Morgunblaðið - 05.05.2000, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 05.05.2000, Qupperneq 64
■64 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 t MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Gagnlegar upplýsingar og gögn á heimasíðu LH Landssamband hestamannafélaga hefur nú endurnýjað heimasíðu sína og er verið að leggja síðustu hönd á hana þessa dagana. Asdís Haraldsddttir skoðaði síðuna og telur hana mikið framfaraskref. MorgunblaðiðA^aldimar Líflegur Kassa- gerðardagur HINN árlegi Kassagerðardagur Andvara var haldinn síðasta laug- ardag. Það er Kassagerð Reykja- víkur sem styrkir mót þetta, sem unglingadeild Andvara sér um. Þetta er opið mót og voru auk barna úr Andvara fjölmargir þátt- takendur frá nærliggjandi hesta- mannafélögum. Yngsti keppandinn var aðeins þriggja ára. Dagskrá hófst með keppni í pollaflokki, síðan komu börn og unglingar og var keppt eftir sama fyrirkomulagi og í firmakeppni. Að keppni lokinni var boðið upp á pepsí og pylsur o.fl. góðgæti í boði Kassagerðarinnar. Úrslit urðu sem hér segir: Pollar 1. Skúli t>. Jóhannsson, Sörla, á Seríu frá Litla-Bergi 2. Edda R. Guðmundsdóttir, Fáki, á Sviðari fráHvoli 3. Ásta D. Harðardóttir, Andvara, á Hrann- ari frá Ljósafossi 4. Stenunn E. Jónsdóttir, Andvara, á Flugu frá Lýsudal 5. Guðný M. Siguroddsdóttir, Andvara, á Blakk frá Gerðum Börn 1. Linda R. Pétursdóttir, Herði, á Val frá Ólafsvík 2. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, á Díönu frá Enni 3. Rósa B. Þorvaldsdóttir, Sörla, á Árvakri frá Sandhóli 4. Hreiðar Hauksson, Herði, á Nökkva frá Búðarhóli 5. Anna G. Oddsdóttir, Andvara, á Takti Unglingar 1. Auður S. Ólafsdóttir, Mána, á Sóllilju frá Feti 2. Kristín M. Jónsdóttir, Sörla, á Háfeta frá Undirfelli 3. Bylgja Gauksdóttir, Andvara, á Kolgrímu frá Ketilsstöðum 4. Hrönn Gauksdóttir, Andvara, á Hrefnu frá Þorleifsstöðum 5. Signý Á. Guðmundsdóttir, Fái, á Skruggu frá Sólvöllum Enginn fullorðinn sóttum að keppa í Seljord VAKIÐ hefur athygli að eng- inn fullorðinn keppandi hefur sent inn umsókn um að taka þátt í Norðurlandameistara- mótinu í hestaíþróttum sem fram fer í Seljord í Noregi dagana 9.-13. ágúst í sumar. Umsóknarfrestur átti að vera liðinn en hefur verið fram- lengdur. Ástæðurnar segir Sigrún Ögmundsdóttir á skrifstofu LH vera að enginn fullorðinn hefur sótt um og enn hefur ekki verið ráðinn nýr landsliðseinvaldur í stað Sigurðar Sæmundssonar, sem er í ársleyfí. Hún segir að unnið sé að málinu af kappi þessa dagana. Unglingar og ungmenni sýna mótinu mun meiri áhuga og streyma inn umsóknir frá hestafólki í þessum aldurs- flokkum. Á Norðurlandameistara- mótinu mega keppendur frá íslandi, Danmörku, Finn- landi, Færeyjum, Svíþjóð og Noregi taka þátt. Hvert land má senda 25 keppendur. Þar af mega átta keppa í ung- mennaflokki, 17—19 ára, og fimm í unglingaflokki, 13-16 ára. I fullorðinsflokki keppa þeir sem eru 20 ára og eldri. Tilkynna þarf um þátttak- endur og í hvaða flokki þeir keppa fyrir 28. júní næstkom- andi og upplýsingar um í hvaða greinum hver knapi keppir þurfa að liggja fyrir 24. júlí. Stóðhestasýningin í fyrsta sinn í Reykjavík MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson Dómstörf voru í fullum gangi í Víðidalnum í gær. LANDSSAMBAND hestamanna- félaga hefur haldið úti heimasíðu um nokkurt skeið. Eins og oft vill verða með heimasíður á sviði hestamennsku var farið vel af stað, en væntingarnar urðu að engu þegar upplýsingar úreltust og nýj- ar voru ekki færðar inn. Regluleg uppfærsla Nú hefur LH fengið fyrirtækið .. Vef á Selfossi til að hanna nýja heimasíðu og að sögn Sigrúnar Ög- mundsdóttur hjá LH verður upp- færslan í höndum samtakanna sjálfra og stefnt að því að færa þar inn allar nýjustu upplýsingar jafn- óðum. Við fyrstu skoðun virðist verkið hafa heppnast vel. Á forsíðunni er hægt að velja hvort síðan er skoð- uð á íslensku eða ensku. Þegar það hefur verið gert liggur leiðin að ýmsum upplýsingum. Hægt er að komast inn í mótaskrá LH, lista yfír öll aðildarfélögin og formenn þeirra, upplýsingar um nefndir og stjórn og fleira. Fundargerðir frá nokkrum fund- um stjórnar LH eru komnar inn (að vísu var sú nýjasta frá því