Morgunblaðið - 23.05.2000, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í CANNES
Kvikmyndin Dancer in the Dark fékk Gullpálmann á Kvikmyndahátíðiimi í Cannes
Takk, Björk
Nokkrir af helstu kvikmyndagerðarmönnum í heimin-
um tóku á móti verðlaunum á kvikmyndahátíðinni í
Cannes á sunnudagskvöld. Pétur Blöndal fylgdist með
afhendingunni og sat blaðamannafund að henni lokinni.
„Fyrst af öllu verð ég að segja takk við Björk. Þar sem ég
veit að hún trúir því ekki þegar ég segi það, ef þið hittið
hana, segið henni að ég elski hana,“ sagði Lars von Trier er
hann tók við gullpálmanum ásamt frönsku leikkonunni
Catherine Deneuve.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Björk og danski leikstjórinn Lars von Trier virða fyrir sér verðlaunagripina en Trier fékk
Gullpálmann fyrir mynd sína Dancer in the Dark og Björk leikur aðalhlutverkið í myndinni.
AÐ liggur í loftinu
að Björk vinni til
verðlauna á kvik-
myndahátíðinni í
Cannes, jafnvel þótt AP og
Reuters spái Lenu Endre úr
mynd Liv Ullman sigri. Björk
er burðarás myndarinnar
Dancer in teh Dark í hlut-
verki sem engin önnur hefði
getað leikið eftir. Það rennir
stoðum undir þennan grunn,
að snemma á sunnudag er
Ijósmyndari Morgunblaðsins
einn af fáum sem fá að mynda
sjálfa verðlaunaafhending-
una. Það er því með óþreyju
að blaðamaður fylgist með
keppninni og röð af verðug-
um verðlaunahöfum, þar til
kemur að stóru stundinni...
Sigur kallar á vandræði
„Þessum verðlaunum deili
ég með öllum ungum kvik-
myndagerðarmönnum sem
burðast við að hasla sér völl,“
segir Raymond Red, sem fær
fyrstu verðlaun kvöldsins,
Gullpálmann fyrir bestu
stuttmyndina. „Eg vona að
þeir haldi áfram að lesa og
gera kvikmyndir; að þetta
verði þeim innblástur,“ segir hann og hampar
styttunni.
Þetta eru fyrstu verðlaun sem kvikmynd frá
Filippseyjum fær í um tvo áratugi. Red hefur
þegar leikstýrt tveimur kvikmyndum í fullri
lengd og verið með þá þriðju í bígerð í sjö ár,
en ekki getað útvegað nóg fjármagn. Hann
sneri sér því aftur að stuttmyndagerð sem
hann hafði áður unnið við í átta ár.
„Það á eftir að valda mér erfiðleikum að
vinna hérna,“ segir hann brosandi, „í þeim
skilningi að nú verður meira að gera hjá mér.“
Utlit er fyrir að hann fái kvikmyndina fjár-
magnaða, en hún gerist á Filippseyjum í her-
námi Japana.
Sú yngsta verðlaunuð
íraninn Samira Makhmalbf er aðeins tvítug
og yngsti leikstjórinn sem valinn hefur verið
með mynd sína í aðalkeppnina í Cannes. í of-
análag vinnur myndin, sem nefnist „Dakhté si-
ah“, dómnefndarverðlaun. „Ég vil segja eitt-
hvað fyrir hönd ungu kynslóðarinnar í
heimalandi mínu,“ segir hún, svo hrærð að hún
á erfitt um mál. „Ég vil helga þessi verðlaun
hetjulegri baráttu ungu kynslóðarinnar fyrir
lýðræði og betra lífi í íran.“ Með einlægri
framkomu sinni og orðum sínum vinnur hún
hug og hjörtu hátíðargesta. Á blaðamanna-
fundinum segist hún ekki einungis hugsa
myndir sínar fyrir írönsku þjóðina „þær eru
hugsaðar íyrir fólk um allan heim og þver-
skurður þess er hér í Cannes, hringiða mis-
munandi menningarstrauma og ólíkara skoð-
ana“.
