Morgunblaðið - 23.05.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 13
FRÉTTIR
Vilja auðvelda fötluðum að
starfa í öðrum Evrópulöndum
Nýlokið er alþjóðlegum fundi á vegum
Tryggingastofnunar ríkisins og Evrópu-
ráðsins í Strassbourg þar sem meðal annars
var rætt um hvernig auðvelda má fötluðum
að setjast að og starfa í öðrum Evrópulönd-
um. Hildur Einarsdóttir fylgdist með fund-
inum og ræddi við nokkra fundargesti.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Þátttakendur á ráðstefnunni sem Morgunblaðið ræddi við. Talið frá
vinstri Peter Wright, tryggingayfirlæknir í Bretlandi, Christine Dal
Pozzo, ráðgjafi hjá Evrópuráðinu, Sigurður Thorlacius yfirtrygginga-
læknir og Thorsten Afflerbach, starfsmaður Evrópuráðsins, en hann
hafði yfirumsjón með fundinum.
TIL FUNDARINSvar boðiðtuttugu
evrópskum tryggingayfirlæknum og
sérfræðingum úr ráðuneytum.
Meginviðfangsefni fundarins var
að ræða hvemig megi tryggja meiri
þátttöku öryi-kja í þjóðfélaginu og þá
ekki síst hvemig auðvelda megi fötl-
uðum að setjast að og starfa í öðmm
Evrópulöndum. Borin vora saman al-
mannatryggingakerfi Evrópulanda,
sérstaklega að því er varðar örorku-
lífeyri og réttindi fatlaðra. Að sögn
Sigurðar Thorlacius tryggingayfir-
læknis Tryggingastofnunar ríkisins
var tekin saman skýrsla um þetta efni
sem á að fara til Endurhæfingar-
nefndar Evrópuráðsins sem hefur
starfað áratugum saman að málefn-
um fatlaðra.
„Almannatryggingakerfin í
Evrópu era ólík svo það myndast
ýmsar fyrirstöður ef menn ætla að
fara á milli landa í því skyni að starfa
þar,“ sagði Sigurður. „Réttindi sem
fólk hefur áunnið sér í einu landi gilda
ekki í öðra landi. Það þarf því að sam-
ræma reglumar innan Evrópuland-
anna eins og hægt er.
En það er töluverður áhugi hjá fötl-
uðum að starfa í öðram Evrópulönd-
um en heimalandinu. Fulltrúar á ráð-
stefnunni hafa verið að vinna að því
að gera fötluðum þetta auðveldara.
Við höfum einnig verið að skoða
tengsl endurhæfingar og örorku-
mats, þ.e. hvað hægt er að gera til að
hjálpa viðkomandi svo hann geti verið
áfram á vinnumarkaðnum í stað þess
að sælq'a um örorkubætur," sagði
Sigurður.
Thorsten Afflerbach hafði yfiram-
sjón með fundinum en hann sagði
ánægjulegt að halda þessa ráðstefnu
á vegum Evrópuráðsins nú á Islandi
því fimmtíu ár væru liðin síðan Is-
lendingar gerðust aðilar að stofnun-
inni. Hann ræddi um markmið
Evrópuráðsins í málefnum fatlaðra
og öryrkja og sagði að ráðið hefði það
að takmarki að löndin innan þess
beittu sér fyrir víðtækum og sam-
ræmdum aðgerðum í málefnum fatl-
aðra eins og í forvamarmálum, sjúk-
dómsgreiningu, meðferð, menntun,
þjálfun og atvinnu. Hefðu stofnanir
innan Evrópuráðsins hvatt til breyt-
inga á löggjöf á þessu sviði í einstök-
um aðildarríkjum.
Peter Wright er breskur trygg-
ingalæknir og formaður vinnuíúndar-
ins. Hann sagði að þegar fatlaður
maður sem notið hefði ákveðinna
styrkja eða þjónustu í heimalandi
sínu flyttist tU annars lands, vissi
hann ekki hvemig kerfið væri á nýja
staðnum og vissi ekki hvort eðahvaða
rétt hann ætti á aðstoð þai-. „Með því
að skoða mismunandi fyrirkomulag í
aðildarríkjunum eram við að finna
leiðir til að auðvelda fólki að flytja á
milli landa til að vinna. Þá veit það
líka fyrirfram hvers konar styrkjum
eða þjónustu það getur átt von á í
nýja landinu."
