Morgunblaðið - 23.05.2000, Side 33

Morgunblaðið - 23.05.2000, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 33 LISTIR Kammerkdr Hafnarfjarðar. Styrktartónleikar í Hásölum KAMMERKÓR Hafnarfjarðar stendur fyrir styrktartónleikum annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20, í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Hásölum. Tónleikarnir eru til styrktar FABS, Félagi aðstand- enda barna með sérþarfír. Fjöldi listamanna kemur fram á tónleik- unum svo sem Gunnar Gunnars- son, flautuleikari, Guðrún Guð- mundsdóttir, píanóleikari, Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, Túbuleikarafé- lagið, Carl Möller og Karlakórinn Þrestir. Allir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína og rennur að- gangseyririnn, 1.000 kr., óskiptur til félagsins. Skipt verð- ur um listaverk á Trafalgar- torgi London. Morgunblaðid. NÚ HEFUR verið horfið frá því að setja einhverja höggmynd til fram- búðar á íjdrða hornstdlpann á Trafalgartorgi í London, heldur skal þar skipt reglulega um lista- verk, eins og reyndar byrjað er á. Sérstök nefnd var sett á laggirn- ir til að skera úr um hvaða verk skyldi sett á stdlpann og gerði al- menningur tillögur þar um. Stofn- uð var sérstök nefnd til þess að berjast fyrir því að koma að minn- ismerki um brezkar konur í siðari lieimsstyrjöldinni, en nefndin hafn- aði því sem öðru, en lagði reyndar til að minnismerki um konurnar verði komið upp hjá varnarmála- ráðuneytinu, ekki fjarri minnis- merkinu um þá föllnu. Meðal þeirra 328, sem tillögur voru gerðar um, eru; Charles Verk Bill Woodrows, sem nú er á fjórða stdlpanum. Darwin, Batman, Cook skipherra, Nelson Mandela, Hillary Clinton, Margaret Thatcher, David Beck- ham, Elísabet II, Díana prinsessa af Wales, Linda McCartney, Neil Armstorng, Salman Rushdie, Shakespeare, Oscar Wilde, lög- reglumaður Lundúnaborgar og dúfa. Eftir nokkrar vangaveltur komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að bezt færi á því að stöpullinn yrði vettvangur þessa bezta í brezkri og alþjöðlegi höggmyndalist. Fjdrði stöpullinn á Trafalgar- torgi hefur staðið auður í 150 ár, en þar átti að koma höggmynd af Vilhjálmi IV, en konungi láðist að taka frá fé til framkvæmdarinnar þannig að ekkert varð af henni. Á hinum stöplunum þremur eru; Georg IV og hershöfðingjarnir Henry Havelock og Charles James Napier. Nú er á stöplinum höggmynd eft- ir Bill Woodrow og þar áður var Kristsmynd Mark Wallinger. Þriðja verkið verður eftir Raehel White- read. ' Göturnar bíða ■ Það er engin ástæða til að gera við malbikið. BMW X5 verður kominn um næstu helgi. ■ 27. og 28. maí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.