Morgunblaðið - 23.05.2000, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
h
FRETTIR
LIU vísar sjómannadeil-
unni til sáttasemjara
SAMTÖK atvinnulífsins vísuðu í gær fyrir hönd
LIU kjaradeilu útvegsmanna og sjómanna til sátta-
semjara ríkisins til umfjöllunar og verkstjómar.
Hinn 11. maí sl. slitnaði upp úr viðræðum LIU og
Sjómannasambandsins og kom samninganefnd sjó-
manna saman í gær til að fara yfir stöðuna og und-
irbúa næstu skref.
Að sögn Hólmgeirs Jónssonar, framkvæmda-
stjóra Sjómannasambandsins, bárust fregnir af
ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að vísa deil-
unni til sáttasemjara inn á fund samninganefndar
sjómanna. Hólmgeir sagði að sjómenn væru reiðu-
búnir til viðræðna. „Við væntum þess að þeir hafi
eitthvað nýtt og ferskt fram að færa. Við erum til-
búnh- í viðræður," sagði hann.
Hann sagði það nýtt að atvinnurekendur vísuðu
deilum til ríkissáttasemjara og þeir hlytu því að
hafa eitthvað nýtt í pokahominu.
í fréttatilkynningu frá LÍÚ segir að deilunni haf
verið vísað til sáttasemjara af tveimur megin
ástæðum. Samtök útvegsmanna eigi aðallega þrjá
aðila að viðsemjendum, þ.e. Sjómannasambandið,
Farmanna- og fiskimannasambandið og Vélstjóra-
félagið.
Smala ekki öllum í hóp
„Flest atriði kjarasamninga varða alla í áhöfn
skips og byggjast í aðalatriðum á hlutaskiptum. Því
verður ekki samið við þrjá aðila um sama efni nema
það sé sambærilegt. Þeir þrír aðilar sem fyrr em
nefndir hafa ekki fengist til viðræðna sameiginlega
heldur hver í sínu lagi. Sáttasemjari getur boðað
þessa aðila til fundar samtímis, þótt hann geti ekki
sett þá, gegn vilja þeirra, að sameiginlegu fundar-
borði,“ segir í tilkynningu LÍÚ.
Hólmgeir segir að þótt útvegsmenn vísi málinu
til ríkissáttasemjara fari Sjómannasambandið
áfram með sín mál. „Þeir smala ekki öllum í hóp.
Við ræðum auðvitað sér um okkar mál á meðan
annað er ekki ákveðið. Það breytist ekkert þótt þeir
hafi vísað málinu til ríkissáttasemjara," sagði hann.
Færri menn í áhöfn vegna nýrrar tækni
í annan stað vísa útvegsmenn til þess að þeir hafi
gert kröfu til þess að með nýrri tækni sem leysi
mannshöndina af hólmi, þannig að hægt sé að hafa
færri menn í áhöfn, komi sá hlutur í hendur út-
gerðar, en gangi ekki allur til launþega og verði til
þess að auka launakostnað í heild ef fækkar í áhöfn.
„Slíkt launafyrirkomulag þekkist ekki í neinni at-
vinnugrein. Samtök sjómanna hafa ekki viljað fall-
ast á þessa kröfu útvegsmanna og því er nauðsyn-
legt að fá verkstjórn frá sáttasemjara í umræðu um
þetta efni,“ segir í tilkynningu LÍÚ.
Togarinn
Hannover til við-
gerða í Noregi
Aætlað að
skipið verði
60 daga frá
veiðum
ÁKVEÐIÐ hefur verið að gert
verði við frystitogarann Hannover
í Noregi. Ekki er vitað nákvæm-
lega hversu langan tíma viðgerðin
tekur en áætlað hefur verið að
skipið verði frá veiðum í 60 daga.
Fram kemur í tilkynningu á Verð-
bréfaþingi íslands að miðað við
það muni töpuð framlegð Sam-
herja og hins þýska dótturfélags
þess, sem gerir út skipið, geta
numið um 30 milljónum kr.
Innlendir og erlendir
sérfræðingar meta tjónið
Innlendir og erlendir sérfræð-
ingar hafa að undanförnu unnið að
því að meta tjónið sem varð í elds-
voðanum um borð í Hannover.
Skipið er mikið skemmt, bæði af
eldinum sjálfum og einnig af sóti
or reyk. Fram hefur komið í til-
kynningu frá Tryggingamiðstöð-
inni að Hannover var tryggt fyrir
því eignatjóni sem varð í eldsvoð-
anum. Fram kemur í tilkynningu
Verðbréfaþings að það tjón sem
fellur á hið þýska dótturfélag Sam-
herja stafi af aflatapi á meðan á
viðgerð stendur en tryggingar fyr-
ir slíku tjóni tíðkist ekki í útgerð.
Dráttarbátur er nú á leiðinni til
íslands og verður Hannover dreg-
inn til Noregs í lok vikunnar.
Eldur kom upp í vélarrúmi
Hannover þegar skipið var að
veiðum á Grænlandshafi 14. maí sl.
