Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 66
66 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vann
« jeppa
LEIKNUM Fjölskyldudraumur
Gulls 909 og Bílabúðar Benna lauk
2. maí sl. en hann hefur staðið yfir
siðan um miðjan febrúar og tóku yf-
ir 100.000 manns þátt í leiknum.
Dregið var fimmtudaginn 27. apríl
og það var nafn Unnar Kjartans-
dóttur sem dregið var úr pottinum.
Á þriðjudaginn fór svo fram af-
hending á verðlaununum hjá Bfla-
búð Benna í Kringlunni og var það
Eiríkur Fjalar sem afhenti vinning-
ana, Korando-jeppa frá Bflabúð
'Benna, vélsleða og kerru undir
sleðann.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
EFLUM
ENDURHÆFINGU
TÖKUM A - TÆKIN VANTAR
Landssamtök hjartasjúklinga, LHS, standa fyrir
landssöfnun meö merkjasölu þann 4., 5. og 6. maí
undir kjörorðunum
„Eflum endurhæfingu - Tökum á tækin vantar"
Tilgangur merkjasölunnar er að afla fjár til kaupa á tækjum
til endurhæfingar fyrir hjartasjúklinga.
MERKJASALA
4., 5. OG 6. MAÍ
LANDSSAMTÖK HIARTASIÚKLINGA
Landsamtök hjartasjúklinga eru opin öllum.
Hægt er að skrá sig í samtökin alla virka daga milli kl. 9 og 17.
Aðalskrifstofan er til húsa að Suðurgötu 10, 101 Reykjavík.
Símar 552 5744 og 562 5744. Netfang hjarta@sibs.is
MIR minnist
stríðsloka
í Evrópu
UM þessar mundir eru liðin rétt 55 ár
frá stríðslokum í Evrópu og uppgjöf
herja Hitlers-Þýskalands og banda-
manna þess. Félagið MIR minnist
þessa sögulega atburðar í félags-
heimilinu, Vatnsstíg 10, laugardaginn
6. maí kl. 15. Þá flytur sendiherra
Rússneska sambandsríkisins, Anat-
olí Zaitsév, erindi um Föðurlands-
styrjöldina miklu 1941-1945. Hjalti
Rögnvaldsson leikari les upp ljóð og
sýnd verður heimildarkvikmynd
Mikhaíls Romm, Síðustu bréfin, um
örvæntingarfulla tilraun nasistafor-
ystunnar til að efla baráttuþrek
þýsku þjóðarinnar, þegar algjör ósig-
ur blasti við fasistum í Stalingrad,
segir í fréttatilkynningu. Að lokinni
dagskrá í bíósalnum verða léttar veit-
ingar á boðstólnum í kaffistofu.
I tilefni 55 ára afmælis stríðslok-
anna hefur einnig verið sett upp í fé-
lagsheimili MÍR sýning ljósmynda og
svartlistarmynda sem tengjast bar-
áttu Rússa og annarra þjóða fyrrum
Sovétríkja við innrásarheri Þjóðveija
og bandamanna þeirra. Sýning þessi
verður opin á laugardaginn kl. 14-18
og á sama tíma daginn eftir, sunnu-
daginn 7. maí, en kl. 15 þann dag
verður sýnd hin fræga heimildar-
kvikmynd Romans Karmen, Föður-
landsstyrjöldin mikla. Þykir mynd
þessi gefa einkar greinargóða heild-
armynd af baráttu Sovétþjóðanna við
innrásarheri Þjóðverja og banda-
manna þeirra, segir í fréttinni.
Loks verður enn ein heimildar-
kvikmynd, Herveldi Japana brotið á
bak aftur, sýnd í bíósal MÍR sunnu-
daginn 14. maí kl. 15. Sú kvikmynd
var gerð upphaflega 1945 (eintakið
sem sýnt verður í MIR er endurgerð
frá 1985) og voru höfundarnir Alex-
ander Zarkhí og Iosif Heifits í hópi
fremstu kvikmyndagerðarmanna So-
vétríkjanna eins og þeir Mikhaíl
Romm og Roman Karmen.
Aðgangur að dagskránni laugar-
daginn 6. maí, myndasýningunni og
kvikmyndasýningunum á Vatnsstíg
10 er ókeypis og öllum heimil.
------»-H------
Sumar-
um undirbúin
í SUMAR verður margt og mikið um
að vera á Laugaveginum til að lífga
upp á mannlífið. Kaupmenn þar hafa
lagt á sig mikla vinnu við að undirbúa
sumarið. Margir leggja hönd á plóg,
fyrir utan kaupmenn, að gera suma-
rið skemmtilegt og ánægjulegt. Þar
má nefna að lítil hljómlistarsveit
verður á sveimi með nýja og hressi-
lega músík, The Mighty Gareth verð-
ur með götusýningar og sýnir listir
sem enginn leikur eftir, það verða
ótrúlegar tískusýningar sem hafa
ekki sést áður, dansarar sýna nýjustu
dansana, heilsuefling verður eitt af
markmiðum sumarsins, ásamt ótal
öðrum uppákomum sem eiga að koma
á óvart, segir í fréttatilkynningu.
