Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 53

Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR-6. MAÍ 2000 53 langa yfír móðuna miklu. Okkur sem fengum fregnina setti hljóð og spyrj- um af hverju? Var ekki komið að honum að taka við smiðjunni af föður sínum sem hafði unnið langan vinnudag? Hví er manni í blóma lífsins kippt svo skyndilega í burt frá konu og bömum sem enn þurfa mikið á honum að halda? Hví er nú sonarmissir líka lagður á föður hans sem mátti þola að sjá á eftir þriðja maka sínum jafn skyndilega, Ingibjörgu Jónsdóttur, í nóvember si. Spurningamar hrann- ast upp en svörin fást engin. Jens lauk aldrei degi án þess að biðja bæn- ir sínar. Leitum því svara í hæðum hjá Jesaja: Svo miklu sem himinninn er hærri en jörðin, svo miklu hærri era mínir vegir yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum. Segir Drottinn. Guðríði, konu Jens, börnum hans Hafdísi og Óskari, Sjöfn systur hans og fjölskyldu, Hafsteini föður hans biðjum við guðs blessunar sem nú syrgja sárt. Fagra eigið þið minningu, mætti það sefa ykkar sorg. Og leiða nú hugann að hvað Jens hefði viljað. Kæri vinur og frændi, þetta verður mín hinsta kveðja, þakka þér fyrir allt og allt, ljúf er þín minning og þitt hlý- lega bros. Til era menn sem bara koma en aldrei fara þótt ásýndin hverfi. Ólafur Jóhannsson. Mig langar með örfáum orðum að minnast vinar míns Jens G. Friðriks- sonar sem lést skyndilega og langt um aldur fram miðvikudaginn 26. apríl sl. Kynni okkar Jens hófust íyrir um það bil 20 árum er við tengdumst fjöl- skylduböndum og ævinlega síðan fór ákaflega vel á með okkur. Jens lærði vélvirlgun og starfaði lengst af hjá föður sínum í vélsmiðju Jens Ámasonar Jens var sérstaklega vinnusamur maður og féll sjaldan verk úr hendi. Hann var gríðarlega útsjónarsamur smiður, bæði á tré og jám. Það kom sér vel því sum þeirra viðfangsefna sem þeir feðgar fengu til úrlausnar vora flókin og þung og kröfðust mik- illar nákvæmni. Vinnuvikan var því oft æði löng hjá honum þó svo að hann gengi ekki heill tíi starfa síðustu æv- iárin. Jens var sérlega greiðvikinn og góður drengur svo af bar. Hann taldi aldrei eftir sér að hjálpa vinum sínum við hvaðeina sem við var að fást. Hvar og hvenar sem var og var þá ekkert fengist um þó komið væri fram á nótt. Alltaf var hann reiðubúinn að aðstoða gæti hann því við komið að leggja lið eða gefa góð ráð. Jens átti víða inni vegna greiðvikni sinnar og fengu margir er hann þekktu að njóta þeirra sambanda. Ég'vil að lokum þakka honum fyrir trygga vináttu og allt það sem hann hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína í gegnum árin, einnig vii ég þakka fyrir alla göngutúrana og sam- verastundimar-. Við sem voram svo lánsöm að hafa kynnst Jens og fengið að njóta vin- áttu hans höfum misst góðan og traustan vin sem verður ævinlega minnst með hlýju og þakklæti. Guð blessi minningu hans. Fjölskyldu hans og vinum votta ég einlæglega samúð mína. Sigurður Bjöm Bjömsson. Kær vinur og kunningi Jens Frið- riksson er í dag borinn til grafar langt íyrir aldur fram. Ég vil gjaman minn- ast hans með nokkrum orðum og kveðju frá félögum í blak-hópi B-hóps HL-stöðvarinnar. HL-stöðin er end- urhæfingarstöð hjarta- og lungna- sjúklinga á höfuðborgarsvæðinu. Er mér barst sú sorgarfrétt að Jens vinur minn væri látinn setti mig hljóðan og ég máttí vart trúa. í hópi okkar blak-félaga var Jens skeleggur stuðnings- og hvatamaður þess að við reyndum eitthvað á okkur, hreyfðum okkm’ og hefðum yndi og gleði af leik okkar. Það vantaði ekki að við fengj- um það óþvegið ef við sýndum linkind í leik því ákafí hans fyrir velferð hóps- ins var mikill og einlægur. Þegar Jens kvaddi okkm- fyrir páskana hvarflaði ekki að neinum okkar að það væri í síðasta sinn sem við væram saman komnir í leik, en