Tími bjartsýni og sjáifstrausts
Sænska myndin Söngvari af annarri hæð
fær einnig dómnefndarverðlaun en leikstjór-
inn Roy Anerson hefur unnið að henni í fjögur
ár. Raunar er liðinn aldarfjórðungur síðan
hann gerði síðustu kvikmynd sína í fullri lengd,
en síðan þá hefur hann unnið að auglýsingum
og stuttmyndum.
Var biðin þess virði? spyr blaðamaður
Morgunblaðsins. „Já,“ svarar hann heilshugar.
„Ég hef unnið lengi að myndinni og veit að hún
er sér á parti; ekki að það út af fyrir sig sé sér-
stakt metnaðarmál hjá mér, heldur langaði
mig til að breyta tungumáli kvikmyndatökunn-
ar. Það er heiður að eiga mynd í keppninni, því
hún hefur verið valin úr hópi þúsund annarra."
Hann segir það gott fyrir kvikmyndagerðar-
menn að komast á hátíðir og ekki síður að
vinna til verðlauna. „Það hjálpar þeim að kom-
ast lengra og fá fleiri myndir fjármagnaðar,
sem dæmi má nefna Carkofsky og Bunuel.
Þetta er líka gott fyrir Svíþjóð eftir nokkurra
ára niðursveiflu. Það er kominn tími til breyt-
inga, bjartsýni og meira sjálfstrausts."
Það er gráglettni örlaganna að fyrsta kvik-
mynd sem Nel Labute leikstýrir ekki eftir eig-
in handriti skuli einmitt fá verðlaun fyrir besta
handrit. John C. Richards og James Flamberg
fá verðlaunin, en myndin „Nörse Betty“ fjallar
um þjónustustúlku í litlum smábæ í Kansas.
Hana dreymir á hverjum degi um hina
„sönnu ást, sem leikur lækni í uppáhlads sápu-
óperu hennar. Þegar eignmaður hennar er
myrtur eftir misheppnuð eiturlyfjaviðskipti,
flýr hún á vit stórborgarinnar Los Angeles til
þess að hafa uppi á draumaprinsinum, elt af
eiturlyfjasölunum, sem myrtu eiginmann
hennar.
Rússneski leikstjórinn Pavel Lounguine
tekur við verðlaunum fyrir leikhópinn í mynd
sinni „La Noce“, sem fær sérstaka viðurkenn-
ingu. „Þetta er sanngjarnt því það voru engin
stór hlutverk í myndinni," segir hann. „Hún er
uppfull af smábæjum, lífi og fólki og allir þeir
sem komu fram gáfu af sér af örlæti, sem var
ómetanlegt. Það fyrsta sem ég geri þegar ég
sný aftur verður að heimsækja þau og eigna
„ÞAÐ hefur alltaf verið áætlunin að sýna
myndina Dancer in the Dark á sama tíma
hér á landi og hún verður frumsýnd ann-
ars staðar,“ segir Anna María Karlsdóttir,
framkvæmdastjóri íslensku kvikmynda-
samsteypunnar hf. sem sér um dreifingu
myndarinnar á íslandi. Að öllum likindum
verður myndin frumsýnd hér á landi um
miðjan september en ekki hefur verið
gengið frá endanlegri dagsetningu
frumsýningar. Að sögn Onnu Maríu mun
það m.a. ráðast af dagskrá islensku kvik-
myndahúsanna.
Anna María segir þó vera ljóst að for-
ráðamenn fslenskra kvikmyndahúsa muni
gera allt sem þeir geta til að hliðra til fyr-
ir myndinni. Það ráðist einnig af al-
þjóðadreifingu á myndinni svo og útkomu
þeim verðlaunin. Þetta er mynd sem þarf að
skoða með hjartanu en ekki höfðinu."
Erfiðasta mynd ferilsins
Leikstjórinn litríki John Waters er næstur á
svið og afhendir verðlaun fyrir bestu leik-
stjórn. „Trúið mér, það er langur vegur frá
Mambo Trash og Götum Baltimore á þessa há-
tíð,“ segir hann áður en hann afhendir taí-
vanska leikstjóranum Edvard Yang-verðlaun-
in fyrir myndina Einn og tveir eða „Yi yi“.