Hann sagði að það mikilvægasta
sem hefði komið fram hjá vinnuhópn-
um væri að þótt munur sé á trygg-
ingakeríúm aðildarlandanna, séu þau
í megindráttum lík.
„ Eftir því sem við skiljum fyrir-
komulag tryggingakerfa landanna
betur því líklegra er að kerfin verði
mjög lík þegar frá h'ður. Því þjóðimar
munu læra hver af annarri hvaða fyr-
irkomulag hentar best.“
Aðspurður sagði Wright að það
væra margir þættir sem gerðu fötluð-
um erfitt fyrir að flytja á milli landa
og tók dæmi af ferlimálum fatlaðra.
„Það væri til dæmis mjög æskilegt að
fatlaðir og öryrkjar í Evrópu hefðu
einn sameiginlegan ferðapassa sem
gerði þeim mögulegt að leggja bílum
sínum með sömu skilyrðum og í
heimalandinu. „Þetta kæmi sér ekki
síst vel fyrir fatlaða sem era á ferða-
lögum um Evrópu," sagði hann.
Christine Dal Pozzo er læknir og
starfar sem ráðgjafi hjá Evrópuráð-
inu. Hún sagði meðal annars að þegar
verið væri að ræða atvinnumál fatl-
aðra væri oft einblínt á það sem fatl-
aðir gætu ekki í staðinn fyrir draga
fram það sem þeir hafa til branns að
bera og á það síðastnefnda legði
Evrópuráðið ríka áherslu.
* A
SAA um gagnrýni
lögreglu
Búum ekki
yfír upp-
lýsingum
ÞÓRARINN Tyrfingsson, yfir-
læknir á sjúkrahúsinu Vogi,
segir að misskilningur ríki hjá
lögreglunni um að SÁÁ geti gef-
ið upplýsingar um sölumenn
fíkniefna. SÁA hefur gert verð-
kannanir á fíkniefnum og í til-
efni af því hefur lögreglan sagt
að samtökin hafi yfir upplýsing-
um að ráða um söluaðila iíkni-
efna.
„I fyrsta lagi erum við bundn-
ir af læknaeiði og siðareglum
okkar þannig að þótt við hefðum
þessar upplýsingar þá gætum
við ekki gefið þær. I öðra spyij-
um við ekki um shkt eða skráum
það hjá okkur. Það hefur engan
tilgang í því sem við eram að
gera og er því ekki haldið til
haga hjá okkur,“ segir Þórarinn.
Laxar komn-
ir í Norðurá
LAXVEIÐI á stöng hefst 1.
júní næstkomandi, í Norðurá í
Borgarfirði og síðan í Þverá og
Laxá á Ásum. Þótt enn séu tíu
dagar til stefnu, hefur sést til
fyrstu laxana skvetta sér í
Norðurá.
Að sögn Bergs Steingríms-
sonar, framkvæmdastjóra
Stangaveiðifélags Reykjavíkur,
vora stjórnai-- og árnefndar-
menn að undirbúa vertíðina um
síðustu helgi, m.a. að dytta að
stígum og setja upp veiðimerki.
Þá sáu tveir þein-a laxa á Brot-
inu, fyrst Ólafur Haukur Ólafs-
son, sem sá þá úr hlíðinni, en
síðan Jón G. Baldvinsson sem
var að setja upp merki á Eyr-
inni.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, tekur við viðurkenningunni úr
höndum Nettles Brown, forseta Alþjóðasambands Kiwanis.
Forseti Islands sæmd-
ur æðstu orðu Kiwanis-
hreyfingarinnar
Breytingar á kosnmgalögum og k]ördæmaskipan
Hyggjast beita sér fyrir end
urupptöku málsins í haust
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for-
seti íslands, var á föstudag
sæmdur æðstu orðu sem Kiwanis-
hreyfingin veitir einstaklingi.
Hlotnaðist Ólafi þessi heiður
vegna framgöngu sinnar á Ól-
ympíuleikum fatlaðra, sem fram
fóru í Atlanta í Bandaríkjunuin í
fyrra, en nærvera forsetans inun
hafa vakið athygli þeirra sem
vinna að málefnum fatlaðra bæði
hér á Islandi og í öðrum löndum.
