Morgunblaðið - 23.05.2000, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Reykjavíkurlistinn glímir viö mesta vanda sinn frá stofnun:
Lík í lestinni
- yfirlýsingar össurar um hreinsanir hleypa illu blóöi í Vinstn-græna
5 ?G-rAUPJO
Fótafiínu R-listabykkjunni verður varla riðið aftur til sig-urs.
Tannlæknir krefur tryggingaráð um afsökunarbeiðni
Tryggingaráð vís-
ar kröfunni frá
TRYGGINGARÁÐ hefur vísað frá
kröfu Gunnars Þormar tannlæknis
um að Reynir Jónsson tryggingayf-
irtannlæknir biðji hann afsökunar á
því hversu „ómaklega hann hefur
vegið“ að honum. Lögmaður Gunn-
ars sendi Tryggingaráði bréf 13.
apríl sl. þar sem m.a. segir að trygg-
ingayfirlæknir hafi farið „offari i að-
för sinni“ að Gunnari og m.a. brotið
skyldur sínar skv. 14. gr. laga 70 frá
1996 og almennar vandaðar stjóm-
sýsluvenjur.
Forsaga málsins er sú, að Gunnar
smíðaði í ársbyrjun 1999 gervitenn-
ur fyrir þroskaheftan einstakling
sem býr á sambýli, en í árslok fór
starfsmaður sambýlisins með þenn-
an einstakling til annars tannlæknis,
vegna kvartana undan tönnunum.
Taldi sá tannlæknir tennurnar ónot-
hæfar og fylgdi sögunni að tennurn-
ar hefðu á sínum tíma verið sendar
viðkomandi einstaklingi í pósti.
í kjölfarið hafði tannlæknirinn
samband við tryggingayfirtann-
lækni, sem þá sendi Gunnari bréf,
þar sem hann krafðist skýringa á
vinnubrögðum hans, þar sem kvart-
að hefði verið undan vinnu hans og
tennumar sagðar ónothæfar. I bréfí
til landlæknis í ársbyrjun segir
tryggingayfirtannlæknir, að um svo
alvarlega ásökun sé að ræða, að ekki
verði „undan því vikist að fara fram á
að Landlæknisembættið rannsaki
mál þetta.“
Landlæknir sendi frá sér álitsgerð
um málið 13. mars sl., þar sem segir í
niðurstöðu að Gunnar Þormar hafi
langa reynslu af smíði gervitanna
fyrir þroskahefta og óljóst sé hvers
vegna starfsmaður sambýiisins hafi
leitað til annars tannlæknis, þegar
ekki var fullreynt hvort Gunnar gæti
sjálfur gert við þá annmarka sem
hugsanlega vom á gervitönnunum.
Þá kemur einnig fram að sú full-
yrðing að tennurnar hafi á sínum
tíma verið sendar í pósti sé á mis-
skilningi byggð. Viðkomandi ein-
staklingur hafi farið á stofu Gunnars,
bæði þegar tennurnar voru fyrst
mátaðar og síðar, þegar lagfæra
þurfti þær. Fram kemur í niðurstöðu
landlæknis, að forstöðukonu sambýl-
isins þyki „leitt að veist skuli að
starfsheiðri Gunnars Þormar, sem
hafi reynst vel sem tannlæknir
þroskaheftra". í lokaorðum land-
læknis segir að ekki verði „annað séð
en að hér hafi verið vegið ómaklega
að Gunnari Þonnar tannlækni".
Settu hlýjan svip á heimilið eða í sumarbústaðinn. Úrvalið er hjá okkur
Fáanlegt í
Silki, Velour, baðmull
Z-brautir & gluggatjöld
■ Faxafen 14 1108 Reykjavík | Sfmi 525 8200 | Fax 525 82011 Netfang www.zeta.
Ghesilmgii
úrval af gluggatjöldum
Dúkar, Púðaborð,
Löberar o.fl.
Alþjóðlegur blóðgjafadagur í dag
Orugg
blóðgjöf
Björn Harðarson
Alþjóðlegur
blóðgjafadagur er
í dag. Blóðbankinn
og Blóðgjafafélag íslands
eiga hlut að framkvæmd
þessa dags á íslandi. Þetta
er í þriðja skipti sem al-
þjóðlegur blóðgjafadagur
er haldinn hátíðlegur á ís-
landi en árið 1995 var, í
fyrsta skipti í heiminum,
staðið íyrir slíkum degi og
þá á vegum Alþjóða blóð-
gjafasamtakanna, IFBDO.
Björn Harðarson er for-
maður Blóðgjafafélags ís-
lands, hann var spurður
um markmið hins alþjóð-
lega blóðgjafadags?
„Það er að vekja athygli
á blóðgjöfum og blóðgjafa-
starfsemi á hverjum stað
fyrir sig. Þörfin fyrir blóðgjafir er
viðvarandi og stöðug um allan
heim.“
- Hvernig er ástandið í þessum
efnum hér núna?
„Miðað við það sem gerist og
gengur almennt þá stöndum við
nokkuð vel á Islandi en þó eigum
við í stöðugri sókn að ná inn þeim
blóðgjöfum sem heilbrigðiskerfið
þarf á að halda.“
- Er í sjónmáli að hægt verði að
framleiða blóð og þurfi þá ekki að
leita til fólks um að gefa blóð?
„Nei, það eru ekki í sjónmáli
neinar þær nýjungar sem leysa af
hólmi þessa almennu blóðgjöf.