Tony Leung er verðlaunaður fyrir besta leik
í karlhlutverki í myndinni Ástarhugleiðingum
eða „In the Mood for Love“. Hann segir þetta
erfiðustu mynd ferils síns, en þrátt fyrir það er
tónlistarinnar en áformað er að af henni
verði 25. september næstkomandi. Hún
segist ekki eiga von á því að myndin verði
frumsýnd hérlendis fyrr en í september en
bætir þó við að margt geti breyst.
Anna María segir að slegist sé um að
sýna myndina á fleiri kvikmyndahátíðum
en það sé í höndum danska fyrirtækisins
Zentropa að ganga frá þeim samningum.
En þar sem hátíðin f Cannes er stærsta
kvikmyndahátíð í heimi segist Anna María
ekki reikna með að mikil áhersla verði
lögð á að sýna myndina á fleiri hátfðum.
Anna María segist ekki eiga von á öðru
en að fjárfesting íslensku kvikmyndasam-
steypunnar, sem er um 10%, skili arði en
það komi þó ekki endanlega í ljós fyrr en
kvikmyndin verði sýnd hér á landi.
hann þegar búinn að ákveða að leika í annarri
mynd, 2046, eftir sama leikstjóra, Wong Kar-
wai, og tökm- á henni hefjast í haust. „Mér lík-
ar hvernig hann leikstýrir myndum sínum,“
segir hann. „Þær bera vott um ákveðið hand-
bragð, koma á óvart, eru nútímalegar og reyna
á þolrifin á leikaranum. Ég veit aldrei fyrir
fram hvernig myndin þróast. Við tökum
ógrynni af efni og eina haldreipið er sögupers-
ónan sem maður leikur.“
Besson syngur fyrir Björk
Það liggur í loftinu hver verður valin besta
leikkonan, allt frá því Björk sást ganga upp
rauða dregilinn við mikil fagnaðarlæti. Luc
Besson, formaður dómnefndarinnar, tilkynnir
verðlaunahafann með óvenjulegum hætti. „It’s
oh so quiet“ syngur hann. Enn og aftur ætlar
allt um koll að keyra af fögnuði.
„Ég er mjög þakklát. Þakka ykkur kærlega
fyrir,“ segir Björk í annan hljóðnemann, svo
snýr hún sér að hinum: „Ég er mjög þakklát.
Þakka ykkur kærlega íyrir.“ Þá kemur James
-Caan á sviðið til að afhenda aðalverðlaun
dómnefndarinnar og byrjar á því að þakka
aðstandendum hátíðarinnar fyrir að nefna há-
tíðina eftir sér. Svo afhendir hann kínverska
leikstjóranum Jiang Wen-verðlaunin fyrir
myndina „Guizi Lai Le“.
Getið þig skilað til Bjarkar...
Þegar svo er komið sögu er ljóst að Dancer
in the Dark hreppir Gullpálmann því Lars er
eini leikstjórinn í keppninni sem er viðstaddur
og hefur ekki verið verðlaunaður. Engu að síð-
ur eru fagnaðarlætin mikil þegar hann er kall-
aður upp á svið og tekur við þessum langþráðu
verðlaunum.
„Vá,“ segir hann. „Ég hef verið hér sex sinn-
um, því Gelles Jacob [hátíðarstjórinn] hefur
verið mér góður í gegnum tíðina, þótt ég viti
ekki hvort hann hefur mikið vit á kvikmynd-
um.“ Þótt Trier hafi áður unnið til verðlaun er
þetta í fyrsta skipti sem hann fær Gullpálm-
ann. „Fyrst af öllu verð ég að segja takk við
Björk. Þar sem ég veit að hún trúir því ekki
þegar ég segi það, ef þið hittið hana, segið
henni að ég elski hana.“
Myrkradansari
líklega frumsýnd
hér á landi í haust