Morgunblaðið - 23.05.2000, Page 12

Morgunblaðið - 23.05.2000, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Úlfur Björnsson, sendifulltrúi Rauða krossins, er á þurrkasvæðum á Indlandsskaga Stefnir víða í mj ög mikla ney ð ÚLFUR Björnsson, sendifulltrúi Rauða kross íslands, er nú staddur í Pakistan á vegum Alþjóða Rauða krossins. Hann er liðstjóri hóps sem kannar aðstæður í Indlandi, Pakist- an og Afganistan vegna mikilla þurrka sem þar hafa geisað undan- farið. Hópnum var skipt í tvennt; annar kannar ástandið á Indlandi og hinn í Pakistan og Afganistan. Úlfur fylgir þeim síðai-nefnda. Úlfur segir að leiðangurinn gangi vel. Hópurinn hafi ferðast um Bal- uchistan-hérað í suðvesturhluta Pakistan og Sindh-hérað, sem er í suðausturhlutanum. Hann segir að í Baluehistan hafi um ein og hálf milljón manna orðið fyrir barðinu á þurrkum. „Tæplega helmingur þeirra er hirðingjar, sem lifa í Suður-Afganistan og alveg suð- ur að sjó,“ segir hann. Hinn hluti nauðstaddra er smábændur sem stunda búskap við biunna. Herinn með 8-10 vikna birgðir í Pakistan er herforingjastjórn. Herinn hefur verið kvaddur á vett- vang í Baluchistan, en ekki Sindh- héraði. „Herinn er með birgðir sem myndu duga í 8-10 vikur og er byrj- aður að dreifa þeim. Önnur aðstoð er ekki mikil á svæðinu,“ segir Úlfur. Nú er verið að meta til hvaða ráða skal gripið þegar þessar birgðir þrjóta. „Við erum að reyna að átta okkur á hversu mikið vantar og hvert yrði hlutverk Rauða krossins í því að koma aðstoð til þeirra sem hana þurfa,“ segir hann. Enn sem komið er er ekki um hungursneyð að ræða. Skepnur hafa drepist í stórum stfl; sumir hirðingj- ar hafa tapað öllum sínum skepnum, aðrir eiga 10-20 prósent eftir. „Þeir sem best eru staddir eiga helming skepna sinna á lífi. Þurrkurinn er jafnvel farinn að hafa áhrif á úlfalda, sem sumir eru dauðir úr þorsta," segir Úlfur. Rignir í fyrsta lagi í október Miklir hitar eru á svæðinu; um og yfir 40 gráður í skugga yfir daginn og hefur farið upp í 45-47 gráður. Ekki er útlit fyrir að rigni í bráð. „Baluchistan er utan við monsún- svæðið og þar er ekki að vænta rign- Ljósmynd/Giintar Stummer Miklir þurrkar hafa herjað á íbúa Pakistans að undanförnu. ingar fyrr en hugsan- lega í október, þótt flestir hirðingjar geri ráð fyrir að ekki rigni neitt á árinu. Því stefn- ir alveg greinilega í mikla neyð,“ segir Úlf- ur. Dýralæknir, sem er með hópnum í för, seg- ir að eftir u.þ.b. 100 daga verði allar kindur fallnar, sennilega meirihluti af geitum og ösnum, auk stórs hluta úlfaldanna. Hópurinn er nú á Ulfur Bjömsson leið inn í Afganistan, eftir að hafa lokið störfum í Pakistan. Þar verður hann til 23. þessa mánaðar, þegar haldið verður til Isl- amabad og þaðan til Delhi. Þar sameinast hann hinum leiðangrin- um og skrifar skýrslu um ástandið á svæðinu. Að því loknu fer Úlfur til Genfar til að skila skýrslu. Þá verður ákveðið hvort fram verður lögð beiðni um neyðaraðstoð. Sótt um leyfí fyrir stóra laxeldisstöð í Berufírði Aætlað að framleiða 8-10 þúsund tonn á ári SÓTT hefur verið um leyfi til um- fangsmikils eldis á laxi í sjókvíum í Berufirði. Að baki áformunum standa íslenskir og norskir fjár- festar en heildarfjárfesting er áætluð einn og hálfur milljarður króna. Sveitarstjórinn á Djúpavogi bindur miklar vonir við þetta fyrir- tæki. Unnið hefur verið að undirbún- ingi málsins í