hann fór til útlanda með eiginkonu sinni um páskana. Það er oft erfitt að sætta sig við orðinn hlut en minningin um góðan dreng mun ávallt lifa. Pótt kveðji vinur einn og einn ogaðrirtýnistmér, ég á þann vin, sem ekki bregst ogaldreiburtufer. Þó styttist dagur, daprist ljós ogdimmimeirogmeir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. Þótt hverfi árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit að yfir dauðans djúp mig Drottins leiðir hönd. í gegnum lif í gegnum hel er Guð mitt skjól og hlíf, þótt bregðist, glatist annað allt, hannermittsannalíf. (Margr. Jónsd.) Við félagarnir í blak-iiópnum send- um eiginkonu, bömum, föður og öðr- um ástvinum innilegar samúðar- kveðjm-. Bjöm Kristmundsson. Ég sit hér heima í stofu og horfi á blómin sem hafa borist okkur síðustu daga. Það er ákaflega erfitt að kveðja þig, elsku frændi, þar sem við höfum þurft að kveðja svo marga undan- farna mánuði. Sorgin er gríðarleg og maður spyr sig af hverju þú þurftir að fara svona snögglega. Ég gat ekki einu sinni kvatt þig almennilega og sagt þér hvað mér þætti vænt um þig. Það hellast yfir mig alls kyns minn- ingar eins og síðustu áramót þegar við sprengdum upp heilan helling af rakettum og skáluðum svo fyrir nýju árþúsundi í garðinum þínum. Því gleymi ég aldrei. Einnig minnist ég þess þegar ég kom inn í smiðju þá varst þú nær alltaf sá iyrsti sem mað- ur sá gangandi rólega um í bláa sloppnum þínum. Elsku Jens, það var alltaf stutt í brosið þitt og þú varst með húmorinn í lagi. Ég hafði alltaf gaman af því að hitta þig, því þú áttir það til að hvísla að mér einhverju fyndnu sem enginn annar heyrði, og svo glottir þú út í annað. Já, það er margs að minnast, en nú kveð ég þig, elsku frændi, og þakka þér fyrir þann tíma sem ég áttí með þér. Guð geymi þig. Þín frænka Sigrún. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Eg harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið það líður allt of fljótt Ég gái út um gluggan minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Égrýniútumrifumar ég reyndar sé þig allsstaðar, Pað næðir hér og nístir mig. (Vilþjálmur Vilhjálmsson.) Miðvikudagskvöldið 26. apríl sl. bárast okkur þau hörmulegu tíðindi að hann Jens hefði orðið bráðkvaddur í bílnum á leiðinni heim úr páskafríi sínu. Síðastliðna sjö mánuði höfum við þurft að sjá á eftir fimm ástvinum og er okkar elskulegi bróðir og mágur sjöttí í röðinni. Ekld datt okkur í hug að við sæjum hann ekki aftur á lífi, þegar við kvöddum hann síðast. Við sitjum hér og hugsum um allar ánægjustundirnar sem við áttum með þeim hjónunum og koma þá upp í hugann ferðir okkar hérlendis sem og erlendis. Ógleymanleg er sú ferð sem við fórum til Austurríkis og Þýska- lands á eigin vegum í þrjár vikur. Við skoðuðum m.a. blómaeyju þar sem alls kjms dýr era gerð úr blómum, fóram í skemmtigarð þar sem Sigrún og Hafdís skemmtu sér konunglega og skoðuðum alla þá fegurð sem þessi lönd hafa upp á að bjóða. Ekki reyndust þær síðri stundirn- ar sem við eyddum saman í ferðum innanlands, t.d vestur á firði og upp á Hveravelli, að ógleymdum þeim veiði- ferðum sem við fóram í saman. Já, hann Jens hafði svo sannarlega mikla ánægju af veiðiskap. Einnig var mjög gaman að vera með þeim hjónum þegar um tímamót var að ræða s.s. um áramót og skemmtum við okkur þá oft konunglega. Við minnumst sérstaklega síðustu áramóta, þau vora jú sérstök.Við borðuðum dýrindismat saman og átt- um góða stund, tókum í spil og höfð- um það virkilega gott. Ekki óraði okkur fyrir því að þessi tímamót yrðu okkar síðustu með Jens. Margar góðar minningar áttum við í eldhúsinu hjá okkur, þegar Jens leit inn í kaffi. Þá var oft mikið spjallað, því hann lá aldrei á skoðunum sínum enda talaði hann alltaf hreint út um það sem honum lá á hjarta. Við viss- um svo sannarlega