Það var forseti Alþjóðasam-
bands Kiwanis-hreyfingarinnar,
Nettles Brown, sem afhenti Ólafi
viðurkenninguna en Brown var
staddur hér á landi fyrir hclgina.
Var koma hans liður í heimsókn-
um heimsforsetans til Kiwanis-
umdæma í heiminum, en Island
ásamt Færeyjum er eitt af 47 um-
dæmum.
Á íslandi og í Færeyjum starfa
í dag 1.100 Kiwanisfélagar í 43
klúbbum. Hreyfingin starfar í
dag ( 90 löndum og Kiwanismenn
eru alls rúmlega 300 þúsund.
Kiwanis hefur á undanförnum ár-
um unnið undir kjörorðinu
„Hjálpum börnum heims“ á al-
þjóðavettvangi og einkum lagt
metnað sinn í að leggja liðsinni
börnum sem fæðast andlega eða
líkamlega fötluð.
ÞINGMENN Frjálslynda flokks-
ins hyggjast beita sér fyrir endur-
upptöku á breytingum á kjör-
dæmaskipan sem Alþingi
samþykkti fyrir þinglok nú í vor. í
nefndaráliti sem Sverrir Her-
mannsson, formaður FF, skrifaði
þegar allsherjarnefnd Alþingis
hafði frumvarp forsætisráðherra til
meðferðar kemur fram að flokkur-
inn vísi frá sér allri ábyrgð á mál-
inu. Segir einnig að málið hljóti að
opna augu þings og þjóðar fljótlega
fyrir þeirri nauðsyn að landið verði
allt eitt kjördæmi og atkvæðarétt-
ur einstaklinga jafn og óskertur.
í nefndarálitinu er rifjað upp að
á árum áður hafi mönnum þótt sem
rök lægju til þess að strjálar
byggðir ættu meira afl í atkvæði
sínu en þéttbýlisfólk og þó einkum
íbúar höfuðborgarinnar. „Auðvitað
reyndust þetta falsrök ein,“ segir
Sverrir síðan, „enda verður í engu
séð að misvægi atkvæða hafi nokk-
urs manns hagsmuni varið né
byggðarlaga. Heldur þvert á móti,
þar sem fulltrúar þéttbýlisins hafa
hrammsað til sín að kalla allt fram-
kvæmdarvaldið með beinni vísan
til þess að með því móti væri verið
að jafna atkvæðisréttinn."
Skilyrði uni 5% atkvæða á
landsvísu með ólíkindum
Sverrir bendir á í nefndaráliti
sínu að með breytingum á kosn-
ingalögum og kjördæmaskipan sé
kveðið á um að misvægi atkvæða
skuli vera allt að einn á móti tveim-
ur, sem geri hinn helga undirstöðu-
rétt í lýðræðisríki að skrípi. „Og
örþjóðinni, sem er ekki fjölmennari
en meðalþorp í öðrum löndum, skal
skipt upp í kjördæmi sem eiga sér
enga stoð aðra en að innan þeirra
búi sem jafnastur fjöldi fólks. Sem
leiðir til þess að höfuðborginni þarf
að skipta þvers eða kruss eða
hvorutveggja og hallvika kjör-
dæmamörkum þar eftir stærð fjöl-
býlishúsa og fjölda íbúa þeirra.“
Ennfremur segir Sverrir að það
megi heita með ólíkindum ákvæðið
sem kveður svo á að skilyrði til að
fá úthlutað jöfnunarþingsæti sé að
framboð fái á landsvísu 5% at-
kvæða, enda þótt slíkt framboð
hafi fengið kjördæmakjörinn
mann. Af sjálfu sér leiði að Frjáls-
lyndi flokkurinn ætli ekki að eiga
neina aðild að þessum málatilbún-
aði og vísi frá sér allri ábyrgð á
samþykkt þess. Þingmenn flokks-
ins muni hins vegar beita sér fyrir
endurupptöku þess þegar á næsta
þingi.
Notendovænor
Morgor geróir
1 ^
Landsþekkt
varahlutaþjónusta
VETRARSOL
HAMRABORG 1-3 • Sími 564 1864