hálft annað ár. Hreppsnefndin á Djúpavogi hefur veitt vilyrði fyrir hafnaraðstöðu og svæði til byggingar sláturhúss. Þá hefur verið sótt um leyfi til eldis- ins til Hollustuverndar ríkisins. Einn af aðstandendum verkefnis- ins lagði þó áherslu á það í samtali við Morgunblaðið að málið væri enn á vinnslustigi og erfitt að skýra nánar frá því fyrr en endan- leg ákvörðun lægi fyrir. Mikilvægt fyrir Djúpavog Laxeldisfyrirtækið hyggst fram- leiða 8-10 þúsund tonn af laxi á ári í sjókvium í miðjum sunnanverðum Berufirði. Aðstæður þar eru taldar hentugar. Er þetta gríðarlega stór stöð því framleiðslan er tvö eða þreföld ársframleiðsla á eldislaxi hér á landi um þessar mundir. Hins vegar mun ekki vera talið fjárhagslega hagkvæmt að hefja sjókvíaeldi með minna en 8 þúsund tonna framleiðslu. Áætlað er að slík stöð kosti einn og hálfan millj- arð króna. Áhugi er á að hefja eldið næsta vor ef nauðsynleg leyfi fást en það tekur fjögur ár að koma stöðinni í fulla framleiðslu. Byggja þarf seiðaeldisstöð á svæðinu og 2600 fermetra laxasláturhús á Djúpa- vogi. Olafur Ragnarsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, líkir því við himna- sendingu ef laxeldisfyrirtækið hæfi starfsemi á svæðinu enda þyrfti eitthvað að koma í staðinn fyrir landbúnaðinn sem væri á undan- haldi. Áætlað er að 25 menn fái vinnu við laxeldið sjálft en Ólafur reiknar með að 60 manns hafi vinnu við fyrirtækið þegar laxa- slátrunin verður komin á fullt. Áætlað er að slátra þar 40 tonnum af laxi á dag þegar stöðin verður komin í fulla framleiðslu. Andlát ÓLAFUR JÓNSSON ÓLAFUR Jónsson, málarameistari lést á 79. aldursári að morgni sunnudags 21. maí á Landspítalanum. Ólafui- fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1921. Foreldrar hans voru Margrét Jóna Jónsdóttir húsfreyja og Jón Magnússon skip- stjóri, sem fórst með togaranum Fieldmar- shal Robertson í Hala- veðrinu mikla árið 1925. Seinni maður Margrét- ar var Gísli Jónasson skólastjóri. Ólafur lærði málaraiðn hjá Osvaldi og Daníel í Reykjavík árin 1939-43 og lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykja- vík 1943. Hann lauk sveinsprófi árið 1944 og fékk meistarabréf 1947. Ólafur varð félagi í Málarasveina- félagi Reykjavíkur árið 1943 og átti sæti í stjórn þess 1945-46. Hann gekk í Málarameistarafélag Reykja- víkur árið 1947 og gegndi ýmsum störfum í stjóm þess, var ritari 1953- 54, gjaldkeri 1958-62, formaður 1963-66, 1972-82 og aftur 1994-96. Ólafur var í stjórn mælingastofu mál- ara frá upphafi árin 1958-80 og 1988- 1993. Hann var í stjóm meistarasam- bands byggingarmanna árin 1963- 82, átti sæti í stjórn Landssambands iðnaðarmanna og sat fjölmörg Iðn- þing sem formaður Málarameistara- félagsins. Þá var Ólafur um langt skeið í stjórn Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík og varaformaður þess. Ólafur kenndi við Iðnskólann í Reykjavík árin 1978- 84. Um árabil var hann prófdómari við skólann og í skólanefnd hans. Ólafur tók virkan þátt í starfi samtaka norrænna málara- meistara. Hann sat flest NMO-þing frá 1958-1995 og var for- maður samtakanna ár- in 1980-1982. Ólafur var gerður að heiðursfélaga MMFR árið 1982. Hann var sæmdur heiðursmerki Landssambands iðnaðannanna árið 1982, heiðursmerki sænskra málara- meistara 1964 og finnskra málai-a- meistara 1982. Sama heiður hlaut hann frá norskum málarameisturum