Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 64
■64 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000
t
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Gagnlegar
upplýsingar
og gögn á
heimasíðu LH
Landssamband hestamannafélaga hefur nú
endurnýjað heimasíðu sína og er verið að
leggja síðustu hönd á hana þessa dagana.
Asdís Haraldsddttir skoðaði síðuna og telur
hana mikið framfaraskref.
MorgunblaðiðA^aldimar
Líflegur Kassa-
gerðardagur
HINN árlegi Kassagerðardagur
Andvara var haldinn síðasta laug-
ardag. Það er Kassagerð Reykja-
víkur sem styrkir mót þetta, sem
unglingadeild Andvara sér um.
Þetta er opið mót og voru auk
barna úr Andvara fjölmargir þátt-
takendur frá nærliggjandi hesta-
mannafélögum. Yngsti keppandinn
var aðeins þriggja ára.
Dagskrá hófst með keppni í
pollaflokki, síðan komu börn og
unglingar og var keppt eftir sama
fyrirkomulagi og í firmakeppni. Að
keppni lokinni var boðið upp á
pepsí og pylsur o.fl. góðgæti í boði
Kassagerðarinnar.
Úrslit urðu sem hér segir:
Pollar
1. Skúli t>. Jóhannsson, Sörla, á Seríu frá
Litla-Bergi
2. Edda R. Guðmundsdóttir, Fáki, á Sviðari
fráHvoli
3. Ásta D. Harðardóttir, Andvara, á Hrann-
ari frá Ljósafossi
4. Stenunn E. Jónsdóttir, Andvara, á Flugu
frá Lýsudal
5. Guðný M. Siguroddsdóttir, Andvara, á
Blakk frá Gerðum
Börn
1. Linda R. Pétursdóttir, Herði, á Val frá
Ólafsvík
2. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, á Díönu frá
Enni
3. Rósa B. Þorvaldsdóttir, Sörla, á Árvakri
frá Sandhóli
4. Hreiðar Hauksson, Herði, á Nökkva frá
Búðarhóli
5. Anna G. Oddsdóttir, Andvara, á Takti
Unglingar
1. Auður S. Ólafsdóttir, Mána, á Sóllilju frá
Feti
2. Kristín M. Jónsdóttir, Sörla, á Háfeta frá
Undirfelli
3. Bylgja Gauksdóttir, Andvara, á Kolgrímu
frá Ketilsstöðum
4. Hrönn Gauksdóttir, Andvara, á Hrefnu
frá Þorleifsstöðum
5. Signý Á. Guðmundsdóttir, Fái, á Skruggu
frá Sólvöllum
Enginn
fullorðinn
sóttum
að keppa
í Seljord
VAKIÐ hefur athygli að eng-
inn fullorðinn keppandi hefur
sent inn umsókn um að taka
þátt í Norðurlandameistara-
mótinu í hestaíþróttum sem
fram fer í Seljord í Noregi
dagana 9.-13. ágúst í sumar.
Umsóknarfrestur átti að vera
liðinn en hefur verið fram-
lengdur. Ástæðurnar segir
Sigrún Ögmundsdóttir á
skrifstofu LH vera að enginn
fullorðinn hefur sótt um og
enn hefur ekki verið ráðinn
nýr landsliðseinvaldur í stað
Sigurðar Sæmundssonar, sem
er í ársleyfí. Hún segir að
unnið sé að málinu af kappi
þessa dagana.
Unglingar og ungmenni
sýna mótinu mun meiri áhuga
og streyma inn umsóknir frá
hestafólki í þessum aldurs-
flokkum.
Á Norðurlandameistara-
mótinu mega keppendur frá
íslandi, Danmörku, Finn-
landi, Færeyjum, Svíþjóð og
Noregi taka þátt. Hvert land
má senda 25 keppendur. Þar
af mega átta keppa í ung-
mennaflokki, 17—19 ára, og
fimm í unglingaflokki, 13-16
ára. I fullorðinsflokki keppa
þeir sem eru 20 ára og eldri.
