Morgunblaðið - 23.05.2000, Page 35

Morgunblaðið - 23.05.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 35 LISTIR Lifandi og fallegur leikur TOJVLIST Frfkirkjan KAMMERTÓNLEIKAR MINGUET-KVARTETT- INN lék verk eftir J.S. Bach, Haydn, Kurtag og Mendelssohn. Sunnu- dagurinn 21. maí, 2000. MINGUET-kvartettinn er sagð- ur stofnaður í Diisseldorf árið 1988 og hann skipa Ulrich Isfort og Annette Reisinger, bæði á fiðlu, Irene Schwalb á lágfiðlu og Matthias Diener á selló. Þetta eru ungir og frábærir hljóðfæraleikar- ar, sem leika af töluverðum ákafa, leggja mikla áherslu á sterkar andstæður í styrk og á köflum nokkuð tilfinningaþrungna túlkun. Meginverkefni tónleikanna voru átta fúgur úr Die Kunst der Fuge, eftir Johann Sebastian Bach. Fyrsta fúgan (Contrapunctus I) er einföld fúga, þar sem unnið er að- eins með aðalstefið. Fúgu má líkja við leikhúsverk, þar sem ákveðin atburðarás er tilgreind í upphafl, Kórtón- leikar í Hjalla- kirkju KÓR Hjallakirkju heldur vor- tónleika í Hjallakirkju annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Flutt verða verk úr ýmsum áttum og af ýmsu tagi, bæði kirkjuleg og veraldleg. Auk venjubundins kórsöngs verður boðið upp á kvartett- söng, bæði blandaða kvartetta og karlakvartett, einnig ein- söng, tvísöng og kvennakór. Einsöng og tvísöng syngja þau María Guðmundsdóttir sópran, Gréta Jónsdóttir mezzosópran, Hákon Hákon- arson tenór og Gunnar Jóns- son bassi, en þau eru öll úr röðum kórfélaga. Undirleikari með kórnum er Lenka Máté- ová. t.d í fúgu nr. 2 (Contrapunctus 2) er aðalstefið eins og í nr. 1 en mótraddirnar í punkteruðum hryn. í fúgu nr. 3 og 4, er aðalstefið leik- ið í spegilmynd en mótraddirnar í nr. 3 eru krómatískar og í nr. 4 eru mótraddirnar ekki eins krómatískar en þó má merkja eft- irtektarverð tóntegundaskipti í seinni hluta fúgunnar. Nr. 6 er í frönskum stíl þar sem heyra má aðalstefið í punkteruðum hryn. Mótraddirnar eru byggðar á aðal- stefinu en í styttri hrynskipan og bæði í réttri skipan og spegilmynd, þannig að úr verður vinnuaðferð sem oft er nefnd „stretto" en á ís- lensku „skörun". Nr. 9 er því stefjafúga og einnig nr. 10 en sam- kvæmt útgáfu Hans Gal, er síðasta fúgan nr. 19, en ekki 18, eins og stendur í efnisskrá, sem stafar af því, að 18. fúgan er sama fúgan og nr. 17 en umrituð fyrir tvo samb- ala. Tónleikunum lauk svo með kóralforspili, sem aðeins var nefnt „kóral“ í efnisskrá. Alla þættina lék Minguet-kvartettinn mjög vel; gáfu flytjendur hverjum kafla sér- stakan „karakter" og með þeim skýrleika, að unun var á hlýða. Inn á milli fúgu þáttanna voru flutt þrjú verk, fyrst strengja- kvartett op. 20, nr. 5 eftir Haydn, einn af „stóru sólarkvertettunum". Sá fimmti þykir vera sérlega „sorglegur" miðað við önnur verk Haydns en fjórði kaflinn er tví- stefja fúga. Fyrsti kaflinn og men- úettinn voru afburða vel fluttir en hægi þátturinn var einum of hrað- ur, án allrar alvöru. Lokakaflinn, tvístefja fúga, var glæsilega leikin, en aðalstefið er að tónbyggingu eins og eitt af frægari stefjum Bachs, sem Mozart notaði einnig í frægri fúgu. Offícium breve, eins konar „stutt skylduverkefni", eftir Gy- örgy Kurtag (1926), rúmenskt tón- skáld, var eina nútímaverkið á efn- isskránni, samið 1990 og er það að formi til nokkrir stuttir þættir, sem hver fyrir sig er byggður á sérstakri útsetningaraðferð, eins konar „sýnisbók“ í vinnuaðferðum. Margt var skemmtilega gert í þessu verki og var það hreint ótrú- lega vel flutt af Minguet-kvartett- inum. Svona runuverk geta verið leiðinleg, að því leiti til að viðdvöl- in er aðeins örstutt sýning, músik- alst „snæljós", án þess að efnið sé nokkru sinni gaumgæft eða hug- leitt að einu eða neinu leiti og allt búið, þegar