árið 1990 og þeim dönsku 1996. Ólafur var einn af stofnendum verktakafyrirtækisins Hai’ðar og Kjai’tans árið 1944 og framkvæmda- stjóri þess í 40 ár. Hann var skipaður í Húsamat Reykjavíkur árin 1986- 1994. Ólafur tók virkan þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins um áratuga skeið. Hann var varafulltrúi flokksins í borgarstjóm Reykjavíkur árin 1970-1974 og í stjóm Innkaupastofn- unar Reykjavíkur 1970-90. Auk þátttöku í starfi Rótarýklúbbs Reykjavíkur var Ólafur virkur félagi í Oddfellow-hreyfingunni í hartnær 50 ár. Eftirlifandi eiginkona Ólafs Jóns- sonar er Bima J. Benjamínsdóttir og eignuðust þau fjögur böm. HAFSTEINN ÞOR STEFÁNSSON HAFSTEINN Þór Stefánsson fyrrver- andi skólameistari Fjölbrautaskólans við Arniúla lést á Land- spítalanum 21. maí sl. á 65. aldursári. Hafsteinn fæddist í Reykjavík 26. janúar 1936. Foreldrar hans vom Kristín María Kristinsdóttir banka- fulltrúi og Stefán Ólaf- ur Björnsson stýri- maður á varðskipinu Þór og síðar tollvörður. Hafsteinn lauk stúdentsprófi frá M.L. 1958 og B.A. prófi í sögu og landafræði frá Háskóla íslands 1968. Hafsteinn var kennari frá 1963 til 1969 við Gagnfræðaskólann við Lindagötu og síðan kennari við Hér- aðsskólann á Núpi í Dýrafirði 1969 til 1972. Þá gerðist hann skólastjóri við Gagnfræðaskólann við Lindar- götu frá 1972 til 1977 en síðan hóf hann störf við Ármúlaskóla, fyrst sem kennari, en 1979 varð hann skólastjóri þar. Árið 1981 varð Hafsteinn skólameist- ari við Fjölbrautaskól- ann við Ármúla og gegndi hann því starfí allt til ársins 1996 er hann lét af störfum sökum veikinda. Haf- steinn var í stjórn og ritnefndum ýmissa fé- laga s.s. íþróttafélaga, byggingasamvinnufélaga og S.I.B.S. Eftir Hafstein liggja nokkur rit eins og t.d. kennslubæklingar í sögu og landafræði og nokkrar greinar um skólamál í blöð. Eftirlifandi eiginkona Hafsteins er Bryndís Guðjónsdóttir. Hann lætur eftir sig þrjár dætur af fyrra hjónabandi og fjögur barnabörn. KRISTJAN J. EINARSSON KRISTJÁN Jóhannes Einarsson lést á heimili sínu, Hrafnistu í Hafn- arfirði, sunnudaginn 21. maí sl. Kristján fæddist 8. maí 1916, í Viðvík, Skeggjastaðahreppi, Bakkafirði. Foreldrar Kristjáns vom Einar Friðsteinn Jóhannes- son, bóndi og Margrét Albertsdóttir húsmóðir, Viðvík, Bakkafirði. Kristján hóf nám hjá Sigurði Halldórssyni, byggingameistara, og varð húsasmíðameistari 1946 og hafði yfimmsjón með byggingum nokkurra húsa í Reykjavík. Einnig var hann yf- irsmiður við uppbyggingu Árbæjar- safns og byggingameistari að safnað- arheimili Langhotskirkju. Árið 1965 gerðist hann húsvörður og meðhjálp- ari í Langholtskirkju en lét af störfum í júní 1993. Kristján er einn af stofnendum Meistai’a- félags húsasmiða í Reykjavík, Bræðrafé- lags Langholtskirkju og Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni. Kristján giftist Sig- ríði Bjamadóttur frá Búðardal og eignuðust þau 4 böm og eru 3 þeirra á lífi, Ema, Om- ar og Sólveig. Sigríður lést 1962. Þau vom virkir félagar í Barð- strendingafélaginu og uppbyggjend- ur að félagsstarfi Langhotskirkju. Seinni kona Kristjáns var Ragn- heiður Þórólfsdóttir írá Viðey. Hófu þau sambúð 1963. Ragnheiður lést 1990. Saman störfuðu þau ötullega að félags- og byggingamálum Lang- holtskirkju, Félagi eldri borgai’a í Reykjavík og nágrennis og Kátu fólki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.