sem hún þráði svo mjög. En hún ól upp fósturdóttur, Kristínu Guðmunds- dóttur, sem reyndist henni stoð og stytta allt til dauðadags. Vakti yfir henni síðustu stundirnar á Sjúkra- húsi Akraness. Til Akraness fluttist Gróa ásamt Kristínu og manni hennar Pétri Björnssyni fyrir tveimur árum. Kristín og Pétur eiga tvær dætur, fjögurra og sex ára. Þær voru gimsteinarnir hennar Gróu, enda bar hún ætíð mikla um- hyggju fyrir börnum. Það var henn- ar mesta yndi að umgangast börn. Þar kom fram hinn sanni móður- kærleikur þótt henni auðnaðist ekki að eiga börn sjálf. Þó voru oft börn í pössun á heimili hennar sem hún tók vegna erfiðleika á öðrum heim- ilum þar nyrðra. Alltaf var nóg pláss fyrir börn hjá Gróu. Gróa var ákveðin kona, hrein og bein, og lét skoðanir sínar í ljós við hvern sem var, en góðvild hennar í garð annarra sat í fyrirrúmi ævin- lega. Hún eignaðist marga góða vini á Dalvík og víðar. Það átti hver og einn hauk í hoi-ni, þar sem Gróa var. Eftir að Gróa fór að búa á Dalvík höfðum við hjónin ætíð samband og margar ferðir áttum við norður til þeirra hjóna, á þennan fagra stað með fallegu berjabrekkurnar fyrir ofan bæinn. Móttökurnar voru allt- af jafn yndislegar og áttum við þar margar gleðistundir. Þá kom hún oft á okkar heimili í Kópavogi. Gróa var ekki rík af veraldlegum auði, það skipti hana litlu máli. En hún var rík af manngæsku og hjálp- semi hennar var sér- stök. Það skipti hana mestu máli að verða öðrum að liði. Nú þegar kveðju- stundin rennur upp er margs að minnast og margt að þakka. Hug- urinn gejmiir minning- arnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ég sendi innilegar samúðarkveðjur til fósturdótturinnar, manns hennar og annarra ættingja. Gestur Guðmundsson. Elskulega systir, nú skilur leiðir í bili. Margs er að minnast frá liðn- um árum. Við áttum svo margt sameiginlegt, einkanlega á barns- aldri heima á Bakka þar sem við ól- umst upp. Oft var gaman að leika sér í fjörunni fyrir neðan bæinn, og þegar við fengum að fara með pabba okkar á sjóinn, á litla bátnum hans. Þó skildi leiðir fljótlega, þú sem varst þremur árum eldri en ég fórst fljótt að vinna á bæjum í sveit- inni. Ég fór snemma sem snúning- astelpa hjá gömiu fólki. Síðan lá leið okkar beggja til Reykjavíkur, eftir að elskuleg móðir okkar dó árið 1940, eftir langa og stranga legu á sjúkrahúsinu á ísafirði, aðeins 52 ára. Það var mikil sorg fyrir okkur systkinin. Oft vöktum við hálfu næturnar og biðum eftir að pabbi kæmi af sjónum. Síðan lá leið þín á Dalvík, þar sem þín búskaparár voru flest, en ég búsett syðra. Þó áttum við marg- ar stundir saman á heimilum okkar beggja. Alltaf var jafn yndislegt að heimsækja þig norður og um leið að fara í berjabrekkurnar fyrir ofan bæinn. Ætíð sömu góðu móttökurn- ar og hjartahlýjan. Ég veit fyrir víst að vel hefur verið tekið á móti þér af ástvinum okkar sem horfnir eru yfir móðuna miklu. Hjartans þakkir, góða systir, fyrir samfylgdina. Ég geymi góðar minningar um þig. Hittumst svo aftur í fyllingu tímans, og ég hlakka til þess. Hafðu þökk fyrir allt. Þín systir, Kristín. Góða frænka, á kveðjustund koma margar góðar minningar upp í hugann frá liðnum tíma. Oft lá leið mín á heimili ykkar hjóna á Dalvík og átti ég þar margar yndislegar stundir. Það var eins og þú ættir einhvern hlut í mér og öfugt. Alltaf voru sömu góðu móttökurnar og góðvildin í minn garð. Ég minnist líka þess þegar við Kiddi fórum stundum á sjóinn á litlu trillunni hans til að veiða fisk, því að við höfðum báðir áhuga fyrir sjónum, enda var hann þaulreyndur sjómaður. Ég minnist þess eitt sinn þegar við vorum úti á firðinum, þá segir Kiddi: „Nú förum við í land.“ Það skipti engum togum að þegar við vorum lentir, þá blés upp sterk- ur vindur og sjórinn ýfðist snögg- lega. Kiddi virtist vera veðurglögg- ur, því hann sá fyrir hvað var í vændum. Berjabrekkurnar fyrir ofan Dal- vík voru heillandi á góðviðrisdög- um. En fyrst og fremst er mér í huga hlýjan og viðmótið sem ég varð aðnjótandi hjá frænku, og það eru þær minningar sem eru mér efst í huga á kveðjustund. Ég þakka þér frænka fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum saman. Góð frænka er horfin. Hafðu alla þökk mína. Gestur Valgeir. ÞUMALÍNA fyrir mæður og börn Pósthússtræti 13 s. 5512136 GRÓA GRÍMSDÓTTIR t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, tengdasonur, tengdafaðir og afi, ÓLI J. K. MAGNÚSSON, Álakvísl 64, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 3. maí. Útför auglýst síðar. Guðný Hrönn Þórðardóttir, Steinunn Lovísa Óladóttir, Eiríkur Pétur Eiríksson, Þórður Ólason, Hrefna Sigríður Reynisdóttir, Ævar Ingi Ólason, Guðrún Lovísa Guðmundsdóttir, Friðrik Gunnar Magnússon, Halldóra Kristín Magnúsdóttir, Steinunn Guðnadóttir, Reynir Kristinn Þórðarson og ísak Árni Eiríksson. t Ástkær eiginmaður minn, i BALDUR SIGURÐSSON, : Fellsmúla 22, Reykjavík, * < -■úr* I lést á Landakotsspítala mánudaginn 1. maí. ' f I Hulda Þorláksdóttir. 4 t Ástkær sonur minn, EINAR BALDUR ELÍASSON, Sléttu á Brunasandi, sem lést fimmtudaginn 27. apríl verður jarðsunginn frá Kálfafellskirkju í Fljótshverfi mánudaginn 8. maí kl. 14.00. Jónína Einarsdóttir og fjölskylda. t Mágkona min, föðursystir okkar og frænka, KRISTJANA KÁRADÓTTIR, Skjólbraut 1a, áður til heimilis að Melgerði 26, Kópavogi, verður jarðsungin í Kópavogskirkju mánu- daginn 8. maí kl. 13.30. Sigríður Magnúsdóttir, Kári Stefánsson, Bjarnheiður Elísdóttir, Björg Stefánsdóttir, Þorsteinn Steinþórsson, Ernir Kárason, Elísa Káradóttir, Sunna Þorsteinsdóttir, Sigríður Björg Þorsteinsdóttir, Steinþór Örn Þorsteinsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNS ÞÓRARINSSONAR, Skógargötu 24, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 1 á Sjúkrahúsi Sauðárkróks. Guð blessi ykkur öll. Katrín Jóelsdóttir og fjölskylda. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, JÓNU SIGRÚNAR SVEINSDÓTTUR, Lindasíðu 2, Akureyri. Fyrir hönd aðstandenda, Gísli Bessason. X
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.