Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 GREINARGERÐ MORGUNBLAÐIÐ „ALLIR SKULU VERA JAFNIR AÐ LÖGUM“ Á fundi stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins var lagt fyrir til umsagnar, að beiðni landbúnaðarnefndar Alþingis, frumvarp til laga um framleiðslu, verðlagn- ingu og sölu á búvörum. Niðurstaða sjóðsins var að ekki væri grundvöllur til samkomulags um sameiginlega af- stöðu stjórnarinnar. Egill Jónsson, fv. alþingismaður, sem skipar minnihlutann, telur að málið varði þjóðar- heill og hefur beðið Morgunblaðið að birta umsögnina. HINN 11. mars sl. undirituðu full- trúar Bændasamtaka íslands og full- trúar ríkisstjórnar íslands nýjan samning um framleiðslu sauðfjár- afurða. í framhaldi af því fór svo fram atkvæðagreiðsla meðal fram- leiðenda sauðfjárafurða sem lyktaði þannig, að af þeim 2.916 sem atkvæð- isrétt höfðu greiddu 1.932 atkvæði. Akvæðin skiptust þannig að 1.234, eða 63,9%, studdu samninginn, 654, eða 33,9%, voru andvígir samning- num og 44 seðlar voru auðir eða óg- ildir. Miðað við afstöðu allra þeirra sem rétt áttu til þátttöku í þessari at- kvæðagreiðslu voru 42,3% samþykk samningnum, 22,4% voru samning- num andvíg en 35,3% tóku ekki af- stöðu. Ekki liggja fyrir kærur né at- hugasemdir við þann framgangsmáta sem að framan er lýst. Samþykki sauðfjárbænda við samningnum liggur því fyrir. Þá nið- urstöðu ber að virða þrátt fyrir ágreining um innihald samningsins. Við setningu laga til staðfestingar á samningnum er hins vegar að ýmsu að hyggja því ýmislegt er í þessum samningi ólíkt því sem áður hefur verið í hliðstæðum samningum, sem sérstaklega þarf að huga að án þess að grundvelli samningsgerðarinnar sé raskað. Hér koma einkum til álita þau ákvæði samningsins sem við löggild- ingu hans verða að lúta ákvæðum Hótel Valhöll hefur opnað að nýju að loknum vetrardvala og bjóðum við gesti velkomna í hið magnaða og sögulega umhverfi í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Á hótelinu eru 29 notaleg herbergi, öll með snyrtingu, en auk þess er hægt að fá svefnpokapláss. Fundar- og ráðstefnuaðstaðan er engri annarri lík enda nýtur hún mikilla vinsælda. Þar er hægt að halda allt að 300 manna ráðstefnu. í bakgarðinum er mjög notaleg og skemmtileg aðstaða fyrir 10-150 manna grillveislu. HótelValhöll er frábær staður til að fagna brúðkaupi og öðrum merkisviðburðum á lífsleiðinni. Aðstaðan er öll hin besta, umhverfið er virðulegt og kynngimagnað. Nýr og glæsilegur matseðill gefur gestum fyrirheit um ógleymanlega máltíð sem framreidd af matreiðslumeisturum hótelsins. Hafðu samband og við útvegum þér allar frekari upplýsingar um staðinn og möguleika hans. Starfsfólk HótelValhallar Hótel Valhöll Lykilhótel • Þingvöllum • 801 Selfoss ■ Sími 482 2622 • Fax 482 3622 • www.travelnet.is/Lykilhotel/VALHOLL.html þeirra laga sem í gildi eru og stjóm- arskrárinnar. Hér er sérstaklega haft í huga að við mat á gróðurfari og beitarþoli er ekki farið að þeim lög- um sem um þau efni gilda í landinu, þ.e. lögum um Landgræðslu ríkisins og lögum um afréttarmálefni, fjall- skil o.fl. Svo em það ákvæði stjórnar- skrárinnar sem takmarka heimildir Alþingis á framsali valds til fram- kvæmdavaldsins og 65. gr. stjómar- skrárinnar um að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum. Gæðastýringin verður til Stjómsýsluaðgerðir sem eiga að hefjast að