Morgunblaðið - 16.05.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.05.2000, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Golli Halldór Þórarinsson, þróunarstjóri Bakkavarar, segir að framtíðar- stefna fyrirtækisins sé að vera leiðandi í sölu og dreifingu á alþjóða- markaði á kældum sjávarafurðum undir eigin merki. Erindi á aðalfundi fslensk-sænska verslunarráðsins Gott gengi hjá Bakkavör í Svíþjóð ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, sagði á aðalfundi Islensk- sænska verslunarráðsins í gær að viðskipti með sjávarafurðir væru orðin stór þáttur í íslenskum sjávar- útvegi og í máli Halldórs Þórarins- sonar, þróunarstjóra Bakkavarar, kom fram að verksmiðja Bakkavar- ar í Svíþjóð byði upp á mikla mögu- leika, en hún er með um 25% af sænska markaðnum í sínum vöru- flokkum. Aðalfundur Islensk-sænska versl- unarráðsins var haldinn á Hótel Sögu, en að aðalfundarstörfum lokn- um ávarpaði Arni Mathiesen sjávar- útvegsráðherra fundinn og vakti at- hygli á mikilvægi félagsins þrátt fyrir að Svíþjóð væri ekki ein af okk- ar helstu viðskiptaþjóðum. „Þessi viðskipti hafa þó aukist hin síðari ár þó heldur halli á íslendinga,“ sagði Árni, „en um 80% af útflutningi Is- lendinga til Svíþjóðar eru sjávar- afurðir." Ekki aðeins veiðar og vinnsla í máli hans kom einnig fram að þegar litið væri á íslenskan sjávar- útveg þá væri hann ekki aðeins veið- ar og vinnsla heldur væru viðskipti með sjávarafurðir að verða stór þáttur af greininni eins og útþrá ís- lenskra fyrirtækja bæri vott um. Is- lensk fyrirtæki væru farin að hasla Um 80% af út- flutningi íslend- inga til Svíþjóðar eru sjávarafurðir sér völl erlendis með því að vinna og selja á erlendri grundu hráefni sem aðrir hefðu dregið úr sjó og skilaði þetta tekjum allt eins og okkar eigin veiðar og vinnsla. Framtíðarsýn Bakkavarar Á síðasta ári keypti Bakkavör sænska fyrirtækið Lysekils Havs- delikatesser AB. Halldór Þórarins- son, þróunarstjóri Bakkavarar, sagði á fundinum að kaup Bakkavar- ar hafi verið í samræmi við framtíð- arstefnu fyrirtækisins sem væri að vera í fararbroddi í sölu og dreifingu á alþjóðamarkaði á kældum sjávar- afurðum undir eigin merki. Ætlun fyrirtækisins væri að ná styrk stór- fyrirtækis án þess að fyrirgera sveigjanleika og snerpu lítHs fyrir- tækis en það ætti að gera með því að byggja sölumiðstöðvar í helstu sölu- löndum og eins með því að byggja mörg tiltölulega smá fyrirtæki sem tengdust með innkaupum, vöruþró- un, fjármálum og markaðsfærslu. Verksmiðjan í Svíþjóð er 14.000 fermetrar og þar vinna 130 starfs- menn. Helstu afurðir sem þar eru framleiddar eru síld, sem er ýmist keypt frá Islandi eða Noregi, túbukavíar, lútfiskur og ansjósur. Bakkavör í Svíþjóð framleiðir bæði undir eigin vörumerkjum auk þess sem verksmiðjan pakkar vörum einnig í pakkningar merktum stór- um verslunarkeðjum. Velta verk- smiðjunnar á liðnu ári nam 202 millj- ónum sænskra króna, liðlega 1,7 milljarði kr., en hún er með um 25% af sænska markaðnum í sínum vöru- flokkum. Miklir möguleikar Halldór sagði að verksmiðjan í Svíþjóð byði upp á mikla möguleika fyrir Bakkavör þar sem Svíþjóð væri einn stærsti markaður fyrir kældar sjávarafurðir í Evrópu og opnaði Bakkavör greiðari leið til annarra Evrópusambandslanda heldur en nú væri vegna tolla sem lönd utan Evrópusambandsins þyrftu að greiða. í erindi sínu sagði Halldór einnig að Bakkavör í Svíþjóð hefði yfir að ráða góðu starfsfólki, sterkum vöru- merkjum og góðri aðstöðu og því væri Bakkavör í Svíþjóð heilbrigt fyrirtæki sem kæmi vonandi til með að skila góðum hagnaði í framtíðinni. Stúdentastjarnan hálsmen eða prjónn 3ön Sipunisson Skortyripaverzlun Laugavegi 5 - sími 551 3383 SOLARTILBOÐ IVICHY Þú kaupirivö eða fleirí sölartorefn i VICHY og feerö SÓLGLERAUGU Ikaupbæli. Fasöt etií!®öm@u íí apfMðunn ViCHY. HEILSULIND Fili rwwwL, ....... Fremri röð f.v.: Laufey Jóna Sveinsdóttir, Sædís Sigur- björnsdóttir, Gísli Erlendsson, skólameistari Fiskvinnsluskól- ans, Sólrún Oddný Hansdóttir og Hlynur Birgir Steinþórsson, skólameistari Flensborgarskóla. Aftari röð f.v.: Ingimar Waldorff, Kristinn Ólafur Hreiðarsson, Björgvin Már Hansson, Elís Hlyn- ur Grétarsson, Gunnar Logason og Pétur Ægir Hreiðarsson. HandkbeðaaAiar Vandaðir handklæðaofnar. Fáanlegir I ýmsum stærðum. Lagerstærðir: 700x550 mm 1152 x 600 mm 1764x600 mm TCflGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sfmi: 564 1088 - Fax: 564 1089 •' i:r. tiMfflgmifcimrsUmim. un inní nll: www.mbl.is Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði útskrifar nemendur Eftirsóttir starfskraftar FISKVINNSLUSKÓLINN í Hafn- arfirði útskrifaði á laugardag 9 nem- endur. Við útskriftina voru þeim Laufeyju Jónu Sveinsdóttur og Sól- rúnu Oddnýju Hansdóttur veitt verðlaun fyrir góðan árangur í fisk- vinnslufögum og fyrir hæstu meðal- einkunn í skólanum á þessum vetri. Gísli Erlendsson, skólastjóri Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði, segir fjölda útskrifaðra nemenda nú svipaðan því sem verið hafi undan- farin ár. Hann segir nemendur skól- ans hinsvegar hafa verið of fáa und- anfarin ár. „Fiskvinnslumenntað fólk er eftirsóttir starfskraftar og reyndar vantar fólk með þessa menntun á markaðinn. Þetta fólk fer ekki einungis til fiskvinnslustarfa, heldur einnig til margvíslegra ann- arra starfa, svo sem þar sem gæða- eftirlitskerfi eru í notkun, til útflytj- enda og annarra fyrirtækja sem koma að sjávarútvegi." Fiskvinnslan með slæma ímynd Gísli á von á því að aðsókn að fiskvinnsluskólanum verði með svip- uðum hætti á komandi árum. „Orsök þessarar dræmu aðsóknar að skólan- um er að hluta til sú að ímynd fisk- iðnaðarins er ekki nógu góð. Það þykir ekki spennandi kostur að mennta sig inn í starfsgrein þar sem allt er á vonarvöl, fyrirtækjum fækk- ar og samkeppnin um störfin eykst. Fiskvinnslan þarf að gera átak í að bæta ímynd sína í þessum efnum,“ segir Gísli. i I-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.