Kaupmenn ætla að hefja sumar-
starfið á næsta löngum laugardegi
hinn 6. maí nk. og mun það verða til-
einkað ferðalögum innanlands með
fellihýsasýningum frá Títan og Segla-
gerðinni Ægi ásamt ferðakynningum
frá Ferðafélagi íslands og Útivist.
Líka er ætlunin að skapa smá grill-
stemmningu þar sem Olíufélagið Es-
so verður með kynningu á grillum og
grillvörum. En þar við verður ekki
látið sitja heldur verða líka sýndir
dansar frá dansskóla Auðar og Jó-
hanns Amars, hljómlistarsveitin okk-
ar spilar og The Mighty Gareth sýnir
listir sínar. Kaupmenn verða í sumar-
skapi og bjóða alla velkomna á
Laugaveginn og hvetja fólk til að
koma og njóta útivistar í vinalegu og
kunnuglegu umhverfi.
Á löngum laugardegi eru verslanir
opnar til kl. 17 og eins og ævinlega er
frítt í bílastæðahúsin og í stöðu- og
miðamæla eftir kl. 14.
stemmning j
Laugavegin
Opið hús hjá
Leikskólum
Reykjavíkur
ÍBÚUM Reykjavíkur og nágrennis
gefst tækifæri til að heimsækja
alla leikskóla Reykjavíkurborgar
laugardaginn 6. maí nk. á milli 11
og 13. Þetta er í fyrsta sinn sem
allir leikskólar í Reykjavík hafa op-
ið hús á sama degi. Það tengist
verkefninu „2000 börn í Reykjavík
2000“ sem er samstarfsverkefni
Leikskóla Reykjavíkur, Kramhúss-
ins og Reykjavíkur - menningar-
borgar árið 2000.
Börn sem verða sex ára árið
2000 voru fengin til að vinna verk-
efni tengd náttúruöflunum, vatni,
eldi, lofti og jörð undir leiðsögn
starfsfólks leikskóla og listgreina-
kennara Kramhússins. Reynt hef-
ur verið að opna augu barnanna
fyrir borg og náttúru og gefa þeim
tækifæri til að kynnast því hvað
borgin þeirra hefur að geyma og
bera virðingu fyrir því umhverfi
sem þau alast upp í. Afrakstur
vinnu barnanna verður til sýnis í
leikskólunum 6. maí og má því í
raun segja að listsýningar verði á
75 stöðum í Reykjavík.
Verkefninu lýkur laugardaginn
27. maí nk. þegar börnin koma
saman á Arnarhóli í fylgd leik-
skólakennara og taka þátt í sam-
eiginlegri uppákomu.
Þau munu flytja tónverkið
„Þúsaldarljóð“ sem var samið sér-
staklega fyrir verkefnið af Tryggva
M. Baldvinssyni við texta Svein-
björns I. Baldvinssonar en dans við
verkið samdi Ólöf Ingólfsdóttir.
Þegar tónverkið hefur verið flutt
munu foreldrar taka við börnunum
og fara í ratleik um miðborg
Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að
farið verði í alla helstu sýningarsali
borgarinnar þar sem búið verður
að koma fyrir listaverkum barn-
anna.
„2000 börn í Reykjavík árið
2000“ er skipulagt af listgreina-
kennurum Kramhússins í sam-
starfi við starfsfólk leikskólanna.
Þeir hafa á síðustu árum leitast við
að tengja saman listgreinar og með
þá reynslu var leitast við að fá
börnin til að upplifa tónlist, mynd-
list, hreyfingu, dans og leiklist sem
eina heild.
------H-»-------
Hækkun af-
notagjalds
bitni ekki á
öryrkjum
AÐALFUNDUR Blindrafélagins
sem haldinn var laugardaginn 29.
apríl sl. samþykkti ályktun sem send
er samgönguráðherra, Sturlu Böð-
varssyni. I ályktuninni er mótmælt
hækkun á afnotagjaldi síma sem tek-
ur gildi 1. júlí nk. og snertir öryrkja
og ellilífeyrisþega.
í ályktuninni segir: „Fundurinn
hvetur samgönguráðherra til að
beita sér gegn fyrirhuguðum hækk-
unum á afnotagjöldum öryrkja þann-
ig að þær komi ekki til framkvæmda.
Það er siðferðilega óverjandi að fyr-
irtæki í eigu ríkisins hækki afnota-
gjöld hjá tekjulægstu öryrkjum og
ellilífeyrisþegum á sama tíma og fyr-
irtækið skilar umtalsverðum hagn-
aði.
I nafni aðstöðujöfnunar ber sam-
gönguráðherra að gangast við skyld-
um sínum gagnvart öryrkjum rétt
eins og öðrum landsmönnum í stað
þess að auka enn á einangrun
þeirra."
--------------------
■ AÐSTANDENDUR sósíalíska
vikublaðsins Militant halda málfund
um Zimbabwe, arf aldarlangrar ný-
lendukúgunar, nútíma heimsvalda-
stefnu og jarðnæðisumbætur, föstu-
daginn 5. maí kl. 17.30 á
Klapparstig 26, 2. hæð t.v., Reykja-
vík