Morgunblaðið - 16.05.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.05.2000, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson Lj ósmy ndasýning Myndasyrpa úr Mýrdal Fagradal - Þórir Kjartansson áhugaljósmyndari í Vík hefur opnað ljósmyndasýningu sem ber nafnið „Myndasyrpa úr Mýrdal“ í grillinu í Víkurskála. Þetta eru 22 ljósmyndir sem teknar eru á síðastliðnum tveimur árum. Þórir segir myndirn- ar teknar á Pentax super og MZ 5 myndavélar og á Fuji velvia 35 mm filmu 50 asa.Allar myndii-nar eru til sölu. „Ljósmyndun er búin að vera mitt helsta áhugamál í gegnum árin,“ Grindavflí - Skólaslit Tónlistarskóla Grindavíkur voru nú á dögunum og þar með lauk 27. starfsárinu. Guð- mundur Emilsson, skólastjóri, sagði frá því í ræðu sinni að í vetur hefðu verið alls 152 nemendur, þar af 87 í forskólanum. Þá sagði Guðmundur frá því að 17 nemar hefðu lokið stigs- prófi og þar af 11 sem luku fyrsta stigi. segir Þórir sem á orðið mikið safn mynda úr Mýrdalnum. í Víkurskála er búið að koma upp góðri aðstöðu til myndasýninga, þar sem Einar Hjör- leifur Olafsson rafverktaki í Vík hef- ur sett upp skemmtilega lýsingu fyr- ir myndir. Guðmundur Elíasson rekstrar- stjóri Víkurskála segir að það sé hans von að þessi bætta aðstaða til myndasýninga í Víkurgrilli verði til þess að sýningar verði sem oftast þar. „Húsnæði skólans við Víkurbraut er ófullnægjandi og vonandi hillir undir nýja byggingu skólans og kannski að hún rísi á 30 starfsári skólans þ.e. 2002“, sagði Guðmund- ur. Fjölbreytt tónlistaratriði voru á þessum skólaslitum eins og vera ber m.a. spilaði kvintett lagið „Hver má sigla“. Eldur lagð- ur að bæn- um Hvilft í • • Onundar- firði Flateyri - Eldur var lagður nýlega að öðru tveggja íbúðarhúsa á Hvilft, skammt innan við Flateyri í Onundarfiði. Til stendur að jafna húsið við jörðu og var bruninn lið- ur í niðurrifinu. Sökum þess hve íbúðarhúsin standa nærri hvort öðru þurfti að gæta fyllstu varúð- ar og bíða hagstæðrar vindáttar. Verkið var unnið á vegum ísa- fjarðarbæjar undir eftirliti slökkviliðsins sem var í viðbragðs- stöðu allan tíman. Húsið var byggt árið 1948 eftir uppskiptingu landareignarinnar en gamli bærinn sem stendur við hlið þess var reistur árið 1911 og er fyrsta steinsteypta fbúðarhúsið sem byggt var í Önundarfirði. Kölluðust bæirnir Hvilft 1 og 2 í jarðabókum og fékk nýi bærinn töluna 1 en sá gamli töluna 2. Hvilft 1 sem nú stendur til að rífa hefur þö verið í eyði frá árinu 1966 og var Flateyrarhreppi gefið hús og jörð árið 1974. Það gekk siðan til Isafjarðarbæjar við sameiningu sveitarfélaganna árið 1996. En nú hefur Gunnlaugur Finnsson böndi á Hvilft keypt jarðarpartinn af Isafjarðarbæ án húseignar sem lá undir miklum skemmdum. Þar með er Hvilft orðin heil jörð á ný eftir hálfrar aldar sundrungu. Morgunblaðið/GPV Kvintett nokkurra nemenda, sem spiluðu á píanó, gítar og trompeta, lék lagið „Hver má sigla“. 152 í tónlistarnámi í Grindavík Bandalags- þing áhuga- leikara haldið á Hornafirði Höfn - Bandalagsþing íslenskra áhugaleikfélaga var haldið á Hornafirði nýlega. Um sjötíu manns frá tuttugu leikfélögum mættu á svæðið og að sögn Lilju Harðardóttur, formanns leikfélags HornaQarðar, var helgin einstak- lega vei heppnuð. Fundahöld stóðu yfir á daginn og á kvöldin var svo brugðið á leik á ýmsa vegu. A laugardagskvöld var haldinn sérstakur hátíðarkvöldverður og dansleikur á eftir, og að sögn Lilju munu allir hafa skemmt sér hið besta. Næsta bandalagsþing verður haldið í Borgarnesi að ári. Morgunblaðið/Þorvaldur Þorstfiinsson Brugðið var á leik á þingi Bandalags áhugaleikfélaga. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Töframaðurinn Pétur Pókus plataði gesti upp úr skónum með brellum og sjónhverfingum og börnunum fannst mikið til töframannsins koma. Urslit í ljósmynda- maraþoni tilkynnt Egilsstöðum - Rauði Kross íslands hélt upp á alþjóðadag Rauða Krossins í verslunarmiðstöðinni Níunni á Egilsstöðum. Yfirskriftin var „Gegn ofbeldi". Tiikynnt var um úrslit í ljósmyndamaraþoni sem Rauði Krossinn og Hans Pet- ersen héldu nýverið, en myndirnar voru allar teknar í nafni um- hyggju. Alls voru sendar inn alls 1200 myndir og voru níu af þeim valdar sem bestu myndir maraþonsins. Tilkynnt voru úrslit og valdar þrjár myndir af þessum níu. í fyrsta sæti var mynd eftir Hall; stein Magnússon í Reykjavík. í öðru sæti var Aðalbjörg Sigurjóns- dóttir, ísafirði, og Jónas Erlends- son hafnaði í þriðja sæti. Töframaðurinn Pétur Pókus kom og sýndi töfrabrögð og stúlk- ur úr Fellaskóla sungu nokkur lög. Gestir gátu svo litað hendur sínar og þrykkt á dúka en sá gjörningur var einnig hugsaður gegn ofbeldi. Samvinna í ferðamál- um á Snæ- fellsnesi Grundarfirði - Löngum hefur ver- ið talið að mikill hrepparígur ríkti á Snæfellsnesi, en nú eru ýmis merki þess að hann sé á undan- haldi. Aðalfundur Ferðamálasam- taka Snæfellsness, sem haldinn var í Grundarfirði í vikunni, er gott dæmi um þetta. I stjórn sam- takanna er fólk frá öllum hreppum á Nesinu og tilgangurinn er að efla samstarf um ferðamál. I skýrslu stjórnar kom fram að samstarfið hefur gengið með ágæt- um og hefur skilað sér í ýmsum framförum í ferðamálum. Samtök- in hafa staðið fyrir sameiginlegri kynningu á Snæfellsnesi fyrir ferðamenn, m.a. á geisladiskinum „Iceland complete" sem inniheldur upplýsingar um ferðamál og er dreift í 70.000 eintökum til ferða- skrifstofa víða um heim. Einnig er —— Morgunblaðið/Hallgrímur Sljórn samtakanna. Frá hægri eru: Svava Guðmundsdóttir, Svanborg Siggeirsdóttir, Dóra Haraldsdóttir, fráfarandi formaður, Skúli Alexandersson, Jónína Þórmundsdóttir og Ingibjörg Torfhildur Páls- dóttir, nýlgörinn formaður. verið að huga að sameiginlegri umhverfisstefnu og samræmingu í merkingum staða. Eftir fundinn hélt Björn Sigur- jónsson frá Ferðamálaráði íslands erindi þar sem hann ræddi mikil- vægi staðgóðrar menntunar starfs- fólks í ferðaþjónustu. Vonbrigði hjá Samstöðu MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi samþykkt frá samninganefnd Samstöðu: „Fundm' haldinn í samninga- nefnd Stéttarfélagsins Samstöðu, í sal Samstöðu á Blönduósi fimmtu- daginn 11. maí 2000, lýsir yfir miklum vonbrigðum með að ekki skyldi takast að fara fram með sameiginlega kröfu ófaglærðra starfsmanna hjá þeim stéttarfé- lögum sem aðild eiga að ASI eins og Samstaða lagði tU áður en farið var í viðræður við Samtök atvinnu- lífsins í vetur. Forusta hreyfingarinnai' skuld- ar verkafólki skýringu á þeirri ákvörðun sem leitt hefur af sér mun lélegri kjarasamninga til handa þeim lægst launuðu í land- inu en væntanlega hefði mátt ná með samstilltu átaki. Stéttarfélag- ið Samstaða ásamt nokkrum öðr- um félögum á Norðurlandi felldu kjarasamninginn og hafa þau reynt að ná fram lagfæringum á honum. í dag er staðan sú að Samstaða er eina félagið sem ekki hefur sam- þykkt samninginn. Félagið hefur nú þegar gert um þrjátíu vinnu- staðasamninga ásamt ski-iflegu samkomulagi um gerð fleiri slíkra samninga fyrir ákveðinn tíma. Með hliðsjón af því hvað vinnu- veitendur á félagssvæðinu hafa tekið vel í gerð vinnustaðasamn- inga samþykkir samninganefnd Stéttarfélags Samstöðu að aflýsa áður boðuðu verkfalli sem hefjast átti á miðnætti aðfaranótt mánu- dagsins 15. maí 2000. Þetta er gert með þeim fyrir- vara að Samtök atvinnulífsins samþykki að aðalkjarasamningur VMSI/LI og SA frá 13. apríl sl. ásamt viðbótarsamkomulagi sem undirritað var hinn 3. maí 2000, taki gildi á félagssvæði Samstöðu frá og með 1. aprfl 2000.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.