Áhöfnin neyddist til að yfirgefa
skipið eftir að það var orðið vélar-
vana og rafmagnslaust. Engin
slasaðist í óhappinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sjóböð hefjast að nýju í Nauthólsvíkinni
SJÓBÖÐ hefjast að nýju í Nauthólsvíkinni í sumar eftir
áralangt hlé, en þar er nú unnið hörðum höndum að því
að Ijúka við gerð svokallaðrar ylstrandar. Búið er að
dæla um 14 þúsund rúmmetrum af skeljasandi í Naut-
hólsvíkina og í sumar er ráðgert að dæla rúmlega 30
gráða heitu affallsvatni frá Orkuveitunni víkina þannig
að vatnið þar verði um 18 til 20 gráða heitt að meðaltali.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hyggst vígja ylströndina
með því að leggjast til sunds í Nauthólsvíkinni klukkan
14 stundvíslegaáþjóðhátíðardaginn 17.júní.
Nýtt kjörtfmabil forseta hefst 1. ágúst
Olafur Ragnar Gríms-
son sjálfkjörinn forseti
NÝTT kjörtímabil forseta ís-
lands hefst 1. ágúst næstkomandi
og er orðið ljóst að Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti íslands, er
sjálfkjörinn í embættið þar sem
hann lagði fram eina gilda fram-
boðið sem fram kom áður en
framboðsfrestur rann út sl. föstu-
dag.
Ástþór Magnússon, sem stefnt
hafði að framboði, skilaði ekki inn
tilskildum fjölda meðmælenda af
kjörskrá í Sunnlendingafjórðungi
skv. vottun kjörstjórnar að sögn
Björns Friðfinnssonar, ráðuneyt-
isstjóra í dómsmálaráðuneytinu.
Dómsmálaráðuneytið sendir
Hæstarétti niðurstöðu ráðuneyt-
isins en Hæstiréttur gefur út
nýtt kjörbréf þegar nýtt fjögurra
ára kjörtímabil forseta Islands
hefst 1. ágúst nk.
íslandsbanki
- FBA hækk-
ar vexti
SAMKVÆMT fréttatilkynningu frá
Islandsbanka-FBA munu vextir
verðtryggðra inn- og útlána hækka
1. júní næstkomandi um 0,7
prósentustig. Að sögn bankans er
þessi hækkun í samræmi við þá þró-
un sem verið hefur á markaðnum að
undanförnu.
Eftir hækkunina munu innláns-
vextir á Sparileið 60 verða 6,00% í
stað 5,30% nú. Kjörvextir verð-
tryggðra skuldabréfa mimu hækka
úr 6,45% í 7,15%.
Utlit fyrir
að bensín
hækki um
3-4 kr.
HORFUR eru á því að útsölu-
verð á bensínlítra, 95 oktana,
hækki um á fjórðu krónu um
mánaðamótin. Geir Magnússon,
forstjóri Olíufélagsins hf., segir
að þessu valdi hækkun á
heimsmarkaði. Hann segir að
16. maí hafi verðið hækkað um 8
dollara, og síðan um 10 dollara
næstu þrjá daga. Bensínverð er
nú það hæsta í tíu ár. Geir segir
að hækkunarþörfin um mánaða-
mótin verði á bilinu 3-4 krónur.
95 oktana bensín var skráð á
296 dollara síðast í apríl, en er
nú 362 dollarar. Meðalverð í
apríl á 95 oktana bensíni var 285
dollarar. Geir segir að hér sé um
árstíðabundna hækkun að ræða
en einnig hafi gert vart við sig
taugatitringur um bensínskort í
Bandaríkjunum og Evrópu þar
sem olíuríkin hafi neitað að auka
framleiðslu sína eins og mark-
aðurinn er metinn. Til viðbótar
þessum hækkunum er dollarinn
nú skráður á tæpar 77 krónur,
sem er um þremur krónum
hærra en meðal sölugengið í
apríl, sem var um 74 dollarar.
*
Islendinga-
sögur á
kínversku
FYRSTA útgáfa íslendinga-
sagna á kínversku kom nýverið
út í Kína. Gefnar eru út sjö Is-
lendingasögur í tveimur bind-
um, alls 1140 blaðsíður.
Fyrra bindið hefst með Vín-
landssögunum - Grænlendinga-
sögu og Eiríks sögu rauða - í til-
efni af þúsund ára afmæli
landafunda Leifs Eiríkssonar í
Vesturheimi. Aðrar sögur í
bindinu eru Vatnsdæla saga og
Njála. I síðara bindinu eru
Laxdæla saga, Egils saga og
Gunnlaugs saga ormstungu.
Fjórir Kínverjar þýða sögum-
ar, en umsjónarmaður verksins,
ein þýðenda og aðalritstjóri var
frú Shi Qing’er. Útgáfuna prýða
28 teikningar sem sex íslenskir
myndlistarmenn hafa gert.
Ein elsta og virtasta bókaút-
gáfa í Kína, Commercial Press,
gefur Islendingasögumar út.
Menntamálaráðuneytið styrkti
útgáfuna og Fasteignasjóður-
inn styrkti gerð myndskreyt-
inganna.
Bækurnar era fyrst í stað
gefnar út í 5.000 eintökum sem
dreift er í Kína og í nokkram
öðram löndum þar sem kín-
verskumælandi fólk er fjöl-
mennt.
I
I
Sérblöð í dag
stomt
Á ÞRIÐJUDÖGUM
Heimili