þremur ámm liðnum byggjast á hinni svokölluðu „gæða- stýringu" sem sækir tilurð sína eftir tveimur leiðum. Annars vegar er bókhaldsþátturinn sem er vel sýni- legur. I honum felst ekkert það sem hver og einn bóndi ræður ekki við að breyta eftir og veldur hann því ekki misrétti milli framleiðenda sauð- fjáraf’urða. Þessi þáttur málsins gef- ur því ekki tilefni til frekari umræðu hér. Annað er þegar kemur að landnýtingarþætti gæðastýringar- innar. Þar em mál flóknari og tvfræð i framkvæmd. Mat á gróðurfari og beitarþoli hef- ur farið fram um áratugaskeið. Þetta starf hefur verið unnið af hinum hæf- ustu mönnum sem safnað hafa sam- an mikilli þekkingu á gróðurfari landsins. Hins vegar hafa ekki enn fundist viðunandi aðferðir til að greina kosti hverrar jarðar svo að unnt væri að ákvarða beitarþol með fullnægjandi hætti. Að því er fram- kvæmd þessara mála áhrærir þá gilda þar um lög. Þar ber helst að nefna lög um Landgræðslu ríkisins og lög um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. svo sem áður sagði. Þessi löggjöf er einkum ákvarðandi um hvaða vinnulagi ber að hlíta á þessum víða og vandasama vettvangi sem beitar- mál og landnýting er. I þessum lög- um er ákveðið hverjir skuli bera ábyrgð á framkvæmd þessara mála. Landgræðslaríkisins, Bændasamtök íslands og búnaðarsamböndin fara einkum með eftirlits- og leiðbeining- arþáttinn en sveitarstjómir annast einkum framkvæmdaþáttinn. Þrátt fyrir að undirritaður hafi um áratuga skeið fylgst all náið með framvindu þessara mála hafa til frek- ari staðfestu ýmsar hliðar þeirra ver- ið ræddar tæknilega við Svein Run- ólfsson landgræðslustjóra og Ólaf Dýrmundsson landnýtingarráðu- naut. í frumvaipinu og fylgiskjölum þess er við skipulagningu gæðastýr- ingarinnar í engu tekið mið af þeim lögum sem hér er til vitnað né því verklagi sem samkvæmt þessari lög- gjöf ber að viðhafa. Hér verður að hafa hugfast að löggjöfin leggur á bændur skyldur í umgengni við land- ið en tryggir þeim l£ka ákveðinn rétt- indi. Frammi fyrir þessum stað- reyndum standa menn þegar ákvarðanir eru teknar um nýjar leið- ir á þessum Vettvangi. Verði sett reglugerð, á grundvelli fyrirliggjandi frumvarps, er minnt á að gildandi lögum verður ekki breytt með reglu- gerð. Á fylgiskjali 2 með sauðfjársamn- ingnum, merkt „Viljayfirlýsing", koma fram þær verklagsreglur sem fylgja ber við landnýtingarhluta gæðastýringarinnar, þar er svonefnt „Nytjaland" komið til sögunnar og hefur það með höndum landnýting- arþátt gæðastýringarinnar. Hafa ber í huga að Nytjaland hefur engan stjómsýslulegan bakgrunn. Engin lög gilda hér um, heldur er stofnað til sérstaks verkefnis um myndkorta- gerð sem á að ná til allra jarða á land- inu og sem gæfi, ef vel tekst til, ein- hverja mynd af gróðurfari þeirra. Af framanskráðu má Ijóst vera að vilja- yffrlýsingin sem birtist á fylgiskjali 2 er í raun starfslýsing fyrir þetta verkefni sem staðfesta á með nýrri reglugerð landbúnaðarráðherra. Afar mikilvægt er að skoða hvað felst efnislega í viljayfirlýsingunni. Aðkoma landbúnaðarráðherra vegna gæðaþáttarins er afar víðtæk. Land- búnaðarráðherra er aðili að búvöru- samningnum, fulltrúi hans á sæti í framkvæmdanefnd búvörusamn- ingsins og fulltrúi ráðuneytisins á sæti í stjóm Nytjalands. En viljayfir- lýsingin bætir um betur. Með henni t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.