efnisskipan hefur verið kynnt og meðtekin. Capriccio eftir Mendelssohn var þriðja innskotsverkið og er þetta sérstakur kvartett-þáttur, reyndar tveir samtengdir og merktur op. 81/3. Til eru tveir aðrir þættir 81/ 1 og 2 og eru þessir þættir með því síðasta sem Mendelssohn samdi og ekki vitað hvort þeir hafí verið hugsaðir sem eitt verk. Kaprísan er sérlega skemmtilegt verk en seinni hlutinn er frjálslega unnin fúga eða fúgato, er var leikin í því- líkum hraða og af sérlegum glæsi- brag, að vart verður betur gert. Tónleikar þessir hefðu sómt sér sem sérstakir tónleikar á listahátíð fyrir fullu húsi áheyrenda, sem vanir eru að hlýða á afburða góða kammertónlist og gera kröfur varðandi flutning, því hiklaust má telja þessa tónleika með því eftir- minnilegasta, sem gefið hefur að heyra á vettvangi kammertónlistar hér á landi um langt skeið, fyrir lifandi og sérlega fallega útfærðan leik Minguet-kvartettsins. Jón Ásgeirsson A Astin og fylg’ifiskar á tónleikum Sameiginleg dagskrá Þriðjudagur 23. maí. Þjóðleikhúsið - Hvert örstutt spor. Kl. 20.30. Endurteknir tón- Wm leikar á Listahátíð semTónskáldafé- ~ higiö hefur veg og W vanda af. Flutt verður dag- ^ skrá sem samanstendur af tón- list og söngvum úr leikhúsinu. www.listir.is. www.artfest.is. ÞORUNN Stefánsdótt- ir, mezzosópi’an, heldur tónleika í Ymi, Skógar- hlíð, í kvöld, þriðju- dagskvöld, kl. 20.30. Yf- irskrift tónleikanna er Ástin og fylgifiskar og vísar til þess að ástin á sér ýmsa fylgifiska, sem tengjast m.a. óör- yggi, ótta við höfnun, afbrýði, reiði og hefnd- arhvöt, sorg og sökn- uði. Með Þóninni koma fram á tónleikunum Jón Rúnar Arason ten- ór og Claudio Rizzi píanóleikari. Á efnisskrá eru ís- lensk og erlend lög, auk aría og dúetta úr óperettunum II Trovadore, Cavalleria Rustieana og Don Carlo. Þórunn lauk áttunda stigi í söng frá Tónlistarskóla Garðabæjar árið 1996 og burtfararprófi frá Söngskól- anum í Reykjavík vorið 1998. Aðal- söngkennari hennar hefur verið Snæbjörg Snæbjarnardóttir. Þór- Þórunn Stefánsdóttir unn hefur einnig sótt söngtíma og námskeið heima og erlendis hjá André Orlowitz, Hel- ene Karuso og Jóni Rúnari Arasyni. Þórunn hefur komið víða fram og m.a. hald- ið tvenna einsöngstón- leika. Hún komst í úr- slit TónVakakeppni RÚVárið 1997. Claudio hefur verið píanóleikari með Kór Islensku óperunnar frá því haustið 1997. Hann lætur af störfum hjá Islensku óperunni nú í vor og mun halda til starfa til Þýska- lands. Jón Rúnar Arason tenór söng hjá Magnúsi Jónssyni við Söngskólann í Reykjavík. Frá árinu 1992 hefur hann starfað erlendis og sungið m.a. hlutverk Pinkertons í Madama Butt- erfly, Turiddu í Cavalleria Rusticana og Rodolfo í La Bohéme. Otskriftargjöf sem gleður Eitt vandaðasta úr veraldar ----------- ÚTSÖLUSTAÐÍR: ----------------- ión & Óskar j Klukkan Georg V. Hannah ! Meba Laugavegi 61 Hamraborg ' Keflavík í Kringlunni I I íílouricc locroix Switzerland verð frá kr.18.800 til 547.000 Árið 2000 Veldu eitinyak mánaðarins ú s og þú gætir unnið kvöldverð fyrir tvo! ______________________________________________________ Sendist til: Morgunblaösins, merkt "Veitingahus mánaöarins", Kringlunni 1, 103 Reykjavík Veitingahús mánaöarins er: W9 m Nafn: I Kennitala: Simi: Heimilisfang: Umsögn: Einnig hægt aö velja á icelandic-chefs.is Gildir ut áriö 2000. Skilist fyrir 1. hvers mánaðar. REVKJAVÍK MINNINOARIORd IVRÖrU ARIN 2000 reykjavik2000.is > GOLFBUDIN.IS www.golfbudin.is - Email: golfbudin@golfbudin.is Vinsældum Alfa 156 á íslandi og í Evrópu má fyrst og fremst giaesilegri hönnun og frábærum aksturseiginleikum. álfelgum, með rafdrifnum „„ á 1*^.0 verði armhvílu á en nokkru sinni eða kr. 2.025.000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.