hvar við höfðum hann. Of margs er að minnast, en minn- ingin um góðan dreng, bróður og mág, mun ylja okkur um ókomna tíð. Jens okkar er sárt saknað ekki síst af Guðríði og bömunum svo og pabba, ömmu og Sigrúnu okkar, sem hafa orðið að sjá á bak of mörgum ættíngj- um á skömmum tíma. Þeim öllum biðjum við blessunar guðs í þeirra miklu sorg. í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið Sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn i brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, Því veit mér feta veginn þirrn, að verðir þú æ Drottinn minn. (PéturPórarinsson.) Hvíl þú í friði elsku Jens. Sjöfn og Snorri. Það var vorið 1992 að hópur fólks lagði upp í för til Glasgow. Hér var um að ræða kennara við Setbergs- skóla í Hafnarfirði, sem vora að fara í námsferð, og fórum við nokkrir mak- ar þeirra með. Meðan kennaramir vora að puða í skólum þar ytra, reik- uðum við hin um strætin og kynntum okkur pöbba og verslanir staðarins. Fljótlega varð okkur gengið inn í verslun sem hét Slater. Einnig tókum við eftir því að ef við keyptum okkur bjór, þá var gjaman borinn á borð fyrir okkur þýski bjórinn Becks. Það varð til þess að við fóram að kalla okkur félagið Slater & Becks. Aðaltilgangur þess var að kaupa föt hjá Slater og drekka Becks bjór. Jens varð fljótt einn af máttarstólpum fé- lagsins. Oft kom hann okkur felögum sínum til að veltast um af hlátri með bröndurum sínum og hnyttnum at- hugasemdum. Um þetta leyti stóð yf- ir Evrópukeppnin í fótbolta og héld- um við félagamir þar dyggilega með Dönum. Sátum við þá yfirleitt saman inni á herbergi einhvers okkar og horfðum á beinar útsendingar frá keppninni. Þar var oft þröngt setíð en ekki man ég eftir að svo þröngt væri á þingi að ekki væri pláss fyrir a.m.k. einn enn. Eftir heimkomuna hægði heldur á starfsemi félagsins. Það er Ijóst að félagið Slater & Becks er ekki það sama og áður, eftir að Jens er far- inn frá okkur. Annai-s hófust kynni mín af Jens þegar þau hjónin, Guðríður og hann, bjuggu í sama húsi og foreldrar mínir. Guðríði hef ég þekkt frá því við voram unglingar. Þarf ekki að orðlengja það, að þau hjón reyndust foreldram mínir hinir bestu grannar. Sá vinskapur hefur haldist æ síðan. Jens var vinur vina sinna. Það fékk ég oft að reyna. T.d. þegar hann hringdi í mig og spurði hvort mig vantaði ekki inm-étt- ingu í þvottahúsið. Þegar ég játtí því bauð hann mér notaða eldhúsinnrétt- ingu, kom með hana og hjálpaði mér að setja hana upp. Margar ánægju- legar samverastundir áttum við. M.a. í ferðalögum með starfsfólki Set- bergsskóla, ýmsum samkomum tengdum skólanum og síðast en ekki síst þegar setið var yfir kaffibolla á heimili annars hvors okkar. í fyrra áttum við svo mjög ánægju- lega viku saman í Prag. Hann var ekki fyrir vol eða víl. Greiðvikni virtíst honum í blóð borin. Ef hann gat hjálpað vinum sínum, gekk hann umyrðalaust að verki og ekki var spurt um laun. Nú um páskana fóra þau hjónin til Krítar. Hann náði að sjá landið sitt aftur, en ekki heimilið sitt. Hann var kallaður í aðra og lengri ferð áður en þangað kom. Elsku Guðríður, Óskar Daði og Hafdís. Við Hanna sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Einnig sendum við innilegar samúðarkveðj- ur til föður hans og systur, svo og annarra ættingja. Að leiðarlokum vil ég segja þetta við Jens: Farðu vel Ijúfurinn ljúfi. Magnús Guðmundsson. I dag verðm- borinn til grafar syst- ursonur minn, Jens, eða Jensi eins og við í fjölskyldunni kölluðum hann. Mai’gar minningar koma upp í hug- ann þegar hugsað er tilbaka. Við vor- um þrír krakkarnir á Spítalastígnum á svipuðu reki. Ég var elst, næst var Sjöfn, systir Jensa, sex mánuðum yngri en ég og Jensi rak lestína. Upp- átæki okkar vora mörg og Þingholtin vora leiksvæðið og síðar Seltjamar- nesið. Fyrstu æviár okkar