Tilkynna þarf um þátttak-
endur og í hvaða flokki þeir
keppa fyrir 28. júní næstkom-
andi og upplýsingar um í
hvaða greinum hver knapi
keppir þurfa að liggja fyrir
24. júlí.
Stóðhestasýningin í
fyrsta sinn í Reykjavík
MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson
Dómstörf voru í fullum gangi í Víðidalnum í gær.
LANDSSAMBAND hestamanna-
félaga hefur haldið úti heimasíðu
um nokkurt skeið. Eins og oft vill
verða með heimasíður á sviði
hestamennsku var farið vel af stað,
en væntingarnar urðu að engu
þegar upplýsingar úreltust og nýj-
ar voru ekki færðar inn.
Regluleg uppfærsla
Nú hefur LH fengið fyrirtækið
.. Vef á Selfossi til að hanna nýja
heimasíðu og að sögn Sigrúnar Ög-
mundsdóttur hjá LH verður upp-
færslan í höndum samtakanna
sjálfra og stefnt að því að færa þar
inn allar nýjustu upplýsingar jafn-
óðum.
Við fyrstu skoðun virðist verkið
hafa heppnast vel. Á forsíðunni er
hægt að velja hvort síðan er skoð-
uð á íslensku eða ensku. Þegar það
hefur verið gert liggur leiðin að
ýmsum upplýsingum. Hægt er að
komast inn í mótaskrá LH, lista
yfír öll aðildarfélögin og formenn
þeirra, upplýsingar um nefndir og
stjórn og fleira.
Fundargerðir frá nokkrum fund-
um stjórnar LH eru komnar inn
(að vísu var sú nýjasta frá því í
janúar), skýrslur nefnda og öll
þinggögn frá síðasta ársþingi LH í
Borgarnesi, þar á meðal ítarleg og
fróðleg fundargerð. Allt þetta ger-
ir hestafólki kleiff að fylgjast mun
betur með starfsemi Landssam-
bandsins og vera í betri tengslum
við það.
Hægt að prenta út
lög og reglur
Öll lög og reglur liggja fyrir og
hægt að opna og prenta út, hvort
sem er í Acrobat Reader eða
Word. Þá er hægt að fá öll eyðu-
blöð, svo sem fyrir mótaskýrslur
og fleira, einnig með þessum hætti.
Sá möguleiki er þá fyrir hendi að
fylla ýmsar skýrslur út í tölvunni
og senda beint til skrifstofu LH
með tölvupósti og ætti það að bæta
allt skýrsluhald samtakanna og
auðvelda aðgang að þeim í framtíð-
inni.
Ekki má svo gleyma því að sér-
stakt eyðublað er til að senda LH
athugasemdir og fyrirspurnir í
tölvupósti.
Býður upp á gagnvirk
samskipti
Nokkrir tenglar eru komnir inn,
en þarna er kjörinn vettvangur til
að koma upp góðu tenglasafni um
hesta og hestamennsku.
Óhætt er að segja að með þess-
ari nýju heimasíðu er boðið upp á
gagnvirkari samskipti stjórnar og
starfsfólks LH og hins almenna fé-
lagsmanns en áður hefur verið
tækifæri til.
Slóðin á hinni nýju heimasíðu
LH er www.lhhestar.is.
FYRSTA kynbótasýning vorsins
stendur nú yflr í Víðidal í Reykjavík.
Þetta er hin vinsæla stóðhestasýning
sem nú er haldin í fyrsta sinn í
Reykjavík, en ekki í Gunnarsholti
eins og áður.
Alls eru sýnd 65 hross, aðallega
stóðhestar. Dómstörfin sjálf fóru
fram á miðvikudag og fimmtudag.
