Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 61

Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 61 Samfylkingarmönn- um gerist órótt LÍTIÐ greinarkorn, skrifað í gamansömum tón af tveimur ungum manneskjum í fram- varðarsveit ungs fólks í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði hefur valdið miklum útbrot- um hjá fleiri en einum sjálfskipuðum vakt- manni _ Samfylkingar- innar. í grein sem þau Sigfús Olafsson fyrr- um ritari Alþýðu- bandalagsins og Drífa Snædal sem áður starfaði með Kvenna- listanum skrifa og birt- ist í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, afþakka þau atkvæða- seðla í formannskjöri Samfylkingar- innar af skiljanlegum ástæðum og biðja um leiðsögn hvernig verjast megi því að verða óumbeðið gerður að félaga í Samfylkingunni úr því hefðbundnar leiðir hafi ekki dugað. Þetta litla tilskrif hrærir svo uppí Samfylkingin Það skyldi nú ekki vera, segir Steingrfmur J. Sigfússon, að þarna hafí verið komið við veikan blett á nýjustu glans- mynd ímyndarsmiða Samfylkingarinnar. sálarlífi Ara Skúlasonar og Jóhanns Geirdal að ekki duga minna en breiðsíður frá báðum tveim til svars í sama blaði sl. laugardag þar sem skrifað er undir áhrifum af flestu öðru en léttleika tilverunnar. Það skyldi nú ekki vera að þarna hafi verið komið við veikan blett á nýj- ustu glansmynd ímyndarsmiða Samfylkingarinnar, sem sagt þeim aðferðum sem reynt er að beita til að ýkja uppávið allar tölur um fjölda í formannskjöri og væntanlega fé- laga hins nýja flokks sem fáir hafa gengið í fyrir eigin atbeina, en þeim mun fleiri verið óumbeðið skráðir í. Þau Drífa og Sigfús eru prýðilega fær um að svara fyrir sig sjálf ef þau sjá ástæðu til og þurfa til þess enga hjálp frá undirrituðum. Eg sæi enda ekki ástæðu til að stinga niður penna nema vegna þess að Ari Skúlason hefur sent Morgunblaðinu til birtingar grein, áðurnefnda, þar sem að þvi er virðist mikilli inni- byrgðri þörf fyrir tæmingu reiðis- kálanna í garð undirritaðs og Ög- mundar Jónassonar er svalað. Sá er munur á greinum Jóhanns og Ara að Jóhann heldur sig í aðalatriðum við að svara skrifum Sigfúsar og Drífu. Mér finnst að vísu miður að þessi ágæti fyrrum fé- lagi minn skuli ekki ná að halda sig við mál- efnaleg svör en falla í þá gryfju að gera unga fólkinu upp eitthvert ergelsi sem skrif hans sjálfs eru gegnmenguð af. Einnig verð ég að segja að frekar hefði ég þessa dagana átt von á grein frá Jó- hanni Geirdal þar sem hann lýsti sig ósam- mála verðandi for- manni sínum Össuri Skarphéðinssyni um utanríkismál sem gagnrýnislaust skrifar uppá veru erlends hers í landinu og aðild að NATÓ í viðtali við Morgunblaðið 20. apríl sl. Öðruvísi mér áður brá. Hland fyrir hjartað á Ara Skúlasyni Það á vel við um Ara Skúlason að sínum gjöfum sé hver líkastur. Skrif hans dæma sig best sjálf. Engar skýringar kann ég á því hvers vegna hland hleypur svo mjög fyrir hjarta Ara Skúlasonar af þessu til- efni. Viðbrögðin, aðallega fólgin í tilraunum til að gera lítið úr pers- ónu undirritaðs og Ögmundar Jón- assonar, eru í engu samhengi við til- efnið. Vel get ég unnt Ara Skúlasyni þess að eignast nú þann Evrópu- sambandssinnaða krataflokk á Is- landi sem mér hefur lengi virst hann þrá. Ég tel einnig gott og hef margsagt það opinberlega að Sam- fylkingin verði loksins að flokki, sérstaklega ef það skýrist í leiðinni fyrir hvaða pólitík hún ætlar sem slík að standa. Fyrir okkur, kepp- inauta hennar í íslenskum stjórn- málum, er það svo