bjuggum við í sama húsi en eftir að Jensi flutti með fjölskyldu sinni á nesið varð ég heimagangur þar og ætíð var sam- gangur á milli heimilanna mikill. Eg minnist Jensa sem mikils grall- ara og man sérstaklega vel eftir einu atviki sem áttí sér stað eftir að ég fór að búa. Jensi kom í heimsókn milli jóla og nýárs, með forláta áramóta- sprengju. Eitthvað vai’ð hann að sprengja og það varð úr að sprengjan var sett í öskutunnu. Þrátt fyrir grall- araskap var Jensi hæglátur. Það var ekki að sökum að spyija, tunnan fór í tætlur. Þá man ég líka vel eftír gulu Toyotunni sem Jensi átti og hvað stelpunum mínum þótti gaman að fara í bíltúr með frænda sínum. Jensi var afar bóngóður og var því aldrei vandamál að biðja hann um greiða. Verkin vora unnin fljótt og af mikilli vandvirkni. Ekki þarf annað en að líta til heimilis hans og Guðríðar í Reyni- berginu til að sjá að við þar vora við- höfð vönduð vinnubrögð. Og til marks um það hversu vel hann fór með hluti má nefna að gula Toyotan, sem minnst var á hér að framan, er til enn og er geymd í bílskúmum á Reyni- berginu í toppstandi. Þegar Jensi kynntist og gjftist Guðríði gekk hann syni hennar, Óskari Daða, í föðurstað, en saman eignuðust þau eina dóttur, Hafdísi Björk. Kæri frændi, ég kveð þig með þess- um orðum: Megi Guð blessa vegferð þína. Guðríði, Óskari Daða, Hafdísi og öðrum aðstandendum votta ég sam- úð. Megi Guð vera með ykkur og veita ykkur allan þann styrk sem þið þurfið á að halda í sorg ykkar. Hafdís. Við systumar kynntumst Jens faðir hans og móðir okkar hófu san>" búð. Þar sem við voram öli af bams- aldri kynntumst við ekki náið, en hitt- umst þó við ýmis tækifæri að tilstuðlan foreldra okkar. Það er ekki auðvelt að koma auga á tilgang þess að hrifsa mann á besta aldri frá öllu því sem honum er kær- ast. Eiginkonu, dóttur, stjúpsyni og föður. I þessu tilviki felst miskunnar- leysi örlaganna í því að höggvið er á allt of stuttum tíma tvisvar í sama knérann. Á örfáum mánuðum hefur okkar kæri Hafsteinn misst fyrir- varalaust elskaða eiginkonu sín^»,- móður okkar og einkason sinn í blóma lífsins. Er nema von að okkur sé vor- kunn á skilningsleysi máttarvald- anna. Jens var mjög dagfarsprúður mað- ur og einstaklega greiðvikinn. Það sem þó einkum laðaði fólk að honum var skemmtileg kímnigáfa hans og ekki síst frásagnargleði mikil og oftar en ekki var mikið hlegið í návist hans. Alla sína starfsævi vann hann hjá föð- ur sínum í fjölskyldufyrirtæki þeirra Vélsmiðju Jens Ámasonar og var eft- irtektarvert hversu innilegt og náið samband þeirrra feðga var. Þeir vora hvort tveggja í senn starfsfélagar og bestu vinii’. Jens var gæfumaður í einkalífi, hans ágæta eiginkona Gu5_-. ríður Óskarsdóttir reyndist honum traustur lífsförunautur og Hafdís dóttir þeirra var augasteinninn hans. Við systumar og fjölskyldur okkar vottum þér, elsku Hafsteinn, Guðríð- ur, Hafdís, Óskar og Sjöfn, okkar innilegustu samúð. Það er von okkar að ykkur takist að láta Ijúfar og ást- ríkar minningar taka við af djúpri sorg og sárum söknuði. Vér fundum örlaga ofurþungann sem engan frið eða miskunn gaf. Vortlíferfisíþeimflugastraumi v sem flæðir stanslaust í dauðans haf. (Jón Magnússon.) Hildur, Lilja og Helga. . v/ Fossvogskit’Ujwgarð j Sími! 554 0500 Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alia þætti útfararinnar. 4 Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins meö þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja % 3 UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfuin við útfararþjónustu. mf Sverrir méih Einarsson .„v4 Sverrir WjSppBB útfararstjóri. Olsen WÍa Æ sími 896 8242 uttararstjön. mm Baldur Bóbó Frederiksen útfdrarstjóri. sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is —J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.