Eftir dómana á miðvikudaginn var
Stirnir frá Efri-Þverá efstur stóð-
hesta 6 vetra og eldri. Hann er undan
Gusti frá Grund og Stroku frá Efri-
Þverá. Stirnir hlaut 7,89 í aðal-
einkunn, 8,16 fyrir sköpulag og 7,71
fyrir hæfileika. Þar af 9,0 fyrir
brokk. Næstur honum kom Hrafnar
frá Efri-Þverá, einnig undan Gusti
frá Grund, en móðir hans er Hof-
staða-Brúnka frá Hofstöðum. Hrafn-
ar hlaut 7,62 í aðaleinkunn, 7,86 fyrir
sköpulag og 7,46 fyrir hæfileika.
Nokkra athygli vekur að hesturinn
sem er í þriðja sæti í þessum aldurs-
flokki, Orrasonurinn Ganti frá Hafn-
arfirði, lækkar umtalsvert í einkunn.
Hann fær 7,37 í aðaleinkunn, 7,84
fyrir sköpulag og 7,06 fyrir hæfileika.
Síðast þegar Ganti var sýndur, á
Stóðhestastöðinni í Gunnarsholti fyr-
ir ári, hlaut hann 7,89 í aðaleinkunn,
7,70 fyrir sköpulag og 8,09 fyrir hæfi-
leika. I fyrstu tvö skiptin sem hann
var sýndur, á héraðssýningunni í
Reykjavík 1998 og á Gaddstaðaflöt-
um sama ár, fékk hann 8,5 fyrir tölt,
á landsmótinu það sama ár og í
Gunnarsholti árið eftir 8,0, en nú
hrapar tölteinkunnin niður í 7,0.
Loki frá Skúfsstöðum var efstur 5
vetra hesta. Hann er undan Safír frá
Viðvík og Glettu frá Skúfsstöðum.
Loki fékk 7,35 í aðaleinkunn, 7,64
fyrir sköpulag og 7,16 fyrir hæfileika.
Efsti hestur f flokki fjögurra vetra
stóðhesta var Jöfur frá Blesastöðum
undan Sprota frá Hæli og Kolbrúnu
frá Brattholti. Hann fékk 7,81 í aðal-
einkunn, 7,74 fyrir sköpulag og 7,86
fyrir hæfileika.
Útkoman hjá hryssunum var
nokkuð betri en hjá stóðhestunum.
eftir dómana á miðvikudaginn. Tvær
efstu hryssurnar eru báðar í eigu
Bandaríkjamannsins Will Covert.
Þær eru Gola frá Höfðabrekku und-
an Tvisti frá Krithóli og Jámgerði
frá Vík. Hún hlaut 8,25 í aðaleinkunn,
7,59 fyrir sköpulag og 8,69 fyrir hæfi-
leika. Hin er Fjöður frá Ási I undan
Feyki frá Hafsteinsstöðum og Flugu
frá Ási I. Hún fékk 8,21 í aðal-
einkunn, 8,06 fyrir sköpulag og 8,32
fyrir hæfileika.
Dómnefndina skipa þeir Ágúst
Sigurðsson, Jón Vilmundarson og
Víkingur Gunnarsson.
Yfirlitssýningin er í dag, fostudag,
og hefst kl. 13.00. Þar koma fram
stóðhestar, fjögurra vetra, sem náð
hafa 7,50,5 vetra með 7,60 og yfir og
6 vetra og eldri sem náð hafa 7,70.
Aðeins eru sýndar hryssur 6 vetra og
eldri að þessu sinni og þurfa þær að
hafa fengið 7,60 til að komast á yfir-
litssýninguna.
Á morgun, laugardag, hefst svo
aðalsýningin kl. 14.00. þar sem dóm-
um verður lýst og verðlaun veitt.
Dóma er hægt að nálgast á heima-
síðu Bændasamtakanna, www.-
bondi.is, með því að smella á hrossa-
rækt.
flSTUnD
Milli manns og hests.
... er ÁSTUnDflR
hnakkur
FREMSTIR FYRIR GÆÐI