Morgunblaðið - 05.05.2000, Side 65

Morgunblaðið - 05.05.2000, Side 65
MORGUNBLÁÐÍÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 65 Yfírlýsing Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis Aðför VMSÍ að Sleipni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá stjóm Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis: „Þegar samninganefnd Bifreiða- stjórafélagsins mætti á samninga- fund hjá Ríkissáttasemjara þann 14. apríl s.l. með SA, var af hálfu SA lagður fram nýr kafli í kjarasamningi Verkamannasambands Islands og SA til kynningar samninganefnd Sleipnis og sem umræðugrundvöllur. Hinn nýi kafli í samningi þessara aðila hefur að geyma ákvæði um kjör hópferða- og sérleyfisbifreiðastjóra, en kjarasamningur VMSI hefur hingað til ekki tekið á kjörum þessa hóps, enda hefur Bifreiðastjórafélag- ið Sleipnir eins og kunnugt er gert kjarasamning íyrir yfii-gnæfandi meirihluta hópferða- og sérleyfis- bifreiðastjóra á landinu. Það vakti furðu og reiði samning- anefndarmanna að sjá þennan kjara- samning, en í umræddan kafla eru sett ákvæði sem ganga þvert á kröfu- gerð Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis og fela í sér verulega Iakari kjör en núgildandi samningur Sleipnis kveð- ur á um. Þar eru teknar upp nær orðréttar ýmsar kjarakröfur Sleipnis og þær afbakaðar og lækkaðar verulega með smávægilegum orðalagsbreytingum sem þó skipta öllu um innihaldið. Ekki er unnt að tína hér allt til, en þess í stað skal stiklað á stóru: Meðal annars er þar um að ræða verulega lækkun á vaktaálagsprós- entum miðað við núgildandi kjara- samning Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis auk þess sem álagstímum er fækkað umtalsvert. Svið vaktavinnu er á hinn bóginn víkkað miðað við núgildandi kjara- samning Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis og er vaktavinna heimil all- an sólarhringinn samkvæmt samn- ingi VMSÍ, en er það ekki samkvæmt núgildandi kjarasamningi Bifreið- astjórafélagsins Sleipnis. Felur það einnig í sér kjaraskerðingu miðað við núgildandi kjarasamning Sleipnis. Samkvæmt því lækka álagsgreiðslur á tímabilinu frá kl. 01:00 - 06:00 um 58,2 prósent. Sleipnir hefur hins vegar gert kröfu um hækkun á vaktaálagi, auk þrengingar á vaktavinnusviði. Ennfremur samdi VMSÍ um af- nám á greiðslu fyrir ótekna kaffitíma í yfirvinnu miðað við núgildandi kjarasamning Bifreiðastjórafélags- ins Sleipnis. í upphafi kjaraviðræðna aðila lögðu atvinnurekendur fram kröfur af sinni hálfu sem fela í sér verulega skerðingu á kjörum bifreiðastjóra. Þessum kröfum hafnaði Bifreiða- stjórafélagið Sleipnir. Kröfur þessar eru hins vegar að verulegu leyti teknar upp í samning VMSÍ við SA og samþykktar þar. Má þar nefna kröfu SA um heimild til vaktavinnu allan sólarhringinn og um heimild atvinnurekenda til að reka menn í frí í miðri viku gegn vinnu um helgar þess í stað. Jafnframt eru í þessum samningi ákvæði um vinnu og hvíldartíma bif- reiðastjóra sem ganga þvert á ákvæði laga og reglugerða um þessi atriði. Þetta þýðir með öðrum orðum að fari bifreiðastjórar eftir ákvæðum samningsins, leiðast þeir út í lögbrot. Við brotum á lögum um aksturs- og hvíldartíma bifreiðastjóra liggja þung viðurlög, en eins og kunnugt er gilda önnur lög og reglugerðir um aksturs- og hvíldartíma bifreiða- stjóra en um aðra á vinnumarkaðn- um. Hér er um að ræða reglugerðir nr. 3820 og 3821/85 um aksturs og hvíldartíma bifreiðastjóra. Það eru forkastanleg vinnubrögð af hálfu VMSÍ að gera samning sem felur í sér ákvæði af þessu tagi og er Ijóst að samningamenn VMSI hafa að vonum litla þekkingu á lögum og málefnum þeirra aðila sem þeir voru að gera samning fyrir, - öllum í óþökk - nema auðvitað atvinnurek- endum. Sú spurning verður æ áleitn- ari hvort stjórn VMSÍ sé gengin til liðs við atvinnurekendur gegn Sleipni. Bifreiðastjórafélagið Sleipnir lítur á umræddan gjörning sem alvarlegt skemmdarverk framið af forystu- mönnum Verkamannasambands ís- lands. Athygli vekur að í forsvari samn- inganefndar VMSI, sem stóð að gerð þessa kostulega „kjarasamnings" er varaformaður þess og jafnframt fyrsti varaforseti Alþýðusambands Islands. Hvað gengur VMSÍ til? Telur for- usta þess hag verkafólks best borgið með því að etja stétt gegn stétt? Stjórn Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis fordæmir framferði VMSÍ og mótmælir harðlega íhlutun þess í málefni Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis.“ Fréttir á Netinu ^mbl.is ALLTAf= e!TTH\SA£> /VÍ71 Fréttir á Netinu % mbl.is BRONCO fjallahjól, dömu og herra 24"-26" BRONCO með dempara 20‘ 24"-26" DIAMOND Street, dömu og herra 24"-26" | BRONCO Duo Shock 24"-26" Verð stgr. frá kr. 22.705 tjl 23.655 1 Verð stgr. frá kr. 20.805 5126.505 Verö stgr.frá kr. 24.130 5'25.555 1 Verð stgr. frá kr. 27.455 til 28.4051 Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði GIANT fjallahjól 1 GIANT tveggja dempara_ I GIANT City, dömu og herra______I SCOTT fjallahjól Verð stgr. frá kr. 25.555 Verð stgr. frá kr. 39.900 Verð stgr. kr. 29.925 Verð stgr. kr. 26.505 A r s á b y SCOTT ál með dempara Verö stgr. frá kr. 36.955 o g f r í u p p ^ flROiVCO OiAisrr SCOTTL-A e r s I a e f t i ItaltríkE viví 1 N T K K N A 11 O N \ I. - 'il'fSlfft EUROSTAR DÍAMOND — n n m Fjallahjól fyrir börn frá DIOMOND og BRONCO VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR Hjálmar, barnastólar, grifflur, blikkljós, bjöllur, hraðamælar, brúsar, töskur, körfur, dempara- gafflar, hjólafestingar á bíla og margt fleira. 5% staögreiöslu- afsláttur Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni Armúla 40 Sími: 553 5320 l/érslunin AMRKI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.