sannarlega fagn- aðarefni ef það tekur að skýrast fyrir hvað Samfylkingin eða jafnað- ar-nútímamannaflokkurinn ætlar að standa, ekki þegar hann verður stór því ósýnt er enn um að svo verði, heldur þegar hann verður til. Það er misskilningur og ofmat hjá Ara og öðrum í þeim herbúðum sem samviskusamlega setja á þá plötu að Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð hafi valið Samfylkinguna sem höfuðandstæðing í stjórnmálum. Það gildir reyndar einnig um Fram- sóknarflokkinn sem stöðugt heldur hinu sama fram, þ.e. að við höfum gert hann sérstaklega að skotspæni umfram aðra flokka. Ég hef t.d. í engu svarað ýmsum skeytasending- um formannskandídata Samfylking- arinnar í minn garð og okkar í Vinstrihreyfingunni - grænu fram- boði að undanförnu. Þeir, og þó einkum Össur, hafa notað flest tækifæri í fjölmiðlum, sem gefist hafa ófá, til að hnjóða í okkur. Með- an þar eru hins vegar fyrst og fremst á ferðinni sleggjudómar og tilraunir til að líma á okkur nei- kvæða merkimiða en engin málefna- leg gagnrýni, fellur slíkt auðvitað um sjálft sig. Hitt er annað mál að það er út af fyrir sig tilhlökkunar- efni ef loksins kemur að því að hægt verði að fara að taka á móti Sam- fylkingunni eins og venjulegum stjórnmálaflokki. Það hefur verið erfitt fram til þessa, bæði vegna þess að margt hefur verið óljóst um fyrirbærið sjálft og áherslur þess og auk þess hefur manni tæpast þótt á raunir aðstandendanna bætandi. Um meginlfnurnar kemst aftur á móti Björn Bjarnason næst hinu sanna á heimasíðu sinni þegar hann stillir Sjálfstæðisflokknum og Vin- strihreyfingunni - grænu framboði upp sem fulltrúm helstu andstæðna í íslenskum stjórnmálum. Það at- hyglisverða við þróun mála eru hins vegar þrengslin sem eru að skapast á miðjunni sem þáttarstjórnandi kastljóss ríkissjónvarpsins vék réttilega að á miðvikudagskvöldið var. Ari Skúlason, sem talar í dæmis- ögum eins og frelsarinn forðum, gerir mikið úr fjölmiðlafíkn eða at- hygli okkar Ögmundar Jónassonar. Má ég þá óska honum innilega til hamingju með að eiga nú að líkind- um í vændum að eignast fyi’ir leið- toga jafn einstaklega fjölmiðlafæl- inn mann og Össur Skarphéðinsson. Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar -græns framboðs. Steingrímur J. Sigfússon Bossakremið frá Weleda ótrúlegt og ómissandi ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 s. 5512136 Fangaðu athygl R hM M D HL Displeay götuskilti Margar geróir, tilboósverð í maí Háteigsvegi 7 Sími 511 1100 Húðin endurheimtir kraft og styrk, skarpari endurmótaðar útlínur. Leyndardómurinn felst í hjarta formúlunnar: Efnasamsetning sem vinnur ó vökvasöfnun, nóttúruleg innihaldsefni (m.a. seyði unnið úr vínberjakjarna og greipaldini) ósamt koffíni. Upplifðu ónægjulegan óvaxtailm greipaldinsins sem styrkir húðina og hefur jafnframt óhrif ó hugann. Ráðgjafi verður í versluninni í dag og á morgun, langan laugardag. 10% kynningarafsláttur. H Y G E A d nyrtivöruverj lun Laugavegi 23, sími 511 4533. 2 Frábært > úrval hjá BT af símum á 1 kr. V með Tal12 2 LEIKIH ■ . Öflugur Erícsson síi tvær krónur éfþu J J. kaupir Talfrelsispakk, I Talfrelsispakka er Tatfrels®*™***’"'' jjyn'J'J luJ ijfúmi.i símkort, símanúmer, geisladiskur j -\||r uö 35 kbi í bii) og 2000 kr. inneign. Pakkmn , Alh að , Wsi i kostar kn2990,- \ , Uuiil-ituutl (3UU/13UU) jllukku oy 'vakjuri uil. FiU m Hú BT Kringlunni BT Skeifunni BT Akureyri BT Reykjanesbæ BT Hafnarfirði >
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.