Morgunblaðið - 05.05.2000, Page 70

Morgunblaðið - 05.05.2000, Page 70
70 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hundalíf Þetta er aldeilis skrítið land. í hvert skipti sem haldnar eru kosningar brjótast fiðlumar út. Brýst út ofbeldi. Hvað svo sem það er. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Spurt var um íþróttamál Frá Ellerti B. Schram: í AÐSENDU bréfi frá Jóni Otta Jónssyni, sem birtist í Mbl. 19 apríl sl., er nokkrum fyrirspurnum beint til mín vegna íþróttamála. Skal nú leitast við að svara Jóni Otta, sem mér er að góðu kunnur sem einlægur áhugamaður um íþróttir. Spurt er: Er eftirsóknarvert að er- lent íþróttafólk taki þátt í keppni um íslandsmeistaratitla? Svar: Hvort heldur það er eftir- sóknarvert eða ekki blasir sú stað- reynd við að ísland er aðili að evrópska efnahagssvæðinu og hlítir af þeim sökum þeim reglum sem þar gilda um eitt atvinnusvæði og frelsi og jafnræði þess fóiks sem býr í við- komandi löndum. Lagt er bann við því að takmarka eða hefta íþróttafólk til að taka þátt í keppni innan Evrópusambands- og EES-landa. Svokallaður Bosman- dómur er öllum kunnur og þeir sem fylgjast með íþróttum þekkja afleið- ingarnar af þeim dómi. Nærtækast er að benda á ensku knattspymuna, þar sem fjölmörg lið eru með útlendinga í meirihluta í kappliðum sínum. Chels- ea hefði getað orðið Englandsmeist- ari með ellefu útlendinga í sínu liði. Islensk íþróttahreyflng verður að una þessari stöðu, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er rétt hjá Jóni Otta að eftir því sem útlendingar eru fleiri því færri stöður eru eftir fyrir innlenda leikmenn. A móti kemur að íslenskt íþróttafólk hefur að sama skapi aukna möguleika til að komast að hjá erlendum félögum. Hér er með öðrum orðum ekki á ferðinni stefna íþrótta- og ólympíu- sambands íslands eða íþróttaforyst- unnar. Hvað varðar mína persónu- legu skoðun, þá væri ég hlynntur því ef íslensk sérgreinasambönd, sem önnur hliðstæð sambönd í Evrópu, mættu setja þak á fjölda erlendra leikmanna. Að því er unnið af hálfu alþjóðaíþróttasamtaka gagnvart Evrópusambandinu og íslensk íþróttaforysta styður þá viðleitni. Spurt er: Mun stjórn ÍSÍ senda Alþingi áskorun um að fella fram komið frumvarp um að leyfa iðkun hnefaleika? Svar: Framkvæmdastjórn ÍSI hefur sent Alþingi umsögn um um- rætt frumvarp þar sem mælt er með því að bannið sé fellt niður. Ólymp; ískir hnefaleikar eru að mati ISI ekki skaðlegri en margar aðrar íþróttir og raunar allt önnur íþrótt en sú sem bönnuð var á sínum tíma. Ólympískir hnefaleikar eru viður- kennd íþrótt um allan hinn vestræna heim og að okkar mati óeðlilegt að löggjafarsamkundan sé að hafa af- skipti af því hvaða íþróttir eru leyfð- ar hér á landi og hverjar ekki. Sú ákvörðun á að vera í höndum íþrótta- samtakanna sjálfra. Eg vona að ég hafi hér með svarað málefnalegum spurningum Jóns Otta og biðst afsökunar á þeim drætti sem hefur orðið á svari mínu, sem stafar af því að ég var erlendis um páskana. ELLERT B. SCHRAM, forseti ÍSÍ. Ert þú í tvíhliða hjónabandi? Frá Sigurði Grétari Guðmundssyni: ÞAÐ ER með fádæmum hvað fjöl- miðlamenn geta búið til af ambögum og þar étur hver upp eftir öðrum, það er eins og í fjósinu; þegar einni beljunni verður mál míga allar. Lengi hef ég haft það álit að tveir fjölmiðlar hérlendis stæðu fremstir í málnotkun, Ríkisútvarpið og Morg- unblaðið. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Nýjasti húsgangur fjölmiðla- manna, sem þeir éta hver eftir öðr- um, er að troða orðinu „tvíhliða“ inn í allar mögulegar setningar. í Morg- unblaðinu mátti nýlega sjá þessa fyr- irsögn: „Ræða tvíhliða samskipti ríkjanna.“ Hefði ekki nægt að segja: „Ræða samskipti ríkjanna" eru ekki samskipti tveggja aðila alltaf ;,tví- hliða", þarf að taka það fram? I há- degisfréttum 1. maí kom merkileg frétt, Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra ætlar að eiga „tvíhliða" við- ræður við Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandai-íkjanna. Það verður spennandi að heyra fréttirnar þegar Halldór fer í „ein- hliða“ viðræður við Madeleine, mun Halldór þá tala af mikilli mælsku en Madeleine þegja sem fastast? Eða felast tvíhliða samræður þeirra í því að sitja ýmist við vinstri eða hægri hlið hvort annars? Og samkvæmt þessari uppáhalds málleysu fjölmiðlamanna, hvað ger- ist þegar þeir ganga í hjónaband? Ganga þeir þá ekki í „tvíhliða" hjóna- band? Vonandi, því mikil lifandis ósköp hlýtur „einhliða" hjónaband að vera leiðinlegt. SIGURÐUR GRÉTAR GUÐMUNDSSON, Sæbólsbraut 26, Kópavogur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.