í janúar), skýrslur nefnda og öll þinggögn frá síðasta ársþingi LH í Borgarnesi, þar á meðal ítarleg og fróðleg fundargerð. Allt þetta ger- ir hestafólki kleiff að fylgjast mun betur með starfsemi Landssam- bandsins og vera í betri tengslum við það. Hægt að prenta út lög og reglur Öll lög og reglur liggja fyrir og hægt að opna og prenta út, hvort sem er í Acrobat Reader eða Word. Þá er hægt að fá öll eyðu- blöð, svo sem fyrir mótaskýrslur og fleira, einnig með þessum hætti. Sá möguleiki er þá fyrir hendi að fylla ýmsar skýrslur út í tölvunni og senda beint til skrifstofu LH með tölvupósti og ætti það að bæta allt skýrsluhald samtakanna og auðvelda aðgang að þeim í framtíð- inni. Ekki má svo gleyma því að sér- stakt eyðublað er til að senda LH athugasemdir og fyrirspurnir í tölvupósti. Býður upp á gagnvirk samskipti Nokkrir tenglar eru komnir inn, en þarna er kjörinn vettvangur til að koma upp góðu tenglasafni um hesta og hestamennsku. Óhætt er að segja að með þess- ari nýju heimasíðu er boðið upp á gagnvirkari samskipti stjórnar og starfsfólks LH og hins almenna fé- lagsmanns en áður hefur verið tækifæri til. Slóðin á hinni nýju heimasíðu LH er www.lhhestar.is. FYRSTA kynbótasýning vorsins stendur nú yflr í Víðidal í Reykjavík. Þetta er hin vinsæla stóðhestasýning sem nú er haldin í fyrsta sinn í Reykjavík, en ekki í Gunnarsholti eins og áður. Alls eru sýnd 65 hross, aðallega stóðhestar. Dómstörfin sjálf fóru fram á miðvikudag og fimmtudag. Eftir dómana á miðvikudaginn var Stirnir frá Efri-Þverá efstur stóð- hesta 6 vetra og eldri. Hann er undan Gusti frá Grund og Stroku frá Efri- Þverá. Stirnir hlaut 7,89 í aðal- einkunn, 8,16 fyrir sköpulag og 7,71 fyrir hæfileika. Þar af 9,0 fyrir brokk. Næstur honum kom Hrafnar frá Efri-Þverá, einnig undan Gusti frá Grund, en móðir hans er Hof- staða-Brúnka frá Hofstöðum. Hrafn- ar hlaut 7,62 í aðaleinkunn, 7,86 fyrir sköpulag og 7,46 fyrir hæfileika. Nokkra athygli vekur að hesturinn sem er í þriðja sæti í þessum aldurs- flokki, Orrasonurinn Ganti frá Hafn- arfirði, lækkar umtalsvert í einkunn. Hann fær 7,37 í aðaleinkunn, 7,84 fyrir sköpulag og 7,06 fyrir hæfileika. Síðast þegar Ganti var sýndur, á Stóðhestastöðinni í Gunnarsholti fyr- ir ári, hlaut hann 7,89 í aðaleinkunn, 7,70 fyrir sköpulag og 8,09 fyrir hæfi- leika. I fyrstu tvö skiptin sem hann var sýndur, á héraðssýningunni í Reykjavík 1998 og á Gaddstaðaflöt- um sama ár, fékk hann 8,5 fyrir tölt, á landsmótinu það sama ár og í Gunnarsholti árið eftir 8,0, en nú hrapar tölteinkunnin niður í 7,0. Loki frá Skúfsstöðum var efstur 5 vetra hesta. Hann er undan Safír frá Viðvík og Glettu frá Skúfsstöðum. Loki fékk 7,35 í aðaleinkunn, 7,64 fyrir sköpulag og 7,16 fyrir hæfileika. Efsti hestur f flokki fjögurra vetra stóðhesta var Jöfur frá Blesastöðum undan Sprota frá Hæli og Kolbrúnu frá Brattholti. Hann fékk 7,81 í aðal- einkunn, 7,74 fyrir sköpulag og 7,86 fyrir hæfileika. Útkoman hjá hryssunum var nokkuð betri en hjá stóðhestunum. eftir dómana á miðvikudaginn. Tvær efstu hryssurnar eru báðar í eigu Bandaríkjamannsins Will Covert. Þær eru Gola frá Höfðabrekku und- an Tvisti frá Krithóli og Jámgerði frá Vík. Hún hlaut 8,25 í aðaleinkunn, 7,59 fyrir sköpulag og 8,69 fyrir hæfi- leika. Hin er Fjöður frá Ási I undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og Flugu frá Ási I. Hún fékk 8,21 í aðal- einkunn, 8,06 fyrir sköpulag og 8,32 fyrir hæfileika. Dómnefndina skipa þeir Ágúst Sigurðsson, Jón Vilmundarson og Víkingur Gunnarsson. Yfirlitssýningin er í dag, fostudag, og hefst kl. 13.00. Þar koma fram stóðhestar, fjögurra vetra, sem náð hafa 7,50,5 vetra með 7,60 og yfir og 6 vetra og eldri sem náð hafa 7,70. Aðeins eru sýndar hryssur 6 vetra og eldri að þessu sinni og þurfa þær að hafa fengið 7,60 til að komast á yfir- litssýninguna. Á morgun, laugardag, hefst svo aðalsýningin kl. 14.00. þar sem dóm- um verður lýst og verðlaun veitt. Dóma er hægt að nálgast á heima- síðu Bændasamtakanna, www.- bondi.is, með því að smella á hrossa- rækt. flSTUnD Milli manns og hests. ... er ÁSTUnDflR hnakkur FREMSTIR FYRIR GÆÐI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.