Það er líklega fátt sem kemur í
staðinn fyrir blóðið, þennan vökva
lífsins."
-Hvað gerið þið til þess að
vekja athygli á alþjóðlegum blóð-
gjafadegi hér?
„Við munum taka vel á móti öll-
um blóðgjöfum eins og endranær
og veitum þær upplýsingar og
fræðslu sem þeir æskja. Við mun-
um hafa lengur opið í dag en venja
er á þriðjudögum, opið er í dag
fyrir blóðgjöf frá klukkan 8 til
klukkan 17.00. Allir blóðgjafar
sem koma fá blóm sem gefin eru
af íslenskri garðyrkju, íslenskum
blómaframleiðendum og Blóma-
galleríi Hagamel.“
-Hvenær var Blóðgjafafélag
íslands stofnað?
„Stofnfundur Blóðgjafafélags
íslands var haldinn 16. júlí 1981.
Félagið var stofnað af Ólafi Jens-
syni þáverandi forstöðumanni
Blóðbankans. Tilgangurinn með
stofnun blóðgjafafélags var að efla
fræðslu til blóðgjafa, almennings
og stjórnvalda um mikilvægi blóðs
til lækninga. Einnig að fræða um
blóðsöfnun, blóðbankastarfsemi
og notkun blóðs á sjúkrahúsum
hérlendis og erlendis.“
- Hvað eru margir í Blóðgjafa-
félagi íslands?
„Blóðgjafafélagið er félags-
skapur allra blóðgjafa og annarra
sem hafa áhuga á málefnum sem
félagið lætur sig varða. Blóðgjafar
á skrá eru um 17 þúsund manns,
og eru á skránni allir þeir sem gef-
ið hafa blóð. í dag eru
virkir blóðgjafar um
níu þúsund."
- Hvert er helsta
gagnið af svona blóð-
gjafafélagi?
„Blóðgjafaþjónustunni í landi
er mikil stoð að hafa starfandi
svona samtök sem sinna hags-
munum blóðgjafa. Það gefur blóð-
gjafaþjónustunni jákvæða ímynd
að blóðgjafarnir viti að það séu til
samtök sem sinna málefnum
þeirra.“
- Hver eru málefni blóðgjafa?
„Aukið framboð blóðgjafa, betri
aðbúnaður blóðgjafa, sjúkra-
► Bjöm Harðarson fæddist í
Reykjavík 1959. Hann lauk stú-
dentsprófí 1979 frá Menntaskól-
anum við Hamrahlíð. Hann lauk
prófi sem líffræðingur frá Há-
skóla íslands 1982. Eftir það réð
hann sig til starfa hjá Blóðbank-
anum í Reykjavík og hefur starf-
að þar síðan. Nú er hann for-
stöðumaður yfir framleiðslu
blóðhluta í Blóðbankanum. Björn
er kvæntur Bryndísi Ólafsdóttur
hjúkrunarfræðingi og eiga þau
fjögur börn.
tiyggingar blóðgjafa, fræðsla og
ekki síst sjálfbæri blóðgjafaþjón-
ustunnar - þ.e. að þjóðin standi
undir allri þörfínni á blóðhlutum
og þeim afurðum sem unnar eru
úr blóðvökva sem hún þarf á að
halda."
-Sér þjóðin sér fyrir þessari
þörf í dag?
„Jú hvað varðar blóðhlutana en
ekki hvað varðar þær afurðir sem
unnar eru úr blóðvökva."
- Hvaðan fáum við afurðirnai'?
„Við kaupum þær frá útlöndum.
Þessar afurðir eru t.d. storkufakt-
or, albumin og önnur efni.“
- Hvað þurfa margir að gefa
blóð á dag til þess að mæta þörf-
inni?
„Til sjá fyrir nægum blóðhlut-
um þurfum við að fá að meðaltali
fimmtíu til sextíu manns á dag til
að gefa blóð og halda uppi þeim
lager sem við þurfum að hafa ör-
yggisins vegna.“
- Er oft kallað á fólk utan út bæ
til að gefa blóð fyrirvaralaust?
„Við eins og aðrar þjóðir getum
lent í tímabundnum niðursveiflum
á nauðsynlegu lagerhaldi blóðs,
þetta tvisvar til þrisvar á ári og þá
köllum við inn í skyndi mikinn
fjölda fólks til þess að mæta þörf-
inni. Þetta gerist t.d. stundum fyr-
ir jól og þegar fólk fer í sumarfrí."
- Geta allir gefið blóð?
„Já, allir sem eru orðnir 18 ára
og eru frískir. Þeir sem ekki geta
gefið blóð eru einstaklingar sem
eru af einhverjum ástæðum á
lyfjagjöf eða eru lasnir. Þetta er
hugsað fyrst og fremst
til þess að vemda blóð-
gjafann sjálfan. Árið í
ár er tileinkað blóðgjöf-
um undir slagorðin; Ör-
ugg blóðgjöf. Það er Al-
þjóða heilbrigðisstofnunin WHO
sem tileinkar blóðgjöfum þetta ár
- þetta er hugsað sem upphaf þess
að auka meðvitund þjóða um mik-
ilvægi blóðgjafa. Einnig er til-
gangurinn með þessu sá að fá fólk
til þess að hugsa út í að það sé ekki
sjálfsagt að vera frískur. Og að
þeir sem frískir eru geti þakkað
fyrir það með því að gefa sjúkum
blóð.
WHO hefurtil-
einkað árið í
ár blóðgjöfum